Alþýðublaðið - 11.02.1966, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 11.02.1966, Blaðsíða 13
Sími 50249 Þvottakona Napoleons. Hin bráðsíkemmtilega og bressi . lega CinemaScop litmynd með: Sophia Loren. Endursýnd í kvöld fcl. 1 og 9. MFIfl tSIwí ItHHH Charade Óvenju spennandi ný lit- mynd með Cary Grant og Audrey Hepburn íslenzkur texti. Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 5 og 9. Hækkað verð. TdNABÍé Síini 31182 Vitskert veröld (It’s a mad, mad, mad world) heimsfræg og snilldar vel gerð, ný amerísk gamanmynd í litum og Ultra Panavision. i myndinni koma fram um 50 heimsfrægar stjörmir. Sýnd fcl. 5 og 9 Hækkað verð. Síðasta sinn. ± SIJ,?,SNUBÍÓ Á Vilgigötum (Walk on the wild side) Frábær n,ý amerísk stórmynd. Frá þeirri hlið mannlífsin^, sem ekki ber daglega fyrir sjónir. Með úr- valsleikurunum Laurence Harvey. Capucine, Jane Fonda, Anna Baxt er, og Barbara Stanwyck sem eig andi gleðihússins. Sýnd fcl. 5 og 9. Bönnuð börnum. ÍSLENZKUR TFXTI. þá hvor aðra, sagði Louise Hurn. — Ég ætla að hátta núna. Ég gat efcki, sofið neitt í nótt — það gerði þessi símahringing. Veiztu hver gerði það? Jem hristi höfuðið. —- Einhver vitfírringur. sagði Louise Hurn þreytulega. — Það var að minnsta kosti ekki Laura. Ég hefði þekkt rödd hennar. Ég geri ráð fyrir að það sé einhver af gömlu konun um. Einhver sem ekki þolir Hugo. Ó, ég gleymdi einu. Þú mátt ekki segja Hugo að þú farir um mánaðarmótin. Ef þú gerir það stendur mér á sama hvað skeður, ég rek þig strax. — Ég segi honum það ekki, sagði Jem. — Ungfrú Hurn þér eruð örþreyttar. Ég skal fara. — Auðvitað er ég örþreytt. Hann var andstyggilegur við mig bæði í gærkvöldi og í morgun. Hræðilegur. Hún virtist vera að missa stjórn á sér. — Á ég að senda Lauru til þín? — Nei, senda fru Reed. Ég get ekki ^reyst Lauru en ég get treyst frá Reed. Mundu það að enginn getur treyst Lauru. — Ég skal sækja frú Reed, sagði Jem og hraðaði sér út úr herberginu. Hún fór niður á skrifstofu sína og hringdi til frú Reed. Rödd frú Reed var róleg og til finningarlaus og hún kvaðst muardu fara strax til ungfrú Hurn og bað Jem að hafa eng ar áhyggjur. Ungfrú Hurn væri oft svona eftir ferðalög til Lon don og hún yrði búin að jafna sig eftir nóttina. Jem andvarpaði og fór að vinna Hádegisverðurinn var leiðinleg ur, Dean ekki viðstaddur og Laura rauðeygð og með ekka. Hugo hafði greinilega skammað hana niður úr skónum. Jem gerði líka ráð fyrir að þess hefði ver ið þörf því framkoma hennar yfir frú -Caller liafði verið með eindæmum klaufaleg og einmitt til þess að vekja grunsemdir hjá þeim sem engar höfðu fyrir. Reikningur frú Keith kom og Laura fór yfin hann. Upphæðin var óstjórnlega há. Allskonar smá hlutir gjald fyrir sendisvein við hvert viðvik. Þetta var hneyksli. íbúarnir létu Fred fá lista yfir það sem þeir vildu fá og á hverj um morgni hjólaði sendillinn til þorpsins og kom með vaminginn. Fred fór yfir innkaupin og skrif aði þau niðun undir nafni þeirr ar :sem keypti og aflienti svo Sheilu það. Jem trúði því held ur ekki að frú Keith hefði drukk ið allar þær flöskur af gosdrykkj um sem Dean hafði skrifað hjá henni eða allt það aukate og kaffi sem stóð á reikningnum. Hún hleypti í brýrnar og fór til Freds og spurði hann kæru leysislega hvort frú Keith hefði kaypt óeðlilega mikið síðustu viku og á verri tíma en venju lega. Það var ákveðin regla að allir sem vildu fá eitthvað frá þorpinu létu Fred vita fyrir há degi. — Alls ekki, sagði Fred heim spekilega. — Frú Keith er vön að geyma allt fram á síðustu stundu. En ef hún gleymir. því og sendillinn er farinn sé ég um það fyrir hana. Hún gleymir aldrei að gefa drykkjupeninga ef það kemur fyrir. — Ég skil sagði Jem hugsandi. — Ef þau hafa bætt heilmikl um aukagjöldum á r.eikninginn, sagði hann og fór hjá sér, — er það vegna þess að þau vilja losna við hana. . . Þau hafa gert það áður við konur sem þeim finnst vera fyrir þeim. Það gengur líka venjulega skal ég segja þér. Hún