Vísir - 07.12.1968, Page 16

Vísir - 07.12.1968, Page 16
|| 15 ára drengur hefur legiö raenulítill og með köflum með- vitundarlaus á sjúkrahúsinu á Sveifarstjórnar- fundur um gróðurvernd Samtök sveitarfélaga í Reykja- nesumdæmi halda fund i dag ki. 14 í félagsheimili Kópavogs. Um- ræðuefnið verður gróður og gróð- urvemd i Reykjanesumdæmi. Fram sögu mun Ingvi Þorsteinsson, mag ister hafa. Þá veröur rætt um sam ræmingu reikninga sveitarfélaga. Hrólfur Ástvaldsson og Bergur Tómasson hafa framsögu. Öllum sveitarstjómarmönnum umdæmis- ins er boðið á fundinn. Akureyri, eftir að hann lenti í bii- reiðaárekstri á þriðjudag á Akur- eyri. Áreksturinn varð á gatnamótum Norðurgötu og Strandgötu, þegar bifreið, sem ekið var austur Strand- götu og beygt norður Norðurgötu og drengurinn, sem kom á skelli- nöðru úr Norðurgötunni, rákust saman. Sjónarvottar voru engir að atvikinu, en bílstjórinn hefur ekki getað með góðu móti gert sér grein fyrir, hvemig áreksturinn atvikað- ist. Hann varð aldrei drengsins var, fyrr en hann fann höggið, þegar skellinaðran skall á hliðinni á biln- um, en þá sá hann piltinn kastast yfir vélarhlífina á bíinum og út á götu. Skuggsýnt var, þegar slysið varð. Drengurinn, Þorsteinn Veigar Árnason, Lundargötu 15, fótbrotn- aði og hlaut auk þess þungt höfuð- högg. Sýnsngu Svavars nð Ijúka Hver fer nú að verða siðastur að sjá sýninguna, sem haidin er á verkum Svavars Guðnasonar í Casa Nova Menntaskólans í Reykjavík. Aðsóknin hefur verið mjög góð. í dag er næstsíðasti dagur sýning- arinnar, en henni lýkur annað kvöld. Lokunartími sölu- búða í jólamúnuði Fram að jólum verða verzlanir aimennt opnar á iaugardögum sem hér segir: Laugardaginn 7. des. til kl. 16. Laugardaginn 14. des. til kl. 18. Laugardaginn 21. des. til kl. 22. Á Þorláksmessu mánud. 23. des. verða verzlanir opnar til kl. 24. Lftill drengur með sælgætispoka eins og þá, sem Kiwanis- menn ganga nú með um bæinn og selja til að kaupa nauðsyn- leg læknistæki. VISIR Laugardagur 7. desember 1968. Formanna- ráðstefnan í dag 1 dag verður haldin í Sjálfstæð ishúsinu í Reykjavík, formannaráð stefna Sjálfstæðisflokksins. Á ráð stefnu þessari eiga sæti formenn allra Sjálfstæðisfélaga og annarra samtaka flokksins. Auk þess sitja fund þennan miðstjóm flokksins, þingflokkur skipulagsnefnd, stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna, stjóm Landssambands Sjálfstæöis- kvenna og stjóm Verkaiýðsráös flokksins. Ráöstefnan hefst kl. 10. Jólasamsýning í Hliðskjúlf ■ Sjö myndlistarmenn taka þátt í jólasamsýningu sýningarsal- arins Hliðskjálf, sem opnuð er í dag kl. 2. Þeir, sem sýna eru: Benedikt Gunnarsson, Kári Eiríksison, Pétur Friðrik, Magnús Á. Ámason, Helga Weisshappel, Sveinn Biömsson og Vigdís Kristjánsdóttir. Sýningin stendur yfir til mið- nættis Þorláksmessukvöld. ÞJOÐVERJAR MOKFISKA ÍSLENZKRI UPPFINNINGU Þegar fréttir berast af þýzk um togurum, sem moka upp fiski með flotvörpum fyrir Austurlandi, rifjast upp fyrir íslenzkum togaramönnum sú tíð, þegar þeir fylltu skip sín á ótrúlega stuttum tíma með sams konar veiðarfæri, sem var íslenzk uppfinning að mestu. Danir höfðu fiskaö vel í flot vörpu, sem var dregin af tveim skipum, en Islendingar voru fyrstir allra þjóða til þess að fiska í flotvörpu, sem er dregin af einu skipi. Sú varpa var að mestu hugarsmfð Agnars Breið fjörðs, blikksmíðameistara og var þannig gerð, að hægt var að