Vísir - 04.12.1968, Blaðsíða 8
8
V í SIR . Miðvikudagur 4. desember 1968.
VÍSIR
Otgefandi: Reykjaprent h.f.
Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingar: Aöalstræti 8. Símar 15610 11660 og 15099
Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Sími 11660
Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur)
Áskriftargjald kr. 145.00 á mánuði innanlands
! lausasölu kr. 10.00 eintakið
Prentsmiðja Vísis — Edda h.f.
Hliðarráðstafanirnar komnar
Öllum er kunnugt, að gengislækkunin í síðasta mán-
uði var fyrst og fremst miðuð við sjávarútveginn. Hún
átti að tryggja eðlilegan og styrkjalausan rekstur fyr-
irtækja í sjávarútvegi og um leið almenna atvinnu
við sjávarsíðuna.
Jafnframt var vitað, að gengislækkunin mundi ekki
ná tilætluðum árangri, nema einnig yrði gripið til
hliðarráðstafana til þess að hindra ýmis óþægindi af
völdum hennar. Þessar ráðstafanir voru boðaðar, þeg-
ar gengi krónunnar var lækkað. Þær komu svo fram
í fyrradag á Alþingi í lagafrumvarpi frá ríkisstjórn-
inni. Þetta er mikill og torlæsilegur bálkur, en aðal-
atriðin eru fjögur.
í fyrsta lagi á verðlagsráð sjávarútvegsins að
ákveða hið fyrsta nýtt fiskverð, sem á að gilda frá 15.
nóvember s.l. Nýja fiskverðið á að miða við hinar
nýju aðstæður eftir gengislækkunina, þannig að rétt
tekjuskipting fáist milli útgerðarmanna og sjómanna
annars vegar og fiskvinnslustöðva hins vegar.
í öðru lagi eiga fiskvinnslustöðvar að greiða til út-
gerðar 17% af fiskverði sem hlutdeild í útgerðarkostn-
aði. Ennfremur 10% af fiskverði og 20% af síldarverði
í stofnfjársjóð fiskiskipa til greiðslu á vöxtum og af-
borgunum útgerðarinnar. Gert er ráð fyrir, að þessar
greiðslur fiskvinnslustöðva til stofnfjársjóðs nemi 300
—400 milljónum króna á ári, sem er nokkru lægri
upphæð en vextir og afborganir af fiskiskipum nema
samtals. Með þessum hætti er greiðslubyrði útgerð-
arinnar létt verulega.
í þriðja lagi er breytt reglum um útflutningsgjald
afurða fiskvinnslustöðvanna, þannig að heildarupp-
hæðin hækkar um tæpar 50 milljónir króna. 80% út-
flutningsgjaldsins renna í tryggingasjóð fiskiskipa til
greiðslu á vátryggingaiðgjöldum flotans. Á sjóðurinn
á þennan hátt að verða þess megnugur að sjá um þess-
ar gréiðslur, þar sem hann fær einnig í sinn hlut nærri
20% af gengishagnaði sjávarútvegsins.
í fjórða lagi er allur gengishagnaðui sjávarútvegs-
ins lagður í sérstakan sjóð. Þessi hagnaður kemur
fram á afurðum, sem framleiddar voru fyrir gengis-
lækkun en eru greiddar í erlendum gjaldeyri eftir
gengislækkun. Hér er um að ræða mjög háa upphæð,
líklega um 740 milljónir króna. Sjóður þessi verður
allur notaður í þágu sjávarútvegsins. Þriðjungi hans
verður varið til að greiða gengistap sjávarútvegsins
og minni hlutar fara til greiðslu á vátryggingagjöld-
um flotans, til greiðslu vaxta og afborgana af síld-
veiðiskipum og til aðstoðar síldarverksmiðjum. .
Með frumvarpi þessu er gert hreint borð í sjávar-
útvegi og einkum réttur skarður hlutur útgerðarinnar.
Ættu allir ábyrgir þingmenn að geta fallizt á þessa
lausn mála sjávarútvegsins.
I
NASSER SAKAR ISRAEL
UM NJÓSNASTARFSEMI
— Egypzkir stúdentar hótuðu oð leggja Alexandriu i rústir
Kairo: Nasser forseti skýrði
frá þvi í gær, að komizt hefði
upp um njósnara, sem störfuðu
fyrir ísrael, og að ísrael hefði
um langt skeið reynt að fá
egypzka stúdenta og egypzka
hermenn sem teknir voru til
fanga, i sex daga styrjöldinni,
en síðar var skilað, til l»ess að
stunda njósnir.
