Vísir - 03.12.1968, Blaðsíða 12

Vísir - 03.12.1968, Blaðsíða 12
VIS IR . Þriðjudagur 3. desémber I96S. ' O E5-RAT...FATHER AND CHIEF! A GREAT ARMV OF HO DONS ON GRVFS RIDES TO ATTACK OUR CLIFF CITY! THEY ARE CLOSE i \ BEHJND USI Jgöí 3URROUGHS Mady fékk sér langan teyg úr bjórdósinni, sogaði síðan að sér reykinn úr sígarettunni. „Þér gefst aldrei tækifæri til að sitja sísvona heima hjá þér“, sagði hún. Hún blés frá sér reyknum. „Gérði ég 1 ekki rétt, þegar ég sagði þér aö ;láta Preston ekki fá meiri peninga, Charles? Þá hættirðu að koma. Hvers vegna gat hann ekki látið jþig 1 friði?" Charles svaraði ekki, en nú fór , allt aö skýrast, fanrtst honum. ■ Sennilega vissi Mady þó ekki allt. Þú hefðir getað látið þá taka mig fastan, hafði Preston sagt. Hvers vegna? „Preston er í einhverjum vand- j ræðum í bankanum?" sagöi hann • með varúö. Þreifaði fyrir sér. Mary drap í sígarettunni. „Ekki nema þú ákærir hann“, sagöi hún ■ kaldranalega. Hún reis úr sæti sínu. „Þú verður að gera eitthvaö i málinu", sggði hún. „Ef hann kemst upp með aö falsa ávísanir ... falsa nafniö þitt — upp á hverju tekur hann þá næst? Ham- ingjan má vita hvar það endar". Nú, þegar Charles vissi hið sanna, sá hann eftir því að hafa fengiö hana til að segja sér það. Þegar hann sá sársaukann í svip hennar, þar sem hún reikaði eirðar laus um herbergið. „Ég ætla mér ekki aö kæra hann“, varð honum aö orði. Hún sneri sér snöggt að honum. „En þú verður . . . komist hann I upp með þetta eins og allt annað, i eins og fjárhættuspilið, þá getur j hann féflett þig án þess að þú haf- ir hugmynd um það. Þá nær hann kverkataki á þér, og einskis nýt- ur hann eins. Hann er ekki fyrst ÝMISLEGT ÝMISLEGT Tökum aC oirkur nvers sonæ cuúrni og sprengivinnu i nösgrunnum og ræs um LeigjuxD fit loftpressui og vtbr sleða Vélaleiga Steindórs Slghvat*- sonai AJfabrekku viC Suðurlanc!> DrauL alml 10435 TEKUR ALLS KONAR KLÆÐNlNGAR FL4ÓT OG VÖNDUÐ VINNA ÚRVAL AF ÁKLÆÐUM IAUGAVEG É2 - SÍM110025 HEIMASlMI 63Ó3E i OLSTRUN Svefnbekkir í úrvali á verkstæðisverði GISLI JÓNSSON Akurgerði 31 Smi 35199. Fjölhæt iarðvinnsluvél ann- ast lóðastandsetnlngar, gref húsgrunna, holræsi o.Ð. og fremst þitt vandamál, heldur mitt“. En var þetta satt? Hafði Charles hinn vitað hið sanna 1 málinu. Hvers vegna hafði hann þá látið Preston hafa peninga? Og hvers vegna hafði hann ekki kært hann fyrir ávísanafalsið? „Eins og ég viti ekki hvað þú ert að hugsa, Charles? En ég hef hugsað þetta ailt hvað eftir annað — það er ekki um neina aðra leiö að ræða ...“ Hún nam staðar rétt fyrir framan hann. „Þú mátt ekki misskilja mig. Aö sjálfsögðu má ég ekki til þess hugsa að vita hann í fangelsi. En þú hefur engar skyldur gagnvart honum. Því skyld ir þú ala með þér einhverja sekt- arkennd, þótt þér vegni betur en okkur". Charles reyndi að halda í skefj- um þeirri von, sem hafði vaknaö með honum. Ef tilfinningar Charl- esar hins voru eitthvað í líkingu við það, sem systir hans hugði, þá var sú hugmynd, sem hann hafði gert sér af honum heima á setrinu, ekki fyllilega rétt. „Áttu ekki sígarettu?" spurði Madv. „Það eru aldrei til nógar sígarettur á þessu heimili...“ „Nei“, svaraði Charles, og veitti því rú fyrst athygli, að hann hafði ekkert reykt daglangt. „Mér þykir það leitt, Mady“. „Láttu þér standa á sama“, hróp aði hún reiðilega. „Fyrir alla muni farðu ekki að taka það nærri þér!“ Hún gekk skrefi) nær honum og hvessti á hann augun. „Þú ert al- gerlega voniaus. Ég held- ég muni eftir því, þegar þú varst ungur, hvað þú varst alltaf aumingjaieg- ur á svipinn, ef þú hélzt, að þú hefðir sært tilfinningar einhvers ...“ Hún horföi á hann, eilítiö mildari og hristi höfuðið. „En svo síðastliðið ár, þegar þú gerðist beizkur í skapi — þá gladdi það mig. Já, í hreinskilni sagt, þaö gladdi mig! Vegna þess að ég hélt, að þú værir aö vð’rða dálítið harð- ari af þér. Þegar þú vildir ekki tala viö Preston i símann og forö- ’aðist hann vissi ég raunar, að þú gerðir það fyrir mín orð. Og svo verður það til þess, að hann bætir gráu ofán á svart og falsar nafnið þitt á ávísanir". Hún studdi höndum á mjöðm, horfði fram' und an sér. „Guð minn góður, hvenær veit maður, hvað er fyrir beztu. Þetta er allt svo undarlegt, þegar maöur fer að athuga það. Hef ég ekki ailtaf verið að segja þér, að þú yrðir einhvern tíma að þrosk- ast og verða haröur í hom að taka eins og aðrir . .. og svo, þegar þú ferð að ráðum mínum, óska ég þess að þú værir eins : og þú varst“. Hún leit athugandi á hann. „Og í kvöld .. .