rífst fyrst og bau lækka reikninginn eitt hvað en í næstu viku gera bau það aftur og eftir briár vikur ve-ður hún svo leið að liún segist ekki þola þetta lengur og fer. —■ Þakka þér fyrir Fred. sagði Jem og bjó :sig undir að fa»-a aftur inn á ski-ifstofuna sína. — Ég vona að þér minnist ekki á að ég hafi sagt þetta ung frú Jedbro? spurði Fred vand ræðalegur. — Nei, auðvitað geri ég það ekki Fred, hún brosti til lians og fór. Þegar hún var aftur komin inn á skrifstofuna starði hún hugs andi út í bláinn meðan hún hugs aði um Gantry Willard og hvað hann hefði álitið rétt að gera ekki aðeins hvað viðvék reikn ingi frú Keith heldur allt sem skeð hafði. Hann hafði kennt henni svo margt. Fyrst og fremst hafði hann kennt henni að líta afstætt til málanna og láta til finningarnar engin áhrif hafa á ákvarðanir sínar. Hún hugsaði skýrara núna. Hún átti auðvitað að skrifa reikn inginn samkvæmt tölunum sem hún fékk uppgefnar. Eftiri því sem hún hafði heyrt um frú Keith var hvorki auðvelt að hræða hana eða sigrast á henni. Það yrði mjög skemmtilegt að sjá hvernig frá Keith brygðist við þessard auðsæu aðferð til að losna við hana. Eitt virsi hún, þetta hnrfti Riehard Peninycuifc að vita hið fyrsta. Hún hélt áfram að skrifa reikn ingana allan daginn án þess að skilia að á meðan tók hún sína ákvörðun og komst að ákveðinni niðurstöðu hún visri að hún iðr aðist ekki eftir það loforð sitt að segja Hugo ekki að hún færi eftir sautján daga. Það var eitt sem var mun þýðingarmeira en að segja Hugo sannleikann og það var að komast að sannleik anum um ungfrú Pennycuik og hvort einhver — ungfrú Cluett? Frú Calleri? væri í hættu stödd. Þangað til hún hafði komizt að því gat hún ekki annað en log ið þegar Þess þurfti með. Febrúarrökkrið var að síga á. Fred var að kveikja ljósin í stóru forstofunni. Það var of seint að ganga út í garðinn og finna svalt kvöldloftið leika um andlit hennar og róast. Auk þess var Richard þar ekki núna. Hún hafði saet.þ'onum láfcveðið að bún myndi ekki ganga niður að fljót inu í dag. Hún skildi að hún átti í harðrj baráttu við sjálfa sig að hlaupa ekki út í þeirri von að hún hitti hann og gæti varpað allri byrðinni á herðar hans sagt honum allt fengið hann til að isegja sér hvað hún ætti að gera. Annars myndi hann ekki segja henni það. Hann vildi að menn tækju sjálfir sínar ákvarðaniri. — Þarna kemur ungfrú Dev on hlaupandi, sagði Sheila sem horfði út um skrifstofudyrnar og fram á ganginn. — Maðuirt gæti haldið að hún hefði séð einn af þessum Vinnerydraugum sem allt af er verið að tala um. Senni REKYKIAVÍK á marga ágæta mat- og skemmtistaffi. Bjóðið unnustunni, eiginkonunni eða gestum á einhvern eftirtalinna staða, eftir því hvort þér viijið borða, dansa — eða hvort tveggja. GLAUMBÆR, Fríkirkjuvegi 7 Þrfr salir,- Káetubar, Glaumbsr til að borða og einkasamkvaemi. Nætur klóbburinn fyrir dans og skemmti- atriði. Símar 19330 og 17777. HÁBÆR, kínverskur restaurant Skoiavörðustíg 45. —. Opið alla daga frá kl. 11 - 3 og 6 - 11,30. Veizlu- ng fundarsalir. - Sími 21360. HÓTEL B0RG við Austurvöl' Rest- auration, bar og dans í GyHta saln- um. Simi 11440. INGÓLFS CAFÉ við Hverfisgötu. — Gömlu og nýju dansarnir. Sími 12826. HÓTEL SAGA. Grillið opið a!Ia daga. Mímis- og Astra bar opið aila daga nema miðvikudaga. Sími 20600. KLÚBBURINN við Lækjarteig. Mat- ur og dans. ítalski salurfnn, veiði kofinn og fjórir aðrir skemmtisalir. Sími 35355. NAUST við Vesturgötu. Bar, mat- salur og mústk. Sérstætt umhverfi, sérstakur matur. Sími 17759. RÖÐULL við Nóatún. Matur og dant alia daga. Simi 15237. TJARNARBÚÐ Oddfellowhúsinu. Veizlu- og fundasalir. - Símar 19000 - 19100. ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARINN við Hverf- isgötu. Leikhúsbar og danssalur. — Fyrsta flokks matur. Veizlusalir — Einkasamkvæmi. Sími 19636. Auglýslð í Alþýðublaðinu Auglýsingasímgnn 14906 Kcco ALÞÝOUBLAÐIÐ - 11. febrúar 1966 |,3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.