Vísir - 14.12.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 14.12.1968, Blaðsíða 8
N 8 V1SIR . Laugardagur 14. desember 1968. VISIR Otgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Aöalstræti 8. Simar 15610 11660 og 15099 Afgreiösla: Aöalstræti 8. Slmi 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 linur) Áskriftargjald kr. 145.00 á mánuöi innanlands 1 lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Frumhlaup J>að er gömul saga og ný, að margir ungir menn taka stórt upp í sig þegar þefr byrja að láta að sér kveða í þjóðmálum. Þeir hafa jafnan margt og mikið við gerðir hinna eldri að athuga og telja sig oft vita bet- ur og sjá lengra fram í tímann. Síðar sjá margir þess- ir menn, að þeír muni í ýmsum tilvikum hafa farið full geyst af stað, ög með aukinni reynslu og ábyrgð- artilfinningu stillast þeir og átta sig á því, að þjóð- málin eru oft flóknari og erfiðari úrlausnar en þeir héldu í fyrstu. Allir stjörnmálaflokkar vilja laða að sér æskuna 'Og beita til þess ýmsum ráðum, minnugir orða skálds- ins: „Ef æskan vill rétta þér örvandi hönd, þá ert þú á framtíðarvegi“. Enginn flokkur verður langlífur í Iandinu, nema æskan veiti honum b’rautargengi á hverjum tíma, en af því leiðir, að hún verður að fá að láta til sín heyra og koma hugmyndum sínum og gagnrýni á framfæri við þjóðina. En of mikið af öllu má þó gera. Því verða að vera takmörk sett, hvað ungir menn mega láta út úr sér; annars er hætt við að þeir skjóti yfir markið og enginn rómur sé gerð- ur að orðum þeirra. Þetta sannaðist átakanlega í útvarpsumræðunum frá Alþingi, þegar framsóknarmaðurinn ungi, Tóm- as Karísson, kom að hljóðnemanum. Þvílíkur æsingur, yfirlæti, órökstuddar fullyrðingar og rangtúlkun á staðreyndum! Þetta vakti undrun margra áheyrenda. Þessi ungi maður kvaðst vera mjög reiður og svo væri um marga á sínu reki. Hann virtist ekki eiga nógu sterk orð til þess að lýsa því, hve núverandi stjórn- arvöld landsins hefðu leikið kynslóð hans grátt, m. a. lagt á hana „drápsklyfiar“ með erlendum lántökum, sem hún mundi vart fá risið undir. Ekki hirti þessi ungi maður um að geta þess, hvaða verðmæti og at- vinnutæki þjóðin hefur eignazt fyrir þetta lánsfé. Þvert á móti talaði hann eins og því hefði öllu verið eytt í óþarfa. Það spáir ekki góðu, ef ungir menn, sem eru að leggja út á stjórnmálabrautina, temja sér svona mál- flutning. Sú kynslóð, sem þessi maður er að vorkenna, hefur alizt upp við betri lífskjör, meira frjálsræði og fjölbreyttari menntunarskilyrði en nokkur á undan henni. Það má segja að flest hafi verið lagt upp í hend- urnar á henni og hún hafi í rauninni aldrei kynnzt því, hvað það er að þurfa að hafa eitthvað fyrir lífinu. Nú er að koma að því, að hún fær að sýna, hvað í henni býr. Það hefur verið búið vel í haginn fyrir hana, þótt mikla erfiðleika hafi nú borið að höndum í bili. Og skili hún ekki lakara ævistarfi en sú, sem hún er að taka við af, má hún vel við una. Hún ætti að vera þakklát fyrir arfinn, en ekki reið og vanþakklát. Og hún aetti að láta frumhlaup þessa unga manns verða sér víti til vamaðar. Það hefur líka heyrzt, að full- yrðingar hans og gífuryrði hafi gengið fram af mörgu ungu fólki, sem á hann hlustaði. í i. : Hugmyndasamkeppni