Vísir - 14.12.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 14.12.1968, Blaðsíða 2
/ V fS IR . Lau--jardagur 14. desember 1968. OCIr Þ Við lind hinnar fagnandi gleði Kirkjusíða Vísis er í dag helguð gömlum og góðum Reyk- víkingi — Sigurbimi í Vísi. Um langt skeið hefur hann verið í hópi áhugasömustu leikmahna í bænum. í eftirfarandi grein ræðir sr. Helgi Tryggvason við þennan glaða, síunga afkasta- mann um starf hans í þágu kirkjunnar, KFUM o. fl. - Allir, sem Sigurbjörn þekkja, vita að trúin er honum uppspretta daglegrar gleði. jyjeð því að stundum er kvart- að yfir því, aö leikmenn sinni ekki skyldum sínum og réttindum til að uppbyggja kristna kirkju sem „góðir ráðs- menn margvíslegrar náöar Guðs“, eins og segir í helgum fræðum, þá er vel viðeigandi að kynna á kirkjulegum vett- vangi þá leikmenn, karla og kon ur, sem hafa lengi leitazt við það af óvenjulegri alúð að á- vaxta talentur sínar í hinum al- menna prestdómi, sem Lúther ásamt postulunum forðum tal- aöi um. 1 þetta skipti skal minnzt eins sliks manns stuttlega, en það er Sigurbjörn Þorkelsson „í Vísi“, sem nú er á 84. aldursári við ágæta heilsu. Nýlega var þess minnzt á ýms an hátt, að hundrað ár eru liöin frá fæðingu sr. Friðriks Friðriks sonar, æskulýösleiðtogans óvið jafnanlega. En þá skal einnig að því hyggja, að til þess að for ingjaefni geti orðið góður for- ingi þarf örugga liðsmenn, eins og listaskáldið góða orðaði það: „Fríður foringi stýrir fræknu liði. Þá fylgir sverði sigur.“ — Þannig er einnig um andlega foringja og andans sverð. Eins og foringinn Friðrik tók dreng- ina aö sér, þannig tóku þeir einnig hann aö sér, gerðu hug- sjónir hans að sínum og börð- ust fyrir þeim af tryggð og tápi. Einn meðal þessara öruggu drengja á fyrstu starfsárum séra Friðriks í Reykjavík var Sigurbjörn Þorkelsson (,,í Vísi”) Séra Friðrik segir á fimmtugs- afmæll Sigurbjörns, að ýmsir hafi spáð miður vel fyrir hinu unga félagi hans, sem stofnað var (árið 1899) að miklu leyti af unglingum, óreyndum og ét. ráðnúm, og var Sigurbjörn litli nefndur sem dæmi, enda var hann einna yngstur, aðeins ófermdur. En hin örvandi hönd margra þessara æskumanna reyndist foringjanum vel. Ýms- ir urðu þá ungir sveitarstjórár undir handarjaðri sr. Friöriks, þar á meðal Sigurbjörn. Árið 1911 var hann kosinn f stjórn KFUM (eöa strax og hann varð myndugur á þeirrar tíðar mæli- kvarða, þ.e. 25 ára). Þar starfaði hann ötullega í 56 ár, en baöst eindregið undan endurkosningu nú síðastliðið ár. Margháttuð voru störfin, sem mynduðu landnámssögu þessar- ar félagshreyfingar, og margir unnu ötullega. Þar kom Sigur- björn víða við sögu, tók drjúg an þátt í mörgum þeirra, og oft í forustuhlutverki, alltaf brenn andi í anda. Hin fágæta sam- félagsgáfa hans og skipulags- gáfa nutu sín rnæta vel við öll þessi störf. Og ekkj vantaöi vinnuþolið né sannfæringuna um gildi málstaðarins. Hér skulu talin nokkur sýn ishom starfa hans og umsvlfa fyrir kirkju og kristni. í sunnu- dagaskóla KFUM, sem aðallega ruddi braut þeirri starfsemi hér á landi og Knútur Zimsen veitti forstöðu, var Sigurbjörn dyggur orðsins þjónn í fullan aldar- fjórðung. Hann ástundaðj einn- ig þá skyldu kennarans að við- halda þekkingu sinni og auka hana. Þess vegna var hann frá upphafi og ávallt stöðugur mað ur í biblíulestrum sr. Friðriks, en þeir hófust 1903 í Melsteds- húsi. Þegar sr. Friörik var fjar- verandi fyrr á árum (hann var t.d. boöinn til Ameríku 1913 og var þar í 3 ár), kom ekki til mála annaö en aö halda uppi biblíufræöslunni eins og áður, í bókmenntafélags og gjaldkeri þess. Það gaf út ýmsar merkar bækur um tíu ára skeið, þar á meðal var Trúrækni og kristin dómur. Or heimj bænarinnar Skaphafnir manna, Hallar- kirkjan, skáldsaga sem gerist á dögum frönsku byltingarinnar. I viðbót við ofanritað er stutt viðtal viö Sigurbjörn. — Eins og þú veizt hef ég sérstaklega verið að seilast eft ir að nefna nokkur