Vísir - 03.12.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 03.12.1968, Blaðsíða 8
8 V1SIR . Þriðjudagur 3. desember lð68. VÍSIR Otgetandt Reykjaprent bJ. Framkvœmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjórl: Jónas Kristjánsson AOstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri • Jón Birgir Pétursson f Ritstjómarfulitrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: AOalstrœti 8. Simar 15610 11660 og 15099 AfgreiOsla: Aflalstræti 8. SímJ 11660 Ritstjóra: I tugavegi 178. Simi 11660 (5 linur) Áskrittargjald kr. 125.00 á mánuði innanlands I lausasölu kr. 10.00 eintakiö PrentsmiOja Visis — Edda hi. Að loknum fullveldisdegi fullveldisdagurinn 1. desember var lengi eiginlegur ( þjóðhátíðardagur íslendinga. Síðan lýðveldið var ( stofnað, hefur hann fallið í skugga lýðveldisdagsins ( 17. júní. Deila má um, hvort þetta sé sanngjarnt, því ) að leiða má gild rök að því, að endurheimt fullveldis- j ins hafi verið merkari atburður í íslandssögunni en \ endurheimt lýðveldisins, því að í fyrra sinnið varð ( ísland sjálfstætt og fullvalda ríki. jj Jafnan má deila um mikilvægi slíkra merkisatburða. \\ Því væri jafnvel hægt að halda fram með nokkrum (( rétti, að stofnun innlends ráðherraembættis árið 1904 í( hafi verið merkasti atburðurinn í sjálfstæðissögu okk- ( ar. Líklega er það söguleg tilviljun, sem mestu ræð- ) ur um, hvaða atburða er minnzt með veglegustum ) hætti. \ Þótt fullveldisdagurinn sé jafnan haldinn á hóg- \ værari hátt en lýðveldisdagurinn, hefur hann sterkari ( áhrif á marga unga menn. Stúdentar hafa gert þennan ( dag að sínum degi og gefið honum virðulegan svip. ( Dagurinn hefur öðlazt hefð sjálfskönnunar í sjálf- ) stæðismálum. Þetta hefur verið meginefni margra j frægra 1. desember ræðna. \ í þetta sinn var óvenju mikið um að vera á fullveld- ( ísdaginn, enda 50 ára afmæli íslands sem sjálfstæðs ( ríkis. Aukaútgáfur fylgdu dagblöðunum og sérstakar ( dagskrá'r voru í útvarpi og sjónvarpi. Ræður og grein- ) ar flæddu yfir landsmenn. j Margir höfundanna leituðust við að svara því, hvort \\ við höfum gengið til góðs götuna fram eftir veg í í( þessi 50 ár. Svörin voru mörg og ólík. En flestir voru (( sammála um, að sjálfstæði geti ekki unnizt á einum ;y degi og síðan haldizt vökulaust. Sjálfstæðið verður að V) rækta á hverjum degi, svo að það fölni ekki. í( Sjálfstæði án landvarna er eins og strá í vindi. Á ( þessu sviði hafa íslendingar syndgað upp á náðina. ( Við höfum sparað okkur útgjöld og fyrirhöfn vegna ) landvarna. í stað þess höfum við samið við vinveitt jj stórveldi um varnirnar. Þessi samningur veitir okk- V\ ur töluvert öryggi gagnvart öðrum aðilum. En hann (( er langt frá því að vera æskilegasta lausn landvarna- {( mála okkar. Eigin varnir eru jafnan hollastar. En við ( kvörtum yfir fátækt okkar og getuleysi til slíkra at- ) hafna. j Þar er komið að því, sem jafnt vinstri og hægri j menn eru sammála um, að sé undirstaða sjálfstæðis- \ ms. Það er traustur efnahagm* þjóðarinnar. Að vísu ( heyrast enn á fullveldisdegi ráddir, sem gera gys að ( hagvexti og hagræðingu. En í raun og sannleika eru ( þessi hugtök lykill sjálfstæðisins. í fullveldisræðu j sinni lagði forseti okkar réttilega áherzlu á að treysta j þyrfti undirstöður efnahagslífsins, því að á því hvíldi ( menningarþjóðfélagið. Og á því hvílir einnig sjálf- ( stæðið. ( Byltingin í J Hætt við samyrkjufyrirkomulag og rikisrekstur á verksmibjum □ Fyrir skömmu var gerð liðsforingjauppreisn í Mali, sem áður var frönsk ný- lenda. Modibo Keita forseta var steypt, en hann hafði stjómað landinu sem einræð- isherra í 14 ár. Vikuritið NEWSWEEK minn- ir á, að heim kominn að aflok- inni ferö tii Moskvu sagði Keita: Ekkert gerðist í fjarveru minni, og það hlýtur að merkja, að staða min sé traust. En hann varð að strika