Alþýðublaðið - 11.02.1966, Blaðsíða 2
m SbLeimsfr éttir
...........síáastliána nótt
★ SAIOON: — Varaforseti Bandaríkjanna, Hubert Hump-
ferey, .kom í gær til Saigon, ,þar sem hann mun ræða við suð-,
,ur-vietnamiska leiðtoga, og var gripið til strangra varúðarráð
stafana við lcomu hans. Varaforsetinn sagði við komuna, að
jBa-ndaríkjame'm mundu bera sigur úr býtum í Vietnamstríð
^ir.u. Bandarísk fiugvél var skotin niður yfir Norður-Vietnam
,|tneð SAM-fJugskeytum í gær í fyrsta sinn síðan loftárásir
voru teknar upp á ný 31. janúar.
★ SALfSBURY: — lan Smith forsætisráðherra sagði í út-
yarpsræðu í frær, að Rhodesía mundi bera sigur úr býtum í
efnahasrsstríðinu við Breta. Hann sagði, að tilraun Harold Wil-
sons forsætisráðherra til að leggja fjárhag landsins að velli liefði
farifi út uin þúfur og olía bærist enn til landsins eftir ýmsum
teiðum þrátt fyrir olíubannið.
★ MOSICVU: — Sovézki geimvísindamaðurinn Vinogradov
sagði í gær, að Rússar byggðust senda rannsóknarst'öð til tungls
ins og mundi stöðin senda þaðan straum upplýsin.ga um langt
Bkeið. Hann sagði, að yfirborð tunglsins væru nó'gu þétt til að
J.'oia lendingu geimstöðvar, sem væri mörg hundruð kíló á
jþynigd. Annar vísindamaður sagði, að tunglflaugin „Luna 9.“
hefði hreyfzt úr stað áður en rafhlöður hennar biluðu á laug-
ardaginn og væri ástæðan sennilega sú að flaugin hefði lent
yzt á hæðarbrún.
★ HONG HONG: — Kínverjar sökuðu Rússa í gær um að
hafa gert bandaiag með Bandaríkjamönnum gegn Kínverjum.
„Rauði fáninn“ sagði. að bandalag þetta hefði eflzt við viðræð
ur Kosygins forsætisráðhcrra, Humphreys varaforseta og ind-
verskra leiðtoga í Nýju Dellú nýlega. Blaðið sagði, áð hinn nýi
samningur Rússa og Japana fæli í sér sovézkra viðurkenningu
& bandarísku herstöðvunum í Japan.
★ NÝJU DELHI: —• Erú Indira Gandi forsætisráðherra
sagði á árlegu þingi Kongressflokksins í Jaipur í gær, að Ind
yerjar væru ekki í aðstöðu til að finna lausn á Vietnam-deil-
imni. Fyrir nokkrum dögum var sagt í Nýju Delhi, að ind-
vers-ku stjórninni hefði borizt orðsendinig frá Ho Ohi Minh, for-
(seta Norður-Vietnam, þar sem hann ítrekaði skilyrði Hanoi-
tsijórnarinnar fyrir friðarviðræðum og skoraði á Indverja, að
gera ráðstaíanir er leitt gætu til þess að bundinn yrði endi
6 stríöið. Chavan landvarnaráðherra sagði. að Indverjar mundu
Omlda Tasjkent-samninginn.
★ LONDON: — Harold Wilson forsætisráðherra sagði í
Neðri málstofunni í gær, að Bretar mundu ganga í Efnahags-
handalagið ef réttum skilyrömn yrði fullnægt. Hann sagði þetta
í svari við spurningu frá leiðtoga íhaldsmanna, Edward Heatli,
sem fór fratn á ótvíræða stefnuyfirlýsingu í málimi, þar eð ella
væri ekki hægt að taka mark á orðum stjórnarinnar.
★ SANT'O DOMINGO: —■ Skipzt var á skotum í gær í Santo
jDomingo, höfuðborg Dóminíska lýðveldisins, en í fyrradag kom
til útaka milli lögreglu og stúdenta, sem kröfðust opinberra
fetyrkjaveitinga til háskólans í Santo Domingo. Að minnsta kosti
níu menn biðu bana.