“ Hann mætti augnaráði hennar. „Já, í kvöld, Mady... hvaö um það?“ „Ég veit það varla, en þú virð- ist eitthvað svo ólíkur þvi sem þú átt að þér.. “ Hún laut að hon- um, grannskoðaði andlit hans. — „Hvemig hefurðu orðið þér úti um þessar rispur? Hver hefur haft kjark til að klóra þig svona?“ Hann vissi óðara, að þama bauðst honum tækifærið. Hann þurfti ekki annars við en segja, að hann vissi það ekki, hún mundi krefja hann sagna, og þá segði hann henni allt eins og var. En hún beið ekki eftir svari hans, heldur rigsaöi fram í eídhúsið og hailaði hurð aö stöfum á eftir sér, og þar meö var þaö tækifæri úr sögunni. Þegar hún kom inn aftur, var hann risinn úr sæti sínu, hafði gengið yfir að dragkistunni við vegginn og stóð þar með mynd- ina af foreldrum sínum i tvöfaldri umgerð í höndum sér. Hann hafði samstundis borið kennsl á þau, enda þótt honum fyndist, aö þau væm eldri en hann bjóst við. „Pabbi er dáinn, er ekki svo?“ heyrði hann sjálfan sig spyrja, og varö þess var um leiö, aö hann hafði hugsað upphátt. „Guö minn almáttugur, hvemig spyrðu?" Systir hans starði á'hann öldungis dolfallin. „Eins og þú vit- ir ekki, aö hann dó, þegar þú varst í Kóreustyrjöldinni? Þú komst meira að segja heim og varst við jarðarförina...“ „Já,“ svaraði hann og sá það allt í einu fyrir sér eins og á mynd. Sá sjálfan sig standp viö gröfina, klæddan einkennisbúningi, við hlið Mady, sem tárfelldi, grét hljóðum ekka, sá móður sína ein- beitta á svip með þurra hvarma... Hið liöna var að rifjast upp fyrir honum, smátt og smátt. — Kannski mundi hann það allt... innan stundar ... „Og mamma?" spurði hann. „Hvaö um hana?‘‘ „Guð minn góöur...“ „Svaraðu mér, Mady... svaraðu mér“. : Mady hörfaði fjær honum. Hvísl- aöi skelfd. „Hvað gengur að þér, Charles? Þú gerir mig hrædda." „Hvaö um hana?“ endurtók hann. „Guö minn góöur ... hún lézt fyrir mörgum árum. Þú veizt þetta, Charles. Þú veizt það“. Hann sneri sér að henni. Leit fast á hana. „Nei, Mady. Ég veit það ekki“. Honum var ljóst, að nú varð hann að segja henni það. Gagn- stætt því sem var ’ um aðra, þá mundi hún trúa honum. Ef til vill grunaði hana það þegar. Ósjálf- rátt. Hann settist aftur. Reyndi að taia lágt og hafa vald yfir rödd sinni. Sagöi henni alla söguna, eöa eins mikið og hann vissi í því sam- bandi... Hvernig hann heföi allt í einu vaknað, eða hvaö átti að kalla það, þar sem hann stóð á götuhomi I New York ... heim- för sinni og heimkomu, og hvem- ig hann kannaðist ekki við neitt, ekki einu sinni konu sína ... frá því, sem hann hafði lesið í síð- degisblaðinu, frá öllum þeim spum- ingum, sem sóttu á huga hans og hann gat ekki fundið svar við. a»£-.r . .■ÍSSKSeS —AND IF IT DOES A'Or.THEN LET THE,W S EE THEIR TAIL-LESS SOD &/£'/ Ó Es rat, faðir og höfðingi. Stór her- Og þú hefur aftur náð á þitt vald bezta Það að sjá guð þeirra í ' indum okkar flokkur Ho-dona er á, leiðinni að ráðast á borg okkar, þeir eru rétt á eftir okkur. vopninu okkar gegn þeim. Gott, vertu i fyikingarbrjósti Bu-tar. mun láta óvinunum renna kalt vatn milli skinns og hörunds ... og ef það gerir það ekki... þá látum við þá sjá halalausa guðinn þeirra deyja. Magnús E. Baldvlnsson ' Laugavc^I 12 - Símí^SS&BQ* . Frá Brauðskálammi Langholtsvegi 126 Köld borð Smurt brauð Snittur CocktaUsntttur Brauðtertur. Brauðskálinn Sími 37940 BLAR Mikið úrval af glæsileg- um, notaðum b£Iinn. Veröið er nú mjag hgg- stætt, miðað vfð þðLsmfflSa hækkun, sesn orðwí hsfer á nýjum bönm. Volkswagen 1300, árg. S9S7 Gloria (japanskur) árg. 1367 Chevy H ácg. ,1365 Rambler dassie árg. 1965 Rambler Ctessic áig. 1966 Chevy H árg. 1966 Plymouth Belvedere áig. 1966 Plymouth Fury árg. 1966 Chevrolet Impala árg. 1966 Dodge Cornet árg. 1968 Volvo árg. 1982 Litið inn í sýningansaSi okkar, Hringbraut 12L Rambler- JON umboðið LOFTSSON HF. Hringbraut 121 — 10600 SPAKUI m 'BflAUUBJUt RAUÐARARSTÍG 31

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.