Vísir - 03.12.1968, Blaðsíða 1

Vísir - 03.12.1968, Blaðsíða 1
Ævintýraleg veiði þýzkra togara út aff Vestfjörðum Eltingarleikur við bílþjóla ■ Tveir grunsamlegir menn voru handteknir í nótt á stol- inni bifreið eftir nokkum elt- ingarleik, sem hófst í verk- smiðjuhverfinu í Vogunum, þar sem lögreglan kom að beim. Lögregluþjónar, sem voru á eftirlitsferð um verksmiðju- og verzlunarhverfið í Vogunum milli kl. 1 og 2 í nótt, heyrðu, að bifreið var ræst einhvers staðar á milli húsa og sáu svo lióslausri bifreið ekið á ofsa- ferð burt úr hverfinu. Fylltust þeir illum grunsemdum á þess um mannaferðum um þessa hverfi, sem undir venjulegum kringumstæðum er mannlaust um þetta leyti sólarhrings. Hófu lögregluþjónamir eftirför á bif reið sinni. Aksturslag ökumanns ins á ljóslausu bifreiðinni var heldur engu lagi líkt. Barst eltingaleikurinn um Vogana og síðan eftir götum inn í Smáíbúðahverfi, en þar missti ökumaðurinn stjórn á flóttabif- reiðinni og fór út af veginum. Strax og bifreiðin hafði numið staðar, sáu lögregluþjónarnir hvar tveir menn stigu út og tóku til fótanna út í náttmyrkr- ið. Lögregluþjónamir brugðu á sama ráð og hlupu á eftir flótta mönnunum. Eitt andartak misstu þeir sjónar af þeim í myrkrinu, en fundu þá von bráðar aftur. Voru mennimir handsamaðir. Lögregluvörður um borð í einum bátanna í morgun. FYRIR LANDHELGISBROT NÚ FULLNÆGT DÓMUM VERÐUR ■ Ætlunin er nú að taka fastara á landhelg- isbrotum íslenzku bát- anna og fullnægja þeim dómum, sem felldir eru vegna landhelgisbrota, að því er Ólafur W. Stef- ánsson, fulltrúi í dóms- málaráðuneytinu tjáði Vísi í morgun. Eins og kunnugt er veitti forseti íslands öllum íslenzkum bátum, sem hafa gerzt sekir um landhelgisbrot, uppgjöf saka 1. desem- ber s.l. í tilefni hálfrar aldar afmæli fullveldis- ins. Fyrstu bátarnir, sem væntan- lega verða dæmdir samkvæmt þessum breyttu sjónarmiðum verða sennilega bátarnir fjórir, sem staðnir voru að meintum landhelgisbrotum við Gróttu um hádegi í gær. Skipstjórar bát- anna voru svo bíræfnir að vera við togveiðar í áugsýn starfs- manna landhelgisgæzlunnar í skrifstofu hennar við Seljaveg. Þaðan mátti fylgjast með bátun um í sjónauka. Samkvæmt þeim upplýsing- um, sem Vísir veit beztar eru viðurlög við landhelgisbrotum íslenzkra báta almenn sekt aö upphæð 20 þúsund krónur, afli og veiðarfæri gerð upptæk og skipstjórunum gert að greiða málskostnað. Við ítrekuðum landhelgisbrotum geta legið fangelsisdómar. Þessar uppk fékk blaðið hjá Ólafi W. Stef- ánssyni. Þegar blaðið reyndi að fá nánari upplýsingar um viður lögin hjá Þórði Björnssyni, yfir- sakadómara, neitaði hann aö svara og skellti á. Rannsókn í máli bátanna fjög urra, sem teknir voru í gær, hófst fyrir Sakadómi Reykjavík ur í morgun. Bátarnir eru Valur RE 7, Lundey RE 381, Hafnar- berg RE 404 og íslendingur II RE 336. Þess má geta að dómi fyrir landhelgisbrot íslenzks báts hef ur ekki verið fullnægt síðan 1958 að því er Vísir veit bezt. Sakaruppgjöf fyrir landhelgis- brot hefur verið gefin nokkrum sinnum á þessu tímabili og hafa bátarnir því ávallt orðiö lausir allra mála. I einu tilvikinu mun hafa orðið dómsátt vegna land- helgisbrots, en þegar almenn sakaruþpgjöf var veitt skömmu síðar var bátnum endurgreidd upphæðin, sem hann hafði borg að í sekt. ■ Þýzkir skuttogarar hafa mokað upp fiski út af Vestfjörðum sið- ustu daga. Tveir togarar, sem eru þar á veiðum með flottroll, hafa fengið lygilega góða veiði, allt upp í 50 tonn í hali. Til samanburðar má geta þess, að 2—5 tonn þykir sæmilegur afli i hali hjá íslenzkum togurum. Vísir hafði í morgt^n samband við Axel Schiöth, skipstjóra á skuttog- aranum Siglfirðingi frá Siglufirði og sagði hann að hann heföi átt tal við skipstjórnarmenn á þýzka togaranum Freiburg, sem er 2500 tonna skip og veiði með flottrolli, sem kennt er við þýzka vísinda- manninn Engel. Fiskiriið væri aldeil is óskaplegt. Hann hefði verið kom- inn með 80 tonn af flökum eftir tvo sólarhringa. Toga- :nn var þá staddur um 30 —45 míluiNúti af Kögri í fyrradag og var hann þá nýbúinn að sprengja 50 tonna hal, eða svo. Annar skuttogari, þýzkur, sem einnig hafði verið á þessum slóð- um hafði fengið 130 tonn í fjórum hölum. 