Alþýðublaðið - 11.02.1966, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 11.02.1966, Blaðsíða 15
'\ Akureyri fær drátt- arbraut frá Póllandi Reykjavík, GO. í síðasta mánuði gekk Inn- kaupastofnun ríkisins frá samn ipgum um kaup á dráttarbraut frá PQls.ka fyrirtækinu Cekop. Drátt arbrautin verður :sett niður á Ak ureyri, en samningurinn er bund inn þeim fyrirvara að bæjarst.jór inn þar samþykki hann. Enn fi emur á eftir að semja um smærri atriði varðandi dráttarbrautina og uppsetningu liennar. Stærð dráttarbrautarinnar er miðuð við að hún fullnægi þörfum ný- tizku síldveiðiskipa. Dráttarbrautin á Akureyri verð Ur sú þriðja í röðinni, sem keypt er frá Póllandi. Hinar eru í Njarð víkum og á Neskaupstað. Láns- kjör varðandi kaupin á Akureyrar brautinni eru svipuð og á liinum. Látið okkur stilla og herða upp nýju bifreiðina! BllASKOÐUN Skúlagötu 34. Sími 13-100. Látið okkur ryðverja og hljóðeinangra bifreiðina með fECTYL! Það voru þeir Aðalsteinn Júlíus :son vita- og hafnarmálastjóri og Pétur Pétursson forstjóri Inn- kaupastofnunar rikisins, sem und iirituðu samninginn við hið pólska fyrirtæki. í GÆR, 10. febrúar var dregið í 2. flokki Happdx-ættis Háskóla íslands. Dregnir voru 2000 vinn- ingar að fjárhæð 5,500,000 kr. Hæsti vinningurinn, tveir hálfrar milljón króna vinningar, komu á heilmiða númer 54,879. Voru báðir heilmiðarnir seldir í umboði Frímanns Frímannssonar í Hafnarhúsinu. 100.000 króna vinningurinn kom upp á miða á sama liundrað- inu og hæsti vinningurinn. Var það númer 54.828, sem seldur var í umboðinu á Suðui’eyri. Eigandi miðans átti einnig sama númer í Aukaflokknum og fær því 200 þús. kr. 10.000 krónur: 1064 2294 3104 3339 3910 4029 5888 6155 7557 16657 16680 16753 21570 25555 27796 27866 28316 36673 4301^45475 48815 50345 51720 54873^ 54880 56500 57295 (Bii-t án ábyi’gðar). Háskólafyrirlestur Andri ísaksson sálfi’æðingur flytur tvo fyrirlestra í böði Há-1 skólans um efnið: „Aðferðir og j vinn.uhagræðing í námi.” — Fyrri | fyrirlesturirm verður haldinn mánudaginn 14. febrúar kl. 5,15, en síðari fyrirlesturinn fimmtu- dag 17. febrúar kl. 5,15. Báðir fyrirlestrarnir verða haldnir í 1. kennslustofu. Fyrirlestrar þessir eru ætlaðir | fyrir háskólastúdenta almennt, og ekki sízt fyrir þá, sem eru að hefja háskólanám sitt. Fyi’ii’les- arinn mun svara spurningum, er varða fyrirlestrarefnið. Sérstök athygli háskólastúdenta er vakin á þessum fyrirlestrum, og er þess vænzt, að fyrirlestrarn ir verði vel sóttir. Enskur ballettmeistari kennir hjá Báru í vetur Reykjavík. — ÓTJ. JAZZBALLETSKÓLA Báru Magnúsdóttur hefur borizt nýr starfskraftur, og það ekki af verri endanum, þar sem er enski ballettmeistarinn Lind- say Kemp. Á fundi með frétta- möhnum sagði Kemp, að sér hefði fundizt hugmyndin um að kenna á íslandi stórkostleg og að hann væri mjög ánægð- ur með þá nemendur sem hatin hefði þegar séð. Samn- ingur hans hljóðar upp á sex mánuði, en hann sagði, að hann gæti eins verið hér i sex ár, því hann hefði miklar