Alþýðublaðið - 11.02.1966, Blaðsíða 4
Itttatjórar: Gylfi Gr»nd*l (íb.) og Benedlkt Grönd»l. — RlUtí'órnarfull-
trtil: EtBur GuBnaaon. — Símar: 14SO0-14S03 - Auglýílngaalml: 1490«.
ABseiur AlþýBuhúalO vlB Hverílagötu, Reykjavlk. — PrentsmlBJa AlþýBu
bUBslna. — Aakrlftargjald kr. 95.00 — 1 lauaasölu kr. 5.00 elntaklO.
tJtgefandl AlþýOuflokkurlnll.
78 ára kosningaaldur
TILLAGA Alþýðuflokksins um 18 ára kosn-
ingaaldur hefur verið rædd á Alþingi og fengið
góðar undirtektir. Gáfu forustumenn Alþýðubanda
lagsins og Framsóknarflokksins yfirlýsingar á þá
lund, að þeir teldu æskilegt að þetta mál yrði at-
hugað af milliþinganefmd, eins og Alþýðuflokkur
inn leggur til.
Stórveldin tvö, Bandaríkin og Sovétríkin, hafa
þegar tekið upp 18 ára kosningaaldur að einhverju
eða öllu leyti. Er nú vaxandi hreyfing víða um lönd
að fara að dæmi þeirra. Hugmyndin er mikið rædd á
Norðurlöndum og hefur verið flutt í Norðurlanda-
ráði. Ungt fólk í öllum flokkum Vestur-Þýzkalands
hefur haldið ráðstefnu um málið, sem vakið hef-
, ur mikla athygli, og í Bretlandi hallast stjórnar-
flokkurinn mjög að lækkun kosningaaldurs.
Aukin mannréttindi í formi rýmri kosningarétt
ar hafa í hálfa öld verið eitt mesta áhugamál Al-
þýðuflokksins. Barðist flokkurinn fyrst fyrir 21 árs
aldursmarkinu og afnámi þeirrar svívirðu að svipta
•menn ikosningarétti, þótt þeir hefðu þegið af sveit,
til dæmis vegna atvinnuleysis. Mikil andstaða var
' gegn þessu máli á sínum tíma og náði það ekki
- fram að ganga fyrr en um 1930.
Nú er tímabært að stíga ’næsta skrefið og færa
kosningaaldurinn niður í 18 ár. Það verður án efa
gert, spurningin er aðeins hvenær.
Velferð og afbrot
ÍHALDSBLÖÐ beita oft þeim áróðri gegn um
.bótum jafnaðarmanna að benda á Svíþjóð og segja,
að þar aukist afbrot, siðleysi og óhamingja í beinu
samhengi við velferðarríkið. Hefur Morgunblaðið
: nú séð ástæðu til iað endurprenta slíka grein úr
einu afturhaldssamasta tímariti Bandaríkjanna.
Grein þessi kennir ivelferðarríkinu svonefnda
um allt, sem aflaga fer í Svíþjóð, og froðsar í ósóm
•anum, vaxandi glæpum unglinga, lalkóhólisma, eit-
urlyfjanautn, kynsjúkdómum og hvaðeina.
En hvaða lanid á jörðunni hefur sloppið við þess
ar plágur? Er það velferðarríki að kenna í Banda-
ríkjunum, að þar er stórfelld afbrotaalda unglinga,
fólk er hvergi óhult í stórborgum, drykkjuskapur og
eiturlyf janautn eru hriaðvaxandi og lauslæti er meira
en nokkru sinni?
Það er mjög óheiðarlegur áróður að kenna vel-
ferðarríkinu um þessa hvimleiðu þróun mála —
hún er alveg eins þar sem fátækt og atvinnuleysi
ráða enn ríkjum.
