Alþýðublaðið - 04.01.1966, Side 6

Alþýðublaðið - 04.01.1966, Side 6
GLUGGINN Wachtel og eldflaugar Hitlers HINN 28. júlí 1943 kom þessi tilkynning frá aðalstöðvum enska flugflotans til orrustuflugvél- anna, sem voru yfir Ermarsundi: Flugvél af gerðinni HE-111, sem flýgur á leiðinni Westfalen-Shein- land-Brabant-Limburg á að skjóta niður. Nokkrum mínútum seinna tók flugstjórihn á HE-111 á móti símskeyti frá aðalstöðvunum í Wachel ofursti. París: Koller hershöfðingi vill tala strax við Wachtel ofursta. — Flugvélin breytti strax um átt og lenti hálftíma seinna á Le Bour- get flugvellinum í París. Wach- tel ofursti flýtti sér til Luxem- borgarballarinnar til móts við hershöfífingjann. Koller rétti hon- um pappírshlað: Þessa fyrirskip- un höfum við heyrt í gegn- um hlustunarmiðstöð okkar og gát um lesið úr leyniletnnu. Á þertsuin tíma var Wachtel of- ursti sá maður, sem Englendingar . leituðu mest að. Enska frétta- þjónustan hafði komizt að því með aðstoð franskra fulltrúa, að Max Wachtel var sá maður, sem átti að setja af stað hið leynilega vopn Þjóðverja, þegar Hitler gæfi hon- um duhnálsorðið .Pultenkammer.’ Þennan mann varð að finna og þess vegna leituðu Englendingar hans víða um Evrópu, alveg til stríðsloka. En Wachtel slapp allt af. Og þýzka herstjórnin hafði gefið eftirfarandi skipun: Wach- tel ofursti má vera í hvaða ein- kemiisbúningi, sem hann vill. — Hann má ganga borgaralega klædd ur, ak? með fölskum númerum á bílnum og breyta nafni sínu. Enginn þýzkur liðsforingi má heimsæ<ja hann einkennisklædd- ur. Nokkrum dögum eftir að Wach- tel lenti í París hvarf hann og varð að Martin Wolf ofursta, sem hafði skegg og síða barta og dvaldist í Merlement í Norður- FrakkJandi. Það landsvæði lögðu bandarískar sprengjuflugvélar nokkru síðar í rústir og Englend- ingar sendu út tilkynningu um, að Martin Wolf hafi farizt. Þeir vissu ekki, að daginn fyrir árás- ina hafði hann breytzt í Michael Wagner ofursta, sem hafði aðal- stöðvar á allt öðrum stað. En öll þessi fyrirhöfn til að ná einum manni var aðeins liður í því að fá vitneskju um hið leynda vopn Hitlers. Enskir, pólskir, danskir, þýzkir og fransk- ir njósnarar reyndu að komast að, hvað það væri, sem Hitler lumaði á, en yfir því var haldið mikilli leynd. í bók eftir David Irving, sem nýlega var gefin út í Þýzkalandi, er sagt frá þessari baráttu, sem byrjaði á jólakvöld 1942, þegar fyrstu eldflauginni var skotið frá Peenemiinde við Eystrasalt. Tólf þúsundir manna unnu, við það, og átta þúsund þeirra, þar á meðal margir útlendingar, unnu að því að jendurbæta og ljúka við að smíða A—4 en það var þýzka leyni orðið fyrir vopnið. Tveir njósnarar frá Luxemborg voru meðal þeirra, sem unnu í Peenemiinde og þeir gáfu brezku fréttaþjónustunni upplýsingar. Þeir dóu aðfaranótt 18. ágúst 1943, ekki fyrir kúlu frá Þjóðverjum, þeir urðu fyrir sprengjuárás frá Englendingum, sem var varpað niður samkvæmt þeirra eigin á- bendingum. Þá nótt létust 733 aðrir, þar á meðal 178 þýzkir vís- indamenn. Um 500 stórar sprengjuflugvélar með um 4000 mönnum gerðu árásina. Áður en þeir lögðu af stað, fengu þeir þessar fyrirskipanir: Við vitum, að Þjóðverjar eru að smíða eld- flaugarvopn í Penemiinde. Og ef þessi tilraunastöð ekki verður eyðilögð í þessari einu árás, mun- uð þið fá skipanir nótt eftir nótt um að gera árásir á hana, þar til hún eyðileggst. Mörgum vikum áður höfðu Eng- Iendingar notað Peenemunde sem aðflugsstað til þess að ráðast á Berlín, og margar nætur höfðu þýzku vísindamennirnir orðið að fara í loftvarnarbyrgi vegna flug- vélanna. Þessa nótt var einnig á- ætlað að ráðast á Berlín og átta Moskító-flugvélar voru sendar á undan til þess að gera gerviárás. Kl. 22 fór flugflotinn frá Englandi og flaug yfir Danmörku í átt til Berlínar í 2000 metra hæð. Þjóð- verjar fengu grun um, að Eng- lendingar ætluðu að ráðast á Ber- lín, en ofursti Kammhuber, sem átti að gefa fyrirskipanir um vörn, hrópaði og hrópaði í símann sinn, en hann var úr sambandi. Hann vis i aldrei hvers vegna, en eftir stríðið kom í Ijós, að tveir Þjóðverjar í aðalstöðvum hans voru í ensku fréttaþjónustunni. Og á meðan ofurstinn reyndi að kalla í símann sinn, flugu átta Moskító-flugvélar yfir Danmörku og köstuðu niður miklu af stál- þynnum til þess að villa fyrir þýzkum njósnastöðvum. Og kl. 23,42 voru vélarnar yfir Berlín. En þar voru aðeins átta vélar, hinar voru yfir Penemunde. 