Vísir - 03.12.1968, Blaðsíða 3
VISIR . Þriðjudagur 3. desember 1968.
%w.ssw.v
'p'immtíu ára fullveldis ís-
lands var minnzt prakt-
uglega nú um helgina. Haldnar
voru samkomur í því tilefni
bæði sunnudaginn 1. desember
og laugardaginn 30. nóvember,
þar sem fólk kom saman og
rifjaði upp þætti úr sögu sjálf-
stæðisbaráttunnar og gladdist
yfir fimmtíu ára afmæli hins
fullvalda Islands.
Eins og svo oft áður voru það
einkum stúdentar, sem settu
mestan svip á daginn og stóðu
að hátíðarsamkomunum. Á
laugardag gekkst Stúdentafé-
lag Reykjavíkur fyrir fagnaði að
Hótel Sögu, þar sem forsætis-
ráðherra, Bjarni Benediktsson,
flutti ræðu fyrir minni íslands
á miðnætti, þegar fullveldis-
dagurinn, 1. desember, rann
Margt var til skemmtunar í
Gestlr í samkvæmi Stúdentafélags Reykjavíkur risu úr sætum og sungu „ísland ögrum skorið'
þessu samkvæmi, hornablástur,
ræðuhöld, söngur og gaman-
þættir, og hófinu var haldið á-
fram til kl. 2 eftir miðnætti.
Hinn 1. desember var síöan
haldin hátíðarsamkoma í Há-
skólabíói, þar sem forseti ís-
lands, Kristján Eldjám, flutti
aðallræðu dagsins.
Ræða forsetans hófst á þessa
leið: ,,Hinn fyrsta desember ár
hvert, þegar skammdegið er um
það bil að leggjast með þunga
á þá,%em norðrið byggja, höld-
um vér Islendingar hátíö til
þess að minnast hins mesta
sigurs, sem vér unniim i sjálf-
stæðisbaráttu vorri. I dag eru
þessi hátíðahöld með veglegri
hætti en verið hefur um sinn,
þar sem nú er liðin hálf öld síö-
an í gildi gengu þau lög, sem
gerðu Island að fullvalda ríki og
opnuðu oss leiðina að fullu
i0. síða
Svipmyndir frá hátiðahöldum / tilefni 1. des
■| Sviðið í Háskólabíói var fagurlega skreytt í tilefni dagsins. Á myndinni er Stúdentakórinn,
!■ sem söng nokkur lög.
Forsætisráðherra, dr. Bjarni
Benediktsson, flutti ræðu fyr-
ir minni íslands á miðnætti
þegar 1. desember rann upp.
Frá háborðinu í samkvæmi Stúdentafélags Reykjavíkur á laugardag. Á myndinni má meðal
annars sjá forseta íslands, forsætisráðherra, menntamálaráðherra og Hörð Einarsson, for-
mann félagsins og lengst til hægri á myndinni er Gísli Jónsson menntaskólakennari frá Ak-
ureyri, sem flutti ræðu í samkvæminu.
Forseti íslands, dr. Kristján Eldjárn, flutti aðalræðu dagsins
á hátiðarsamkomunni í Háskólabíói 1. desember.