Vísir - 03.12.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 03.12.1968, Blaðsíða 7
V1SIR . Þriðjudagur 3. desember 1968. morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd ÓEIRÐIRNAR í EGYPTALANDI AL- VARLEGRI EN ÁÐUR VAR VITAÐ Nasser kennir um erlendum áróðri ■ Óelrðirnar í Egyptalandi voru enn alvarlegri en vitað var. Kom það fram á fundi stjórnar- flokksins í gærkvöldi ■ Egypzkur ráðherra sagði í gærkvöldi á fundi stjórnar- flokksins, að í stúdentaóeirðun- um í Alexandríu á dögunum hefðu 460 menn verið handtekn- ir og væri mikill hluti þeirra enn í haldi eða 182. — Sextán menn biðu bana í óeirðunum og hundr- uð manna meiddust, þeirra með- al 240 lögregluþjónar. Ráöherrann sagöi, að viö mörg vandamál væri aö glíma og mörg- um umbótum þyrfti að koma fram, en sitja yröi fyrir öllu, að búa her- inn undir að frelsa herteknu svæð- i|i og efla þyrfti herinn til dáða. NASSER FORSETI Egyptalands flutti ræðu í gær á þessum sama fundi stjórnarflokks- ins sem er eini flokkur landsins og kenndi öflum erlendis, fjand- samlegum Egyptalandi, um að hafa æst stúdenta upp til mótþróa gegn yfirvöldunum og væri þetta orsök uppþotanna og ókyrrðarinnar und- angengnar tvær til þrjár vikur í háskólum landsins, og leitt til lok- unar þeirra. Israelskur hefni-leiðangur Dayan ræðir herteknu svæðin í fréttum frá israel segir, að ísraelskir árásarflokkar hafi farið langt inn í Jórdaníu og sprengt í loft upp tvær brýr á leiðinni milli Amraan og Akabaflóa. Segir í tilkynningu um þetta, að leiðangurinn hafi verið farinn í hefndarskyni fyrir mörg hermdar- verka Araba í ísrael. Árásarflokkarnir eru sagðir komnir heim heilu og höldnu. Dayan landvamaráðherra ísraels hefir hvatt til traustari efnahags- legri tengsla herteknu svæðanna og ísraels. Hann kvaðst ekki hafa aukin stjórnmálaleg tengsl í huga eða fólk á þessu svæði fengi ísra- elskan þegnrétt Dayan kvað hér vera um sínar eigin skoðanir aö ræða og væri ágreiningur nokkur um þessj mál innan stjórnarinnar. Dayan sagði, að ekki kæmi til mála, að ísraelsmenn hörfuðu frá vopnahléslínunni, er samið var um fyrr en friðafsamnihgar hefðu veriö geröir. Dean Rusk skorar á sovétstjórnina að beita sér fyrir friði í Víetnam Dean Rusk utanríkisráðherra Bandaríkjanna flutti sjónvarpsræðu í fyrradag. Hann hvatti stjóm Sövétríkjanna til þess að gera allt, sem í hennar valdi stæði, til þess að samkomulag gæti náðst um frið í Víetnam. Hann lét í ljós þá von, að þegar Richard Nixon tæki við forseta- embættinu í næsta mánuði, hefðu horfur á að samkomulag um frið í Víetnam næðist fljótlega, batnað að mun. Averill Harriman, sérlegur samn- ingamaður Bandaríkjanna á Víet- namráðstefnunni í Paris, er nú á leið til Washington til þess að gefa Joþnson forseta skýrslu. Harriman sagði fyrir burtförina frá París, að hann ýæri sannfærður um, að Nixon myndi skipa sina eigin samninganefnd, er hann tæki við. Rís verkfallaalda í Frakklandi? • París í gær: Um 33.000 verkamenn í Renault-verk- smiðjunum í París áforma að gera 5 klukkustunda verkfall á fimmtudag til þess að mótmæla hinum nýju ákvörðunum stjórn- arinnar gjaldmiðlinum til vernd- ar. Renault-verksmiðjurnar eru ríkiseign. Um 90 af hundraöi verkamanna í Tékkneskir leiðtogar kvarta undan sovézkum áróðri Tékkneska stjómin gerir um þessar mundir tilraunir til þess að fá sovézkn hemámsyfirvöldin til þess að baftna fréttablað, sem dreift er meðal almennings. Blað þetta er prentað í Austur-Þýzkalandi. Tékkneskir leiðtogar hafa áður borið fram umkvartanir vegna á- sakana í þeirra garð í blaðinu. Blaðiö hefir einnig verið gagnrýnt í þjóðþinginu. Dreifing þess er ó- lögleg, en fyrri umkvartanir hafa ekki borið árangur. — Þaö var einn af vara-forsætisráðherrum Tékkó- slóvakíu sem bar fram þessi sein- ustu tilmæli um að banna blaðiö. Ayub Khan lofar umbótum Ayub Khan forseti Pakistan heíir haldið sjónvarpsræðu og boðað um- bætur til þess að koma til móts við kröfur stúdenta varðandi menntun og mannréttindi. Forsetinn kvaðst harma, að nauð- synlegt hefði verið