Vísir - 20.11.1968, Side 9

Vísir - 20.11.1968, Side 9
VISIR ..... Miðvikudagur 20. nóvemner istra. 9 ESEÍ BORNIN ERU ÞAÐ DYRMÆT- ASTA SEM VIÐ EIGUM □ HOn heitir Anna Kristinsdóttir, hefur verið húsmóðir nokkuð á þriðja tug ára, eignazt sex börn, og er það yngsta nú 8 ára. Faðir hennar var Reykvíkingur en móðirin ættuð frá Isafirði, og ég vona að engum sé misboðið, þótt ég segi að í yfirbragði hennar gætir mjög hinnar vestfirzku reisnar, sem þróazt hefur þar fyrir áhrif athafna og umhverfis gegn um aldir. VIÐTAL DAGSINS A nna er gift Torfa Benedikts- syni ættuðum úr Stein- grímsfiröi. Vegna stuttra kynna þar sem hennar staður hefur verið innan við borðið en minn fyrir fram- an það, fór ég þess á Ieit við frúna að hún spjallaði við mig stutta stund. Því forvitnin virð- ist ekki ætla að eldast af mér, og svo er ég svo málgefinn, að að ég get helzt ekki þagað yfir því, sem mér er sagt, nema því aðeins að það loforð sé tekiö af mér fyriffram. En þá vona ég að enginn þurfi að bera kvíða f brjósti vegna lausmælgi minn ar. — Þú hefur skoðað þig tals- vert um utan þíns eigin lands, frú Anna? — Já ég hef haft tækifæri til að sjá mig dálítið um bæði á Norðurlöndum og í Frakklandi. Námsmöguleikar mínir í æsku voru litlir utan þess sem bama- skólinn veitti. En mér tókst þó að vera tvö ár í kvöldskóla K.F.U.M. og það nám kostaði ég sjálf. Við systkinin vorum 9 svo foreldramir höfðu í mörg hom að líta — Sjálfsagt hefur þú margt séð þar ytra, sem ber annan svip en hér heima? — Já, en eitt er mér þó einna minnisstæðast. Þá var ég á gangi úti við Löngulínu í Kaupmanna höfn. Þá komu þar hjúkrunar- konur, með barnahóp frá heim- ili vangefinna. Þær komu með bömin eöa fólkið, því sumt var nokkuð vaxið á stórum vögn- um önnur dró hann en hin ýtti á eftir — Þetta fólk var allt eins, heföj vel geta verið syst- kini, þetta voru tómir Danir en „mongoloid“ N Ég hef aldrei orðið jafn þakk lát og þá fyrir það að eiga heil- brigð og rétt sköpuð böm. Og það var næstum því að ég fyrir- yrði mig þegar ég var að setja ofaní við börnin mín fyrir rifn ar buxur eða óhreina skó eða ærsl, sem aöeins var vottur þess að þau voru andlega og líkamlega heilbrigð. — Þú hefur unnið mikið úti? — Já, ég á góðan mann sem annast heimiliö þegar ég er fjarverandi. Kona getur ekki unnið utan heimilis nema sam- vinna hjónanna sé góð, og ef svo er þarf fjarvera hennar, þann hluta dagsins, sem maður inn hefur tóm til að veita að- hlynningu alls ekki að koma niður á börnunum. — Ungar ko: eru oft fá- kunnandi þegar þær ganga i hjónaband. — Sjálf var ég að- eins 19 ára og fann vel til þess aö mig skorti þekkingu á mörgu, að vísu kunni ég að meö höndla börn, en átti'þo margt ólært. — Vannstu úti meðan börnin voru ung? — Nei, en ég þurfti að vera á sjúkrahúsi nokkrar vikur árlega i nokkur ár, og þá kom ég böra unum á Silungapoll og fékk því til fyegar komið að þau fengju að vera saman. Einnig fór ég stundum með þau i sveit og vann þá fyrir þeim kostnaði, sem af því leiddi. Það sem börnin okkar hjóna hafa þurft að vera utan heimilis er eingöngu vegna sjúkdóma, en ekki i þeim tilgangi aö losna við ærsl þeirra né barnabrek. — Hvert er álit þitt á dag- heimilum? — Það er með þau eins og aörar stofnanir, þetta fer eftir láta vinna þau heimilisverk