Alþýðublaðið - 01.02.1966, Qupperneq 6
GLUGGINN
SAMTÍNtNGUR
Verkamaður nokkur á Ítalíu
keypti nýlega vænan þorsk á fisk-
markaði í þorpinu Gallipolo á S-
Ítalíu, og þegar liann kom heim
með þorskinn og slægði hann, fann
hann pening í maganum á honum.
Seinna kom svo í Ijós, að pening-
urinn var mjög verðmætur, og
er sennilega mjög gamall. Mynt-
sérfræðingar hafa því tekið hann
til rannsóknar, til að reyna að
finna, frá hvaða tímum keisarapen-
ingur þessi er.
☆
r>/\Ð er sagt frá Rússlandi, dð
bækur eftir igyðingahöfunda muni
nú verða'gefnar út á jiddísku (mál
gyðinga í Evrópu) í ásökunum
vestrænna þjóða á Rússa nm anti-
semítisiman í landinu hefur verið
bent á bókaskort þeirra 1 5 mill-
jón Gyði-nga, sem búa í andinu.
Tass segir að sk'áldsagan — í
klipu — eftir Eli Shekh'mfln frá
Kiev eigi að koma út í 15 000 eir.
tökum — lítið upplag miðað við
Rússaútgáfu, en mjög stórt miðað
við það að höfundurmn er Gyðing
ur.
Franska stjórnin hefur ákveð
ið að verja frönskuna fyrir áhrif
um frá öörum tungumálum:. Nefnd
á að skipa til þess að standa vörð
um verndun tungunnar og út
breið.lu. Pompidou verður for-
maður nefndarinnar, sem í verða
um 12 meðlimir. Verkefni nefndar
innar er þrískipt. í fyrsta lagi
á hún að berjast á móti hnign
un tungunnar í landinu sjálfu. í
öðru lagi treysta samböndin á
milli þairra landa, sem tala
frönsku, og í þriðja lagi varðveita
frönskuna sem heimsmál á al-
þjóðaráðstefnum. De Gaulle hef
ur oft gagnrýnt notkun enskra
orða í frönsku, og nefndin á að
■sjá um, að útlend orð og orðasam
bönd nái ekki festu í málinu,
hvorki í riti né ræðu.
Jæja, börnin mín, var gaman
í veizlunni hjá Soffíu frænku ykk
ar.
— Það var svo agalega gaman
að við fáum aldrei að knma þang
að aftur.
v, 3? '/S' |
Steinaldarkona
Á Kanarieyjum var nýlega tek
in kvikmynd sem heitir Milljón
árum fyrir Krist“. Hún er nokkuð
óvenjuleg, m.a. að því leyti að
öllu tali er sleppt. í stað þess
gefur fólkið frá sér allskonar
furðuhljóð, rymur og skrækir og
veifar höndunum að fransmanna
sið. Aðalhlutverkið er í höndum
Johns Richardsons en í myndinni
heitir hann Tumak. En það er
hætt við að aðalathyglin beinist að
kvenpersónunni, sem heitir
Wilma, réttu nafni Raquel Welch.
Ekki vitum við hvort Wilma litla
hefur einhverja leikliæfileika til
að bera, en hún hefur ýmislegt
annað, svo sem sjá má á með
fylgjandi mynd.
ÞESSI MYND ER UR kvik
myndmní Viva Maria, sem tekin
var í Mc-xíkó. Tvær heimsfrægar
leikkonur eru í aðalhlutverkum,
þær Sri.vitte Bardot og Jeanne
i
Moreau. Kvikmyndin fjallar um
hóp listnmanna, sem flækist inn
í upprei nina í Mið Ameríku um
aldamóthi. Brigitte og Jeanne eru
í þessum hóp og lenda í mörgum
ævin ýrc.n. Þær fá að nota hæfi
leika sÍ5>a í skotfimi, þegar þær
berjast íyrir lífi sínu. Kvikmynd
inni hef-'.r verið líkt við myndir
Belmondos, Maðurinn frá Rio, og
Kínversk ævintýri í Kína.
Jói sífulli kom ranglandi eftir
götimni nra miðja nótt og mætti
iögregluþjóíni, sem sipurði hann
hvert hann væri að fara.
— Að hlusta á fyrirlestur.
— Það er ekki hægt núna, það
«r alsstaðar lokað.
— Ekki heima hjá mér. . ,
| SIÐAN ITAi^SKA farþegaskip
S ið Andrea Doria fórst eftir á
B rekstur viö sænska farþegaskip
lg ið Stockholm í júlí 1956. hafa
|j fleirihundruð björgunaráætlan
jj ir vcrið gerðar. Skipið liggur
g á 75 metra dýpl, svotil á ann
■ arri hliðinni. Strax eftir slys
- ið gerðu ítalir björgunaráætlun
B þar sem gert var ráð fyrir að
1 dæla 73,000 tonnum af lofti nið
■ ur í flakið til þess að reyna að
U lyfta því upp. Bandaríkjamenn
g töldu betra að fylla það með
B nælonbelgjum sem síðan yrðu
blásnir upp. Athyglisverðasta
tilraunin hingað til var gerð af
■ anqerískum köfurum árið 1963
= en þeir reyndu að dæla lofti í
g flakið úr 22 löngum. Sú til
H raun misheppnaðist. Og nú á
jj að gera enn eina og hana nokk
■ uð frumlega. Það á að troða
1 svo miklu af borðtenniskúlum
§§ inn í skípið að það lyftist upp.
fg Hugmyndina eiga raunverulega
J teiknarar Walt Disneys, en í
B einu Andrés Önd blaðanna.
björguðu Rip, Rap og Rup skipi
á þennan hátt, eftir að hafa ráð
fært £ig. við sína alvitru skáta
handbók; Sérfræðingar á sviði
björgunármála eru fullir efa
semda, en Don Henry, skipstjór
inn sem á að stjóma „borðtenn
iskúlubjörguninni" er ekki í
neinum vafa um að hún muni
heppnast, og bíður nú bara eft
ir því að hann fái nægilegt
fjármagn. En það er eitt sem
allir eru sammála um: það væri
hægt að hafa upp anzi góðan
skilding með því að lyfta dall-
inum. Eftir að hafa legið i sjó
öli þessi ár, er reiknað með að
skipið gé að minnsta kosti 1800
milljóna virði (umreiknað í ísl.
kr.) Andrea Doria var bara fjög
urra ára gamalt þegar það sökk
og fimtíu manns létu lífið. í
rölum þess hanga enn verð
mæt málverk m.a. eftir Rem
brant, og listfræðingar segja
að þau séu enn ekki ónýt. í
peningaskápnum eru gimstein
ar og aðrir skratgripir sem
hægt væri að fá um 80 millj
ónir íslenzkra króna fyrir, ým
is skjöl og hlutabréf, :em hægt
væri að fá um 40 milljónir fyr
ir. og svo eru þar einnig millj
ónir í margvislengum gjaldeyri
í lestinni er t.d. tilraunabíll frá
Crysler, sem þeir eru fúsir að
inuiiiiiiiiiiiiihi: .'-.I
borga einar 8 milljónir fyrir,Sl
og þannig mætti lengi telja. ; §
Tólf kafarar hafa hingað til lát.
ið lífið við að fara niður íj
skipið, og líklega verða þeir
fleiri . En Andrea Doria ligg '
ur enn óhreyfð — ef þú skyldir : t
hafa áhuga. ú
g 1. febr.- 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