að kýrrsetja menn, en það hefði verið gert vegna þess að þeir hefðu hvatt til verkn- aða hættulegra öryggi landsins Talið er, að hann hafj átt við Bhutlo, fyrrv. utanríkisráðherra og fylgismenn hans, Þá sagði Ayub Khan KHan for- seti, að fara yrði löglegar leiðir til þess að koma fram máum. Næstu kosningar eig^vað fara fram í Pakistan 1970. Billapcourt-verksmiðjunum greiddu atkvæði meö verkfalli. Verkamenn halda því fram, að það hafi verið of mikill seinagangur á hjá verk- smiðjustjórninni, að láta koma til framkvremda umbætur þær, sem samkomulag varð um eftir verkföll- in í maí og júní. Blað kommúnista, L’humanité, tel ur líklegt, að verkamenn í Citroen- verksmiðjunum fari að dæmi félaga sinna í Renault-verksmiðjunum. Óeirðir í háskólanum i Madríd Fjölmennt lögreglulið er enn á verði í háskólanum í Madrid, þar sem 150 stúdentar voru handteknir í sfðastliðinni viku, og miklar skemnidir urðu af völdum elds á einni háskólabyggingunni. Biskupinþ í Santander hefir mót- mælt handtöku 40 rómv. kaþólskra verkamanna. , í framhaldsfréttum segir, að eng- in kennsla fari fram í þremur há- skóladeildum. Nasser kvað einn af aðalfor- sprökkunum hafa verið handtekinn og væri hann egypzkur maður, sem reynzt hefði vera áróðursmaður fyr- ir I'srael. ABBA EBAN utanríkisráðherra ísraels er kom- inn tiI Kýpur og hefur átt þar viö- ræður við Gunnar Jarring sérlegan samningamann Sameinuðu þjóð- anna í deilurr fsraels og Araba- þjóðanna. Eban ræddi einnig viö Makaríos erkibiskup forseta Kýpur og Kypri- ano utanríkisráðherra. Eban sagði við fréttamenn, að Nasser. nauðsynlegt væri að þannig, að varanlegur ist. leysa friður málin héld- Framkoma Chicago-lög reglunnar var ögrandi og ofbeldi beitt Birt hefir verið opinber skýrsla um framkomu Iögregunnar í Chic- ago, er flokksþing demókrata var háð þar í sumar Er lögreglan sökuð um ofbeldi og hrottaskap og m.a. bent á, að í borg inni hafi verið 24.000 lögreglumenn. og þjóðvaröliðsmenn, en mótmæl- endur aðeins um 1000. Framkoma lögreglunnar hafði verið ögrandi og ofbeldisleg og hafði það bitnað á friðsömu fólki og ekki sízt á frétta- mönnnum sjónvarps, útvarps og þlaða, sem henni var einkum upp- sigað við, og hlutu margir meiðsl. — Daley borgarstjóri hefir gengiö fram fyrir skjöldu lögreglunni til varnar. Kvaðst hann vera stoltur af flestum þeirra. • Búizt er við að það muni enn dragast í viku tíma að minnsta kosti, að hafnar verði víötækari samkomulagsumleitanir á Parísar- ráðstefnunni um Víetnamstyrjöd- ina. 9 Ekki hefir enn verið hafin í Suður-Víetnam sókn Víetcong, sem i fréttum í vikunni sem leið var talin vera yfirvofandi, en bandarísk ar sprení'iuflugvélar hafa gert árás- ir á staði, þar sem liðssamdráttur átti sér staö, í um 30 km. fjarlægð frá höfuðborginni og nálægt landa mærum Kambódíu. • Til óeiröa kom um helgina i Armagh á Noröur-írlandi og voru 5 menn handteknir fyrir ólöglegan vopnaburð. ® Eban utanríkisráðherra ísrael fer til Kýpur bráðlega til viðræðna við Jarring samningamann Samein uðu þjóðanna. Eban mun einnig ræöa við Makarios forseta og Kypri ano utanríkisráöherra K4pur. • Miklir skógareldar geisa ná- lægt Sidney í Ástralíu um 200 manns hafa hlotið brunasár og á annað hundrað íbúðarhúsa hafa brunniö. Tjónið er þegar orðið mik ið — áætlað um 130 millj. ísl. kr. íbúðir til sölu 2ja herb. íbúð við Óðinsgötu. 3ja herb. fbúö í Kópavogi útb. kr. 200 þús. 3ja herb. íbúö við Lokastíg f steinhúsi, mjög góð íbúð. 3ja herb. fbúð f Laugames- nverfi góðir greiösluskilmálar. Ný 3ja herb. íbúö á jarðhæð við Skólagerði, mjög falleg íbúö. Ný 4ra herb. íbúð í Kópavogi. Ný't glæsilegt einbýlishús í ! Árbæjarhverfi, skipti á minni j íbúð koma til greina. Fokhelt einbýlishús með 2 bíl- skúrum í Arnarnesi, húsið selst í því ástandi sem kaupandi ósk- ar. Fokheld 6 herb. sérhæö með bílskúr í Kópavogi, útb. kr. ^00 þús. i Hef ávallt íbúðir sem sklpti | koma til greina með. Fasteigna* miðstöðin Æusturstræti 12 Simar 20424 - 14120 hen.. 83974.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.