Alþýðublaðið - 15.02.1966, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 15.02.1966, Blaðsíða 8
ÆIs í§ S3 ÚTGEFANDI: SAMBAND UNGBA JAFNAÐARMANNA. BÆJARSTJÓRN UNGA FÓLKSINS Frá FUJ á Akureyri ‘ í ALÞÝÐUMANNINUM, blaði Aiþýðufloklksins í Norðurlands- kjördœmi eystra, var nýlega birt viðtal við Herstein Tryggvason, formann FUJ á 'Akureyri, þar ræddi Hersteinn m.a. þá hugmynd ungra jafnaðarmanna á Akureyri að koma á fót bæjarstjórn unga fólksins þar í bæ. Þessi hugmynd hefur vakið verðskuldaða athygli og af þessu tilefni hafði æskulýðssíðan tal af Hersteini og bað hann að segja í stuttu máli frá F.U.J. á Akur- eyri og við gefum þá Hersteini orðið. F.U.J. á Akureyri var stofnað li. febrúar 1946. Stofnendur voru 21 talsins. í fyrstu stjórn fé lagsins voru kjörnir: Form. Guð- mundur Mikaelsson; varaformaður Mikael Sigurðsson; ritari Tryggvi Sæmundsson múrarameistari á Akureyri; gjaldkeri Jósteinn Kon ráðsson; meðstjórnendur, Kolbeinn Helgason; Þorsteinn Svanl.augsson og Jón Sigurðsson. Núverandi stjórn Skipa: Formað ur, Hersteinn Tryggvason: gjald- keri, Einar Björnsson: meðstjórn endur Sigursveinn Jóhannesson og Haukur Haraldsson. Starf félagsins er í því fólgið að kynna störf og stefnumál jafn aðarmanna meðal ungs fóiks. Að þessu markmiði er unn'ð jöfn- um 'höndum með fundarhöldum og blaðaskrifum. Einnig hefur féla-gið haft um hönd kynningu ýmissa þýðingarmikilla nauð- synjamlála og er þar skemmst að minnast að félagið efndi til fundar um húsnæðismál þann 7. desember s.l. Það sem félagið Hersteinn Tryggvason MÁLEFNI DAGSINS MÖRGUM þykir nú úr hófi keyra losarabragur í íslenzku •þjóðlífi, og þykjast hér sjá í uppsiglingu nýja Sturlungaöld. Oft er þetta kennt utanað ‘komandi áhrifum. Þau eiga að sjálfsögðu nokkurn þátt hér í, en hitt hygg ég þyngra á metunum að lítið hefur verið gert til þess af hálfu opin- berra aðila að skapa hér þjóð 'holla og ábyrga þegna og fræða þá um uppbyggingu þjóðfélagsins og nauðsyn iaga og réttar. Án slíkrar þekkingar má heita líti-1 von til þess að hér skapist það almenningsálit, sem nauðsynlegt er til að ■mynda þá festu í þjóðfélaginu, sem æskileg verður að teljast. Mendingar stæra sig oft af Hér er stór glompa, er í þaxf að fyila. því að þeir séu menntuð þjóð. Stórfuröulegt verður það að teljast að víða ljúka unglingar svo skyldunámi að ekki hefur á ölium þeirra námsferli ver ið vikið, svo teljandi sé, að uppbyggingu þess þjóðfélags, sem þeir lifa í eða skýrðar fyrir þeim skyldur þær, sem þegnarnir þurfa að gegna, til að njóta þeirra forréttinda, ■sem lýðræðisþjóðfélag færir þeim, né hver þau réttindi eru. Kristindómsfræðslan er það merkasta. sem unnið er á þessu sviði, sökum þess, að á kenningum og boðorðum kristn innar byggjast að milclu leyti lög og siðareglur kristinna þjóðfélaga. En bæði er að mjög hefur verið úr þeirri fræðslu dregið (einkum á heim ilum) og mögu'leikarmr fyrir því að hún nái til fjöldans hafa minnkað vegna hraðans og fjölbreytninnar í þjóðfélagi nútímans. Framhald á 15. síðu. skortir tilfinnanlega er hentugt 'húsnæði undir starfsemi sína. Fundahöld og önnur félagsstarf semi er því oft á tíðum háð duttlungum ráðamanna sam- komuhúsanna, en hér á Akur- eyri eru aðeins tvö samkomuhús Sjálfstæðishúsið og Hótel K.E.A. Áformað er að halda aðalfund félagsins þann 19. febrúar Verk efni þeirrar stjómar er þar verð ur kjörih verða m.a. að sjá um