Vísir - 14.12.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 14.12.1968, Blaðsíða 9
/ V í S I R . Laugardagur 14. desember 1988. Komum ekki auga á neina glætu framundan — segir Bj'órgvin Schram, formaður Félag islenzkra stórkaupmanna ■ Við, sem stöndum í inn- flutningi, erum mjög kvíðnir fyrir framtíðinni og getum ekki komið auga á neina glætu framundan, þvi að fyrir en fjöldamörg inn- flutningsfyrirtæki verði að hætta eða draga saman segl- in. Erfiðast verður hjá stór- um innflutningsfyrirtækjum miður. Það liggur ekki ann- með mikinn kostnað og mik- Björgvin Schram inn mannskap. Það er engan veginn hlaupið að því að segja upp starfsfólki, sem hefur verið hjá fyrirtækjun- um kannski áratugum saman. Þetta verður þó líklega eina lausnin hjá mörgum fyrir- tækjum og hefur þegar frétzt af miklum uppsögnum, sem munu koma til framkvæmda strax eftir áramótin. Þetta er ekki skemmtilegt fyrir stjórn- endur fyrirtækjanna, en verð- ur þvi miður nauðsynlegt. Flest fyrirtækin hafa verið rekin með tapi síðan verðlags- ákvæðin voru sett um síðast- liðin áramót og með verðlags- ákvæðunum nú hefur enn veriö hert að innflutningsverzluninni. Það voru lagöar fvrir verðlags- yfirvöld alls konar skýrslur, gögn og tölur, sem sanna þetta, én alit kom fyrir ekki. Fulltrúar vinstri manna hafa samþykkt þar og krafizt verðlagsákvæða, sem eru að setja eigin verzlun- arfyrirtæki í rúst, eins og t.d. kaupfélögin. Rekstrarfé innflutningsfyrir- tækjanna hefur verið stórlega skert með gengislækkunum. — Vörulager, sem kostaöi áður 1 milljón kr t.d. kostar nú 1.5 millj. kr. í sumum tilvikum minna en í öðrum meira, eða allt að 2 millj. kr. Þetta veldur því að fyrirtækin geta ekki endumýjað lager sinn, veröa að kaupa inn í minna mæli og ná í mörgum tilvikum óhag- kvæmari kjörum. Álagningin er nú orðin það lítil , að fyrirtækin hafa ekki fyrir kostnaði, jafnvel ekki fyrir lausum kostnað af einstökum sendingum í sumum tilvikum. Stór fyrirtæki, sem eru í eigin húsnæði eiga erfiðara með að draga saman seglin en minni Ötfitið ! verzlun og iðnaði □ Það hafa ekki verið aðr ar eins uppsegnir meðal fé- lagsmanna í Iðju undanfarinn áratug a.m.k. sagði Bjami Bjarnason hjá Iðju, þegar Vísir hafði samband við hann til að frétta af atvinnu ástandinu meðal iðnverka- fólks og framtíðarhorfum. Við höfum frétt af fjölda upp sagna, sem eru miðaðar við áramót og erum alltaf að frétta af fleiri og fleiri. Nú þegar höfum við um 20 félagsmenn á atvinnuleysis styrk. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur hafði svipaða sögu að segja. Félaginu er þegar kunnugt um allmargar uppsagnir. Þessa dagana stendur yfir könnun meðal félagsmanna á því hversu mikið kveður að uppsögnum sem koma muni til fram- kvæmda upp úr áramótun- um. Mikil óvissa virðist ríkja um framtíðina og er könnun in gerð vegna ótta um að uppsagnir kunni að veröa mjög almennar. Vísir leitaði til nokkurra aöila í iðnaði og verzlun til aö heyra í þeim hljóðið. — Seinna er ætlunin aö leita til fleiri aðila til að fá skýrari mynd af atvinnuástandinu í fleiri atvinnugreinum og framtíðarhorfum. Svo virðist vera sem inn- flutningsverzlunin kvíði framtíðinni mest, eins og við tal við Björgvin Schram, for mann Félags íslenzkra stór- kaupmanna ber með sér. Þó er vert aö minna á, að Kaup mannasamtökin sáu sérstaka ástæðu til að hvetja félags- menn sína til að vera með allt fólk á lausum samning- um vegna þeirrar miklu ó- vissu, sem ríkir nú um alia framtíð verzlunarinnar. Meðal iðnrekenda virðist ríkja mikil óvissa eins og við tal við Gunnar J. Friðriks- son, formann Félags ísl, iðn- rekenda ber með sér. Iönrek- endur vita, að samkeppnis- aðstaða þeirra hefur batnað verulega við gengisfelling- una, en þá skortir fé til að notfæra sér þá möguieika, sem fyrir hendi eru. Það er nú helmingi dýrara eftir gengisfellingarnar tvær aö afla erlends hráefnis í fram- leiðsluna, og er því rekstrar- fjárskorturinn að ríða iðnað inum aö fullu. Það er fullur skilningur á þessu meöal stjórnarvalda ,en vandinn er aðeins sá: Hvar á að taka féð? fyrirtæki, sem eru t.d. í leigu- húsnæöi. Eigendur þessara minni fyrirtækja munu í ein- hvferjum tilvikum jafnvel flytja starfsemina heim til sín. Margir vanir