yfir þessi orð, því að nú hefur hon- um verið steypt. Mali hefur bætzt í tölu þeirra blökkuríkja Afríku, þar sem byltingar og gagnbyltingar hafa verið geröar. Það voru ungir liösforingjar, hlynntir vestrænum þjóðum, sem geröu þessa byltingu án blóðsúthellinga. Þeir fóru þann- ig að, að þeir fóru um borö í forsetafljótsbátinn, er Keita var að koma úr feröalagi, og hand- tóku hann, en samtímis fóru skriðdrekasveitir, sem hafa sov- ézka skriðdreka af gerð T-34 ti! umráða, um götur Bamako — höfuðborgarinnar — og tóku flugvöllinn, loftskeytastöðina og símastöðina í sínar hendur. Og helztu stuðningsmenn Keita voru „rifnir upp úr rúmunum" og handteknir. Og innan stund- ar var búið að afvopna „rauða varðliðið“, sem stofnað var að kínverskri fyrirmynd. Og þegar Mali-búar voru aö núa stírurnar úr augunum næsta morgun kom forsprakki liðsforingja fram í útvarpi, til- kynnti fall Keita og myndun hernaðarlegrar stjómar, þar til nýjar kosningar hefðu fariö fram. Forsprakkinn heitir Mous- sa Traore, og hann var svo lítt kunnur, að sendiráð Frakklands og Bandaríkjanna í Bamako vissu ekki einu sinni aldur hans. Moussa sagði, að Keita myndi verða örugglega gætt. Newsweek segir þetta lítt glæsileg lok á valdatíma fyrir hinn metnaöarríka Keita, sem á sínum tíma hiaut friðarverðlaun Lenins, og var um skeið vara- forseti frönsku fulltrúadeildar- innar (það var áður en Mali fékk sjálfstæði). En fall Keita kom ekki óvænt — liðsforingjar höfðu um hrið haft miklar áhyggjur af vaxandi áhrifum kínverskra kommúnista — og allt orðið stöðugt meira í anda Maos eftir að forsetinn kom heim úr Kínaför 1964. En enn meiri gremju hafa valdiö misheppnuð áform hans um sam yrkjubú og rikisrekstur á verk- smiðjum, en erfiöleikarnir leiddu til skömmtunar, kaupbindingar og verðbólgu. Viku fyrir fall for- setans gengu menn í fylkingum um götur og hrópuðu: „Lengi lifi herinn, niöur með Modibo Keita, niður með hátt verðlag!“ I kröfugöngunhi var aðallega ungt fólk. Og það kom ekki ó- vænt, þegar liðsforingjastjórnin boöaði „frjálsan rnarkað" — og MALI að „samyrkjufyrirkomulagið væri úr sögunni". Og talsmaöur stjómarinnar bætti viö: „Þelr eiga landlð, sem erja það.“ — — En hefur kínverskum kommúnistum misheppnazt að koma sér örugglega fyrir í Af- ríku, fá þar „áhrifasvæði". — Newsweek bendir á, að á und- angengnum þremur árum hafi kínverskir kommúnistar orðið að fara úr eftirtöldum Afríku- Iöndum, vegna þess að stuðn- ingsmenn vestrænna ríkja náðu þar völdum: Daho- mey, Ghana, Gurundi og Mið-Afríkulýðveldinu. í Bamako hefur kínverska alþýðulýðveldið afar fjölmennt sendiráð og mikl- ar birgðir af Mao-hnöppum, sem „áður voru mjög vinsælir“, og eru menn nú að velta fyrir sér, hvort sendiráðið kínverska verði beðið að fara. Þótt allt þetta geti virzt frem- ur uppörvandi fyrir vestrænar þjóðir, segir Newsweek að lok- um, er þess að geta, að bylting- in fór í rauninni í öfuga átt við lýðræðislega þróun. Blökkuríki Afríku eru nú 36 og hernaðarleg stjórn í níu. I öll- um níu var gerð bylting. í öllum níu var lofað frjálsum kosning- um. í engu þeirra hefur það lof- orð verið efnt. I grein á 8. síðu 28/11 um vax- andi þjóöemisáhrif á Skotlandi, hefur fallið úr oröið „Rhodesiu", þ. e. einhliða yfirlýsingu slíka sem í Rhodesiu. STÚDENTAR VÍÐA UM HEIM hafa lagt undir sig háskólabyggingar og neitað að fara, nema þeir fengju umbótakreíum framgengt, og hefur það oft leitt til blóðugra átaka eins og kunn- ugt er af fréttum, en þessi mynd er af mæðrum í Fíladelfíu, sem lögðu leið sína inn í stjórn- arskrifstofur sambandsríkisins Pennsylvaníu, og hótuðu að halda þar kyrru fyrir, unz fallizt yrði á kröfur þeirra um styrk, í tilefni jólanna, er næmi 56 dollurum á hvert bam. ----—------- -----------------— na—Ulllil II

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.