200 körfur í fyrsta hali (þýzkar körfur taka 50 kiló), 600 10. síða. Nýr toppfuadar Kosygin reiðubúinn að ræða við Johnson Mikill áhugi lyrir kaupum 2500 tonna skuttogara á fundi FFSI 70 skrifuðu sig fyrir hlutafé um heimsvandamálin • Lundúnaútvarpið skýrði frá því í morgun, að fréti hefði borizt frá Moskvu þess efnis, að Kosygin for sætisráðherra hefði látið skína í, að hann gæti fallizt á að ræða vlð Johnson forseta um heims- vandamálin. • Dean Rusk utanrikisráðherra Bandaríkjanna skoraði um helgina á sovétstjómina, að gera það sem Johnson. í hennar valdi stæði til þess að sam komulag gæti náðst um frið í Víet- nam. Er nú svar Kosygins aðeins ókomið. • Nú fara fram £ París undir- búningsviðræður að víðtækari sam komulagsumleitunum, og taka þátt ' i þeim fulltrúar Bandaríkjanna, Norður- og Suður-Víetnam. Kosvein. ■ Yfir sjötíu manns skrifuöu undir skuldbindingu um hlutafé í væntanlegt útgerðarfélag til reksturs 2500 tonna skuttogara á fundi sem haldinn var í Slysa- varnafélagshúsinu á sunnudag- inn 1. des. Fundurinn var hald- inn á vegum Farmanna- og fiski- mannasambandsins, sem skipaði nefnd í haust til þess að athuga möguleika á skuttogarakaupum og er formaður hennar Henry Hálfdánarson. Sagði hann í viðtali við Vísi í morgpn að mikil stemning hefði ríkt á þessurti fundi, sem sæist bezt á því að stanzlausar umræður hefðu verið um skuttogaramálið frá því klukkan tvö um daginn fram undir kiukkan sjö um kvöld- ið. —Yfir hundrað manns sátu fundinn, þar á meðal margir kiinn ir útgerðarmenn, frystihúsaeigend- ur, skipstjórar og sjómenn aðrir. Henrv sagði að meðaltal þeirra upphæða, sem menn hefðu skrifað sig fyrir hefði verið um 20 þúsund. l’Jt frá þvi mætti gizka á að hluta fjárioforð þetta stæði fyrir um 1 y2 milljón króna. Hins vegar hefðu menn ekki verið skuldbundnir til þess að nefna neina upphæð. Hluta fénu á að safna meðal sem allra flestra, þannig að fyrirtækið verði eign almennings. Henry sagöist búast viö að til þess að af þessum kaupum gæti oröið þyrfti að safna um 20 milljón krónum í hlutafé, 2500 tonna tog- skip, eins og helzt er miðað við að kaupa mun kosta um 170 milljónir og verðurt að borga um 10% af í þeirri upphæð, en 90% er hægt að fá lánað með ríkisábyrgð. —Þetta kunna að þykja háar I upp hæðir, sagði Henry, en þess ber að gæta að skip sem þetta myndi undir öllum kringúmstæðum skila af sér jafnmiklu árlega og j það kostar, ep þar af eru árlegar af í M-+ 10. síða Camelpakkinn kostar 42,35 og brennivínsflaskan 395 krónur • Nú er það duniö yfir, sem neyt endur tóbaks og áfengis höfðu ótt- azt. Tóbakið hækkar í dag um 20 af hundraði, og áfengið um 15%. Þannig kostar nú Camei og Chester- fieldpakkinn 42.35 kr., en var áður 36 kr.. Síusígarettur kosta yfirleitt 46.45 kr. eftir hækkunina. Brennivínsflaskan kostar 395 og hefur hækkað um 50 kr. Whisky- flaskan kostar 585 kr., koníak 620, genever 595 og vodka 495 kr. Léttu vínin hækka á sama hátt. Áfengis- og tóbaksverzlunin verð ur nú að biða átekta og sjá, hver áhrif þessi mikla hækkun hefur á eftirspurnina. Dragist neyzlan sam an að ráði, kynnu tekjur einkasöl- unnar að minnka við hækkunina. Oft hefur raunin orðið sú, að eftir spurn minnkar fyrst i stað, en vex svo að nýju, er frá líður.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.