störf þín fyrir kirkju og kristnl, svona í stórum dráttum. Hvað varstu lengi í sóknarnefnd? í 23 ár í dómkirkjusöfnuð inum, kosinn 1917. Ég hafði auð vitað verið lengi fastur kirkju- gestur. KFUM-fólk sótti kirkj- una mjög vel, til sr. Jóhanns og sr. Bjarna og lét sér annt um málefn; hennar. Sr. Friörik Sigurbjörn Þorkelsson. tveimur flokkum, annar var á mánudögum, en hinn á þriðju- dögum. Sigurbjörn var einn af þeim sem þetta starf hvildi á. Félagsstörf og fundahöld á vegum kirkju landsins í heild með almennri þátttöku hafa jafnan veriö áhugamál Sigur- björns. Þegar efnt var til kirkju funda fyrir um það bil fimmtíu árum, bar þar hæst nafnana tvo Sigurbjörn Á Gíslason og Sig- urbjörn Þorkelsson og báöir hafa sótt þá fundi dyggilega alla áratugi síðan, einnig unnið að undirbúningi margra þeirra. — Þetta veröur að nægja um hið talaða orö, en það er mjög tengt hinu ritaða oröi og leggur á- samt þvi grundvöll að krist- inni t»á og byggir hana upp. — Um forústustarf Sigurbjörns á þeim fræðslusviðum' þar sem - treyst er eingöngu á lesmál má a.m.k. nefna þetta þrennt: i mörg ár hvíldi á honum mikið og erilsamt starf viö bókasafn fyrir drengina í KFUM, en þaö var stofnað 1903. Hann var einn af stofnendum Bjarma árið 1907 og í ritnefnd hans í mörg ár. Það blað breiddist fljótt um byggðir landsins. Þá var hann einn af stofnendum Kristilegs fannst, að við ættum aö sækja jöfnum höndum kirkjuna og KFUM. — Var ekki mikiö að starfa í sóknamefndinni? — Oft var það, enda var þetta eini þjóðkirkjusöfnuðurinn í bænum lengi vel, og hafði meö- al annars á hendi rekstur kirkju garðsins. Þar kynntist ég vel af eigin raun slíkum rekstri. — Hvað er þér sérstaklega minnisstætt úr starfi þinu í dóm kirkjuhúsinu sjálfu? — Minnisstæöar eru náttúr- lega fermingarnar, ég held ég hafi verið viðstaddur allar ferm ingarathafnir þar í nokkra ára- tugi, allt frá 1916. Ég átti að hafa umsjon með því að allt gengi þar sem liðlegasf, þótt þröngt væri á þingi. Auövitað eru mér mjög minnisstæðar hin ar miklú sorgarathafnir í troð- fullri kirkjunni, svo sem þegar Dettifoss og Goðafoss fórust, og fleiri skip. Mitt var að yndir búa kirkjuna og reyna að koma öllu fyrir sem skipulegast. 1 — Mátíðlegustu og viðhafnar mestu stundir þar? — Auðvitað álitamál. Margar voru vígslurnar, presta og birkupa, ég held ég hafi notiö mín bezt við vígslu séra Bjarna. Það er líklega mín allra minnis- stæðasta stund f dómkirkjunni fyrir utan fyrstu jólin í kirkj- unni 1894, sem ég hef lýst ann- ars staðar. En fyrst þú spyrð um hátíðlegar messur, er kannski kurteisi að muna eftir konungs messunum. Þær voru líka há- tíölegar, og viö reyndum að skreyta kirkjuna konunglega eft ir föngum. — Svo fórstu úr sóknamefnd dómkirkjunnar og beint í Hall- grímskirkjusókn. Hve lengi varstu þar í safnaðarstjóm? Var ekki nóg að gera þar? — Jú, þar kallaði margt að. Kirkjubyggingin kom fljótt á dagskrá, hugmyndin jókst og byggingin hófst. Við urðum að heyja snarpa baráttu fyrir þessu máli. — Stjóm kirkjugaröanna er líka kirkjustarf. Hve lengi varstu forstjóri þeirra? Einhver sagði mér á sfnum tíma, að þú hefðir alltaf haft nýjatestament- ið hjá þér á borðinu i kirkju- garðsskrifstofunni og það hefði komið sér vel til að flytja syrgj endum huggun. — Já, ég hafði alltaf biblíuna hjá mér á borðinu, og fólk dró oft hjá mér texta. Guðs orð flytur huggun, það er rétt. En síðustu fimmtíu ár hef ég nýja- testamentið alltaf á mér, hvar sem ég er. Það hefur oft komið sér vel, meöal annars f þessu starfi. Ég þurfti oft að vera við kistulagningu og stundum fyr- irvaralítið. — Segðu mér Sigurbjöm, varstu ekki stundum vakinn um miðja nótt til að slökkva bál? — Nú ertu kominn út í aðra sálma. Starf mitt í slökkviliðinu er varla kirkjulegt starf. — Ég á vitanlega við eld' ó- sættis og rifriidis. Starfaðir þú ekki í sáttanefnd um langt skeiö? — Aldrei var ég í sáttanefnd en margir héldu þó, að svo