Alþýðublaðið - 15.02.1966, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.02.1966, Blaðsíða 3
BRUNI í GRINDAVÍK: íbúar björguðust á síðustu stundu hann reiddist tiltækinu stökk han« aftan á jeppann. klifraði upp á þakið og hugðist ræða við öku manninn er hann stoppaði. En ökumaðurinn var aldeilis ekki á þeim buxunum, heldur ók hann áfram á fullri ferð í allskoriar sveigjum og rykkjum til þess að ireyna að hrista piltinn af þakinu. Er varla hægt að líta á það öðru vísi en sem tilraun til þess að drepa eða slasa þennan nýja far þega. Þegar ekki tókst að hrista drenginn af, snarhemlaði ökumað ur með þeim afleiðingum að hann kastaðist ofan af þakinu og nið ur á vélarhlífina. Var þá heldur betur farið að síga í strák, og spark aðj hann inn framrúðu jeppans. Ökumaðurinn tók þá til við fyrri iðju og ók á fullri ferð með dreng inn á vélarhlifinni og reyndi enn að hrista hann af. Honum tókst þó að kasta sér af og komast ómeiddur frá leikn um, og þá labbaði ökmaður sér niður á lögreglustöð og kærði. Yfirheyrzlum er ekki lokið í máli þessu, og er vissulega forvitni , legt að vita hvað af verður. Lélegur afli í Grindavik Gæftir hafa verið góðar hér undanfarið og bátarnir róið á hverj um degi í síðustu viku, en aflirin er mjög rýr. Er ástandið sama bæði hjá línu og netabátum. Aflinn er aðeins eitt til tvö tonn í róðri að meðaltali. Mestur sólarhringsafli á bát er aðeins 10 tonn. Mikið er af loðnu á miðunum en enginn f isk ur virðist fylgja henni, enda er loðnan máuði of snemma á fcrð- i ihni. Rvík. — ÓTJ. Myndin er úr húsinu þar sem Jón Sigurðsson lengi bjó. Eigandi hiissins hefur nú ákveðið að gefa það íslenzka ríkinu. Þar sem hvíti skáp'arinn stendur var skrifborð Jóns Sigurðssonar. UNDARLEGT kærumál barst til raMisóknarlögregluniiar fyrir Skömmu. Þangað kom maður sem kærði það að brotin hefði verið framrúð’a í jeppabifreið hans. Þeg ar Héðinn Skúlason rannsóknar lögreglumaður fór að grafast fyr ir um málsatvik fékk hann furðu lega sögu í hendurnar. Aðdragand inn var sá að nokkrir piltar sátu við skál í leigubifreið þegar jeppa var ekið upp að þeim og ökumað ur hans tendraði öll ljós og lýsti inn í leigubifreiðina. Einn pilt anna fór út og bað hann um að liæta þessu. Þegar þvi var ekki sinnt fór liann aftur og Þrekaði beiðnina en viðbrögð ökumanns voru þau að reyna að aka yfir hann. Hljóp pilturinn undan, en jepp inn fylgdi fast á eftir. Honum tókSji þó að víkja sér undan, og þar sem MEÐ MANN Á ÞAKINU Grindavík HM. — OÓ. » íbúðarhúsið Vík í Grindavík gjör eyðilagðist af eldi aðfaranótt sunnudags. Eigandi hússins Þor lákur Gíslason, bóndi og bílstjóri brenndist alvarlega og liggur á Landspítalanum. Tíu manns voru í húsinu þegair eldurinn kom upp, en hans varð fyrst vart kl. fimm um morguninn Voru þá allir íbúar hússins sof andi. Húsið varð alelda á svip stundu og björguðust íbúarnir á efri hæðinni naumlega út um glugga. Tvær fjölskyldur bjuggu 5 hús JULARBO LATINN Stokkhólmi, 14. febrúar (NTB-TT) Hinn kunni, sænski liarmoníku- snillingur Carl Jularbo er látinn, 72 ára að aldri. Hann var kunnur sem tónskáld og hljóðfæraleikari langt út fyrir landamæri Svíþjóðar. Hann hefur farið í hljómleikaferðir víða um lönd komið oftar en 500 sinnum í sænska útvarpinu og hljómplöt- ur hans hafa selzt i mörgum mill- jónum eintaka. inu, sem var forskalað timburhús Á neðri hæðinni bjó eigandi þess, Þorlákur Gíslason ásamt konu sinni Valgerði Jónsdóttuirt og börn um þeirra. Á efri hæðinni bjó sonur þeirra hjóna með eigin konu sinni og tveggja ára dóttur Bróðir hans hafði einnig herbergi á þeirri hæð. Á laugardagskvöldið fór Val- gerður