Vísir - 14.12.1968, Blaðsíða 10

Vísir - 14.12.1968, Blaðsíða 10
V1SIR . Laugardagur 14. desember 1968. 10 Jólflasveisininii og grísirnir þrír • Jólasveinninn er á ferð um Ævintýraland að útbýta jólagjöfum og í dag er hann staddur hjá Gusa grisakóngi og bræðrum hans tveim ur. Sveinki er óttalegur klaufi í umferðinni, eins og þið getið kom- izt að raun um með þvi að fletta jpp á bls. 4. • Þar birtist jólagetraun VÍSIS 1968, en hún er núna hálfnuð. E)nn er möguleiki fyrir þá, sem misstu af byrjun getraunarinnar, að Iireppa verðlaunin, splunkunýja ■cappakstursbraut, sem öll fjölskyld an getur haft gaman og ánægju af í skammdeginu. Það eina, sem þarf að gera, er að ná sér i VÍSI síðustu daga, niður á afgreiðsluna i Aðal- straeti. (Ef þið viljið ganga úr skugga um, hvort eftir einhverju sé að slægjast, kikið þá í glugga Sports, verzlunarinnar á Laugavegi 13). • Jú, eltt þarf reyndar til við- bótar! Góða þekkingu í umferðar- reglunum. Njcarðvík — 1. síðu. Ástæðan fyrir rafmagnsleysinu mun vera sú að jarðkapall brann sundur, — en hins vegar reyndist ákaflega erfitt að finna hvar bil- unin er. Það var í norðurhluta Ytri- Njarðvíkur sem rafmagnið fór af, þ. e. af helmingi bæjarins. Víst er um það, að það milda veður, sem nú ræður ríkjum, hefur komið sér vel f þessu tilfelli. Ibúöir fil sölu S'imar 40424 - 14120 2ja herb. nýstandsett íbúð í steinhúsi í Kópavogi. Verð kr. 400 þúsund, útb. kr. 150 þús. Laus strax. 3ja herb. risíbúö með svölum við Skúlagötu. 3ja herb. íbúð, nýstandsett með nýjum teppum í steinhúsi viö Lokastíg. Mjög gott verð. 4ra herb. íbúð við Skaftahlíö. Skipti á minni íbúð kæmu til greina. 5 herb. íbúð með tvennum svölum við Grænuhlíð. Fallegt einbýlishús tilbúið undir tréverk og málningu á mjög fallegum staö í Kópavogi. Skipti á minni íbúð kæmi til greina. Fokhelt glæsiiegt einbýlishús við SCunnubraut. Hef mikið úrval af ein- býlis og raðhúsum í smíð um og fullgerðum, sem skipti koma til greina með. F as teignamiðs töðin Austurstræti 12 Símar 20424 og 14120 Heimasími 83974. ABIsherjflirþmgið — -> 1. sföu. arnir verði ekki ofnýttir, að ekki veröi um ofveiði að ræöa, sem valdið geti miklu tjóni ^crir fisk- veiðiriki. Ljóst sé, að tryggja þurfi með aukinni alþjóðasamvinnu, aö fiskistofnarnir hljóti fullnægjandi vernd, svo þeir gefi jafnan sem mestan afrakstur. í tillögunni er skorað á allar þjóðir að auka samvinnu sína á þessu sviði, m. a. með sérstöku til- liti til þarfa þróunarlandanna og efla jafnframt þaö starf, sem FAO hefur unnið í þessu efni. Öðrum sérstofnunum SÞ er jafnframt fal- ið að auka starf sitt að því er varðar vernd fiskistofnanna og stuðla að sem beztri nýtingu auð- æfa hafsins. í tillögunni er gert ráð fyrir að fylgzt veröi með því, hvað að- hafzt verður varðandi framkvæmd þessarar tillögu og að 25. alls- herjarþinginu verði gefin skýrsla þar að lútandi. Tillaga — -> 1. síðu. leitt til þess að íslendingar yrðu að takmarka fiskveiðar sínar frá því, sem nú er, er alþjóö- legt samstarf kæmist á um tak- mörkun á ásókn I fiskistofnana, svaraði ráðherrann, að slíkt hefði ekki komið fram á al- þjóðlegum ráðstefnum um fisk- veiðimál. Hann sagði að það hefði t. d. komið fram skiining- ur á sérstöðu okkar á fundi NA-Atlantshafsnefndarinnar, sem haldinn var hér í sumar. íslendingar hljóta aö fagna þessu, sagði ráðherrann að lok- um. A. m. k. vona ég að allir séu sammála um það, þó að við virðumst ekki bera gæfu til þess r.