4 11. febrúar 1966 - ALÞÝÐUESLAÐIÐ
Hinn nýi ambassador Bretlands, herra Aubrey Seymour Halford-McLeod aflienti í dag forseta
íslands trúnaðarbréf sitt við hátíðlega atliöfn á Bessastöðum að viðstöddum utanríkisráðherra.
oooooooooooooooooooooooooooooooo^
a -*• Svalt og bjart. <>
0 Jf Birtir upp við minningar. 0
0 Innheimtu afnotagjalda útvarps. 0
v + Sleppa sumir alveg? Y
OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOl
SVALT OG BJART. Oft heyrði
ég þessi orð í æsku minni og þau
boðuðu gott. Þau boðuðu gæftir,
sjósókn, kyrrð á sjó og landi. Svo
liefndi og Jakob Thorarensen heild
arsafn ritverka sinna. Það er svalt
og bjaaft þessa daga o|g' |hef}ur
verið undanfarið. Það er gott veð
urfar á vertíð. Þá er að minnsta
kosti hægt að komast á sjóinn, en
aflinn nfer eftir öðrum lögmálum
Það getur verið mokafii þegar
svalt er og bjart, en það getur
líka verið ördeyða. Það bar víst
aldrei við, að slys yrðu á sjó þeg
ar svalt var og bjart. Þessvegna
er bjart um þessi orð.
SKATTÞEGPí SKRIEAR: „Síð
astliðna daga hefir birtzt í Ríkis
útvarpinu auglýsing, þar sem
menn eru hvattir til að greiða ó
goldin afnotagjöld af útvarpi og
meira en það: „Ógreidd gjöld fyrri
ára“. Mætti spyrja: Veitir útvarp
ið gjaldfrest á afnotagjöldum í
mörg ár? Eða er hér um slælega
innheimtu að ræða?
ÚTVARPSAFN OTAGJALD er
ekki mikill peningur og ég vil
segja lítill peningur fyrir alla þá
ánægju sem landsmenn njóta úr
þeirri áttinni. Og því verra að
menn skulu þrjózkast við að borga
þennan litla skatt. Innheimta þess
ara gjalda ættu allir heilbrigðir
menn að geta greitt skilvíslega.
EN HVÍ ER innheimtan látin
dragast um árabil? Útvarpið hef
ir lögtaksréttinn og getur beitt
lionum þegar því þóknast og ég tel
að það eigi að gera það, nema þeg
ar sérstakar ástæðuri eru fyrir
ihendi, t.d. sjúkleiki útvarpseig
anda eða fátækt.
EN AF REYNSLU minni, sem
kynntist útsvarsskuidum gjald-
enda um árabil í einum kaupstað
hér á s.v. landi eru það ekki þeir
eiViaminnstu ,er vanrækja að
greiða opinb. gjöld, miklu frekar
hinir er geta greitt, en slá mikið
um sig, eyða miklu og eru trassar
með marga hluti. Það mun vera
þessi tegund útvarp!gjaldaskuld-
ara, sem skulda eins eða fleiri
ára útvarpsgjöld.
VIÐ SEM GREIÐUM okkar gjöld
skilvíslega gerum þá kröfu til Rík
isútvarpsins að ekki dragvst ár frá
ári innheimtan frá sumum tækja
eigendum. Hinir skilvísu skatt-
fínangrunerQlep
Framleltt elnungls
trralsgrlerf — 0 ára Xtorrgti
Pantlð timanleea.
Korkiðjan hf
Skúlarötc 57 — Siml H)W
greiðendur eru að greiða að ein
hverju leyti fyrir hina óskilvísu
því sá sem gjöldin á að fá verður
ávallt fyrir einhverju tjóni, þegar
dregst að borga jafnvel árum sam
an. Ég skora á Ríkisútvarpið, að
gera lireint fyrir sínum dyrum f
máli þessu og upplýsa hvers vegna
sumum líðst árum saman að borga
ekkj útvarpsafnotagjaldið.
i
SVONA AUGLÝSING, eins og
ég vitnaði til í byrjun máls míns,
getur verkað þannig á gjaldendur
að þeir fari að hugsa sér að þeg
ar menn geta dregið árum saman
að borga þennan skatt, þá geti
þeir hinir, sem skilvísir hafa ver
ið, lagt slíka dyggð á jhilluna um
sinn. Þess vegna verður Ríkisút
varpið að gera hreint fyrir sín
um dyrum í máli þessu."
Koparpípur of
Fittings.
Ofnkranar,
Tengikranar,
Slöngukranar
Blöndunartæki
Rennilokar.
Burstafell
byggtngavörnverzluM,
Réttarholtsvegl L
Síml S 88 40