undirbúning að samkomustað — opnu húsi — fyrir æskuna, enn fremur verður hennar verkefni að hrinda í framkvæmd hug- mynd okkar um „litlu bæjar- stjórnina“. Þessi hugmynd hef- ur verið mjög til umræðu inn an núvéiandi stjórnar og höfum við þegar gert okkur Ijóst að nokkru . leyti hvernig fram- kvæmd :mlálsins kynni að verða hagað, dnda þótt eðlilega sé enn mikið cjg margvíslegt undirbún ingsstarf óunnið. Framhald á 15. síðu Vetrarmynd frá Akureyri. Akureyri er kjörinn bær til skipasmíða EINS og áður hefur verið getið um í fréttum, hóf Slippstöðin hf. á Akureyri smíði á 336 tonna stál skipi, á liðnu sumri, stærsta stál skipi sem kjölur hefir verið lagð ur að á íslandi. Smíði skipsins hefur gengið vonum- framar. enda hafa Akureyringar mjög góðum fagmönnum á að skipa, bæði í véla- og skipasmíði. Fyrirhugað er að byggja drátt arbraut sem taka á 500 tonna skip á Akureyri. Jafnaðarmenn hér fagna því, að mál þetta virð ist komið á rekspöl, en benda jafnframt á og halda stíft fram, að sú hin fyrirhugaða dráttar- braut sé alltof lítil og ’eysi að- eins lítillega úr brýnni þörf skipa smíða og ski'paviðgerða hér norð anlands. H'orfa verður lengra fram á veginn, til stærri verk- efna, fram til smíða allra ís- lenzkra skipa í íslenzkum skipa- smíðastöðvum. Iðnaðarbærinn mikli Akureyri, er kjörinn stað- ur til sórfelldra skipasmíða. Fyr ir hendi er flestur annar iðnað- ur sem skipa'smíðar byggjast á. Hætta verður við hina smás'álar legu hugmynd um 500 tonna dráttarbrautina. Taka verður stæira skref, byggja verður að minnsta kosti 1000 tonna dráttar braut svo togarar bæjarins og hin stærri fiskiskip þurfi ekki að leita suður til viðgerða. Skapa verður Akureyri aðstöðu -il að geta orðið miðstöð skipasmíða fyr ir Norðurland. Það er ómetanlegt fyrir ís- lenzku þjóðina, þjóð sem byggir afkomu sína jafnmikið og íslend ingar á sjávarútvegi, að geta byggt og annast viðgerðir á skipum sín um innanlands. Kominn er tími til að gera stórátök á sviðí skipa smíða á íslandi, stefna verður hátt og bera málefnið fram til sigurs, íslenzku þjóðinni til heiíla og hagsbóta. En- nóg um skipasmíðar að sinni vikjum að öðrum mikils- verðu málefni, þ.e.a.s. íslenzka landbúnaðinum. OTframléiðsfa er í’flestum lánd búnaðarafurðum þjóðarinnar Sem dæmi, orðum þessum ti' sönn unar. vil ég benda á sm.iörbirgð irnar í landinu, en þær mundu nægja allri íslenzku þjoðinni í heilt ár. Nú skyldum við ætla að smjörverð væri nokkuð hóf legt, þar sem slíkt magn smjör birgða er fyrirliggjandi, en því miður er Teyndin allt önnur. Hvert smjörkíló er selt á slíku okurverði,, að þoi'ri landsmanna ’hefur ekki -ráð á að veita sér slíkt og tyggja því framsóknar- menn, jafnt sem aðrir, jurta- smjörlík‘.is:(murðar brauðsneiðar. En ekki erum við laus við smjör vandamálið fyrír það. Nei, smjör ið verður að seljast, hvað sem tautar og raular og eru því þeir sömu og ekki hafa ráð á að kaupa það iátnir greiða hvert kíló þess niður um fleiri tugi króna, svo hægt verði að selja það á erlendum markaði. Það er staðreynd að islenzki landbúnaðurinn er alltaf að fær ast aftar og aftar á merinni Alþingi og ríkisstjórnin verða sem fyrst að athuga möguleika 'á því hvort ekki er hægt að veita aúkinni fjölbreytni í land búnaðinn og hefja hann þannig aftur upp til vegs og Virðing- ar. Hersteinn Tryggvason. g 15. febrúar 1966 ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.