Vísir - 19.12.1968, Síða 9

Vísir - 19.12.1968, Síða 9
V í SIR . Fimmtudagur 19. desember 1968. 9 27. desember leggja þr'ir bandar'iskir geimfarar upp i mestu geimferð sögunnar — ferðina umhverfis tunglið Satúrnus-5 eldflaugin bíður á skotpallinum á Kennedy- höfða, eftir því að geimfar- arnir leggi upp í ferð sína 21. desember næstkomandi. Hún er aflmesta eldflaug, sem smíðuð hefur verið og er á hæð við 36 hæða hús. Á trjónu eldflaugarinnar er klefi geimfaranna, sem þeir munu fara í umhverfis tungl- ið, meðan aðrir menn halda jól á jörðu niðri. Þessi mynd var tekin, þegar geimfararnir þrír voru að þjálfa sig fyrir jólaferð sína. Þeir eru f. v. William A. Anders, James A. Lovell og Frank Borman. Þarna í geimskipinu munu þeir eyða jólunum í um 320 þúsund kílómetra fjarlægð frá jörðu. Aðfangadagskvöld á bak við tunglið © Einhvem tíma um það leyti, er aftansöng- urinn tekur að hljóma í útvarpinu að kvöldi að- fangadags, munu þrír Bandaríkjamenn vera í þann veginn að snúa heim aftur úr einhverri mestu ævintýraferð sög- unnar — ferðinni um- hverfis tunglið. ^ð morgni 21. desember munu geimfaramir þrír leggja upp í för sína frá Kennedy-höfða í geimfari af gerðinni Satúrnus-5, og sam- kvæmt áætlun er gert ráð fyrir að þeir snúi aftur rétt tæpri viku eftir brottförina. Þeir munu ferðast um 800,- 000 kílómetra úti í himingeimn- um; taka fyrstu nærmyndimar í litum af yfirborði tunglsins; senda sjónvarpsmyndir til jarð- ar úr geimskipi sínu; og skoða tunglið með eigin augum á þann hátt, sem enginn mennskur maður hefur áöur gert. Stjórnandi þessarar ferðar er geimfarinn Frank Borman, sem einnig s'.jómaðí Gemini-7 flug- inu í desembermánuði 1965, og var þá I næstum 14 daga úti í geimnum, eða lengur en nokkur annar maður. AÖrir í áhöfn hans verða geimfararnir James A. Lovell yngri og William A. Anders. — Lovell var einnig með Borman í ferðinni meö Gemini-7 og stjórnaði síðan geimferð Gemini- 12 í nóvember 1966. Lovell hef- ur þannig verið samtals 18 sól- arhringa úti í geimnum, eða lengur en nokkur annar. And- ers hefur verið í þjálfun sem aaota ta ivc} ðe , igfi* (>ob íir geimfari síöan 1963, en engu að síður er þetta fyrsta raun- verulega geimferð hans. Bor- man og Lovell eru báðir fertug- ir að aldri, en Anders er 35 ára. essari geimferð hefur verið gefið nafnið „Apollo-8“. Appollo er nafnið á áætlun Bandaríkjamanna um að senda mannað geimskip til tunglsins og þessi ferð er áttunda stigið í þeirri áætlun. Áður hafa verið farnar sex ómannaðar Appollo- ferðir, og hin mannaða geim- ferð AppolIo-7 í nóvember nú í ár gekk sérstaklega vel. Mennirnir þrír munu að þessu sinni ekkj gera neina til- raun til aö lenda á tunglinu, þrátt fyrir að farkostur þeirra verði búinn lendingarútbúnaði. Megintilgangur feröarinnar er að undirbúa fyrstu mönnuðu geimferðina til tunglsins. Á ferðum sínum umhverfis tungliö munu geimfaramir ljós- mynda og rannsaka að minnsta kosti einn af þeim fimm stöð- um, sem helzt koma til greina sem væntanlegir lendingarstað- ir á turiglinu. Ferðin mun hefjast kl. 12:45 að Greenwich-tíma (7:45 að staðartíma) 21. desember á Kénnedy-höfða í Flórída. Fyrsta og annað stig eldflaugarinnar munu knýja hana út fyrir loft- hjúp jarðar. Samtals