hú freyja á dansleik og þegar hún fór að sofa um fjög urleytið um nóttina varð hún ekki vör við neitt óvenjulegt. En klukku tíma síðar vaknaði fólkið á neðri hæðinni við að eldur var laus í húsinu. Var íbúum efrihæðarinnar strax gert viðvart, en Þorlákur fór fram í þvottahús til að ná í vatnsslöngu. Þegar hann opnaði inn í þvottahúsið gaus eldurinn upp að baki hans og læstist á svip- stundu um allt húsið. Átti hann annarra kosta völ en að hlaupa gegnum eldhafið til að koma't út. Við bað brenndist hann mikið að allega á baki og á iljum. Ekki var viðlit fyrir fólkið á efrj hæðinni að komast niður stig ann því öll neðri hæðin var orðin alelda þegar það snaraðist fram úr rúmum sínum. Annam mannarina braut rúður til að komast út, •'ramhald á 14. síðu Lóðir á Kanaríeyjum auglýstar hér á landi Reykjavík — OÓ Lóðir á eyjum hins eilífa vors voru auglýstar til sölu í einu dagblaðanna í Reykjavík sl. sunnudag. Auglýsandinn er hin þekkta fasteigna:ala Rannveig ar Þorsteinsdóttur. í þessari girnilegu auglýs- ingu segir meðal annars. í fyrst sinn á íslandi er hægt að bjóða til sölu lóðir og lands spildur í nýskipulögðum hverf um á hinum suðrænu og sól- ríku Kanaríeyjum þar sem eng- inn vetur er til og loftslag hið bezta og heilnæmasta sem þekk ist. Kanaríeyjar liggja sem kunn ugt er 100 km. vestur af sól heitum ströndum Afríku, en hitatemprun frá hafinu veldur því að þar er svo til jafn hiti allan ársins hring 23—32 stig Eyjarnar eru tollfrjálst lands- svæði undir yfirstjórn Spánari Við getum nú, sém umboðs- menn þekkts fyrirtækis á Spáni sem á þar fögur og sólrík lands svæði boðið til sölu hér á landi nokkrar lóðirt á góðu verði með hagkvæmum kjörum. Alþýðublaðið leitaði upplýs- inga hjá Rannveigu um lóðar verðið og önnur kjör. Sagði hún að þegar í gær hefði fjöldi manns gert fyrirspurnir um þessar lóðir og væri auðsjáan lega mikill áhugi fyrir kaupum á þeim hér á landi. Lóðir þær sem hér um ipæðir eru á eyjunni Furteventura, sem er nærst stærst Kanaríeyja Kaupendum gefst kostur á að velja milli þriggja lóðastærða eða 500 fermetra, 600 fermetra og 900 fermetra. Verð þeirra reiknað í dollurum ep 895 doll arar þær minnstu, 1095 dollar ar og 1395 dollarar fyrir stærstu lóðirnar. Núverandi söluverð Bandaríkjadollars er kr. 43.06. Innifalið í verðinu er skipulagning hverfisins, sem lóðirnar tilheyra, götulagning, vatns- og skólpleiðslur, og fleira Engar kvaðir hvíla á þeim sem lóðirnar kaupa um hvað þeir gera við lóðir sínar. Þeir geta byrjað liúsbyggingu þegar eftin kaupin eða látið lóðina standa auða eins lengi og þeim sýn ist. Eins eru þeir sjálfráðir um stærð húsanna og útlit. Greiða verður lóðirnar í er lendum gjaldeyri og tekur fast. eignasalan ekki að sér að út vega hann. Um það verða kaup endur sjálfir að eiga við gjald eyrisdeildirt bankanna. Um byggingarkostnað á Kan aríeyjum kvaðst Rannveig lítið geta sagt. Færi það að sjálf- sögðu mikið eftir hve mikið húsbyggjendur vildu leggja í hús sín, en öruggt væri að ko tn aðurinn væri miklum mun minni en hér á landi. Bæni bar margt til, til dæmis stöðugt og hlýtt loftslag og ódýr vinnu kraftur. Lóðirnar eru í vel skipulögðu íbúðahverfi og unnið er að bygg ingu verzlana, veitingahúss og sundlaugaip í úthverfi þess. Á eyjunni Fuerteventura erii um 15 þús. íbúar. Stærsti bær inn þar er Puerto del Rosario. Á eiynni eru hafnin og fb’u---" ur og eru samgöngur góðar bæði milli eyjanna og til Evr ópu. Fluglína til London er um 2900 km. OK A FULLRI FERÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 15. febrúar 1966 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.