Vísir - 03.12.1968, Blaðsíða 16
„Hliðarráðstöfun" rikissfjórnarinnar:
740 milljónir til útvegsins—tekjur af
útflutningsgjaldi hækka um 48 millj.
VÍSIR
Þriðjudagur 3. desember 1968.
Kviknoði í
b.v« Cylfa
B í tvær klukkustundir barðist
slökkviliðið r’5 eld um borð í
b.v. Gylfa í gærdag. Togarinn lá
við Grandagarð og höfðu tveir
menn verið að vinna um borð
við að logskera sundur gamlan
lýsisketil, þegar neisti hljóp í
olíu í kjalsoginu og breiddist á
svipstundu út um skipið.
Gífurlegur hiti og þykkur reykjar-
mökkur gerði slökkviliðsmönnum
erfiðara um vik við slökkvistarfið-
Þurftu slökkviliðsmenn að skiptast
á að fara niður með reykgrímur
til þess að ráða niðurlögum elds-
ins. 4 slökkvibílar voru notaðir við
starfið.
Skemmdir urðu töluvefðar um
borð, einkum niðri í vélarrúminu.
Rafleiðslur, rafall og rafmagnstæki
ýmiss konar skemmdust af eldin-
um.
FYRSTA meginhliðar-
ráðstöfun ríkisstjórnar-
innar er komin fram. Er
hún ætluð til stuðnings
sjávarútveginum, sem
orðið hefur fyrir miklum
skakkaföllum síðustu
tvö ár. Gengishagnaði,
sem nemur um 740 millj-
ónum króna, er varið til
stuðnings útgerð, og
auk þess rennur meira f é
til Stofnfjársjóðs fiski-
skipa, og útflutnings-
gjöldum er breytt.
Andvirði sjávarafurða er tal-
ið nema um 1000 milljónum
króna, og er þá skreiöin ekki
meötalin. Gengismunur af þess
um birgðum mundi nema 540
milljónum, og gengismunur af
andvirði útfluttra en ógreiddra
afurða mun verða um 200 millj-
ónir, og er þá gert ráð fyrir, aö
það söluverö haldist, sem nú
er áætlað.
34% þessarar fjárhæðar eiga
að ganga til greiðslu hluta geng-
istaps af lánum vegna fiski-
skipa. Aö öðru leyti skiptist
fjárhæðin milli síldarbáta og
síldarverksmlðja til greiðslu
vaxta og afborgana af stofnlán-
um og nokkuö rennur til
greiðslu vátryggingargjalda.
Stofnlánasjóöur fiskiskipa efl-
ist. I fyrsta lagi á fiskkaupandi
eða móttakandi að greiðsla 10%
gjald af fiskverði í sjóðinn (20%
af verði síldar). Sömu aðilar
greiða útgerðarmanni hlutdeild i
útgerðarkostnaði, er nemur 17%
fiskverðs. Selji fiskiskip erlend-
is skal greiða 22% af heildar-
verðmæti í Stofnfjársjóöinn.
Stofnfjársjóðsgjald skal leggj
ast inn á reikning þess fiski-
skips, sem aflað hefur þess hrá-
efnis, sem gjaldið er greitt af,
og hefur hvert fiskiskip sér-
reikning hjá sjóðnum með vöxt-
um.
Með breytingu útflutnings-
gjalda hækka heildartekjumar
af því upp í 371,4 milljónir kr.,
eða um 48 milljónir frá niður-
stöðu af beinum umreikningi
samkvæmt gengi. Við gengis-
breytinguna höfðu tekjur af út-
flutningsgjaldi hækkað um 114
milljónir
Tekjur af útflutningsgjaldi
renna að 80 af hundraði til
greiðslu á vátryggingariðgjöld-
um fiskiskipa.
Dýrlingur og Drake
aftur í sjónvarpinu
■ Dýrlingurinn og Drake harð-
jaxl verða gestir sjónvarps-
ins í vetur, að sögn Jóns Þórar-
inssonar dagskrárstjóra. Mun
ætlunin að Dýrlingurinn verði
fjórðu hverja viku, John Drake,
harðjaxlinn, sömuleiðis, en of-
jarl þeirra beggja verður Lee J.
Cobb f þáttunum um Virginíu-
manninn, sögur úr villta vestr-
inu.
„Dýrlingurinn mun birtast með
sínu ljúfu ásjónu á föstudaginn,
6. desember n.k.“, sagði Jón Þór-
arinsson, ninn nýi dagskrárstjóri
sjónvarpsdeildarinnar í morgun, og
eflaust verða margir glaðir, þegar
þeir fá aftur dýrlinginn, sem lík-
lega er vinsælastur allra þátta, sem
sjónvarpið hefur sýnt.
Jón Þórarinsson sagði að nú
stæði jólaundirbúningurinn yfir hjá
sjónvarpinu, jóladagskráin veröur
vönduö að venju og mikið lagt í
að gera hana eins vel úr garði og
kostur er.
Akureysk fjölskylda viö sjónvarpstækiö á sunnudagskvöldið.