ð vera sammála um nokkurn hlut þessa dagana. -AlSlxjumrannsós Jólaösin — ■»>-->• 1 síðu. í fyrra hafi verið jólaveður á þessum tíma en nú sé vor- veður. Ekki langt frá er Bergþóra Skúladóttir á ferö með þau Trausta, Stefaníu Hrönn og það yngsta, Eriu litlu, sem er í kerru. Bergþóra ætlar að verzla eftir helgina, nú er hún á ferð- inni til þess að leyfa börnunum að sjá alla ljósadýröina. Þau eru auðvitað mest hrifin af gluggun um þar sem jólasveinamir eru. — Ég held þetta sé ósköp svip- að', allt það sama, segir Berg- þóra um vörurnar í verzlunun- um, en nýju vörurnar hafa hækkaö gífurlega mikið. Líney Ólafía Marinósdóttir er önnum kafin við að skoða sleða, þegar Vísismenn koma að. En svo heilla bækur augað, og hún hleypur inn í verzlun- ina, þar sem mamma hennar er stödd og byrjar að skoöa þar. Mamma hennar segir, að dúkkuvagnarnir veki mikla að- dáun hennar, en hún er ekki síður ánægð, þegar hún situr á sleðanum „til að prufa hann“ og þá er þriggja ára hnátan ekki feimin lengur. Bókamarkaöur — 16 sfðu. Húsið á klettinum. Stúlka með ijósa lokka. Prins Valiant og Jói í Ólátagerði. Bókaverzlun Siguröar Krlstj- ánssonar, Bankastræti 3, til- nefndi: Kristnihald undir Jökli, Amarborgin (e. Alistair Mc- Lean), Landið þitt, Skugginn hennar og Skriðan. Af barnabókum: Jól í Óláta- garði, Dagfinnur dýralæknir, Fimm á Hulinsheiði, Haukur í hættu og Sally Baxter 2. hefti. í Bókaverzlun Snæbjamar Jónssonar og Co, Hafnarstræti 9 voru eftirtaldar bækur vinsæl- astar: Kristnihald undir Jökli, Arnarborgin, Tilhugalíf (e. Krist ma-nn Guðmundsson), Miðill í 40 ár, og íslenzkir afreksmenn. Barnabækur: Jól í Ólátagerði (e. Astrid Lindgren), Beverly Gray 2. hefti, Dagfinnur dýra- læknir, Prins Valiant, og Haukur í hættu. Bókaverzlun Stefáns Stefáns- sonar, Laugavegi 8 tilnefndi: Kristnihald undir Jökli, Landið þitt, í strfði og stórsjóum (e. Svein Sæmundsson), Að handan (þýð. Sveinn Vikingur), og Hafís við Island. Ur.i bækur fyrir yngri kyn- slóðina sagði Stefán Stefánsson, að hanp teldi erfitt aö gera upp á milli þeirra, þar sem um jafna sölu væri að ræða, en einna vin- sælastar væru ef til vill bækur eftir brezka barnabókahöfund- inn Enid Blyton. Það er athyglisvert að sjá, að samkvæmt upplýsingum bók- sala ber Halldór Laxness höfuð og herðar yfir aðra höfunda á markaðinum og íslenzkar bækur virðast yfirleitt seljast vel — sé um eitthvað annað en skáldsög- ur eða Ijóðabækur eða smásög- ur að ræða. Fróðleiks- og frá- sagnaþættir eru vinsælir, og sömuleiðis bækur, sem fjalla um dulræn fyrirbrigði. Af erlendum höfundum er greinilegt að þau Theresa og Alistair McLean njóta mestra vinsælda, og bækur eftir þau renna út. Erlendar barnabækur virðast vera vinsælli en innlendar, þar sem „Stúlka með Ijósa lokka“ eftir Jennu og Hreiðar Stefáns- son virðist vera eina innlenda barnabókin, sem veruleg sala er í. Á næstunni munu línumar í bóksölunni skýrast og mun Vís- ir fylgjast meö þróuninni á bóka markaðinum og birta vinsælda- lista lesendum til gamans. Forsyt — 16. síðu. ! að bókinni. — Andvari 1968, hið aldna en endurnýjaða tímarit Þjóð- vinafélagsins og bókaútgáfunnar. Fjölbreytt að efni. Ritstjórar: Finn- | bogi Guðmundsson og Helgi Sæ- I mundsson. — Almanak félagsins j fyrir 1969. Ritstj. dr. Þorsteinn Sæmundsson, og er almanakið reiknað af honum og dr. Trausta Einarssyni prófessor. í almanakinu er að vanda mikið annað fróðleiks- efni. — Loks er Calendarim, Is- lenzkt rím 1597 — ljósprentað. Elzta almanak sem út hefir verið gefiö á íslandi og varðveitzt