Vísir - 20.11.1968, Page 8
8
VISIR
Otgefandi Reykjaprent n.i
Framkvaemdastjóri Sveinn R eyjólfsson
Rltstj^ri: Jónas Krist jánsson
Aðtitt itarritstjóri: Axei Thorsteinsoo
Fréttastjóri Jón Birgii Pétursson
Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannessco
Auglýsingar: Aðaistræt 8. Stmar 15610 U660 og 15099
Afgreiflsla- Aflalstræti 8. Sími 11660
Ritstjórn: tnugavegi 178. Simi 11660 (5 Unur)
Áskrittargjald kr. 125.00 ð mánuöi innanlands
t iausasölu kr 10.00 eintakifl
Prentsmiflja Vísis — Edda h.f.
Skuldir og ekki skuldir
Eitt yndisetna stjórnarandstöðublaðanna þessa dag-
ana er að skrifa um hinar miklu erlendu skuldir, sem
peir kalla svo. Almenningi er ætlað að halda, að
ríkisstjórnin skuldi svo mikið erlendis, að nú sé allt
á vonarvöl.
Vissulega hækka erlendar skuldir í krónutölu, þeg-
ar gengi krónunnar er fellt gagnvart erlendri mynt.
En hvað hefur gerzt? Hefur orðið til einhver ný
skuldasöfnun? Skulda Loftleiðir meira en áður? Hafa
kaup þess fyrirtækis á nýjum flugvélum, svo dæmi
sé nefnt, orðið hærri í dollurum en áður? Er ríkið í
ábyrgð fyrir þessari skuld? Öllum þessum spurning-
um er hægt að svara neitandi.
Hafa skuldir Landsvirkjunar vegna fyrstu stórvirkj-
unar á íslandi hækkað í dollurum? Nei. En hafa þær
hækkað í íslenzkum krónum? Já. Skiptir það máli?
Nei. Af hverju skiptir það ekki máli? Vegna þess að
lánasamningnum fylgir annar samningur. Hvaða
samningur er það? Það er rafmagnssamningurinn við
álbræðsluna í Straumsvík. Og sá samningur felur í
sér, að álbræðslan á að greiða rafmagnið í dollurum
og að þær greiðslur eru jafnvirði allra erlendu lán-
anna til Búrfellsvirkjunar.
Svona mætti lengi telja. Við höfum keypt nýjan, stór-
an fiskiskipaflota, fyrir um 2000 milljónir króna á
fyrra gengi. Miðað við hið nýja gengi eru þetta yfir
3000 milljónir. Erlend lán vegna þessara fiskiskipa-
kaupa hækka ekki í erlendri mynt. Þau hækka í ís-
lenzkum krónum. Er aðstaða okkar verri eftir en
áður?
Með gengislækkuninni er þessum skipum skapað-
ur nýr rekstrargrundvöllur, nýir möguleikar til að
greiða hvort heldur sem er erlendar eða íslenzkar
skuldir. Hver uggi úr sjó hækkar í verðmæti sem svar-
ar gengisbreytingunni, um 55%.
Auðvitað má sama segja um svo fjölmarga aðra
verðmætaframleiðslu í landinu. Það liggur ef til vill
ekki eins í augum uppi og þegar um fiskiskip er að
æða. Til dæmis hækka erlendar skuldir Sements-
verksmiðjunnar um meira en hundrað milljónir króna.
Er hún ekki þar með dauðans matur? Er þetta ekki
óbærilegt áfall? Þeir, sem kaupa sement frá verk-
smiðjunni í framtíðinni, greiða þetta gengistap í hærra
verði. En þeir hefðu á sama hátt þurft að greiða inn-
flutt sement hærra verði. Ef til vill sér nú Sements-
verksmiðjan sér leik á borði að selja sement með hagn-
aði til útlanda, eins og hún eitt sinn gerði.
Stjórnarandstæðingar geta leikið sér að tölum
vegna gengislækkunarinnar, sýnt hærri skuldir út á
við í íslenzkum krónum. En sé sú hækkun á pappírn-
um komin til vegna þess, að skapa þurfti meira öryggi
f twídinu til framleiðsluaukningar og atvinnuöryggis,
þurfa menn ekki að kvíða.
V í S IK . Miöviivuuagur 20 £ ióvembek*i968<
Nixon, kona hans og dætur og tilvonandi tengdasonur, David Eisenhower.
