Alþýðublaðið - 23.01.1966, Blaðsíða 4
Ritstjórar: Gylfi Gröndal (6b.) og Benedikt Gröndal. - Ritstjórnarfull-
trúl: Eiöur Guönason. — Símar: 14900 - 14903 - Auglýsingasími: 14906.
AGsetur: Alþýöuhúsið viö Hverfisgötu, Reykjavik. — Prentsmiðja Alþýöu-
blaösins. — Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 eintakið.
tJtgefandl: Alþýðuflokkurinn.
Markviss barátta
Nýlega kom 'út hefti af tímaritinu Frjáls verka-
lýðshreyfing, en það er vettvangur fyrir þá menn,
sem ætla verkalýðnum meira hlutverk en hann
ieikur í einræðisríkjum kommúnismans. í þessu hefti
segir rneðal annars:
„Þegar samningar stóðu yfir hér syðra í sumar,
voru tvö mál, sem verkalýðshreyfingin lagði megin-
áherzlu á.
Annað þessara mála var stytting vinnutímans.
í því máli vannst mikill og góður sigur. Fullyrða
má, að þar var mest fyrir að þakka algjörri sam-
- stöðu félaganna í Reykjavík og Hafnarfirði, Dags-
ferúnar, Framtíðarinnar, Framsóknar og Hlífar. Að
loknum samningum voru forystumenn þessara fé-
laga á einu máli um, að stærsti sigurinn í samn-
ingunum hefði verið stytting vinnutímans úr 48
stundum á viku í 44 stimdir. Verður nú umfram allt
að keppa að því, að hér verði í raim um vinnu-
tíma styttingu að ræða, en ekki aðeins Iaunahækkun
í formi stytts vinnutíma, því slíkt var ekki ætlunin.
Hitt málið, sem verkalýðsfélögin lögðu höfuð-
úherzlu á, var að fá fram umbætur í húsnæðismál-
Vim. Er samningar höfðu tekizt, gaf ríkisstjórnin
út yfirlýsingu um húsnæðismál. Var þar gert ráð
íyrir mörgum og m'argvíslegum umbótum á sviði
iiúsnæðismála, sem vafalaust eiga eftir að reynast
lágtekjfefóliki drjúg launabót, þegar til lengdar
fætur.
Þegar þingið kom saman í haust, var eitt af fyrstu
-.stjórnarfrumvörpunum um breytingu á lögum um
Húsnæðismálastofnun ríkisins, þar sem er að finna
fereytingar til samræmis við það, sem í yfirlýsing-
unni frá því í sumar segir. Eggert G. Þorsteinsson,
íélagsmálaráðherra, mælti fyrir frumvarpinu, og
yar búizt við að það fengi greiða afgreiðslu.
Þá er þess að vænta, að hér á landi verði lögleitt
á næstunni fjögurra vikna orlof eins og er víðast á
■hinum Norðurlöndunum. Forsætisráðherra, dr.
Bjarni Benediktsson, lýsti því yfir í stefnuræðu í
4)yrjun þings. að ríkisstjórnin mundi beita sér fyrir
því, að orlof kér yrði fært til samræmis við það, sem
tíðkast á hinum Norðurlöndunum. Ber að sjálfsögðu
cið fagna þessari yfirlýsingu og láta í ljós þá von, að
24.daga orlof verði lögfest hér á landi sem fyrst.
Eftir samningana í sumar og þær umbætur, sem
fram hafa fengizt, má verkalýðshreyfingin í heild
. jgel við una, en vert er þó að muna, að í kjarabarátt-
ttnni má aldreislaka. Ný og ný markmið eru stöðugt
■að skapast og aðeins með markvissri og þrotlausri
fearáttu míðar nokkuð fram á við,”
4* 23. janúar 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
MINNINGARORÐ:
Jón Ásbjörnss
hæstaréttardómari
HINN 14. þ. m. andaðist Jón
Ásbjörnsson, fyrrverandi hæsta-
réttardómari, rösklega 75 ára að
aldri. — Ekki mun ég rekja ætt-
i ir hans, embættisstörf eða mennta
frama, enda hefur það allt verið
rakið af öðrum, sem vita á því
betri skil. En hitt vil ég ekki láta
hjá líða, að minnast hans með
nokkrum orðum nú, þegar liann
er allur, því að gagnmerkari
mönnum hef ég fáum kynnzt. —
Átti ég því láni að fagna að eiga
heima í húsi hans allmörg ár, og
voru öll okkar viðskipti svo, að
þar bar aldrei á skugga. Reyndi
ég hann að öllu góðu og raunar
að frábærum drengskap, og mun
það ekki gleymast.
