Vísir - 14.12.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 14.12.1968, Blaðsíða 4
-jæsa Snyrtilegi úngi maðurinn í gráu jakkafötunum, sem þið sáuð á baksíðu Vísis í dag — og komuð sjálfsagt ekki fyrir ykkur — er enginn annar en Mick Jagger, hinn heimsfrægi hljóðfæraleikari úr hljómsveitinni ROLLING STONES. Aðalkeppinautur bítlanna um hylli æskulýðsins. Það verða áreiðanlega gleöi- leg jól hjá litlu grísunum þrem ur — Gussa grísakóng og bræðr um hans báðum — þótt úlfurinn hafi illt í huga. Allar líkur benda til þess, þegar jólasveinn- inn kemur í heimsókn til þeirra. Það er allt með felldu ... nema þetta venjulega með aksturslagið á honum Sveinka. Seint lærir hann umferðarreglurnar. Sjáið þið nú, hvað hann gerir af sér ... og setjið kross við rétta svarið. 5. þrnut □ 1. Hann ekur hljóðkútslaus og framleiðir óþarfa há- vaöa. □ 2. Hann beygir til hægri, þar sem hægri beygja er bönn uð. □ 3. Hann brevtir um aksturs- , stefnu, án þoss að gefa stefnumerkl. Þið hafið auðvitað klippt lausn irnar úr blaðinu og geymt þær. Bætið þessari við. Nú er leikur inn hálfnaður og héðan af fer að styttast í þaö, að eitthvert ykkar fær kappakstursbrautina, sem veitt verður i verðlaun. Viss ara er þó aö glugga í umferöar- reglurnar fyrir næstu þraut. Hún verður ekki af léttara taginu. Hann hefur látið lokkana falla og borið feiti í hárið — nokkuð, sem hann áður sagðist hafa mestu óbeit á. Þessa fóm hefur hann fært vegna hlutverks í kvik myndinni „Framkoma" (Perform ance), sem nú «r verið að festa á filmu í London. Þessi „rúllandi steinn“, án flaksandi hárs mun áreiðanlega koma mörgum ankannalega fyr- ir sjónir, ef æskulýönum finnst ekki myndin af honum minna hreinlega á vondan draum. — Það er einmitt lóðið! í kvikmyndinni skýtur Mick Jagger upp kollinum í draumi ungs manns. ’Jagger er í mynd- inni fyrrverandi yfirmaður unga mánnsins — fremur óviðfeildinn maöur, sem aflar sér tekna meö því aö kúga fé út úr fólki og hef ur að baki sér heilan bófaflokk. Stúlkurnar geta nú borið mynd imar af þessu átrúnaðargoði sínu saman og gert upp við sig, hvort fari honum betur — síða hárið, eða það stutta. Við látum ósagt um þaö, hvað okkur finnst, en ,.. kannski andstæðingar síðhæröra fái hér um nýtt að hugsa. Sjónvarpsdagskráin er betri Dagskrá sjónvarpsins er á- reiðanlega vinsælli á ný, en hún var leö slakasta móti seinni- hluta sumars. Má nefna sem dæmi, að framhaldsmyndirnar hafa þótt með ágætum, sérstak lega saga Forsyte-ættarinnar og Melissa, og einnig sú, sem við tók eftlr sama höfund. Einstak ar 'ivikmyndir hafa einnig verið betri, en nokkur lægð þóttl í þeim efnum hjá sjónvarpinu ð timabili. Nokkurrar gagnrýni gætti vegna sakamálamynda, sem mundu vera skaðlegar fyrir böm og unglinga, en það ætti að vera auðvelt að sæta lagi og sýna slíkar myndir í seinni hluta dagskrár og tilkynna, aö viðkomandi mynd væri ekki ætl uð bömum. Það sýnir sig að mlklum fjölda fullorðins fólks, þykir það góð skemmtun aö horfa á gððar sakamálatnyndir, og slíkt ætti ekki að koma að sök fólki, sem komið er til fulls þroska. Sýndi það sig, aö almenn eftirsjá þótti að Dýr- lingnum og Haröjaxlinum. Hafa því margir tekið upp gleöi sína á ný yfir að sjá Dýrlinginn á skerminum að nýju. þessum verið með mestu ágæt- um. Af því sem ég hefi undanfar- ið séð, hefur dagskráin sem helguð var Akureyringum verið með því bezta, sem sézt hefur. Kvikmyndin um Akureyri þótti mér skemmtileg, bæði myndin féll í geð, enda var hann frum- Iegur. Einnig má geta þess, að Stund in okkar á sunnudaginn var, en sá þáttur var einnig að mestu tekinn á Akureyri, þótti með þeim frumlegri af bessu tagi, og vakti óskipta athygli ungu Margir höfðu gaman af sög- um Maupassant meö sínu kald ranalega háði og spéi. Grann- amir þykja mörgum ágætir með sínu góðlátlega gamni. Skemmtiþáttur Jóns Múla hefur margt til sins ágætis, þó atriði séu skiljanlega æriö mis jöfn, þar eð þeir sem fram hafa komiö eru misvanir að koma fram. En margt hefur í þáttum og texti Magnúsar Bjarnfreðs- sonar. Um tæknileg atriði þori ég ekki aö ræöa, en frá sjónar hóli hins almenna áhorfanda, þótti mér sú mynd vel heppnuð. Væri skemmtilegt að fá fleiri slíka bætti frá öðrum stöðum landsins. Þar er vafalaust af nógu að taka. Þetta sama kvöld var skemmtiþáttur hljómsveitar ' Ingimars Eydals, sem einnig kynslóðarinnar. Vafalaust er heppilegt að reyna stöðugt nýj- ar leiöir í stað þess að láta slíka þætti staðna í of föstu formi. Má segja að sjónvarps- fólkinu hafi tekizt vel í heim- sóknum sínum til Norðurlands- ins í sumar. Af viðræöubáttum í sjónvarps sal ber „Á öndverðum meiði af. Til dæmis var bátturinn síð- asti, þar sem þeir leiddu saman hesta sina Páll Kolka læknir og séra Sveinn Víkingur og ræddu um spíritismann, bráðskemmti- legur. Fréttimar eru enn ágætur lið ur, þó innlendum fréttamyndum virðist hafa fækkað, en þar get ur skammdegið átt sinn hlut að máli. Skiljanlega er1 smekkur fólks misjafn á vali dagskrárefnis, og ætíð verður erfitt að gera svo öllum líki, og alltaf mun ým islegt þykja lakast x langri dags , skrá. Þar eð ég hefi hér tínt til ýmislegt það, sem fallið hefur mér í geð, get ég einnig nefnt það, sem ég hefi talið sizt skemmtilegt eða fróðlegt af því sem ég hefi hitt á að verða á- horfandi að, en það eru þættir um lítt kunna listamenn, eins og um þýzka abstrakt-listmál- arann, sem kynntur var í kvik- mynd I þessari viku, en ég efa að eigi erindi til fjölmenns hóps áhorfenda. Þrándur í Götu. Maðurinn á haksíöun' Jólagetraunin 1968 Þannig þekkið þið hann bezt * • Jólasveinninn og grísirnir þrír I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.