Setið við 1200 skerma á Akureyri
Sjónvarpssending náði í fyrsta i var þá mikið um að vera framan
skipti til Akureyrar í fyrradag og I viö skermana, sem eru orðnir um
ODYRASTUR
■ í dag hækka dagblöðin í
verði. Vísir hækkar þó ekki
í Iausasölu. — Áskriftargjaldið
hækkar í 145 krónur á mánuði |
og er Vísir áfram ódýrasta dag-!
blaðið í áskrift. Auglýsingaverð [
verður 90 krónur dálkssenti-
metrinn.
12 hundruð í bænum. Þessa mynd
tók fréttaritari Visis N.H. af fjöl-
skyldu, sem er að horfa á fyrstu
útsendinguna, það er helgistund-
ina á sunnudaginn. — Svo sem sjá
má hefur krakkaskari úr nágrenn
inu safnazt inn í stofuna til þess
að missa nú ekki af þessu nýja
fyrirbrigði. — Sjónvarpið þótti
sjást sæmilega. Þó heldur daufar í
gamla bænum. Eins er aðeins hálf
ur styrkur á sendingunni á svæðinu
kringum Kristneshæli.
Útsendingin til Akureyrar fer
sem kunnugt er um endurvarpsstöö
á Skipalóni, sem tekur við útsend-
ingunni að sunnan og skilar henni
í aðalendurvarpsstööina á Veðla-
heiði, þaöan sem sent er til Akur-
eyrar. — Það má því segja að Akur
eyringar fái sínar sjónvarpsmyndir
eftir krókaleiðum.
Unnið fram á kvöld í frysti-
húsinu á Hornafirði
— Ovenju gott atvinnuástand þar eystra
0 Dável hefur fiskazt á Horna-1 flrði I haust og næg atvinna hef-
HVER ER H G ? ~
Verk óþekkts listmálara á uppboð
Verk eftir 50 myndlistarmenn
veröa boðin upp á málverka-' og
vatnslitamynda uppboði Siguröar
Benediktssonar, sem fer fram í
Súlnasal í dag og byrjar klukkan
17.
Meðal verkanna eru 8 Kjarvals-
myndir og þrjár myndir eftir Ás-
grím Jénsson, eia þeirra er írá ár-
/
mu 1916 „Úr Öræfum“. Ein mynd
' er eftir Þórarin B. Þorláksson
merkt árinu 1906 og er talið að
hún heiti „Frá Laugarvatni." Þá er
mynd, sem er eftir óþekktan mál-
ara en merkt stöfunum H.G.
Á uppboðinu verða ennfremur
verk ýmissa annarra þekktra mynd
listarmanna.
ur verið þar hjá frystihúsinu,
oftast unnið til sjö og stundum
lengur, eða allt fram undir ell-
efu. Einnig stundum orðið a'ð
vinna yfir helgarnar til þess að
anna aflanum og frágangi afurð-
anna, sem verið er að flytja út,
pökkun á skreið og saltfiski.
Þrír bátar róa með línu frá Höfn
í Hornafiröi og einir fjórir eöa
fimm bátar hafa stundað þaðan tog-
veiðar. Línubátarnir hafa aflað
þetta 5—6 og upp í 10 tonn í róöri,
sem er miklu betra en fengizt hef-
I ur hér sunnanlands að undanförnu.
Stutt er á miðin, oftast róið skammt
út fyrir.
Næg atvinna hefur einnig verið
í byggingavinnu og öðrum fram-
kvæmdum í hreppnum og má segja
að atvinnuástandið sé óvenju gott
þar austur á Hornafirði miðaö við
flest sjávarpláss önnur.
Ný skútuöld fyr-
ir Austurlmdi
„Þetta er eins og á skútu-
öldinni" sagði starfsmaöur Sild-
arleitarinnar á Dalatanga, þeg-
ar Vísir spurðist fyrir um síldar
flotann úti af Austfiörðum í
morgun. „Þeir eru hér flestir
á færaveiðum, fiska í sig ufsa
til þess að sigla með utan.“
Um fimmtán skip eru nú úti
af Austfjörðum og eru flestir
vonlitlir um síld þar í vetur, svo
að síldarsjómennirnir hafa vent
sínu kvæöi í kross og farið á
skak. — Draga þeir vænan út-
hafsufsa, allt upp í hálfsannars
metra langan og fá sæmilegt
verð fyrir hann eöa allt upp í
80 kr. fyrir stykkið.
Nokkrþ bátanna eru byrjaöir
að ísa ufsann um borð og hyggj-
ast sigla með hann. —Eitt skip
fór af stað í gær. Var það Geir-
fugl frá Grindavík með 40 tonn
á leið til Þýzkalands.
Eina atvinnan sem nú er á
síldarplönunum fyrir austan er
ufsaaðgerð. Stöðvarnar hafa sum
ar tekið við ufsanum og saltað
hann. — Hefur verið nokkur at-
vinna af þessu til dæmis á Seyð
isfirði og Norðfirði.
Dauft er yfir síldveiðum ann-
ars staðar. Fáein skip munu
hafa kastað í Norðursjó, en það
an var hljóðið í daufara lagi frá
íslenzku skipunum. 1 eða 2 skip
eru á Breiðamerkurdýpi, en
veiöi engin svo að vitaö væri.