Einnig kvað hann israelska
erindreka hafa haft sig í frammi
í stúdentaóeirðunum undangeng
inn hálfan mánuð. Egypti sá,
sem handtekinn var, sbr. frétt
í gær, heitir EI Haddad.
Enn rænf bnndn-
rískri flugvél
Enn hefur bandarískri flugvél
verið rænt — hinni fjórðu á 10
dögum, og og flogið til Kúbu.
Máður vopnaður skammbyssu
miðaði henni á flugmanninn, er
skammt var ófarið til Míami frá
New York, og skipaði honum aö
breyta um stefnu. Flugmaðurinn
kvað ekki nóg bensín til
þess, en ræninginn skipaði
honum þá að lenda við
Key West, og þar var tekið
bensin, og miðaði ræninginn
byssunni á flugmanninn, meðan
það var gert. Flugvélin var af
gerðinni Boeing 727. Farþegar
voru 36.
Fer Konstantin
heim fyrir jól?
London: Lundúnablaðið Daily
Express hefur það eftir stjóm-
málalegum heimildum, að Kon-
stantin Grikkjakonungur hafi
fallizt á, að hverfa heim fyrir
jól, en í staðinn hefur gríska
stjómin lofað að boða til al-
mennra þingkosninga innan
skamms. Blaðið hefur það eftir
talsmanni gríska sendiráðsins i
London, að tilkynningar um
þetta megi vænta þá og þegar.
Háskólunum í Egyptalandi hef
ir verið lokað síðan uppþotin
urðu og hefir einn þeirra, sem
sæti eiga í stúdentaráðinu farið
fram á, að þeir verði opnað aft-
ur, þar sem rangt sé að skella
skuldinni á alla stúdentana, en
augljóst virðist af fréttum, að
Gull og yjaldeyrisforði Bret-
lands minnkaði svo að nam 82
milljónum punda og var það
afleiðing ástandslns í peninga-
málum, er yflr vofði gengislækk
un frankans og orðrómurinn
gekk fjöllunum 'hærra um aö
markið yrði hækkað.
j hiiíu opinbera yfirliti stjórn
stúdentaráðið verði endurskipu-
lagt og að ögunarreglum verði
beitt gegn stúdentum.
Mohammed Abu Nossier
dómsmálaráðherra segir, að
stúdentar hafi hótar að leggja
bæinn (Alexandriu) í rústir svo
að þar stæði ekki steinn yfir
steini.
arinnar segir, að í nóvemberlok
hafi gull- og gjaldmiðilsforðinn
numiö 1228 milljónum punda,
en þess er að geta að teknar
voru af forðanum 54 milljónir
punda vegna lánaskuldbindinga,
og hefðu þær greiðslur ekki ver-
ið inntar af hendi, hefði rýmun-
in aöeins numið 28 mijljónum
punda.
Frá uppþotinu í Alexandríu: 1 kröfugöngu um borgina var
velt um bifreiðum og strætisvögnum og kveikt i og fleiri
spjöll unnin. Sextán menn biðu bana í óeirðunum, en tala
meiddra og særðra og handtekinna skipti hundruðum.
Enn minnkar gull- og
gjaldeyrisforði Breta
Deilan um Falklandseyjar
fer harðnandi
— Vaxandi kviði i Bretlandi vegna
afstóðu stjórnarinnar
■ í Bretlandi óttast margir, að
stjórnin muni slaka til i
deilunni út af Falklandseyjum
og gætlr vaxandi kvíða vegna
afstöðu hennar og þykja yfirlýs-
ingar hennar loðnar.
■ Utanrikisráðherra hefur end-
urtekið, að Argentína muni
ekki undirrita neitt samkomulag
við Bretland, sem feli í sér sjálfs
ákvörðunarrétt eyjaskeggja á
Falklandseyjum.
Chalfont lávarður, sem nýlega
fór til eyjanna fyrir hönd brezku
stjórnarinnar, endurtók í gær i
lávarðadeildinni, að eyjamar
yröu ekki afhentar Argentínu
gegn vilja eyjaskeggja, og sams
konar greinargerð var birt í
neðri málstofunni, en stjómmála
fréttaritari brezka útvarpsins
segir, að þessar yfirlýsingar hafi
ekki dregið úr áhyggjum manna,
vegna þeirra samningaumleitana
sem fram hafa farið milli Arg-
entínu og Bretlgnds um málið,
en Chalfont lávarður kvaðst
ekki geta gert nánari grein fyrir
þeim eins og sakir stæðu.