væri. Jú oft og iðulega var kallað á mig, og ekkert síður á nóttu en degi, en ekki reyndi ég að hella köldu vatni á þá elda, og ekkf predikaði ég heldur alltaf heita trú. Það þýddi ekkert í þeim kringumstæðum. Jú, svona slökkvistarf tilheyrir kristni og kirkju. Sálgæzlan er nauð- synleg. Ég eyddi miklum tíma í hana, og sá stundum árangur, öllum viðkomandi til gleöi. Það var líka nokkuð' almennur siður að leita til mín beint i Vísi. — Þetta kom niður á verzluninni, sem von var, bæði tafir og fleira. En ég segi þetta ekki með söknuði, eða heyrist þér það. — Sfður en svo, en sjálfan hefði mig ekki langað til að brenna þykkan bunka af skulda reikningum viðskiptamanna minna, strika skuldirnar út! — Tímarnir voru stundum erfiðir, margir áttu erfitt með að borga. En farðu nú ekki að hlaupa með þetta í blööin, en lestu Faðirvorið þitt.. .Gef oss upp skuldir vorar! — Hvað viltu að lokum leggia áherziu á viðkomandi uppeldi þínu? — Ég tel upp það sem ég met mest. Ég átti trúaða foreldra. Móöir min var hetja á því sviði. Hún kenndi mér svo margt gott frá blautu bamsbeini. Hún vildi að ég fengi sem beztan og ræki legastan undirbúning undir fermingu, til þess að fræðslan og áhrif hennar mættu festast f mér. Ég var heila tvo vetur i spumingum, einum vetrf lengur en venja var til, og hausttíma f viðbót, fermdur 1. október. Einn af fermingarbræörum mín um var dr. Árni Ámason. Um hann á ég fleiri minningar en önnur af mínum fermingarsyst- kinum enda átt margt sameigin legt síðan. Hann var sjóður af námsgáfum og öðlingsdrengur eftir því. Fræðslan var ýtarleg og hvergi slakað á. Sr. Jóhann Þor kelsson fékk sr. Friðrik Friðriks son til bamafræðslunnar fyrir sig um þetta leyti. Áriö 1897, skömmu eftir heimkomu sr. Friðriks, var ég í skóla hjá hon um í tvo vetur. Eiginlega má kalla það kirkjulegan skóla. — Hann kenndi kristin fræði, reikn ing, lestur og skrift, eins og löngum var kennt á vegum kirkj unnar. Kristin fræði hjá honum vom alltaf númer eitt. Ég las auð- vitað talsvert í heimahúsum ungur að aldri. Þess vegna var ég lfka settur í það að vera kennarf í þessum skóla, sem ég var hreykinn af. Ekki má ég gleyma að ég sótti heilmikið bamaguðsþjón- ustur hjá sr. Jóni Helgásyni síð- ar biskupi sem hafði þær f mörg ár í dómkirkjunni ásamt síðdeg- ismessum. Þá var hann dósent. Hann var heitur trúmaður á yngri árum. Látum svo að lokum sr. Frið rik Friðriksson, stofnanda KFUM, segja nokkur orð. Eftír- farandi em gefsur úr fyrmefndri afmælisgrein (aðeins stytt): .. .Kristindómurinn, sem er grundvöllur félagsins, er bans hjartagrónasta sannfæring og á þeim grundvelli hefur allt félags starf hans verið unnið, bæði í stjóm félagsins, og með miklum áhuga í málum ýmissa deilda þess og starfsgreina. Það gat verið hætta á, að verzlunarvísir hans, ef hann ætti þroska fyrir höndum, mundi verða hættuleg ur fyrir starf haijis f félaginu. Verzlunin Vísir var stórt og umfangsmikið starf, en ómögu- legt var aö merkja, að það drægi nokkuð frá félaginu, frem ur á hinn bóginn. Hann kvænt- ist og fékk afar stóra fjöl- skyldu. Aldrei starfaði hann betur en eftir það. Hann varð gripinn af áhuga fyrir lands- málum og tók ósleitilega þátt f stjórnmálastarfsemi, og varð heitur og ötull f því, en ekki gat þáð dregiö hann burt frá einlægri starfsemi fyrir félagið. Hvað heitur sem hann kann að hafa verið í stjómmálunum, varö ég aldrei var við, að hann reyndi til að færa þann áhuga inn í félagsmálið og starfið. Og ef ég hefði ekki frá öðmm heyrt, í hvaða stjórnmálaflokki hann væri, hefði ég vfst ekki þann dag i dag haft hugmynd um, að hann gæfi sig aö þeim málum ...“ Þannig hélt séra Friðrik áfram máli sínu, en þetta verður að nægja sem svip mynd og sýnishorn. Þessa vfsu fékk Sigurbjörn eitt sinn á afmælisdegi: Þreytti löngum málið margt maður dáða-hraustur. Veitti röngu höggið hart, hraöur, ráða-traustur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.