203 þýzkar orrustuflugvélar voru sendar á loft yfir Berlín til varnar, því að Þjóðverjar héldu, að ensku vél- arnar væru miklu fleiri. Þess Farseðlar seldir á mánudag. Mynd frá Peenemiinde 1943 vegna skutu Þjóðverjarnir sínar eigin vélar niður í þeirri trú, að þær væru enskar. Á meðan voru I 500 enskar sprengjuflugvélar yfir | Penemúnde 200 km. frá Berlín. — i ! Nokkrir hinna þýzku orrustuflug- manna uppgötvuðu skyndilega, | hvernig ráðagerðin var og flugu til Peenemúnde, þegar árásin var að Neðanjarðarverksmlðja, þar sem leynivopnin voru framleidd. £ 4. jan. 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ enda og skutu niður 42 eriskar vél- ar. Sprengjuárásin í Peenemúnde seinkaði smíði hins leynilega vopns Hitlers að minnsta kosti um hálft ár. A—4 var flutt til Blizna í Póllandi og framleiðsla ýmissa hluta flaugarinnar fór fram í ýmsum borgum Þýzkalands. Eng lendingar voru enn ekki vissir um, hvað Þjóðverjar væru að smíða, en í lok ágúst 1943 fékk London fyrstu myndirnar af flaki þýzkrar loftsprengju. Um sama leyti sagði þýzkur liðsforingi enskum njósn- urum frá því, að Þjóðverjar væru að vinna að tveimur leyniviðfangs- efnum, eldflauginni A—4 og fljúg- andi sprengjunni Phi-7. En seinna kom í ljós, að leynivopnið var Fi- 107. Og á meðan Englendingar söfn- uðu upplýsingum, söfnuðu SS- sveitirnar saman sextán þúsund nauðungarverkamönnum, sem byggðu stærstu neðanjarðarverk- smiðju í heimi undir fjallinu Kohnstein í Harzen. Þar voru byggð tvö breið, tveggja kílómetra löng jarðgöng í kílómetra fjar- lægð hvort frá öðru og sameinuð með 46 þvergöngum. Þarna var unnið að þeim vopnum, sem áttu að vinna stríðið: Tólf þúsund A-4 flaugar, að verðmæti 480 milljón mörk. En fyrstu tilraunir með vopnin tókust ekki vel. Svo sex dögum eftir innrásina 6. júní 1944 voru tíu fyrstu loft- sprengjurnar sendar á London. — Þær voru sendar frá skotpalli, sem Wachtel ofursti hafði komið upp á sex sólarhringum. Hann fékk lykilorðið „Pulterkammer” frá Hitler einmitt á innrásardeginuin. Fjórar sprengjur féllu til jarðar strax eftir að þeim hafði verið skotið upp, tvær féllu niður í Erm- arsund, en þrjár féllu í Suður- Englandi. Ein sprengjan hitti London, en langt frá Tower Brid- ge, þar sem henni var ætlað að lenda. Áður en stríðinu lauk, höfðu þó 2419 af sprengjum Wachtels hitt London og valdið dauða 6000 manna. Seinna varð borgin svo fyrir árás 517 V-2 eldflauga, sem ollu dauða 2700 manna. Englend- ingar reyndu mjög að finna út, hvernig sprengjunum var fjar- stýrt. Ef hægt væri að finna lyk- ilorðið væri ef til vill hægt að breyta stefnu þeirra. Þegar Rússar tóku Blizna í Póllandi, báðu Bret- ar um leyfi til þess -að rannsaka tilraunasvæði Þjóðverja þar. En það leyfi íékkst fyrst meö samri- ingum beint milli Churchills og Stalins. Og fljótlega kom í ljós, að Þjóðverjar notuðu alkohol sem brennsluefni. Þýzkur varðmaður hafði sagt Þjóðverjum nokkrum frá því, að úr brennsluefni flaug- anna mætti fá dágóðan drykk. En leifar flauganna voru gjörsamlega horfnar. Það voru SS-menn Himmlers, sem stýrðu eldflaugaárásunum. Himmler hafði tekið að sér stjórn á vopninu V-2, þegar prófessor Werner von Braun neitaði að ganga í SS. Nokkrum dögum síðar Framhald á 15. síffu

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.