Ein er sú mannlýsing íslend-
ingasagna, er mér hefur löngum
fegurst fundizt. Er hún á þessa
leið: „Hann var vitur maður ok
góðgjarn.” Þarf ekki svo lítið til
að verðskulda þessa mannlýsingu,
en mér hefur löngum fundizt, að
hún ætti við Jón Ásbjörnsson
flestum öðrum fremur, og munu
margir, sem kynntust honum
nokkuð að ráði, taka undir það.
Einar Ólafur Sveinsson segir
í eftirmælum eftir hann, m. a. —
„Af blöðum, sem sögðu frá stjórn-
málastarfsemi hans, hafði ég
haldið, að hann væri járnkarl, en
það. var eitthvað annað. Að yísu
var hann fastur fyrir, reyndi að
bregða ekki af því, sem liann
hugði rétt, og hann var nákvæm-
ur um allt, en mér reyndist hann
Jón Asbjörnsson.
fyrst og fremst einstaklega góð-
viljaður og drenglyndur, og mátti
ekki vamm sitt vita. í stað þess
að vera járnkarl, var hann bæði
samvizkusamur og viðkvæmur.”
— Þetta er bæði vel mælt, og
samkvæmt minni reynslu hárrétt.
Jón gerði lögfræðina að ævi-
starfi sínu. En hann var enginn
„einflötungur,” því að hann hafði
mikinn áhuga á fornum fræðum
íslenzkum (íslendingasögum) og
andlegum málum- Þannig var hann
einn af hinum fyrstu mönnum,
sem skipuðu sér í raðir íslenzkra
Guðspekinema, þegar félagsskap-
úr þeirra var stofnaður, og sótti
GARÐYRKJUMENN
Hellisgerði í Hafnarfirði óskar að ráða garð-
yrkjumann til starfa í Skrúðgarðinum.
Nánari upplýsingar gefur, Eggert ísaks-
son, sími 50111 og 50505.
Rafvirkjar - Múrarar
Tvímennings keppni í bridge hefst miffvikudaginn
26. þ.m. kl. 20, í félagsheimlinu. — Þátttakendur láti
skrá sig í skrifstofum félaganna.
BRIDGE-NEFNDIN
hann mjög fundi þess félagsskap-
ar um skeið. Og meðlimur Guð-
spekifélagsins var hann til dauða-
dags.
Þegar Jón Ásbjörnsson varð
sextugur, 18. marz 1950, sendi ég
honum lítið skeyti, er svo hljóð-
aði:
„Þó mér bili tíðum traust
og trú á menn ég glati,
oftast mundi ég óttalaust
una þínu mati,
og ef um sumt þú efann kaust
ætla ég fáa rati!”
í
Jón var bæði víðsýnn maður
og réttsýnn, en þetta tvennt hlýt-
ur ævinlega að fara saman. Menn
vissu þetta, og því var honum
treyst og hverju máli, sem hann
tók að sér, talið vel borgið. Með
a’lri sinni framkomu, virðulegri
(ig ljúfmannlegri í senn, vaktl
'iann á sér traust, og enginn grun-
iði liann um græzku. —■
Jón Ásbjörnsson var jákvæður
maður, heill maður og „drengur
góður,” eins og það hét í fornu
máli. Hann villti ekki á sér heim-
ildir, og því er það, að óvenjulega
bjart er yfir moldum hans — og
minningu.
Gretar Fells.
T rúlof unarhringar
Fljó* afgrelðsla
Sendum gegn pOstkrðfk
Guðm. Þorsteinsson
rullsmiðnr
Bankastrætl U.
Gúmmístígvél
Og
Kuidaskór
ó alla fjölskylduna.
Sendi í póstkröfu.
Skóverzlun og skóvinm
stofa Sigurbjörns
Þorgeirssonar
Miðbæ við Háaleitisbraut 58-6
Sími 33980.