Alþýðublaðið - 11.02.1966, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 11.02.1966, Blaðsíða 5
Þessi óvenjulega mynd er af Gabriel Mohjane. einum stærsta manni heims. Hann býr í þorpi I Mozambique og er 2.38 metrar á hæð og vegar 129 kg. Hann er hér í fylgd með móður sinni. Gabriel er aðeins 21 árs gamall — og því ekki fullvaxinn enn þá. Nýr formaður Krabba- meinsfélags Reykjavíkur Aðalfundur Krabbameinsfé- lags Reykjavíkur var haldinn þ. 31. janúar síðastliðinn að Suður- götu 22. Formaður félagsins, Bjarni Bjarnason, læknir, setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Til- nefndi hann Baldur Johnsen lækni sem fundarstjóra og Hall- dóru Thoroddsen fundarritara. Áður en gengið vap til dagskrár minntist fundarstjóri prófessors Níelsar Dungal og bað viðstadda að heiðra minningu hans með þvi að rísa úr sætum. Formaður flutti skýrslu félags- stjórnar fyrir árið 1965. Aðalvið- fangsefni félagsins er fjáröflun til starfsemi krabbameinsfélag- anna og almenn fræðsla um krabbamein og skaðsemi tóbaks- reykinga. Skipulagðir voru 23 fræðslufundír hjá félagasamtök- úm, aðallega kvenfélögum, og skólum. Fræðsluritum um sjálfs könnun brjósta og varnir gegn legkrabbameini var dreift mjög viða meðal kvenna. Farið var í 33 barna- og unglingaskóla og dreift bæklingnum „Tóbaksnautn,” — einnig voru sýndar fræðslukvik- myndir um skaðsemi tóbaksreyk- inga í mörgum þessara skóla. — Samt kom fram í skýrslu formanns að þrátt, fyrir áróðurinn gegn tó- baksreykingum, væri ástandið hörmnlegt í þessum efnum. Skv. upplýsingum Tóbakseinkasölunnar eru daglega seldir 35 þús. sigar- ettupakkar. Kvað formaður helzt á stefnuskrá félagsins, að ná unga fólkinu áður en það byrjaði að reykja og gera því skiljanlegt hversu skaðlegar reykingar eru. Fullorðna fólkið þýddi ekkert að eiga við, ef það einu sinni væri bvrjað á að reykja, væri eins og það gæti ekki hætt þeim óvana aftur. Harmaði formaður mjög, hve treglega hefði gengið á Al- þingi að fá samþykkt bann við tóbaksauglýsingum, en frumvarp- inu hefði verið vísað til aðgerða rikisstjórnarinnar, en síðan hefur ekkert gerzt i málinu. Tvö happdrætti voru haldin á árinu og gengu þau sérlega vel. Ber það ótvíræðan vott um það að félagið nýtur vinsælda meðal almennings. Allir vinningar eru gengnir út. Jón Oddgeir Jónsson hefur liaft framkvæmdastörf á hendi, einnig hefur hann skipu- lagt fræðslufundi í samráði við héraðslækna og félagasamtök. Félaginu barst rausnarleg gjöf frá Oddfellowstúkunni „Þorkatli Mána” að upphæð 100 þús. krónur til kaupa á rannsóknatækjum. Keyptar voru tvær smásjár fyrir þessa upphæð og Leitarstöð Krabbameinsfélags íslands gefn- ar smásjárnar, en leitarstöðiria vantaði þær tilfinnanlega. Sá, scm vann hjólhýsið í vorhappdrætti félagsins, gaf félaginu aftur þenn- an vinning og seldi félagið siðan hjólhýsið. Gefandi lét ekki nafns síns getið. Margar aðrar minni gjafir bárust félaginu. Að lokum skýrði Bjarni Bjarna- son læknir frá því, að hann hefði ákveðið að segja af sér for- Framhald á 10. síðu. Verzlunarskéla- blaðið komið út út er komið kynningarrit Verzl unarskóla íslands, Verzlunarskóla blaðið, Efni blaðsins er að þessu sinni mjög fjölbreytt og er stærð þess 92 síður. Fjöldi greina er í blaðinu, eftir nemendur og kenn ara, og einnig skrifar forsætisráð herra, Bjarni Benediktsson, ávarp vegna 60 ára starfsafmæli skól- ans. Þá eru birt úrslit skoðana könnunar er fram fór í skólanum í sl. mánuði, um skólamál, þjóð'- mál og heimsmál. StúdentataV er í blaðinu nú, og er þar gerð grein fyrir stúdentum 1961 — 1965 Þá er bráðsnjallt viðtal við Sig ui-ð Guðjónsson, eimi elzta kenn ara slcólans, en