sem áður voru unnin af fólki og vél unum þarf að stjóma. — Það þurftj nú líka að stjóma vinnufólkinu áður? — Já, en það voru lifandi skyni gæddar verur, sem oft urðu vinir og félagar. Vélin er aðeins dauður hlutur — þæg- indi sem spara líkamlegt erfiði, en tæpast mikið sálufélag. — Hvað vilt þú segja um samband kynslóðanna — afa og Anna Kristinsdóttir. þeir sem þar ráða málum. Ég þekki mörg böm sem þar hafa notið beztu aðhlynningar og komizt vel til manns. Opin dagheimili eru ágæt með góðri gæzlu. — Er heppilegt vegna heim- ilisins að konur vinni úti? — Það fer allt eftir persónu- leika konunnar, vinna utan heimilis getur verið sumum konum nauðsynleg, þeim nægir ekki að vera aöeins húsmóöir, en vinnutilhögunin verður að vera þannig að heimilið líöi ekki þess vegna. Þetta var allt öðruvísi áður, þá voru heimilin mannmörg, húsmóðirin hafði oftast nógu fólki á ' skipa og gat þvi sinnt sinu— hugðr.refnum. Nú eru komnar vélar, sem hægt er að ömmu — föður og móður og bams? — Ég álít að þar þurfi að vera sem nánast samband á milli, án þess þó að um neinn átroðning sé að ræða. Það á til dæmis ekki að eiga sér stað að ung móðir geti treyst á það að afi sða amma gæti öyggis barnanna geri hún það ekki sjálf. Það er engum hollt, sízt af öllu móðurinni sjálfri, sem þá verður helzt aldrei fullorðin kona. — Það virðist í dag mjög erf itt fyrir ungar konur að skilja þetta. I ótt börnin æpi á nótt- unni svo fólkið í næstu íbúð hcf ur varla svefnfrið þá sefur móð irin værum sve'ni og virðist ekkert raska ró h§pnar. Sé um þetta talað þá er svar- ið oft eitthvað á þá leið að það geri víst ekki mikið til þótt Krakkinn grenji hann sé bara svo frekur og ástæðulaust að vera að skipta sér af þescu. — Hver áhrif mun þetta svo hafa á bömin? — Þau verða hvekkt á lífinu, vantreysta fólki verða hrekkjótt uppivöðslusöm og tortryggin. — Nú eru bamavemdarnefnd ir sem hafa eftirlit með þessu? — Já, og þær þyrftu víða við að koma og bregða skjótt við sé til þeirra leitað. Eiturlyfja- neyzla og ofdrykkja er oft or- sök heimilisvandræða og svo stundum hrein og bein leti. — Ég held það sé ungum mæðrum nauðsynleg reynsla að hafa engan á að treysta nema sjálfa sig, móðureðlið hlýtur að vera svo sterkt í hverrj heil- brigðri ki. að það,segi til sín þegar virkilega á reynir. — Og þess skyldu bamavemd amefndir vel gæta, að fara ekki í manngreinarálit, þegar ein- hvers staðar skapast heimilis- vandamál — sama hvort í hlut á almenningur eða hið svo- nefnda fína fólk. Það er ekki velgemingur við neinn að sjá I gegnum fingur sér um óreglu og vanhirðu sem kemur niður á ungu umkomulausu bami. — Þú minntist áðan á drykkjuskap? — Já, hann er alls staöar böl en þó hvergi verri en heima á heimilunum þar, sem eru stálp uð eða hálfvaxin böm. — Verst er þó ef móðirin drekkur. Því afstaða bamsins til hennar er eðlislæg á annan hátt en til föðurins. Mamma á að vera góði engillinn sem græð ir og bætir, pabbi er sterkur karl og það er frekar hægt að þola þó hann sé eitthvað brös- óttur stundum. —Heldur þú aö mikil brögö séu að því að ungir foreldrar séu ekki færir um að taka á sig þá ábyrgð, sem því fylgir að verða faðir og móðir? — Um það vil ég ekkert segja almennt, en komið hefur það fyrir, að þegar ég hef verið aö fara til vinnu minnar