Vísir - 14.12.1968, Blaðsíða 6

Vísir - 14.12.1968, Blaðsíða 6
6 TONABIO lsle- kur textl. („Fistful of Dollars") Víöfræg og óvenjuspennandi. ný. ítölsk-amerísk mynd f Iit- um og Techniscope, Myndin hefur veriö sýnd viö metaö- sókn um allan heim. Clint Eastwood Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuö bömum innan 16 ára. IAUGARÁSBIO Táp og fjör Sérlega skemmtileg ný amer- ísk' músik-gamanmynd í litum og Cinemascope. Sýnd kl. 5, 7 og 9. STJÖRNUBÍÓ Njósnarinn i netinu (13 Frightened girls) Afar spennandi ný ensk-amer- ísk njósnamynd. Murrey Ham- ilton, Joyck Taylor. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 12 ára. BÆJARBÍO Pulver sjóliðsforingi Bráðskemmtileg amerísk gam- anmynd í litum og með ísl. texta Sýnd kl. 9. Timi úlfsins (Vargtimmen) Verðlaunamynd Ingmars Berg- mann. Sýnd kl. 7. Bönnuð börnum innan 16 ára. Síöasta sinn. T ilraunahjónabandið Amerísk gamanmynd í litum með Jack Lemmon og Carol Linley. Isl. texti. Sýnd kl. 5. AUSTURBÆJARBÍÓ Vikingarnir koma Cameron Mitchell. Bönnuð börnum innan 14 ára. Sýnd kl. 5 og 9. HAFNARBIO Hér var hamingja min Sarah Miles, Cyril Cusack. tslenzkur texti. Sýnd kl. 9. Undir vikingafána Bönnuð innan 12 ára. Sýnd ld. 5 og 7. V1SIR . Laugardagur 14. desember 1968. Hvar lenda útsvörin okkar ? Framkvæmda- og fjáröflunaráætlun Reykjavikurborgar 1969-72 hand- bók i málefnum borgarinnar. Kemur nú út i stærri og bættri útgáfu Samkvæmt frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár er gert ráð fyrir því að tekjur borgarsjóð's verði 1157.412 milljónir króna. Stærsti hluti teknanna verða út- svörin jins og endranær, 736.079 millj. kr. Aðeins er gert ráð fyrir 4% hækkun útsvara frá yfirstandandi ári, en þaö er haft að leiðarljósi að veita sama afslátt við álagningu útsvara og gert hefur verið undanfarin ár. — Þetta er ekki loforð um afsláttinn, sagði Geir Hallgrímsson borgarstjóri við fyrri umræður um fjárhagsáætlunina á fundi borgarstjómar í fyrrakvöld, heidur aðeins yfirlýsing að að þessu verði stefnt. A ðrir helztu tekjuliðirnir eru aðstöðugjöldin. 178 millj. kr., framlag úr Jöfnunarsjóöi 116 millj. kr„ fasteignagjöld 73 millj. kr„ arður af fyrirtækjum 28.518 millj. kr. og arður af eignum 19.7 millj. kr. Heildarhækkunin aðeins 7.66% Heildarhækkun tekna borgar- sjóðs er áætluð aðeins 7.66% frá yfirstandandi ári, enda var lögð mikil vinna 1 að skera niö- ur útgjaldaliði eins og framast var kostur á. Pað kom fram á borgarstjórnarfundinum á fimmtudagskvöld, að fulltrúar minnihlutaflokkanna töldu ekki fært að skera útgjöldin meir niður en áætlunin gerir ráð fyr- ir. — Þess má geta, að áætlað er að kaupgjald hækki um 10% frá yfirstandandi ári og aörir gjaldaliðir, sem eru rúmur helm ingur af öllum gjöldum borgar- sjóðs, hækki um 20%. Mesta hlutfallslega hækkunin á ei'.stökum tekjuliö eru fast- eignaskattarnir, sem verða nú innheimtir meö 200% álagi eins Qg heimilt er samkv. lögum. Þessi heimild hefur verið nojuð til fúlls við áíagningu lóöagjalda frá 196;, en mun nú einnig ná til húsagjalda. Áætlað er að þetta muni leiða til 43% hækk- unar á þessum tekjulið fyrir borgarsjóð, hækki í 73 millj. kr. Framlag úr jöfnunarsjóöi hækkar um 13.7%, arður af eignum um 19.4%, aðstöðugjöld um ,9% og arður af fyrirtækj- um um 15.