Alþýðublaðið - 08.01.1966, Side 16

Alþýðublaðið - 08.01.1966, Side 16
Hér er tækifæri fyrir þá sem unna karlmannlegum í þróttum að reyna getu sína í skemmtilegri keppni, jafnt ! fyrir byrjendur og þá sem ' lengra eru komnir. Þjóðviljinn í frétt um sexþrautarkeppni KR, Hneyksli í Þjóðleikhúsinu, segja blessaðir englarnir hjá Frjálsri þjóð og skrifa um það tæpar fjórar síður, Rétt eins og það séu einhver tíð- indi .... Orð eru hnífar sem geta ' skorið jafnvel hin sterkustu I bönd, sagði kallinn með gasa i legum spekingssvip. — Já, í til dæmis hjónabönd, hreytti \ kellingin út úr sér .... ÆSKA lands vors lætur ekki að sér hæða, Hún er ekki aðeins vel alin og bráðþroska líkamlega. lienni er sýniiega ekki alis varnað á andlega sviðinu heldur. Þess er skemmst að minnast, að fyrir nokkrum árum hlupu illir árar í æskulýðinn á hverju gamlárs kveldi. Kvað svo rammt að þessu að fullorðna fólkið gat ekki feng ið sér neðan í því í friði fyrir sprengingum og iraíáiri. Blöðin byrjuðu nýja árið í þanntíð ævin lega með því að býsnast yfir skrils ' látum unga fólksins Æskan (sem átti að erfa landið) var heillum horfin og heimur á heljarþröm. I Nú er æskulýðurinn löngu hætt ur að ólátast á gamlárskvöldi, Hann hætti því þegar hann upp götvaði hve ógleymanlegt er að horfa á fullorðna fólkið, sem á að vera fyrirmyndin, hoppa og hía og hegða sér eins og fífl. Eng inn skyldi þó ætla að æskan sé ' hætt að ótátast; að hún hafi skift á ólátunum og fíflalátum hinna fullorðnu. Nei, nú á dögum hinn ar miskunnarlausu kjarabaráttu láta menn ekki snuða sig um neitt, hvorki ungir né gamlir. Skrílslátunum var frestað frá gaml árskvöldi til þrettándans. Og í heiðursskyni við Hafnar fjörð, borgina, þar sem enn þá gerast ævintýri, hefur æskulýður inn kjörið þann ágæta stað fyrir leikvang lystisemdanna. Þeir sem voru svo ólánssamir að álpast í fjörðinn í fyrrakvöld j t.d. fara í bíó, en eins og alþjóð j veit eru góðar kvikmyndir hvergi sýndar á landinu, nema þar, — þeir áttu vissulega fótum sínum fjör að launa, og máttu þakka fyr ir að vera ekki sprengdir í loft upp. Strandgatan var eins og víg völlur í Vietnam. Sprengingar drundu með fárra mínútna milli bili og kveikt var í benzíni á flösk um úti á miðri götunni. Sá sem þessar línur hamrar á ritvélina, komst við illan leik í Hafnarfjarðarvagninn og lofaði há stöfum Landleiðir hf. fyrir líf- gjöfina. En enginn veit hvar hann dansar næstu jól, og ekki hafði ég fyrr setzt og andvarpað fegin samlega þegar heii tylft af tán ingum ryðst inn í vagninn með brauki og bramli. Þeir settust og létu ófriðlega og miðpunkturinn í hópnum reykti sígarettu með James Bond-tiiburðum. Slíku er maður að sjálfsögðu löngu farinn að venjast á tímum hinnar trylltu aklar. En þegar „hetjan“ dregur upp kínverja og byrjar að kveikja í honum með sígarettunni, varð mér ekkj um sel. Það skifti engum togum: í vagn inum kvað við ferleg sprenging og ekki laust við, að enn sé ofur lítil hella fyrir eyrunum. Vagn stjórinn brá skjótt við og vatt sér karlmannlega aftur í vagninn við næ“tu stoppistöð og heimtaði að fá að vita hver væ>-i hinn seki Og því er nú einu sinni þannig var ið með gamla jálka, sem trúa á heiðarleilca og réttlæti, að þeir hafa ekki lesið nógu rnikið af leynilögreglusögum til þess að vita hvernig menn haga sér nú á tímum undir kringumstæðum sem þessum. Ég benti sem sagt á sökudólginn og honum var sam stundis fleygt á dyr. Það var lítið eftir af karhnennskunni í svip hans, meðan á því stóð. Ekkert fleira -bar til tíðinda í ferð þessari, nema hvað táningarn ir sem eftir sátu sendu mér augna ráð, sem seint mun gleymast. Og það væri synd að segja, að kveðj urnar sem ég fékk hafi verið vand aðar. Ein skvísan spurði tii að mynda gæjann sinn. — Hvur var það sem kjaftaði frá? Gæinn tók út úr sér togleðrið gretti sig af fyrirlitningu, benti á mig og hreytti út úr sér: — Það var þessi þarna, þessi rauðhærði, ógeðslegi. . . Síðan púaði hann á mig, eins og maður lieyrir stundum gert á íþróttavellinum. oooooooooooooooooooooooo-oooooooooooooooooooooooo* -oooooooooooooooooooooooo-oooooooooooooooooooooooo:

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.