Vísir - 03.12.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 03.12.1968, Blaðsíða 4
Skartgripum aö verðmæti rúm lega 1 milljón kr. var stoliö frá Lee Radziwill, prinsessu (systur Jackie Onassis), nýlega, meöan hún dvaldist ásamt manni sínum, systur sinni Jackie og Onassis í Turville Grange, sem fyrrum var sumardvaiarstaður Önnu Bret- íandsdrottningar í Oxfordshire. Þau dvöldust þar eina viku og eitt kvöldiö, meöan þau sátu að kvöldverði, brutust þjófar inn í húsiö og stálu skartgripunum, sem geymdir voru í herbergi viö hliðina á svefnherbergi Onassis og Jackie. Stolið frá Jackie og systur hennár „Bless, vinurinn! Gættu þín nú vel, að fara þér ekki að voða! Eftir sex allt of stutta daga á Hawai, varð tengdasonur John- sons forseta, Patrick Nugent liðþjálfi í flughernum, að kveðja konu sína og 17 mánaða gamlan son sinn og nafna til þess að hverfa aftur á vígstöðvarnar í Víetnam. Orlofi hans lauk í síð- ustu viku. Hinn sterki lausamaður. Það er vart um annað talað meira, en hin óvæntu úrslit Al- þýðusambandsþings, en þar var Hannibal Valdimarsson kjörinn forscti að nýju, þrátt fyrir á- kveðnar yfirlýsingar í byrjun þings, að hann gæfi ekki kost á sér. Það sem vekur athygli almennings er, að Hannibal skuli hafa svona mikla tiltrú launafólks, einmitt þegar hann er lausamaður, þ. e. a. s. á milli flokka, hversu lengi sem það kann að verða. Þetta kannski sýnir eins og margt annað, bversu tiltrú fólksins til flokk- anna hefur dvínað. Launafólkið vlrðist treysta þarna fremur á- kveðnum manni en flokksheild- um, enda er kjör Hannibals túlkað sem mikill persónulegur sigur fyrir hann. Viðskilnaður hans við kommúnista virðist fremur hafa styrkt hann í sessi, enda er augljóst, að viö forseta kjörið hafa allir aðrir en komm- únistar stutt Hannibal. vænlegu vandamál atvinnuveg- anna. Það er ekki hægt að gera þær kröfur á hendur atvinnuvegun- um, að þelr riði til falls. Að þessu leyti reynir ekki sízt á forustumenn launafólksins, að i lausamanns, sem virðist njóta meira trausts án stjórnmála- flokks að baki sér, því fyrir bragðið studdu hann allir nema kommúnistar. Það er kannski vegna vonarinnar um að nú fái fordómar og einhliða hagsmunir l£htutt&iGö'ím Vonandi veit þetta óvænta kjör á skynsamari afstöðu til væntanlegra samningsgerða launafólks í landinu, En sjaldan hefur verið eins áríðandi að líta raunsæjum augum á hin geig- þeir knýi það fram sem er raun- verulega launafólki fyrir beztu. Það er ekki víst, að einhliða kröfur séu ætíð fyrir beztu. Almenningur virðist mæna vonaraugum til hins sterka flokksins ekki að ráða, heldur aðeins það sem ætla má aö þjóni raunverulega hagsmunum hins vinnandi fólks. Vonandi veit hið sögulega AI- þýðusamb.þing á gott, þaö eru að minnsta kosti vonir flestra. Nú eru forustumennirnir ekki háöir flokksviöjum í fram- kvæmd verkalýösbaráttunnar, svo að virkilega er vonazt eftir, að raunverulegra mat ráði stefn unni framvegis en hingað til. Kvíðinn og ótrúin sem hefur grafið um sig að undanförnu í brjóstum margra er því von- andi ástæðulaus. Margir hafa nefnilega óttazt ótímabærar har áttuaöferðir undir því yfirskyni, að veriö væri að vinna fyrir hinar vinnandi stéttir. Brambolt- ið, hávaðinn og hótanirnar eru ekki alltaf til fagnaðar í verka- lýðsbaráttunni. Vonandi tákna núverandi úrslit til stjómarkjörs A.S.Í. skynsamlegri baráttu í framtíðinni. Vonandi á almenn- ingur ékki eftir að verða fyrir vonbrigöum. Þrándur í Götu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.