hann hefur kennt íslenzkum verzlunarmönnum i á fjórða áratug. Blað þetta er frábærlega vel úr garði gcrt og gefur unnendum skólans gott tækifæri til að kyr.n ast og fylgjast með málefnum skól ans og afstöðu nemenda til þeirra mála, sem eru rædd. Ritstióri að þessu sinni eji Jóhann Briem. Nemendur munu að vanda ann. ast sölu á blaðinu, en einnig verð ur það til sölu i bókabúð Lárusar Blöndals, Ve-turveri, og Bókaverzl un Sigfúsar Eymundssonar. SMURT BRAUD Snlttur Opið frá fcl. 9—23,30. FRÍMERKI Vesturgötu 25. J&Ítft* VinnuvéSar tu leivn Leígj’.iu. úi oússninga-steypu- irœrivóiar ag iuóiUörur. Rafknúnú' gr.iét- ng múrhamrtu með borum og fleygum. Steinborvélar — Víbratorar. Vatnsdælur o. m.fl. LEIGAN S.F. Sími 23490 Les§§ á!íif*ub!aðið Ískriffasímínn er 14900 Ástralía gaf út þetta frímerki sem við sjáum hér á myndinni, árið 1931. Á merkinu sjáum við hinar tvær hálfkúlur jarðar og flugvé! á flugi. Neðst á frímerk inu stendur „Heimsflug Kings- ford Smiths“. Núna þykiji það ekki í frásögur færandi þótt flugvélar fljúgi um hverfis jörðu, hvort >em flogið er eftir miðbaug eða yfir heimskaut in. En fyrir 35 árum þótti slíkt flug mikið afrek. Fyrsti maðurinn, sem flaug kringum hnöttjnn um miðb'aug var Ástralíumaðurinn Kingsford Smith. Hann var fædd ur árið 1897 og eftir að hann hafði innt af hendi herþjónustu sem flugmaður í hinum konun)’glega flugher í heimsstyrjöldinni fyrri ákvað hann að gera flugið að at vinnu sinni. Fljótlega varð hann einn fremsti flugrhaður Ástralíu. Árið 1928 flaug liann fyrstur manna yfir Kyrrahafið, frá Ok- land. sem exi nágrannabær San Franeisco, til Brisbane í Ástralíu með viðkomu í Honolulu. Flugið tók hann 83 tíma og 42 mínútur. Flugvél hans var þriggja hreyfla Fokker vél, sem hét „Suðurkross inn“. Fyrir utan frægðina fyrir I betta flugafrek fékk Smith 5 þús , und slerlingspund í verðlaun. Hann varð einnig fyrstur til að fl.iúga yfir Tasmanhafið milli Nýja ] Sjálands og Ástralíu og gáfu bæði löndin út frímerki, þegar' 30 ár voru liðin frá því afreki. Jólanóst ferðin Ástralía—London—Ástralía -var Wta ein-tætt afrek á bví herr an= á-i 1921. Hraðinn í þeirri fer? bótti ótrúlégur á þeim árum. Smith lagði af stað rúmri viku fyrir jólin, skilaði póstinum til London og flaug svo heim rneð Ástrab'u-nóstinn í tæka tíð. Tvívegis á ■ árunum 1031—33; setti þessi frægi flugmaður hraða met á leiðinni Ástralía—London. Svo er það árið 1935 að Smith gerir enn eina tilraunina til að bæta þetta met, sem hann átti sjálf ur. Ýmsir flugkappar höfðu reynt að næla sér í metið í flughraða á þessari leið, en engum tekizt. Einn viðkomustaður hans, og raunar sá síðasti í flugsögu Kingsford Smitlrs var Allahabad í Indlandi. Hann lét í oft og barst á vængjum sín um og vindanna úr yfir Bengalska flóann 7. nóvomber 1935. Enginn hefurt séð hann eða flugvél hans síðan. Hann var ekki á „Suður krossinum“ pð bessu sinni. Sú flug vél er til enn og er geymd sem minjagripur um flugafrek K. Smiths. Flugvélinni var valinn staður í flughöfninni í Brisbane, heimabæ Smitlvs. Geta má bess í sanvbandi við þetta *King'ford-frímerki, sem konv út, eins og fyrr segir, í marz 1931, að í nóvember sarna ár var það gefið út aftur með breyttri áletrun, og notað sem flugpóst merki. Núna, 30 árum seinna eru Fokker-flugvélarnart enn þá vel þekktar og fljúga um öll lönd ver aldar stundum með hraða hljóðs ins. Engin tíðindi þykja það leng ur þótt flogið sé umhverfis jörðu að ég nú ekki tali um að nokkr um detti í hug að gefa út frímerki þessvegna. I ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 11. febrúar 1966 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.