Alþýðublaðið - 11.02.1966, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.02.1966, Blaðsíða 3
Sovézku höfundarnir fyrir rétíi: reag&æaasaBBM HELDU FASIVB SAKLEYSI Sm Síðasta leikritið, sem Grímasýndi, var eftir Samuel Beiket. Gríma sýnir tvö leikrit Reykjavík OO GRIMA frumsýnir næstkom- andi mániudags'kvöld tvö leik ,'rit í Tjarnarbæ. Þau eru Amalía eftir Odd Björnsson og Fando oig Lis eftir spænska leikritaliöfundinn Arrabal, sem skrifar á frönsku. Gísli Alfreðsson leikstýrir báð vegna forfalla nokkurra leik- enda gat ekki úr því orðið. Þrír leikenda sem þá tóku þátt í sýningunni fara einnig með sömu hlutverk að þessu sinni, en skipt er um leikend ur í tveim hlutverkum Þeir Framhald á 14. sxðu. um leikritunum. Leikritið Amalía hefiir verið sýnt einu sinni áður. Var það á Listalhátíðinni fyrir tveim ár um. Hiaut það þá mjög góða dóma og til stóð að taka upp sýningar aftur að hausti, en OOOOOOOOOOOOOOOOOOOvoOOO000000000000000000000000«! SIÚDENTUM FJÖLGAR UM ÞRIDJUNG NÆSTU 20 ARIN Reykjavík. ÁÆTLAÐ hefur verið að stúd cntatala háskólans þrefaldist á næstu tveim áratugum, otr er þá miðað við reynslu liðinna ára, fjölda nemenda í menntaskólum, áætlaða fólksfjölgun og mat á auknu aðstreymi að menntaskól unum. Á þessa leið mælti dr. Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamála ráðherra, er hann mælti fyrir stjórnarfnimvarpi um stofnun fjögurra pvrra prófessofrsem- bætta við háskólann. Ráðherra skýrði einnig frá því, að liann mundi nú næstu daiga skipa nefnd manna til að fjalla um al liliða aukningu og eflingu há- skólans. Gylfi gerði síðan grein fyrir efni frumvarpsins, og nauðsyn þess að stofna þau fjögur próf- essorsembættr, sem þar um ræð ir. Hann sagði, að nú væru um 1100 stúdentar innritaðir í háskól ann, þótt allur sá fjöldi stundaði ekki samfellt nlám, en þróunin væri sú, að það færi mjög minnfc andi að menn ynnu samhliða nami. Þá igerði menntamá 1 ar;íðherra nokkur skil þcirri áætlun, sem samin hefur verið um fjölgun há skólakennara næstu tíu árin, en á því tímabili er alls ætlunin, að bætt verði við 81 nýjum kennara og prófessor við háskólann. Þá gat hann þess, að næsta haust væri von á finnskum sendikenn ara, sem hefja mundi störf hér við skólann. Ræöa ráðherra verður birt í heild hér í blaðinu á morgun. Einar Olgeirsson (K) kvaddi sér hljóðs, er ráðherra hafði lok ið máli sínu. Einar kvaðst tafca undir nauðsyn þess að stofna þau fjögur prófessorsembætti, sem frumvarpið fjallaði um, og sagð ist telja furðulegt, að ekki skyldi 'hafa fyrir löngu verið stofnað Framh. á 14. síðu Moskva. 10. fbrúar. (ntb-reut.). Sovézku rithöfundarnir Andrei Sinjavsky og Jury Daniel héldu fast við sakleysi sitt fyrir sovézk- um dómstóli í dag og neituðu að þeir hefðu gerzt sekir um að hafa dreift óhróðri um Sovétríkin með því að gefa út aðfinnslusamar bækur undir dulnefni á Vestur- löndum. Rithöfundarnir héldu fast við sakleysi sitt, sem er gagn- stætt því sem venjulegt er við pólitísk réttarhöld af þessu tagi í Sovétríkjunum. Búizt er við að réttarhöldin yfir Sinjavsky, sem skrifað hefur nap- urt háð um Sovétríkin undir nafn- inu Abram Tertz, og Daniel, sem notað hefur dulnefnið Nikolai Arz hak, standi í tvo til þrjá daga og eiga þeir yfir höfði sér allt að sjö ára fangelsi að viðbættri 5 ára útlegð frá Moskva. Vestrænum blaðamönnum var ekki hleypt inn í réttarsalinn, en Tass hefur skýrt frá nokkrum at- riðum réttarhaldanna. Rithöfund- arnir eru ákærðir fyrir að nota vestræna forleggjara til þess að koma því til leiðar, að „fjandsam- leg verk þeirra” yrðu notuð í hugkerfilegri herferð gegn Sov- étríkjunum. AFP hermir, að dótt- ir fyrrverandi flotamálafulltrúa Frakka í Moskva, Helene Pellet- ier, sem nú er prófessor í rúss- nesku við Toulouse-háskóla, hafi hjálpað rithöfundunum við að fá bækur sínar gefnar út á Vestur- löndum. Helene Pelletier kynntist rithöf- undunum þegar hún lagði stund á sovézkar bókmenntir við Moskvu- háskóla eftir heimsstyrjöldina. Á árunum 1958—63 ferðaðist hún oft til Moskva og endurnýjaði þá kynni sín við rithöfundana. í dag neitaði hún að segja álit sitt á ásökunum þeim, sem á hana eru bornar, og kvaðst ekkert mundu um málið segja meðan á réttar- höldunum stæði. í umsögn sinni um réttarhöldin lýsir Tass Sinjavsky sem lágvöxn- um, skeggjuðum manni. Hann svaraði: „Alls ekki saklaus.” Dani- el er að sögn Tass hávaxinn, grann vaxinn maður með þóttafull, svört augu. Hann svaraði: „Hvorki al- gerlega né að einhverju leyti sek- ur.” Barnsránið: Framburður telpnanna staðfestur Oðinsvéum, 8. febrúar. (NTB-RB). Framburður tveggja telpna, Lone og Bente, í barnsránsmálinu í Odense, hefur verið staðfestur, en þær séu grunsamlega konu við barnavagn fyrir utan verzlun í , Kongens gade í Odense um það leyti sem „Basse” Búrgel, sem er þriggja og hálfs mánaðar gamall, var rænt. t Engu að síður hefur lögreglan t engar öruggar vlshendingar við að . styðjast í barnsránsmálinu, sem er hið annað í röðinni í Danmörku á nokkrum mánuðum. Fjölmargir hafa orðið við áskorunum lögregl- unnar um að veita upplýsingar, er að gagni geta kómið við rannsókn málsins og hefur lögreglan fengið um 400 ábendingar. Málaferlunum gegn Connie Andersen, sem rændi Tinu litlu Wiegels í desember í fyiTa hefur verið frestað til 25. febrúar. Stúdentar útskrifast frá Menntaskólanum í Reykjavík í f yrra. Eftir tuttuga ár verða þeir þriðjungi fleiri en nú. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 11. febrúar 1966 3 * ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.