staðsetja hana á hvaða dýpi sem vera vildi, og fylgdi henni dýptarmælir, sem sýndi uppi í skipi, á hvaða dýpi varpan var. Einnig var og er auðvitað enn hægt að draga vörpuna þannig, að möskvarnir eru fullopnir, til þess aö hleypa ú. smáfiski. Þessi varpa varð geysi afla- sæl, svo fengsæl, að menn ótt- uðust, að um ofveiði yrði að ræða. Menn skipuðu flotvörp- unni í sama flokk og botnvörp- unni og lög voru sett, sem bönn uðu notkun hennar í landhelgi Innan landhelginnar voru þau mið helzt, þar sem fiskurinn hélt sig ofarlega í sjónum og tók þá almennt fyrir notkun hennar. Erlendar þjóðir og þá einkum Þjóðverjar fengu mikinn áhuga á íslenzku flotvörpunni og sótt ust eftir upplýsingum um hana. Hún er ódýrt veiðarfæri og auð með farin. Þjóðverjar stækkuðu op vörpunnar meö þvi að nota sér nýju gerviefnin og stvrktu um leið í henni netið, en í grund vallaratriðum er um að ræða sama veiðarfærið. 15-20 tonna bjarg á Sveifluhálsvegi □ Vegaskemmdir urðu á Sveifluhálsvegi af völdum jarðhrær- inganna. Suður með Sveifluhálsi að vestanverðu, beint vestur af norðurenda Kleifarvatns hrapaði bjarg og á kílómetra svæði þar í kring hafa orðið önnur smærri skriðuföll. Talaði blaðið við Jón Jónsson, jarðfræðing, sem skýrði frá þessu en hann var þarna á ferð í gær- Meðvtomdarlaus siSaa á þriðjudag dag. Skýrði Jón svo frá, að bjargiö væri á þriðja metra á hæð og svip- að á hvern kant, og áh'tur hann það vega 15—20 tonn. Sagði Jón, að hægt sé að sneiða hjá bjarg- inu á jeppa en að öðru leyti var færðin slæm á þessu svæði á kíló- metra vegarkafla. — Bjargið hefur greinilega fariö af stað í jarðskjálftanum og aðal- hrunið hefur oröiö á þeim slóðum, sem gera má ráð fyrir, að upptök arðskjálftans hafi veriö. Sunnan til hálsinum er gufuhver, en á hon- um er engin merki að sjá um hreyfingar f jarðskorpunni. VILJA FYRIRGREIÐSLU TIL JAFNS VIÐ BANKANA Selja jólasælgæti til kaupa á læknatækjum □ Sparlsjóðlr í landinu hafa verið að reyna undanfarið að fá lán f Seðlabankanum f starfsemi sína og munu hafa bent f þvf sambandi á þá auknu fyrir- rtreiðslu, sem viðskiptabankamir fengu í fyrra varðandi yfirdrátt í Seðlabankanum. Málið er enn í deiglunni og óvfst um útkom- una. Seðlabankinn gekk nokkuð á móts viö viöskiptabankana í fyrra, þegar hann breytti um regl- ur um óheimilan yfirdrátt bank- anna i Seðlabankanum. Áður voru reiknaðir 16% vextir á yfirdrátt bankanna og var miðað við hæstu skuld bankanna á hverju 10 daga tímabili. Nú eru vextirnir aðeins reiknaöir á raunverulega skuld t bankanna eins og hún er frá degi j ? til dags. í * Þetta hefur verið til verulegs ^ hagræðis fyrir bankana, sérstak- lega þar sem þeir láta viðskipta- vini sína enn greiða sams konar refsivexti og þeir greiddu sjálfir í Seðlabankanum, ef þeir yfirdraga. • Kiwanisklúbburinn Katla selur um þessar mundir sæl- gæti til að afla fjár til kaupa á merkum tækjum, myndsegul- bandstækjum, sem notuð verða á borgarsjúkrahúsinu. • Helgj Þórarinsson, læknir, sagði blaðinu í gær að tæki þessi boðuðu tímamót í röntgen- lækningum, en nú verður betra aö fylgjast með ýmsum inn- vortis meinsemdum, og kæmu tækin að notum í ótrúlegustu tilfellum. • Tæki þessj kosta 300 þús. krónur eftir gengislækkun- ina. Það þýðir að Kiwanismenn verða enn harðara að sér að leggja að sögn þeirra félaga. Tækin verða tekin í notkun nú á næstunni.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.