Alþýðublaðið - 15.02.1966, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 15.02.1966, Blaðsíða 11
Eysteinn Þórðarson, ÍR sigursæll um helgina HIÐ FYE.STA svo kallaða HAMRA GILSMÓT fór fram laugardaginn 12. febr. en það er opið mót fyrir skíðamenn af öllu landinu, nokk- urskonar forkeppni fyrir Skíða- mót íslands. Önnur slík mót eru haldin á ísafirði, Akureyri og á Siglufirði. Seinni hluti þessa opna móts hér í Reykjavík, er Stórsvigs mót Ármanns í Jósefsdal. Mótið hófst með keppni í svigi kvenna, keppendur voru 9 frá Ak- ureyri Siglufirði og Reykjavík, í sömu braut, sem var 38 hlið ca. 270 m. löng og fallhæð ca. 80 m.. kepptu einnig drengir frá Akureyri og Revkjavík. Var sérstaklega á- nægjulegt að sjá hinn fjölmenna hóp ungra Akureyringa, þeir voru bæ sínum til mikils sóma. Reyk- vízkir drengir veittu þeim harða keppni, en reykvízk æska virðist ekki hafa tekið skíðabakteríuna í sig enn. Ekki væri það nein goðgá, bótt 80 til 100 drengir úr Reykjavík tækju þátt í slíku móti, og þarf nauðsynlega að vinna vel að því að æska Reykjavíkur verði að- njótandi þeirrar dásemdar, sem skíðaíþróttin er, ungir Akureyr- ingar hafa tileinkað sér hina hollu íþrótt. Reykvískir strákar ættu að feta í fótspor þeirra. Skíðaíþróttin kall- ar á fleiri unga Reykvikinga. Fredensborg varð norskur meist- ari í líjandknattleik, en keppninni í Noregi lauk á sunnudag. ★ í karlaflokki voru keppendur 31 frá Reykjavíkurfélögunum ÍR, KR, Ármanni og Víking og kepp- endur utan að landi voru frá Ak- ureyri og ísafirði. Einnig var búizt við keppendum frá Húsavík, Ól- afsfirði og Siglufirði, en þeir kom- rist ekki í bæinn. Langt er orðið síðan skíða- menn og konur utan af landi hafa fjölsótt svo skíðamót í Reykjavík, og vonandi getur orðið áframhald á því. Reykjavík ætti á næstunni að geta haldið stórmót á skíðum, enda nauðsyn Reykvízkum skíða- mönnum að fá öðru hvoru harða keppni á heimavelli, ef svo má að orði komast. Braut karlaflokks var 58 hlið lengd ca. 475 m. og fallhæð ca 170 m. Valdimar Örnólfsson, Kerl- ingafjallaskíðabóndi, sem að sinni getur ekki tekið þátt í keppni vegna meiðsla, lagði allar braut- irnar. Sú nýlunda við þetta mót var, að nú voru í fyrsta sinni hér sunnanlands notuð sjálfvirk tíma- tökutæki, sem Skíðadeild ÍR hef- ur keypt. Tæki þessi eru ensk frá fyrirtækinu Hirt Brown Ltd, Bolton ,en umboðsmenn þess er fyrirtækið Rafvélar, Hverfisgötu 50. Framhald á 15. síðu. Ingólfur Óskarsson með Pólverja á bakinu. Sigurður Óskarsson fylgist sþenntur með. Þeir lng- ólfur og Sigurður léku sinn 10. landsleik á sunnudaginn. LandsSeikur Framhald af 10. síffu. og öruggir, en vörn þeirira var stundum opin upp á gátt og það tókst íslenzka liðinu að notfæra sér. Beztu menn liðsins voru Miele zczuk (nr. 9) Czichy (nr. 6) og Chol ewa (nr. 10). Einnig sýndu Zaw ada (nr. 7) og markvörðurinn Cas ior góð tilþrif. Dómari var norskur, A. Fryden lund og slapp þolanlega frá leikn um. Staðan í D-riðli: Danmörk, 3 2 0 1 53:46 Pólland, 4 2 0 2 81:78 ísland, 3 1 0 2 54:63 Austur-Þýzkaland sigraði Dani í handknattleik á föstudag með 28 mörkum gegn 20. ★ Vestiir-ÞýakaHand sligraffi Sví- þjóff í handknattleik á sunnudag meff 17-16. Stað'an í hléi var 7-6 fýrir V-Þýzkaland. Leikurinn fór fram í Kristianstad. ★ Frakkland hefur tryggt sér rétt til aff leika í úrslitakeppni heims meistaramótsins næsta vetur eft ir 22-12 sigur yfir Spánverjum á sunnudag. Sigtryggur vann 54. Skjaldarglíma Ármanns fór fram í Iðnó á sunudag. Sigurveg- ari varð Sigtryggur Sigurðsson, KR, hlaut 4 vinninga. KR og Armarm sigrubu í körftibolha Meistarmót íslands í körfuknatt- leik hélt áfram á laugardag og sunnudag. Á laugardag sigraði ÍR Ármann í 2. fl. karla með 53:50, KR vann ÍR i I. fl. með 44:36 og ÍS sigraði KFR með 45:22. Á sunnudagskvöldið fóru fram tveir leikir í I. deild, KR sigraði ÍKF með 81:35 og Ármann KFR með 78:75. — Nánar um leikinn á morgun Ensk knattspyrna Leikir voru háðir í ensku bikar- keppninni á laugardag, úrslit urðu þessi: Bedford—Everton 0:3 Birmingham—Leicester 1:2 Bolton—Preston 1:1 Chelsea—Leeds 1:0 Vrewe—Coventry 1:1 Hull—Nottingham Forest 2:0 Manchester City—Grimsby 2:0 Manehester U.