Alþýðublaðið - 04.01.1966, Page 1
Þriffjudagur 4. janúar 1966 — 46. árg. — 1. tbl. — VERÐ 5 KR.
Gos úr tveim gíg-
um á nýrri eyju
Japanir
fyrstir til
Ameríku?
oooooooooooooooooooooooooooooooo
Varðskipið Þór lagðist á hliðimi í slippnum í gær, þegar verið V
var að draga skipið á land. Skipið laskaðist ekki mikið en ^
sleðinn sem það var dregið í skemmdist mikið. Skipið náðist
ekki út í gær. Sjá frétt á 2. síðu. — Mynd: JV.
Reykjavík, GO.
Einni klukustund eftir hádegi í
gær, tók Skarphéðinn Vilmundar-
son flugvallarstjóri í Vestmanna-
eyjum eftir þvi að eldstólpi stóð
yfir Surtsey. Hann hafði samband
við Sigurjón Einarsson flugmann
hjá flugmálastjórninni, sem var á
leið til Reykjavíkur frá Fagurhóls
mýri og flaug hann yfir hinar nýju
oooooooooooooooc
NEW YORK, 3. 1. (NTB-Reuter.)
Pottbrot sem fundizt liafa 1 Ecu
ador, sanna að Japanir komu til
Ameríku um það bil 4.500
árum á undan Kólumbusi, að því
er tveir bandarískir mannfræðing
ar halda fram.
Japanirnir voru sennilega fiski
menn, sem hrakti af leið vegna
Storma og strauma og komu að
Strönd Ameriku um 3.000 árum f.
Kr. að því er Clifford Evans og
kona hans Betty Meggers halda
fram í janúarhefti tímaritsins Sci
entific American.
cldstöðvar SV af Surtsey. Sá hann
þá að upp var komin eyja, um 100
metrar að lengd og 50 metrar á
breidd og gaus úr tveim gígum í
austurbrún hennar. Gaus annar
gígurinn ösku um 200 m. í loft upp
en hinn eldi og eimyrju. Gusu
gígarnir báðir með hálfrar til einn
ar mín. fresti og stundum báðir í
einu. Reykjar og gufumökk lagði
til skýja og hraunslettur úr syðri
gígnum þeyttust á haf út. Þótti
Sigurjóni gosið tignarlegt.
Sigurjón flaug til Fagurhólsmýr-
ar í gærmorgun. Sá hann þá allvel
til eldstöðvanna, en virtist lítið
um að vera. Einnig var hann þar
yfir um hádegið í gær og í fyrra-
dag og þá var gosið mjög lítið og
örlaði rétt á eyju í sjávarskorp-
unni, en greinilega sást að um
tvo gígi var að ræða.
Blaðið hafði samband við Sigurð
Þórarinsson jarðfræðing og spurði
hann álits á hinu nýja viðhorfi í
hinum nýstárlegu landvinningum
íslendinga.
— Ég álít að hér sé um efni-
legt gos að ræða, sagði Sigurður.
Strax og veður leyfir mun ég
bregða mér þarna út og líta á
þetta nýja afkvæmi Surtseyjar-
gossins.
Ég man ekki til að hafa haft
spurnir af lengra eða merkilegra
neðansjávargosi. Þarna hefur nú
gosið að mestu samfellt síðan í
nóvember 1963 og fjórum gosum,
hvar af hafa myndast þrjár eyjar.
Sprungan, sem gosið hefur á er
Framh. á 14. síðu
Friðarsókn USA
haldið áfram
Washington og London 3. 1. (NTB i Hvíta hússins í dag eftir dvöl sína
Reuter — AFP.) I að búgarði sínum í Texas um ára 1
Johnson forseti sneri aftui’ til mótin og tók við skýrslum dipló
Nýársfagnaður Alþýðuflokksfélagsins
NÝÁRSFAGNAÐUR Alþýðuflokksfélags Reykjavíkúr verður
haldinn í Þjóðleikhúskjallaranum föstudaginn 7. janúar kl 8,30
og verður vel til hans vandað eins og undanfarin ár. Húsið verður
opnað kl. 7 fyrir þá, sem vilja borða. — Dagskráin verður
þessi: Stefán Jóhann Stefánsson, fyrrverandi ambassador, flytur
ávarp. Vestur-íslenzka söngkonan Stefani Anna Cristopherson
syngur einsöng. Leikararnir Bessi Bjarnason og Gunnar Eyjólfs-
son flytja nýjan skemmtiþátt. — Aðgöngumiðar eru seldir á
flokksskrifstofunni, sími 15020, og er fólk beðið að panta sér
miða sem allra fyrst.
Stefani Anna Cristopherson
Stefán Jóhann Stefánsson
mata, sem ferffizt hafa im allan
heim að kanna möguleika á frið
samlegri lausn á VietnamdelIunnS
Forsætisráðherra Breta sendi í dag
forsætisráðherra Sovéiríkjanna,
Alexei Kosygin, orðsendingu Og
bað hann um að athuga hvort ekkt
bæri að boða til nýrrar Genfarrá®
stefnu um Vietnam. Hrnoiblaðið
„Nhan Dan“ hæddist í dag að til
raunum Johnsons forseta til a®
binda endi á styrjöldina og ítrekaðt
kröfur Norður—Vietiiam um brott
flutning bandarí<=kra liers veita sem
skilyrði fyrir friðarviði'æðum.
Heldur ekki í dag lá fyrir i
kveðið svar frá Hanoi eða Pek-
ing við hlénu á loftárásunum. 5
Norður—Vietnam og friðarsókn
Bandaríkjamanna. í Washington
telja sumir þetta góðs vitj en aðr
ir eru vondaufir um samningaviB
ræður i bráð. Johson kallaði helztn
ráðunauta sína í utanríkisþjónust
unni á sinn fund, þa>' á meðal
Humprey varaforseta, sem i morg
un kom úr ferð sinní til fjarlæg
ari Austurlanda. Blaðafulltrúi for
setans, Bill Moyers kvaðst ekkeTt
geta sagt um friðarsóknina á þessffl
stigi, en aðspurður hvort Arthur
Framhald á 14, «fðn.
Lagöist á hliöina