á- ætlanir á prjónunum. Sá böggull fylgir þó skamm- rifi að í Englandi er hann bundinn ýmsum samningum mörg ár fram í tímann og verður því að fljúga út a.m.k. einu sinni í mánuði til þess að geta staðið við þá. M a. fer hann til BBC í næsta mánuði, stjórnar þar ballett sem hann hefur sjálfur samið, og dansar auk þess eitt aðalhlutverkið. Eins og svo margir lista- menn, er Lindsay mjög ákaf- ur þegar hann talar um starf sitt, og þai’na á fundinum spratt hann alltaf öðru hvoru á fætur og geystist léttstígur um gólfið með fimlegum dans spoi’um, svona til þess að und- irstrika það sem hann var að segja. Síðan hann lauk námi við The Royal Ballettschool hefur liann víða komið við. M. a. hafði hann sinn eigin dans skóla, hélt fyrirlestra m. a. við Oxford og Cambridge, og var aðalkennari við London Dance Centre. Skömmu áður en lxann kom hingað vann hann við töku kvikmyndarinnar Stop The World I Want To Get Of, en það leikrit var einmitt sýnt í Þjóðleikhúsinu fyrir skömmu. Vi.ð kvikmyndatökuna samdi hann og stjórnaði öllum dans- atriðum. Aðsóknin að ballett- skóla Báru er nú orðin svo mik il — að hún er löngu farin að leita fyrir sér um stærra hús- næði. Nemendur eru eitthvað um 350, og fer sífellt fjölg- andi. Meirihlutinn er að sjálf- sögðu stúlkur, en þó eru einir 20 piltar sem stunda nám þar. Lindsay sagði að hann myndi gera allt sem hann gæti til þess að fá fleiri karlmenn í skólann. Það væri alger mis- skilningur að ballett væri ein- göngu fyrir kvenfólk. Æfingar væru erfiðar og til jafns við lxvaða leikfimi sem er. Hann gat þess sem dæmis, að í Englandi ixefði hann oft tekið að sér að kenna knattspyrnu- mönnum ballett, og enginn gæti sakað þá um að vera kven lega í framkomu Hins vegar mýkti það hreyfingar þeirra, yki þolið og styrkti líkamann á allan ihátt. Er þessum upp- lýsingum hér með komið til Knattspyrnusambands íslands. WWWWWMWWMWMWWMWWWmMW MMMMMM%MMMMMMMMMMMMMMMMW RYÐVÖRN Grensásvegl 18. Síml 30948 4 _ SKIPiltlTGCRB RIKÍSINSj M. s. Hekla fer austur um land í hringferð 15. þ.m. Vörumóttaka á föstudag Og árdegis á laugardag til Fáskrúðsifjarðar, Reyðarfjarðar, Eskifjarðar, No>»3fjarðar, Seyð isfjarðar, Ráufarhafnar og Húsa- víkur. iFíU’S.eðlar seldir á mánudag. S ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG REYKJAVIKUR heldur spilakvöld í kvöld (föstudagskvöld) kl. 8, 30 í Iðnó. Spiluð verður félagsvist og er stjórnandi hennar eins og áður Gunnar Vagnsson. Að henni lokinni flytur Pétur Pétursson ávarp, en síðan er kaffidrykkja og dans. Hin vinsæla hljómsveit Exnars Jónssonar leikur fyrir dansinum. Eins og kunnugt er gildir hver aðgöngu- niiði sem happdrættismiði og verður dregið í því í vor. Vinningurinn er ferð til Kaupmanna hafnar. — Mætið stundvislega og tryggið ykkur borð, því að færri komast að en vilja. 000000000000000000000000>0000000000000000000<XXXX>000000<X>00000000< ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 11. febrúar 1966 |,5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.