Alþýðublaðið - 11.02.1966, Blaðsíða 7
MINNINGARORÐ:
Guðjón Jóhannsson
í dag verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju Guðjón Jóhanns-
son, Bræðraborgar stíg 55.
Guðjón fæddist í Péturshúsi við
Vesturgötu í Reykjavík 2. júní
1906. Foreldrar hans voru Jóhann
Björnsson, verkamaður, Rangvell-
ingur að ætt, og kona hans Helga
■;■■■;.
dóttir er hún var átta ára gömul.
Þau sem lifa eru: Gyða gift
Narfa Þorsteinssyni raffræðingi,
Guðjón húsasmíðameistari, kvænt-
ur Sigrúnu Sigurjónsdóttur, Ragn-
ar, húsgagnasmiður, kvæntur
Ólöfu Her mannsdóttur, kennara
og Sigurður flugnemi. Þá eignað-
ist Guðjón einnig dóttur, Ernu,
sem gift er Barða Benediktssyni.
í erfiðum veikindunv reyndist
Sigríður rnanni sínum frábærlega
vel. Sömuleiðis börn þeirra og syst-
kyni Guðjóns. Sérstaklega bróðir
Tómas, en með þeim bræðr-
um voru ætíð miklir kærleikar.
Ég var svo lánsamur að eiga
vináttu Guðjóns um langt árabil
og á aðeins hugljúfar minningar
um öll okkar kynni.
Tómasdóttir ættuð úr (Srímsnesi,
Árnessýslu. Var Guðjón eitt af
8 börnum þeirra hjóna, en 6 þeirra
eru nú á lífi.
Guðjón andaðist á Landakots-
spítala fimmtudaginn 3. þ.m. eftir
stutta legu þar.
Frá árinu 1959 hafði Guðjón
átt við heilsuleysi að stríða, oft
verið sárþjáður, og gengið þrisvar
undir uppskurð vegna brjóskloss
i baki.
Um fermingu fór Guðjón að
vinna hjá Alliance h.f., og vann
þar í 15 ár, síðan var hann verk-
stjóri hjá Baldri h.f., í þrjú ár, en
eftir það hjá Eimskipafélagi ís-
lands meðan heilsan leyfði.
Guðjón var meðalmaður að hæð,
fríður sýnum, dagfarsprúður og
glaðlyndur. Lipurmenni, en þétt-
ur fyrir og hélt fast fram þeim
skoðunum, er hann taldi réttar.
Hann kunni vel að segja fyrir
verkum, var hagur vel, bókhneigð
ur og víðlesinn.
Árið 1927 giftist Guðjón eflir-
lifandi konu sinni, Sigríði Gunn-
arsdóttur frá Vegamótum á Stokks-
eyri. Eignuðust þau átta börn. Dóu
þrjú þeira mjög ung, einnig ein
Gúmmístígvél
Og
Kuldaskér
á alla 'fjölskylduna.
Sendi í póstkröfu.
Skóverzlun og skóvinnu
stofa Sigurbjörns
Þorgeirssonar
Miðbæ vfð BSsleitisbraut an-SO
Sími 33980.
AUSTUR-þýzkir fangar ganga
kaupum og sölum. Komið hefur
í ljós, að Austu:r>- og Vestur Þjóð
verjar verzluðu með fanga í stór
um stíl í fyrra. Síðustu þrjá mán
uði ársihs greiddi vestur-þýzka
stjórnin hundruð miljóna króna
til að fá leysta vtr haldi 2.000 póli
tíska fanga og gera þeim kleift
að flytjast frá Austur-Þýzkalandi
og setjast að í sambandslýðveld
inu.
Sumir þessara manna höfðu ver
ið dæmdir fýrir „ólögleg sam-
skipti“ við Vestur-Þýzkaland, en
fíestir höfðu verið dæmdir í 10
ára fangelsi eða meira fyrir „starf
semi fjandsamlega ríkinu.”
Þessum björgunaraðgerðum hef-
uri verið haldið stranglega leynd
um, en þó hafa nokkrar staðreynd
ir komið fram í dagsljósið. Þannig
er vitað, að austur-þýzk yfirvöld
heimtuðu ríflega borgun, eða 108
til 432 þúsund (ísl.) króna fyrir
hvern einstakan fanga. Alls hefur
vestur-þýzka stjórnin orðið að
greiða 1080 milljónir króna, að
talsverðu leytj í vörum, sem hörg
ull er á í Austur-Þýzkalandi.
Hér er aðnllega um að ræða
smjör, sem Véstur-Þjóðverjar urðu
fyrst að flytja inn frá Danmörku
kaffi, banana, appelsínur ,sítrón
ur og tilbúinn áburð. Vestur-þýzk
yfirvöld hyggjast ekki koma af
stað nýjum viðræðum í bráð um
framhald á þessum fangakaupum.
Austur-þýzkur lögfræðingur og
vestur - þýzkur embættisbróðir
hans hafa staðið í þessum viðræð
um fyrir hönd yfirvaldanna.
★ FJÖLSKYLDUHARM-
LEIKUR.