Samsærið um að myrða
, NIXON
Lá falsákæra til grundvallar er Namer og
synir hans voru handteknir?
A röbunum þremur, sem sak-
aðir eru um samsærisáform
til þess að ráða Richard i'Jixon,
nýkjörinn forseta Bmdaríki-
anna af dögum, hefir nú öllum
verið sleppt gegn iausnargjaldi,
sem er tii trýggingar fyrir, að
þeir mæti f rétti, begar lokið er
rannsókn þeirri sem fram fer,
en að her.:-!! lokinni tekur rétt-
urinn ákvörðun um það hvort
leggja skuli fram ákæru gegn
þeim.
Annars hefir þaö vakið mikla
athygíi, að athuganir varðandi
mann þann, sém sakaði þá um'
samsærið. eætu bent til, að
hann hafi viljaö hefna sín á
feðgunum, og ákæra hans kunni
því að vera fölsk.
Þessi maðu. einnig frá
Yemen Mohamr ' Jassan Al-
gamal, 36 ára.
Algamal hafði búið hjá
Namer-fjölskyldunni í 3—4
mánuði, en hann kom til Brook-
lyn frá Kaliforníu, en lenti í 6-
sátt við landa sína og var rekinn
af heimilinu Hefir hann ekki
síðan farið dult með gremju
sína < garð Namer-fjölskyld-
unnar.
Það var engin :urða, þótt
fregnirnar um samsærið vektu
athygli. Moröið á Robert
Kennedy er öllum í fersku
minni, en það er ungur Arabi,
Jórdaníumaður, sem ákærður er
fyrir það.
Aðalm„:..-Inn í samsær-
inu var talinn vera Ahmed
Rageh Namer, 46 ára, en
synir hans tveir voru einnig
handteknir, Hussein 20 ára, og
Abde 19 ára.
Það var heill herflokkur, sem
sendur var á vettvang til þess að
handtaka þá.
Þegar feðgarnir voru leiddir
fyrir dómarann mælti enginn
þeirra orö af vörum. Saksóknari
og dómari deildu um hvort
þeim skyldi sleppt gegn trygg-
ingu, og fór saksóknari fram
á, að þeim yrði ekki sleppt, sak-
ir þess hve alvarlega ákæru
væri um að ræða. Enginn þeirra
hefði fest rætur í Bandaríkjun-
um, ekki traustlega að minnsta
kosti, og kynnu aö freista að
flýja, kona föðurins og dætur
væru enn í Yemen, þótt faðir-
inn og annar sonurinn hefðu
fengifl bandarískan ríkisborg-
ararétt
Dómarinn fór þá leið, að hafa
tryggingamar svo háar, að eng-
inn feðganna gæti lagt fram
féð. Seinna náðist svo saman
tryggingarfé fyrir atbeina Ar-
aba, sem hafa komið Namer til
hjálpar.
Klukkustundum saman fyrir
húsrannsóknina haföi flokkur
lögreglumanna gefið gætur að
húsinu, sem Namer bjó í. Þess-
ir lögreglumenn vissu vel hvaða
hlutverk þeim var ætlað.
Þama var um að ræða aö
minnsta kosti 25 manna flokk
og hann mddist inn eftir að einn
lögreglumanna hafði sagt, að
hann væri Vúsvörðurinn, og
þyrfti hann að athuga gaspípur
vegna leka.
íbúðin var læst að innanverðu
með tvöföldum lás og opnaði
Namer og gafst hann þegar upp
og annar sona hans, en hinn,
Hussein, smaug út um glugga,
og náðist ekki fyrr en 5 klukku-
stundum síðar.
I íbúöinni fundust tveir rifflar
með sjónaukum og tveir fjaðra-
hnífar, þeirra tegundar sem nú ,
er bönnuð sala á.
Sá, sem hringdi til lögregl-
unnai, og sagði að leitað hefði
verið hófanna hjá sér um þátt-
töku í samsæri,. lét Iögregl-
unni í té upplýsingar, sem
leiddu til að hún ráðgaðist við
leynilögregluna, og að leyfi var
veitt til húsrannsóknar hjá
Namer.
Maðurinn, __.n ákærði Nam-
er og syni hans, á að hafa tjáð
lögreglunni hvaða vopn hún
myndi finna í íbúð hans.
Elliott Golden, hinn opinberi ákærandi, og vop nin, sem fundust í ibúð Namers.
/
t