%. Félagsmálin langstærsti liðurinn Áætlaö er að rekstr^rgjöld borgarinnar hækki um 8.05% á næsta ári og nemi 941.6 millj. kr. Langstærsti Iiðurinn er félagsmál, sem mun nema um 332 milj. kr. og hækka um 21,6% frá yfirstandandi ári. Þar af veröur framlag til almanna- trygginga, Sjúkrasamlags Revkjavlkur, ábyrgðartrygging- ar og lífeyrisuppbætur 187,25 millj. kr. Aðrir stórir liöir eru félagsmálaaöstoð, eins og til styrkþega (21 millj.), meðlaga- greiðslur (44 millj. en endur- greiðslur eru áætlaðar um 30 millj., þannig að útgjöldin verða um 14 millj.). Þessi liður er um 50 millj. kr. Barnaheimili, vistun og sum- ardvöl barna verða um 38 millj. kr. Framlög til ýmissa sjóða eins og t. d. Átvinnuleysis- tryggingasjóðs, Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkur, bygg ingarsjóðs verkamanna o. fl. verður um 40 millj. kr. 124.7 millj. kr. í nýjar götur Annar stærsti gjaldaliðurinn er gatna- og holræsagerð, 225.8 millj. kr. Áætlað er að verja 124.7 millj. kr. I nýjar götur, 28 millj. kr. í viöhald gatna, 55.4 millj. í ný holræsi og 25 millj. kr. í götulýsingu. 10.1% hækkun til fræðslumála Til fræðslumála er áætlað að verja 122.24 millj. kr. sem er um 10% hækkun frá yfirstand- andi ári. Einn er sá rekstrar- liðurinn I skólunum, sem alltaf hefur vakið nokkra athygli og hlýtur einnig að gera það nú. Ræsting i barna og gagnfræða- skólum borgarinnar er áætluð um 20 milljónir króna, en þá er ekki meðtalin ræsting I ýms- um þeim sérskólum, sem borgin rekur að einhverju leyti eða styrkir eins og t. d. Húsmæðra- skólann, Iðnskólann, Verzlunar skólann, Tónlistar-, Myndlistar-, Barnamúsíkskólann o. fl. o. fl. Þrifnaðurinn kostar okkur 70 millj. kr. Fjórði stærsti gjaldaliðurinn á rekstrarreikningi borgarsjóös eru hreinlætis- og heilbrigðis- mál, 96.41 millj. kr. Af þessari upphæð renna um 70 millj. kr. aðeins £ það að halda hreinlegu £ kringum okkur. Gatnahreins- un ':ostar 20 millj. sorphreins- um 36 millj. sorphaugar £ Gufu- nesi 5 millj. Sorpeyðingarstöðin 4.1 millj., en auk þess eru I þessum Iið náðhús, rottueyðing, lóðahreinsun o. s. frv. Til Borgarspítalans, Landa- kotsspftalans og Fæðingarheim- ilisins er áætlað að verja 12.3 millj. kr. Það má taka þaö fram svona til að koma £ veg fyrir hættulegan misskilning að upp- hæðin sem rennur til Borgar- spitalans er aðeins til að greiða rekstrarhalla hans. Gjöld spítal- ans jiru áætluð um 147 millj. króna, en. af því renna um 104 millj. kr. í launagreiðslur aðeins. Tekjur spitalans eru áætlaðar að mestu fyrir legudaga. Áætlað er að 70800 legudagar á 1500 kr. ^muni gefa 106.2 millj. kr. og 19800 Iegur á 760 kr. muni gefa