—Rotherham 0:0 Newcasle—Sheffield W. 1:2 Norwich—Walsall 3:2 Plymouth—Huddersfield 0:2 Shrewsbury—Charlisle 0:0 Southport—Cardiff 2:0 Tottenham—Burnley 4:3 Westham—Blackburn 3:3 Wilverhampton—Sheffield U. 3:0 Tveir leikir voru háðir í I. deild: Liverpool—Sunderland 4:0 Stoke—Northampton 6:2 W%MtWUmWVWtWMVHWMHMmWHMVWWHWUMlMWV Leikurinn / tölum AIIs grciddu 2784 áhorfendur affgang aff landsleiknum. MÖRK ÍSLANDS SKORUÐU Karl Jóhannsson, 8, þar al 6 úr vítaköstum, Gunnlaugur Iljálmarsson 5, Guffjón Jóns son, 4, Ingrólfur Óskarsson 3, xaraf 2 úr vítaköstum Hermann Gunnarsson, 2, Sigurffur Einars son 1. MÖRK PÓLLANDS SKOR- ÚÐU. Mieleszcuzuk 7, þaraf 2 úr vífa köstum, Weglarz 3, Cholewa 3 þaraf 1 úr vítakasti, Czichy, 4 Klosek 2, Zawada 1, Fraszak 1. SKOT Á MARK. ísland 37, Pólland 34. FRÍKÖST: Ísland31, Pólland 32. VÍTAKÖST. ísland 9, Pólland 4. ÚTAF í 2 MÍN.: ísland: Gunnlaugur Hjálmarsson, Þor steinn Björnsson. Pólland: Czichy og Mieleszcuzuk. MWWWtWMWMWWMMWtVWWWMWWWWMWmW KR-ingar i Coventry Eins og kunnugt er fóru nýlega þrír ungir og efnileg ir knattspyrnumenn úr KR, til Coventry og verffa þar viff æfingar. Þeir æfa þar meffi Coventry FC. Þetta eru Ein ar ísfeld, Guffmundur Har- aldsson og Hörffur Markan, Þeir félagar láta vel af dvöl inni ytra, æft er tvívegis á dag, tvær og hálfa klukku- stund í senn. Æfingarnar eru erfiffar, en lærdömsríkar. Viff birtiun hér tvær puyndir . af þeim félögum,. önnur er tekin viff komiuiatil Cov- entry; þaff er framkvæmda stjóri félagsins, sem tekur á móti þeim og er aff dást aff KR-hálsbindinu, • sem - -þre- menningarmir bera allir. Hin myndin cr tékin á æfingul í forareffju, meff þeim á æf- ingunni eru George Curtis fyrirliffi Coventry og-John Sillett bakvörðúr. Á mynd inni eru taliff frá vinstri: Einar ísfeld, Hörffur JVlarkan Sillett, Guffmundur Haralds son og Curtis. OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO* Ánægjulegt hóf Samtök íþróttafréttamanna áttu 10 ára afmæli i gær. í þvi tilefni efndu samtökin til kaffisamsætis á laugardag í Hótel sögu. Um 80 manns heimsóttu íþróttafrétta- menn í tilefgni þessara tímamóta. Sigurður Sigurðsson formaður Samtakanna bauð gesti velkomna og flutti aðalræðuna. íþróttafrétta menn heiðruðu Benedikt G. Waage heiðursforseta ÍSÍ, sæmdu hann gullmerki samtakanna, þvi fyrsta sem afhent er. Til máls tóku í samsætinu: Menntamálaráðherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason. Borgarstjórinn í Reykjavík, Geir Hallgrímsson. Gísli Halldórsson, form. íþrótta- sambands íslands. Séra Emil Björnsson, form. Blaðamannafé- lags íslands. Bogi Þorsteinsson, formaður Körfuknattleikssamb. ís- lands. Benedikt G. Waage, heiðurs- forseti íþróttasambands íslands. Atli Steinarsson, fyrsti formaður Samtaka íþróttafréttamanna. Gjafir og heillaóskir sem Sam- tökunum bárust: Frá Benedikt G. Waage, skrá yfir öll afrek á Olympíuleikun- um í Tokyo, fjögur bindi. Frá Körfuknattleikssambandi íslands: Oddfáni sambandsins. Frá Skíða- ráði Reykjavíkur, Handknattleiks- ráði Reykjavikur og KR: Blóma- körfur. Frá íþróttafélagi kvenna: Framhald á 15. síffu. SMMMMMMMMMMMMMMW varð tólfti Kristinn Benediktsson keþþtl á 100 ára afmælismóti norska \ Skiðasanibandsins. í Rjukan i um helgina. Hann varð 12. j í stórsvigi. í svigi gekkzhon-1 um illa í fyrri umferð, én ’ vel í þeirri síðari og hlaut 3ja bezta brautartimanh', að- i eins 7/10 úr sek lakari en ) þann bezta. MMMMMMMMMMMMMMHU ALÞÝÐUBLAÐiÐ - 15. febrúar 1966 fljfc

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.