Aftur á móti er vestur-þýzku
stjórninni mikið í mun að binda
enda á þann mikla fjölskylduharm
leik, sem stafar af skiptingu Þj'zka
lands. Um 10.000 börn og ungling
ar í Austur-fcýzkalandi eiga for1
eldra í Vestur-Þýzkalandi. Hér er
um að ræða börn, sem skilin voru
eftir þar eð foreldrar þeirra þorðu
ekki að taka þau með sér ijiinar
lífshættulegu flóttatilraunir yfir
Berlínarmúrinn eða tálmanirnar á
svæðamörkunum, og eru börnin
alin upp á austur-þýzkum barna
heimilum. Fyrst í stað vonast Bonn
stjórnin til að geta leyst út 2000
börn.
Nokkrar ástæður liggja til þess
að Bonnstjórnin vill ekki að svo
komnu máli gera nýja tilraun til
að fá fleiri pólitiska fanga leysta
úr haldi. Sambandsstjórnin segir
að allir þeir pólitisku fangar, sem
niikið lá á að losa úr austur-þýzk
um fangelsum hafi nú verið látnir
laúsir. Auk þess óttast stjórnin
að austur-þýzk yfirvöld taki upp
á því að handtaka ýmsa Austur
Þjóðverja fyrir smávægilegar' sak
ir svo að þeir geti valið um nógu
marga fanga.
í síðasta fangahópnum, sem vest
ur-þýzka stjórnin leysti úr haldi
munu hafa verið nokkrir glæpa
menn, sem Vestur-Þjóðverjar
höfðu að sjálfsögðu engan áhuga
á að greiða miklar fjárfúlgur fyrir.
Að vísu hefuri Bonn-stjórnin ver
ið harðlega á móti því að þetta
sé rétt, og lagði formselandi stjórn
arinnar áhre7.1u á, að lausnargjald
væri ekki greitt fyrr en ferill
hvers einstaks fanga h'efði verið
rækilega athugaður.
★ ÓGEÐFELLT.
Bonnstjórnin hefur farið óvenjú
lega leið við greiðslu lausnargjalds
ins. Hún spurði þingið ekki álits
áður en féð var greitt, en skýrði
fulltrúum þingflokkanna frá gangi
mála og fékk samþykki þeirra.
Það er ekki fyrr en nú, þegar
upphæðin hefur verið greidd, að
þingið á' að samþykkja greiðsl
urnar.
Ætlunin var að koma í veg fýr
ir, að umheimurinn frétti af
fangakaupunum, enda sýna þau
austur-þýzku stjórnina i ógeðfelldu
ljósi. Ef athygli alls heimsins bein-
ist nú að þessum viðskiptum gæti
svo farið að Austur-Þjóðverjar
hættu með öllu við þau.
í þessu sambandi má ekki
gleyma því, að austur-þýzk vfir
völd hafa að undanföinu leyit
fjölmörgum aust'ur-þýzkum borg
urum að heimsækja ættingja sína
í Vestur-Þýzkalandi, en börn og
unglingar eru undanskilin, og eru
það aðeins gamalmenni á c'.'i'
launum og örkumla fólk sen} fá
fararleyfi.
Samkvæmt síðustu opinbejum
tölum í Vestur-Þýzkaíandi fibð i
200 rnanns að meðaltali í hvei i
um mánuði í fyrra frá Aujur-
Þýzkalandi til Vestur-Þýzkalahd;.
Sumir flúðu- af eigin ramleik, éri
aðrir fengu hjálp hjá samtökun
sem taka 60—120 þúsund kr. í
þóknun af hverjum flóttamanni,
sem þaú aðstoða.
SMURSTÖÐIN
! Sætúni 4 — Sími 16-2-27
I Bíllínn er smurður fljótt og v«l.
SeUuiu allar tcguadir af smurohu
Með þessum örfáu og fátæklegu
orðum kveð ég vin minn Guðjón
Jóhannson, þakka honum ógleym-
anlega vinsemd, og bið honum
velfarnaðar og Guðsblessunar á
eilífum ævistig.
Eigin konu hans, börnum, barna-
börnum og öðrum vandamönnum
votta ég mína dýpstu samúð.
Karl Stefánsson
Vestur-þýzk yfirvöld hafa greitt hundruff millj ána króna til aff fá 2000 pólitíska fanga í Ausíur-
Þýzkalandi leysta úr haldi. í hverjum mánuffi flýja 200 Austur-Þjóffverjar til Vestur-Þýzkalands*
og fá margir þeirra affstoff frá Vestur Berlín. Myndin sýnir ungan Indverja mótmæla handtöka'
stúdents frá Vcstur-Berlín og stendur á spjaldinu: „Frelsi handa Harry Seidel og þúsundum póli-
tískra fanga á sovézka hernámssvæffinu. „Indverjinn reri meff þetta spjald á Teltowskurði á mörK
um Austur- og Vestur-Berlínar fyrir nokkrum áram og neyddu austur-þýzkir verffir hann til a9
snúa aftur til Vestur-Berlínar eftir langan eltingaleik.
FANGAR KEYPTIR
DÝRUM
KASTLJÓS
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 11. febrúar 1966 J