STOKKHÓLIHI: — Tage Erlander forsætisráðherra sagði
* Sær, ,að stjórnin og verkalýðssambandið hefðu náð samkomu-
'f isi urn styltingu yinnuvikunnar úr 45 stundum í 421/2 stund
,4968 og úr 42Vi stund í 40 stundir nokkrum árum síöar. Yfir
íýsing forsætisráðherrans kom á óvart þar sem talið var að
tmálinu yrði frestað þar til eftir bæjar- og sveitarstjórnakosn
.þfflgarnar í haust.
---- ----------------
éðalfundur kjördæmisráðs
ins í Reykjaneskjördæmi
ADALFUNDUR Kjördæmisráðs Alþýðuflokksins í Reykja
ueskjördæini verður haldinn í A|þýðuhúsinu Hafiiarfirði,
Sunnudaginn 13. febrúar n.k. og hefst kl. 2. Á dagskrá verð
ur: 1. Venjpleg aðalfundarstörf. 2. Umræöur um stjórnmála
viðhorfið, framsögumenn Emil Jónsson, utanríkisráðherra
og Eggert G. Þorsteinsson félagsmálaráðherra.
Stjórnin.
„Fasistar og glæp amenn"
- segir Tarsis um stjórn S ovéfríkjanno
London. 10. febrúar.
(NTB-REUTER).
Valery Tarsis, liinn uppreisn
argjarni sovézki rithöfundur,
sagði í London í dag, að stjórn
Sovétríkjanna væri skipuð fas-
istum og glæpamönnum.
— — Ég var meðlimur í
kommúnistaflokknum í 20 ár
því að ég taldi að bezt væri
að rannsaka fjandann innan
frá. Þá komst ég aö raun um
að það væri ekki kommúnist-
ísk stjórn sem sæti að völdum
iieldur stjórn fasistískra glæpa
manna, sagði Tarsis á fundi
með 100 blaðamönnum. Hann
kvaðst hafa í liyggju að ferð-
ast aftur tiJ Sovétríkjanna.
-----Þeir sem völdin liafa
töldu að bezt væri að losna
við mig. Þeir vona að ég komi
eklci aftur, því að þá geta þeir
brennimerkt mig sem landráða
mann. En ég ætla að snúa aft
ur. Ég veit ekki livað mín bíð-
ur þegar ég kem heim. Eg trúi
á guð og guð einn veit hvað
mun gerast, sagði Tarsis.
í Sovétríkjunum er Tarsis
álitinn geðveikur. Frægustu
bók sína, „Deild 7”, sem smygl
að var úr landi og gefin var
út á Vesturlöndum, byggði
Tarsis á dvöl sinni á geðveikra
hæli. Þar sem Tarsis hefur
dvalizt á slíku hæli, er hann
ekki ábyrgur gerða sinna sam-
kvæmt sovézkum lögum.
Tarsis baðst afsökunar á
því að hafa nýlega ráðizt á
Andrei Sinjavsky, sem leiddur
var fyrir rétt í dag ásamt öðr-
um sovézkum höfundi, July
Daniel, gefið að sök að hafa
dreift andsovézkum áróðri und
ir dulnefni. Tarsis gaf þá skýr-
ingu á framferði sínu, að hann
væri mikill tilfinningamaður.
Hann óskaði félögum sínum
gæfu og gengis í þeim kringum
stæðum, sem þeir eru í.
Hann sagði, að Gyðingahatur
hefði alltaf, gegnt miklu hlut-
verki í Sovétríkjunum. Rúm-
lega helmingur félaganna í
sovézka rithöfundasambandinu
væru Gyðingar, og hann hefði
oft. heyrt þá kvarta undan
Gyðingahatri af hálfu yfir-
valdanna.
Valery Tarsis er kominn til
Bretlands til fyrirlestrahalds
við háskólann í Leicester. —
Hann ráðgerir að dveljast í
Bretlandi í þrjá mánuði.
mWWWWWWMMWWWWMWMMMWWMWWMlftWWWWtWWWtWWWWWWWWWWMWWml
ekissjoour hækki uppbot
á línuveiðum í 75 aura
Nefndir á Fiskiþingi störfuðu
fyrir hádegi í gær og fyrradag.