rúml. 15 millj. kr. Aðrir gjaldaliðir Aðrir gjaldaliðir eru þessir: Stjóm borgarinnar 48.1 millj., löggæzla 36.4 millj., listir, úti- vera og fþróttir 44.2 millj. brunamál 14.7 millj. fasteignir 12.5 millj. kr. Tæplega 250 millj. kr. til nýrra framkvæmda Áætlað er að verja 215 millj. króna úr borgarsjóði á næsta ári til nýrra framkvæmda, sem er 6% aukning frá yfirstand- andi ári. Þar að auki er gert ráð fyrir að taka 27 millj. króna lán. Þetta eru framkvæmdir, sem borgarsjóður stendur straum af, en að sjálfsögðu verða margháttaðar framkvæmd ir á vegum hinna ýmsu stofn- ana borgarinnar. Af þessari upphæð er áætlað að verja 76 millj. kr. til skóla- bygginga, en af þv£ endurgreið- ir rikissjóður 38 milljónir kr. Til byggingaframkvæmda vegna lista, íþrótta og útiveru er á- ætlað að greiöa 32 millj. kr. í þessu er talið iþróttasvæði, sundlaug I Laugardal og Laug- ardalshöll, Kjarvalshús og Miklatún og nýir leikvellir. 1 Borgarsjúkrahúsið eru áætlaðar 45 millj. kr. en þar af greiðir rikissjóður 18 millj. Til barnaheimila, hjúkrunar- heimila fyrir aldraða og fram- lag til Byggingarsjóðs Reykja- vikur er áætlað að verja 56.5 millj. kr. Góð handbók um mál- efni borgarinnar Framkvæmda- og fjáröflunar- áætlun Reykjavíkur hefur verið samin á hverju ári undanfarin ár og er jafnan áætlun um fjögurra ára tímabil, nú 1969 —72. Þessi áætlun er samin í hagfræðideild Reykjavíkurborg- ar. Hún kemur nú út í aukinni og bættri mynd og er hin prýöi- legasta handbók um málefni borgarinnar. — Sigfinnur Sig- urðsson, borgarhagfræðingur gerir grein fyrir breytingunum f inngangi áætlunarinnar. — Hann segir þar að ætlunin sé, að útgáfa framkvæmda- og fjáröflunaráætlunarinnar 1 þessu stækkaða formi geti orð- ið nokkurs konar handbók fyr- ir borgarfulltrúa og aðra þá, sem um borgarmálefni fjalla. Að fenginni revnslu má síðan auka við efniö og endurbæta það, eftir því sem ástæða þykir til. W ÁLAFOSS 1 L GÓLFTEPPl J Lykkja F/os Lykkjuf/os Mynztur/ykkja ALAF0SS WILTON-.VEFNAÐUR ÚR ISLENZKRI ULL ‘ H- GAMLA BÍÓ Feneyja-leyniskjölin Bandarisk sakamálamynd — íslenzkur texti. Robert Vaughn Boris Karloff Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára Æ'.ummm- Byltingarforkólfarnir (What happened at Campo Grande) íslenzkur texti. Aðalhlutverk: Eric Morecambe, Ernie Wisa. Sýnd kl. 5, 7 og 9. NYJA BIO Þegar Fönix flaug íslenzkur texti. James Stewart, Richard Atten- borough, Peter Finch, Hardy Kruger. Bönnuð bömum yngri en 12 íra. — Sýnd kl. 5 og 9. Síðustu sýningar. BMHBajuaat^'UL.'- ■«l.1 Coplan FX-18 Sýnd kl. 5.15 og 9. — Bönnuð bömúm innan 16 ára. mm AíTiti }J ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ ISLANDSKLUKKAN i kvöld kl. 20. Siöasta sinn. SÍGLAÐIR SÖNGVARAR sunnudag kl. 15 PÚNTILA OG MATTI sunnud. kl. 20 Aögöngumiðasalan opin frá kl. 13.15 til 20 Sími 1-1200 • • _ ou ennóia Stamundur Sigurcjeiráson Sínti 32518 Bezt að auglýsa í VISI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.