kl. hálf ellefu að morgni hef ég séð litla stúlku á náttfötunum úti á gang stéttinni. Ég hef vikið mér aö henni, leitt hana inn í dymar og beðið hana að fara og klæða sig. Og hvert heldur þú að svar ið hafi verið. ,,Ég get það ekki hún mamma er ennþá sofandi. — Finnst þér það væri nokk- uð móðgandi fyrir unga móður þótt bamavemdamefnd liti inn hjá henni milíi 9 og 10 á morgn ana, án þess að hún ætti þeirr ar heimsóknar von? — Nei, síöur en svo. Hún gæti þá glaðzt yfir því, ef allt er í góðu lagi, ef svo er ekki þá hefur hún þörf fyrir holla áminningu. —Þess ber að minnast að lít- ið bam þarf fyrst og fremst að eiga athvarf í faömi tillitssamr- ar og góðrar móður. Þú spurðir áðan um sambandið millj kyn- slóðanna. Ég vil endurtaka, að það þarf að vera náið. Bömunum ermikils virði að eiga ’óða og vingjam- lega ömmu. Þaö hafa mín böm reynt, sérstaklega þar sem tengdamóðir mín var alveg ein- stök gæðamanneskja og hún og móðir mín boðnar og búnar til að sýna þeim hlýju og skilning þegar á þurfti að halda. ÞJtf. 1ESED11II HAHOmifl: 0 Hvaða kenningar boðar bamakennar- inn nemendum sín- um? \ Steingrín. .ir Jónsson skrifar þættinum: ,,Ég var einn þeirra. sem sat Holfallinn eftir lestui viðtals við Birgi Sigurðsson ung skáld og barnakennara á dög- unum. Ég spyr: Kennir Birgir þessi hinum ungu nemendum sínum austur í Hreppum þessar furðukenningar sínar? Segir hann bömunum ungu aö á dag- blöðum vinni eintómar mellur? Kannski á kennarastéttin að eignast fleiri slíka menn og konur með brenglað hugarfar. Þá spái ég því að senn verði gengiö af þjóðfélagi okkar dauðu, hjónabandið, það helg- asta í lífi okkar verður fótum troðið, en aörar kenningar og e.t.v. öfgafvllri fluttar. Við skulum vona að svo verði ekki“ 0 Skrifuðu nöfnin sín með skautunum. S. P. Á. skrifar eftir að hafa hitt skautafólk fyrir nokkm, áð- ur en vindar sunnan frá Azor- eyjum tóku að blása á okkur sunnanblíðunni: t,,... Þegar ég var að vaxa Úr grasi á Akureyri á fyrstá tug aldarinnar voru tveir pilt- ar þar, sem voru hreinustu snillingar í skautaíþróttinni, annar var Hjalti Sigtryggsson Espólín, en hinn Þorvaldur Vest- mann, bankagjaldkeri. Á fljúg- andi ferð skrifuðu þeir nöfn sín á svellið með skautunum, bceði skýrt og rétt, og líklega fljótar en með penna á blað. Skautaíþróttin er góð og enda þótt tækifærir séu e.t.v. ekki mörg/ hér sy" til iðkunar hennar, er ástæða til að hvetja böm og unglinga til að grípa hvert tækifæri". 0 Skyríð ódrjúgt. Húsmóöir hringir og segir m. a.: „.. ’ ég keypti nýja skyrið eftir að ég las um það í blöð- unum Ég get ekki að því gert, en mér fanns skyrið ódrýgra í þessum nýju pakkningum. Getur þetta verið rétt? Hins vegar finnst mér skyrið geym- ast vel á þennan hátt og um- búðirnar hinar ákjósanleg- ustu“. £ Of hraöur akstur. A. S. skrifar: „ .. Mér finnst bað stórvíta- vert hvað ökumenn viröast eiga erfitt með aö minnka hraðann í umferðinnj eftir að skilyrði til aksturs versna svo mjög eins og þau gera oftast um þetta leyti. Það þarf svo sáralítið að bregða út af til að óhappið ger- ist. Ég held að lösaæzla sé ekki nógu sterk einmitt nú, þegar akstursskilyrðin eru verst. Hér þarf stórátak frá lögreglunni með radármælí-igum Qg öllum tiltækum ráðun»'1.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.