Frjálsrar verzlunar: Framleiðsla á víni úr ■ Úrslit voru kunngjörð í gær í hugmyndasamkeppni tímaritsins Frjálsrar verzlun- ar. Heitið var 30. þús. kr. verö launum þeim sem kæmi með beztu tillöguna um hvemig auka mætti fjölbreytni í at- vinnuháttum hér á landi. Sex hugmyndir bárust. Sér- stök dómnefnd taldi ekki á- stæðu til að gera upp á milli þeirra 4 hugmynda, sem verðar þóttu viðurkenningar. Var því ákveðið að veita 5 þús. krónur hverjum, þeim Eggerti Hauks- syni, Hauki Ragnari Haukssyni, Leó Eiríki Löve og Ólari Krist- jánssyni. Þær 10 þús. krónur sem eftir eru veröa stofn aö nýrri samkeppni af sama tagi. Af hugmyndum þeim, sem viö- urkenningu hafa hlotið, fjallaði ein um stofnun hveitimyllu á íslandi til framleiðslu á korn- vöru fyrir heimamarkaöinn, önnur um framleiðslu á papp- írsvörum o. fl. tengdum jóla- sveininum á íslandi, hin þriðja um ræktun blóma til útflutn- ings og hin fjórða um fram- Ritstjóri Stefán Guðjohnsen Eftir 15. umferð í æfinga- keppni Bridgesambands íslands er staðan þessi: 1. Ámi Þorvaldsson og Sævar Magnússon 180 2. Jón Ásbjömsson og Kari Sig urhjartarson 176 3. Símon Símonarson og Þor- geir Sigurðsson 175 4. Eggert Benónýsson og Stefán Guðjohnsen 169 5. Ásmundur Pálsson og Hjalti Elíasson 169 6. Gisli Hafliðason og Gylfi Baldursson 169. I kvepnaflokki er staðan þessi: 1. Halla Bergþórsdóttir og Kristjana Steingrímsd. 105 2. Ósk Kristjánsdóttir og Magn- ea Kjartansdóttir 94 3. Hugborg Hjartardóttir og Vigdís Guðjónsdóttir 89. 4. Guðríöur Guðmundsdóttir og ' Kristín Þorsteinsd. 89. Næsta umferð verður spiluð 14. janúar og hefst kl. 19.30. ♦ Rúbertukeppni Bridgefélags Reykjavíkur var spiluð s.l. mið vikudagskvöld. Sextán pör hófu keppnina, sem var útsláttar- keppni. Til úrslita spiluðu að lokum Einar Þorfinnsson og Jakob Ármannsson gegn Eggerti Benónýssyni og Stefáni Guð- johnsen. Spiluð voru átta spil og er sjö þeirra var lokið áttu báðir bút og Einar og Jakob game að auki. Hins vegar áttu Stefán og Eggert 680 fyrir ofan strik, Einar og Jakob áttu 80 í bút og þurftu því aðeins að vinna einhverja sögn til þess aö vinna keppnina. Áttunda spilið var þannig: Stefán. * Á-7-6-2 V K-9-7 * 6-5-3 * K-D-7 Jakob Einar A K-9 * G-10-5-4-3 V 8-6-5 V Á-D-G * G-10-9-8-2 ♦ Á-D A Á-8-5 * 10-6-3 Eggert D-8 V 10-4-3-2 + K-7-4 * G-9-4-2 Vestur gaf og jsagði pass, norður sagði 1 grand, austur dobl, suður 2 lauf, vestur tvo tígla, norður þrjú lauf, austur 3 spaða og allir pass. Einhverj- um kann að þykja sögn Einars ógætileg, en hafa verður í huga að annaö hvort verður hann aö dobla í þeirri von aö ná n-s 700 niður, eða að reyna að vinna einhverja sögn. Eins og sést, var auðvelt að vinna spilið, því sagn hafi sér að suður verður ná- kvæmlega að eiga D-x í spaða QiíiiftJOtMJ WBSSs PBl A ö venju mun Taflfélag Reykjavíkur halda árlegt jólahraðskákmót. Hefst mótið sunnudaginn 29. desember kl. 14. Verður þátttakendum skipt í 15 manna riðla og komast 5 efstu úr hverjum riöli í úrslit. Úrslitakeppnin fer fram mánu-. daginn 30. desember og verður teflt .1 einum riðli. Skákþing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 12. janúar kl. 14. Meistaraflokki verður skipt í 7 — 10 manna riöla og tefla tveir efstu menn úr hverjum riðli til úrslita um titilinn „Skákmeistari Reykjavíkúr 1969“. Á síðustu árum hefur engin skákbyrjun notið jafnmikilla vinsælda og Sikileyjarleikurinh Hann leiðir oftast til skemmti- legar sviptinga og er tilvalinn til að forðast litlausar jafntefl- isskákir. 