er gert ráð fyrir því, að ferðin taki 143 klst. og geim- skipið mun að lokúm lenda á Kyrrahafinu. Gaturnus-5 eldflaugin, sem flytur félagana, er stærsta og öflugasta eldflaug, sem smíð- uð hefur verið. Hún er á hæð við 36 hæða byggingu og á- líka þung og 2000 fólksbílar, á- líka aflmikil og 543 þrýstilofts- orustuflugvélar. Þær fáu minút- ur, sem vélar eldflaugarinnar eru í gangi munu þær framleiða nægiíega orku til að knýja bif- reið áfram í 34 ár á 95 km. hraða á klst. í samtals 29 mill- jón km — eða 400 sinnum um- hverfis jöröina. Mennirnir þrír, sem fara með Apollo-flauginni verða 250 sinn- um lengra frá jöröinni, en nokk- ur maður hefur áður veriö, þannig að öll fyrri hæöarmet verða næstum brosleg f saman- burði. Því er ekkj að leyna, að ýms- ar hættur eru þessu feröalagi samfara, en allt sem í mann- legu valdi stendur hefur verið gert til að draga úr áhættunni. Líklega er mest hætta fólgin í fjarlægðinni og tímanum, sem það tekur að komast aftur til jarðar, ef mikið liggur við. Á ferð sinni umhverfis tunglið verða geimfararnir í um 320.000 km fjarlægö frá jöröu. í öllum fyrri geimferðum hefur í neyðartilfellum verið hægt að komast aftur til jaröar á minnst hálfri stundu upp í þrjár stundir, aftur á móti munu Apollogeimfararnir nú þurfa rúmlega tvo daga til heimferðar- innar. ^ð sjálfsögðu hefur geimferð- in verið skipulögð fyrir- fram út í yztu æsar. Geimfar- arnir verða ekkj iðjulausir á leiöinni, heldur störfum hlaönir, bæði við stjórn geimskipsins og eins við rannsóknarstörf. Apollo-8 ferðin mun verða stærsta skrefiö, sem stigið hef- ur verið. við undirbúning þess, að koma mönnuðu geimfari til tunglsins, en áður en það verö- ur reynt verða að minnsta kosti farnar tvær aðrar Apollo-ferðir, án þess að tilraun veröj gerð til lendingar á tunglinu. Apollo-9 verður einungis flogið umhverfis jöröu, en með Apollo-10 munu þrir geimfarar fara í 15 km hæð frá yfirborði tunglsins án þess þó að reyna lendingu. Þessar tvær feröir munu farnar einhvern tíma snemma á árinu 1969. Ef einhver óvænt vandamál koma upp á tenmgnum í næstu geimferðum, verður öðrum ferð- um slegið á frest, þangað til vandamálin hafa verið fyllilega leyst. Ef allt gengur að óskum, mun fyrsta mannaða geimferðin til tunglsins koma með Apollo- 11 strax í kjölfar Apollo-feröa 9 og 10. ^llan tímann, sem Apollo-8 ferðin stendur, munu geim- fararnir veröa í firðskiptasam- bandi við menn á jörðu niðri, þó aö því undanskildu, að hlé veröur á fjarskiptunum í hvert skipti sem geimfar þeirra er á braut sinni á leið fram hjá bak- hlið tunglsins. Hver ferð um- hverfis tunglið tekur um tvær klukkustundir, og þar af munu geimfararnir vera sambands- lausir viö jöröina í um 45 mín- útur í hvert sinn. Það er ekki að efa, að um allan heim mun fólk fylgjast af eftirvæntingu með ævintýraferð geimfaranna þriggja. Þegar fólk nýtur jólahelgarinnar á heimil- um sínum, verður mörgum hugs að til geimfaranna þriggja, sem staddir eru i um 320.000 km fjarlægð frá jörðu á þessari ferð sinni, sem farin er í þágu vís- indanna, og táknar óbugandi þekkingarþrá mannsins og löng- un hans til að finna svör við þeim óleystu gátum, sem heim- urinn býr yfir.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.