Þingfundir liófust svo klukkan
13,30 og voru nefndarálit tekin
til umr'æðu og samþykkt. í áliti
fiskiðnaðar- og tækninefndar um
linuveiðar, sem Guðmundur Guð-
mundsson frá ísafirði hafði fram-
sögu fyrir, bendir Fiskiþing á þá
staðreynd, hve línuveiðar eru þýð-
ingarmiklar í atvinnumálum ým-
issa staða á landinu ,og leggist sú
útgerð niður á Vestfjörðum og á
Norðurlandi, eins og allt útlit er
nú fyrir, verði atvinnumálum
þessara staða stefnt í voða. Fiski-
þing vill að kannaðar verði allar
nýjungar, sem miða að því að
lækka beitingakostnað línunnar,
láta gera tilraunir með gervibeitu
og að meðan ekki sé fundin tækni
leg lausn, sem dregur úr útgerð-
arkostnaði línuveiða, þá greiði rík-
issjóður eigi minna en 75 aura á
kílóið af línufiski í stað 25 aura,
eins og nú er gert.
í annarri samþykkt skorar Fiski
þing á sjávarútvegsmálaráðuneyt-
ið að láta framfylgja betur en
verið hefur reglugerð um fjölda
þorskaneta í sjó hjá hverjum bát.
Þingið telur að enn þurfi að auka
samræmingu á freðfiskmatinu og
athuga þurfi hvort ekki sé fært
að auka verðmismun á milli gæða
flokka.
Samþykkt er um að ákvæðun*
um dragnótaveiðar verði breytt.
Þingið ítrekar fyrri samþykktir
um að bætt verði aðstaða til síld-
armóttöku bæði í landi og eins á
miðunum með aðstoð flutninga-
skipa.
Samþykktir þingsins eru í sjö
liðum og verða birtar í heild hér
í blaðinu á morgun.
HÁDEGISFUNDUR
HJÁ VARÐBERGI
VARÐBERG og Samtök um vest
ræna samvinnu efna til hádegis
fundar í Þjóðíeikhúskjallaranum
á laugardaginn 12. febr. og hefsí
hann kl. 12,30. Gestur fundarins
verður Eysteinn Jónsson formaður
framsóknarflokksins og fyrrver-
Leyndardómar
lifs og dania
LEYNDARDÓMAR LÍFS OG
DAUÐA nefnist nýútkomið kver j
eftir Gretar Fells. í því eru fjögur
erindi sem höfundurinn hefur
lialdið. Nefnast þau:
Upp stigann,
Dul og draumar,
Svefn og sálfarir — og
Framliðnir menn og lífið
eftir dauðann.
í formála segir liöfundurinn:
Þetta litla kver er ætlað til lest-
urs þeim, sem áhuga hafa á and-
legum málum og því, sem stund-
um er nefnt „næturhlið tilver-
unnar,” en það er í raun og veru
ekki aðeins svefn .og draumar,
heldur allt, sem er leyndardóms-
fullt og lítt skilið og rannsakað,
og sumt, sem jafnvel verður ekki
rannsakað með venjulegum rann-
sóknartækjum.
Tilgangurinn með útgáfu er-
inda þessara er ekki sá að boða
neina trú, eða eitthvað, sem líta
skuli á sem algildan sannleika,
heldur að vekja menn til umhugs-
únar um efni sem viti borinn
maður ætti að hafa nokkurn á-
huga á og telja girnileg til fróð-
leiks.
andi dáðherra. Mun hann, ræða um
vestræna samvinnu og svara fyr
irspurnum að erindinu loknu.
Sinfóníuhljómsveit íslands og
FíJliarmoníukórinn fluttu níundit
sinfóníu Beethovens í Háskóla-
bíói í gær fyrir troðfullu húsi og
við mjög góðar undirtektir. Að-
sókn hefur verið svo mikil að upp
seJt er á þrjá tónleika. Er þvl
ákveðið að hafa þá fjórðu á
þriðjudagskvöldið og verða að-
göngumiðar seldir í bókaverzlun-
um í dag.
2 11. febrúar 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