1 eftirfarandi skák, sem tefld var á skákþingi Júgóslavíu 1968, kemur hvítur með athyglisverða nýjung í gamalkunnu afbrigði. Hvitt: Ivanovic. Svart: Messing. Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd 4. Rxd Rf6 5. Rc3 a6 Najdorf afbrigðið, sem staðið hefur af sér marga árásina. 6. Bc4 e6 7. Bb3 b5 8. f3 Hér er venjulega leikið 8. f4. Hvítur fer sér að engu óðslega og valdar e-peðið áður en hann ræðst til atlögu. 8. ... Be7 9. Be3 0-0 10. Dd2 Bb7 11. g4 Rc6 12. 0-0-0 Ra5 13. h4 RxBt Hér var betra 13. ... Rc4 14. BxR bxB og reyna að ná rabarbara? leiðslu á víni úr innlendum rabarbara til heimaneyzlu og út- flutnings. Hinar hugmyndirnar tvær voru að ýmsu leyti athyglis- verðar og vel unnar, en fjölluðu aðallega um útfærslu á atvinnu- rekstri, sem þegar er til í land- inu. Fjallaði önnur þeirra um sameiningu flugfélaganna tveggja og sameiginlegt átak þeirra til eflingar ferðamanna- starfsemi, en hin um byggingu nýrra stúdentagaröa, er notaðir yröu sem hótel á sumrum. ef spilið á að vinnast. Það var einmitt fyrir hendi og Ein ar og Jakob voru þar með úr- skurðaðir spilaheppnustu menn Bridgefélags Reykjavíkur í ár. * Sveitakeppni Bridgedeildar Breiðfirðingafélagsins lauk þriðjudaginn 10. des. með sigri sveitar Gissurar Guðmundsson- ar. Sýndi sveitin mjög trausta spilamennsku og vann alla sína leiki. I sveitinni eru auk Gissur- ar Guðmundssonar, ívar Ander- sen, Ámundi ísfeld, Ólafur Gutt- ormsson og hjónin Bjöm Péturs son og EJísabet Sigurðardóttir. Endanleg röð sveitanna varð þessi: 1. sveit Gissurar Guðmundsson ar 58 st (799:542) 2. sveit Þórarins Alexanders- sonar 54 st. (840:557) 3. sveit Ingibjargar Hafldóra- dóttur 46 st (859:604) 4. sveit Olgeirs Sigurðssonar 43 st. (787:647) 5. sveit Kristínar Kristjánsdótt- ur 32 st. (806:749) 6. sveit Aðalsteins Snæbjöros- sonar 31 st. (658:756) 7. sveit Tryggva Gislasonar 27 st. (731:875) 8. sveit Gísla Tryggvasonar 25 st. (659:874) 9. sveit Kristins Vilhjálmssonar 24 st. (631:767) 10. sveit Þorsteins Jóhannsson- ar 20 st. (559:948) Tvímenningskeppni B.D.B. hefst þriðjudaginn 7. janúar 1969 og.veitir sú keppni rétt til keppni í íslands- og Reykjavíkur móti. Þátttaka tilkynnist for- manni, Magnúsi Bjömssyni í síma 18269 eða gjaldkera Þor- steini Jóhannssyni í síma 19179. sókn á b-línunni. Eins og skák- in teflist gerir svartur lítið ann- að en verjast. 14. axR HcS Eftir 14. ... d5 15. e5 Rd7 16. f4 hefði sókn hvíts verið illverjandi. 15. h5 Dc7 16. g5 b4 17. Ra4 Rd7 18. g6! Bf6 19. h6! hxg 20. hxg Bxg 21. Dh2 Ef 21. Bh6 BxR 22. BxH Be3! og vinnur. 21. ... Hfe8 22. Bh6 Bf6 23. Kbl d5? Hér hefði /23. ... Rf8 veitt meiri vöm. 24. Bf4 e5 Ef 24. ... Be5 25. exd Bxd 26. Hdel og hvítur vinnur. Eáa 24. ... Dd8 25. Dh7t Kf8 26. Bd6t 25. Rf5! gxR Eða 25. ... exB 26. Dh7t Kf8 27. Dh8t BxD 28. HxB mát. 26. Dh6 Rf8 27. DxB Rg6 28. Hegl og svartur gafst upp. Hann er mát eftir 28. ... KÍS 29. Hh8t RxH 30. Bh6. Jóhann Sigurjónsson. ■■■■■■■; - -:á—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.