kaupsýslumenn og verzlunarmenn munu veröa á lausum kili eftir áramótin. Þennan starfskraft mætti ef til vill nota í sölumennsku fyrir iðnfyrirtækin t.d. þau, sem nú I Iðnfyrirtæki hafa sagt upp fólki öryggisskyni | segir Gunnar J. Fribriksson, formaður Félags islenzkra ibnrekenda ■ 1 sölu íslenzks iðnvarn- ings er áhrifanna frá geng islækkuninni ekki enn farið að gæta. Erlendu iðnaðarvör- umar hafa ekki hækkað al- mennt ennþá, en munu gera l>að smám saman eftir því sem birgðir þeirra í landinu frá því fyrir gengislækkunina fara þverrandi. Genglslækkunin hefur valdið iðnaðinum gífurlegum fjármagns erfiðleikum. Nú þarf 40% meira . rekstrarfé til að afla hráefnis í framleiðsluna, en þurfti í ágúst siðastliðnum þegar 20% innflutningsgjaldiö var sett á. Þetta aukna fjármagn er ekki fyrir hendi. Viðskiptabankamir geta ekki aukið 1án til iönaðar- ins vegna almennrar fjármagns- þrengingar. Þeir hafa misst mik ið fé úr veltunni upp á síökast ið vegna þess hve mikið hefur verið tekið af sparifé út úr bönkunum. Þær ráðstafanir, sem iðnaðar fyrirtækin geta gripið til eru aðeins þær að minnka hráefnis lagerana, sem þýðir að sjálf- sögðu minnkaða framleiðslu eöa jafnvel stöðvun um stundarsak- ir á framleiðslunni, eða fyrir- tækin geta hert innheimtu úti- standandi skulda. í því sam- bandi má geta að innheimta hef ur verið sífellt erfiðari viður- eignar. Ef iðnaöurinn á aö njóta stærri hlutdeildar á innanlands- markaði, sem var raunar ein af forsendum gengislækkunarinnar skortir fé. Nokkur iðnfyrirtæki hafa sagt upp starfsfólki til þess að hafa vaðiö fyrir neðan sig, ef illa skyldi fara og ekki unnt að halda starfseminni í horfinu, hvað þá að auka hana. Þá má búast viö aö framleiðslan i viss urft iðngreinum muni minnka vegna minnkandi eftirspumar Þetta eru' vörur, sem fólk getur komizt af án eins og t.d. sæl gæti og gosdrykkir. Við sjáum marga erfiðleika. Kjaraskeröingin mun draga úr kaupmætti. Þær iðngreinar er framl. svokallaðar heimamark- aösvörur ættu að njóta mestrar aukningar á innanlandsmarkaði. Þetta er t.d. fatnaður, hreinlætis vörur, allar matvörur, o.s.frv. Varðandi fjármagnsskort iðn- aðarins hafa forsvarsmenn Fé- lags ísl. iðnrekenda snúið sér til stjórnvalda og stjórnenda peningastofnana, en ekki feng ið ákveöin svör, þó að skilning- ur og vilji muni vera fyrir hendi. Þær iðngreinar, sem ættu að eiga auðveldast með að hefja útflutning eða auka þann, sem fyrir er, t.d. veiðarfæra-, véla- og vélahluta, umbúða- ullariðn aðurinn, fataframleiðendur, sér- staklega þeir, sem framleiða úr innlendu efni sérstaklega ull arefnum, húsgagnaiðnaðurinn og ýmis iðnaður, sem framleið ir smærri hluti eins og t.d. hluti sem eru sérstaklega hannaðir hér. Þar má t.d. nefna málning- arrúllu, sem er algjör nýjung. Undirbúningur að útflutningi hennar hefíar verið hafinn og hafa verið prentaðir upplýsinga bæklingar á erlendum málum um málningarrúlluna (Málara- búðin á Vesturgötu). Þessar rúll ur eru framleiddar í samvinnu Við plastfyrirtæki. Mannfrekustu iðngreinarnar þ.e. þær, sem myndu skapa flest ný verk, ,ef þær ykju starfsemi sina eru fataiðnaðurinn, vélaiðn- aður og jámiðnaðurinn almennt þar meðtaldar t.d. skipasmíðar. Ef t.d. viðgerðir í jámiðnaði yrðu allar framkvæmdar innanlands myndi það auka mjög á atvinn- una. Þá mætti minna á raftækja iðnaöinn, t.d. framleiðslu elda- véla, ísskápa og fleiri rafmagns tækja. Búast má við auknu við haldi á rafmagnstækjum. hafa áhuga á því að hefja út- flutning. Mörg fyrirtækjanna hafa góð sambönd erlendis, sem hugsanlegt væri að nýta til að koma .iðnaðarvamingnum inn á markað.- Innflutningsfyrirtækin gætu ef. til vill vegið á móti samdrættinum með útflutnings- starfsemi, þar sem reynsla starfsmanna við sölumennsku gæti komið að góðum notum. í undirbúningi er að efna til fundar meö fulltrúum innflytj- enda, félagi ísl. stórkaupmanna til að kanna hvort þeir geta auðveldað útflutning á íslenzk- um iðnaðarvarningi. T. d. að hve miklu leyti hægt er að nýta reynslu þeirra við sölu- mennsku og að hvað miklu leyti þeir geta hagnýtt sér sambönd við erlenda aðila til að koma íslenzkum iönvarningi inn á markað í auknum mæli. Gunnar J. Friðriksson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.