hefur. Formáli eftir dr. Þorstein Sæmunds son. Panamflugvél hrapar —'i sjó 'i björtu báli — 51 maður fórust Pan-American-flugvél fórst á fimmtudag úti fyrir strönd Venezu- ela. Þetta var flugvél af gerðinni Bo- eing 707 með 42 farþega og 9 manna áhöfn. Flugvélin átti skammt eftir til lendingar og var að koma frá New York. Hún hrap aði í sjó í björtu báli og nú er talið vonlaust, að nokkur sem í henni var hafi komizt lífs af. ffiiflakítJíizkáð Magnús E. Baldwlnsson LaUK>vegS 12 - Sími 22804 FRÍMERKl. Lýðveldið (1944-1968. svo til öH merkin til núna, notuð. ónotuð og 'yrstadagsumslög. Ennþá okkar sama lága verð. Bækur og frímerki j í Traðarkotssundi 3 Gegnt Þjóðleikhúsinu. £ FELACSLÍF K.F.U.M. Á morgun: Kl. 10.30 f.h. Sunnudagaskólinn við Amtmannsstíg, drengjadeild- irnar í Langagerði og I Félagsheim- ilinu við Hlaðbæ í Árbæjarhverfi. Barnasamkoma í Digranesskóla við Álfhólsveg 1 K'^navogi. Kl. 10.45 f.h. Drengjadeildin Kirkjuteigi 33. Kl. 1.30 e.h. Drengjadeildirnar við Amtmannsstíg og drengjadeild in við Holtaveg. Kl. 8.30 e.h. Almenn samkoma í húsi félagsins við Amtmannsstíg. Gunnar Sigurjónsson, guðfræðing- ur talar. — Tvísöngur —. Allir velkomnir. WILTON TEPPIN SEM ENDAST OG ENDAST EINSTÆÐ ÞJÓNUSTA! — KEM HEIM TIL YÐAR MEÐ SÝNISHORN. — TEK MÁL OG GERI BINDANDI VERÐTILBOÐ YÐUR AÐ KOSTNAÐARLAUSU! Daníei Kjartansson . Sími 31283 Þegar Siggi sagðist hafa áhuga á módelum hélt ég að hann ætti við skip, flugvélar og þéss háttar en ekki kvenlegum. MESSUR Langholtssöfnuður. Aðventukvöld í safnaðarheimilinu sunnudaginn 15. des. kl. 8.30. — Bræðrafélagið. Nessókn. í fjarveru minni frá 15. des. gegnir séra Páll Þorleifsson emb- ættisstörfum mínum. Hann verö- ur til viðtals i Neskirkju kl. 6 — 7 alla virka daga nema laugardaga. Sími 10535. Jón Thorarensen. Neskirkja. Barnasamkoma kl. 10.30. Guðs- þjónusta kl. 2. Barnakór Mela- skólans syngur nokkur jólalög undir stjóm Daníels Jónasson- ar. Séra Frank M. Halldórsson. Dómkirkjan. Messa kl. 11. Séra Óskar J. Þor- láksson. Barnasamkoma I sam- komusal Miðbæjarbarnaskólans kl. 11. Séra Jón Auðuns. Laugarneskirkja. Messa kl. 2 e.h. Barnaguðsþjón- usta kl. 10 árdegis. Séra Garðar Svavarsson. Langholtsprestakall. Barnasamkoma kl. 10. Séra Árel- íus Níelsson. Guðsþjónusta kl. 11. Séra Sigurður Haukur Guðjóns- son, Bústaðaprestakall. Bamasamkoma í Réttarholtsskóla kl. 10.30. Guðsþjónusta kl. 2. — Séra Ólafur Skúlason. Hallgrímskirkja. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 10.30. Séra Ragnar Fjalar Lámsson, systir Unnur Halldórsdóttir. — Messa kl. 2. Dr. Jakob Jónsson. Aðalsafnaðarfundur verður hald- inn að lokinni messu. Sóknar- nefnd. Ásprestakall. Messa í Laugarásbíói kl. 1.30. — Barnasamkoma kl. 11. Séra Grím ur Grímsson. Elliheimilið Grund. Guðsþjónusta á vegum fyrrver- andi sóknarpresta kl. 2 e.h. Séra Björn O. Björnsson messar. — Heimilisprestur. Kópavogskirkja. Barnasamkoma kl. 10.30, Séra Jón Bjarman æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar. Æskulýðsmessa kl. 2. Unglingar leika forspil á blásturshljóðfæri, þeir annast lestur bæna, ritningarorða og söng. Samkór Kópavogs syngur einnig í messunni. Sóknarprestur og æskulýðsfulltrúi. Hafnarfjarðarkirkja. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Séra Garðar Þorsteinsson. Kirkja óháða safnaðarins. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 2 e.h. (Messa og sunnudagaskóli sam- tímis). Séra Emil Björnsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.