Alþýðublaðið - 15.02.1966, Blaðsíða 4
Rtt»yór«r: Gylfl Gröndil (4b.) og Benedlkt Gröndel. — RlUtí'órnertuU-
trúl: JClBur GuBnason. — Simer: 14900-14903 — Auglýslngasíml: 1490«.
Aflaetur AlþýBuhúslO vlB Hverfisgötu, Reykjavik. - PrentsmiBja AlþýBu
bUBsins. — Aakriftargjald kr. 95.00 — 1 lausasölu kr. 5.00 elntaklO.
Ctgefandl AlþýBuflokkurlna.
Hva<5 ibýða orðin?
4. %
EINN HVIMLEIÐASTI gallinn á stjórnmáladeil
\ um nútímans er margvísleg notkun á sömu orðum
• og hugtökum Tiveir menn deila af innilegri sann-
j færingu um lýðræði, frelsi, sósíalisma eða kapi-
i talisma og nota báðir isömu orðin. Við nánari at-
hugun kemur í ljós, að þeir hafa gerólíbar hug-
j tnyndir um merkingu orðanna. Þegar kommún-
« istar austan járntjalds tala um „lýðræði“ eiga þeir
í við stjórnarhætti, sem vestan tjalds er kallað arg-
; asta einræði. Og fleiri slík dæmi mætti nefna.
Stundum reyna ósvífnir áróðursmenn að villa
almenningi sýn með því að teygja hugtök og mis-
nota þau. Gott dæmi þess eru skrif íslenzkra blaða
um höft í seinni tíð. Núverandi ríkisstjórn hefur
l afnumið þær úthlutunarskrifstofur, sem stóðu fyrir
. eiginlegum höftum. Nú þarf ekki að sækja um leyfi
' til að kaupa bíl, byggja íbúðarhús, fá gjaldeyri eða
1 neitt slíkt. Þetta voru hin réttnefndu höft.
Tímanum þótti of gott fyrir núverandi ríkis-
stjórn að hljóta sóma fyrir afnám haftanna. Til að
; fyrirbyggja það, varð Tíminn að telja lesendum sín
; um trú um, að enn væru höft í landinu og þau verri
en nokkru sinni fyrr. Ef ríkisstjórnin samþykkti
ekki allar framkvæmdir, sem stjórnarandstöðunni
datt í hug að nefna, voru það kölluð hyggingahöft.
Þarmeð voru sjálf fjárlögin orðin að haftalögum.
Ef menn fengu ekki eins mikið lánsfé í bönkum
og þeir vildu, voru það umyrðalaust kölluð höft.
Augljóst verður, hvert þessi fáránlegu skrif
leiða. Samkvæmt þessum kenningum Tímans verð
•ur aldrei haftalaust þjóðfélag á Íslandi, fyrr en
allir fá takmarkalaust lánsfé úr bönkum og Alþingi
er skyldað til að veita allt það fé til framkvæmda,
sem beðið er um. Þetta er auðvitað fáránlegt og
hlýtur hver maður að sjá í hendi sér, að slíkt á-
stand mundi leiða til verðbólgu, sem hvergi ætti
sinn líka, ekki einu sinni í Suður-Ameríku.
Jafnframt því sem Tíminn reynir á þennan
furðulega hátt að reita af ríkisstjórninni heiðurinn
fyrir eitt það bezta, sem hún hefur gert, hamast
þingmenn Framsóknarflokksins við að krefjast nýrra
hafta. Þeir kalla þau „skipulag fjárfestingar“ og
öðrum fögrum nöfnum, en hvernig er unnt að skipu
leggja húsbyggingar án þess að Tíminn kalli það
höft?
Þessi ^stefna Framsóknarmanna er öll; fyrir neð
an það, sem bjóða má sæmilega menntaðri þjóð.
4 15. febrúar 1966 - ALÞÝÐU8LAÐIÐ
•••
0 .JBHNSDN 8 XAAfiBI HF.
.mJL
rrp
J~. —EL
1
T
k.
Stúdentar vekja storm hjá öðrum!
SJÓNVAEPIÐ er mikið umrseðu
efni meðal fólks. Um það hef ég
fengið dálítið af bréfum síðustu
dagana. Umræður um málið voru
að hjaðna, en svo réðust fram
nokkur hundruð manna, sem skráð
eru til náms við Háskólann og það
hefur hleyptj 'aiýjum stortmi af
stað. Deyfð er yfirleitt ríkjandi
mieðal háskólastúdenta, org mað
ur má jafnvel þakka fyrir það að
Iþeir láti sig málefni einhverju
skipta. Það er því ástæðulaust fyr
ir fólk að rísa upp til jafn kröft
ugra mótmæla og eins almennt
og mér virðist liafa orðið raunin
á nú.
BR.S. SKRIFAR: „Þá gátu þeir
tekið til máls, varð mér að orði
þegar ég sá fregnina af því að
stúdentar hefðu gengizt fyrir und
irskriftasöfnun gegn sjónvarpinu.
Ég sé þá fyrir mér ríðandi til
Reykjavíkurt berjandi fótastokk-
inn og haldandi fund á Lækjar
torgi, eins og bændurna þegar
þeir efndu til samblásturs gegn
Hannesi Hafstein út af símanum.
VITANLEGA er hér um líkt mál
að ræða. Bændurnir létu hafa sig
til þess að vera á móti símanum
af því að það vart nýtt tæki, sem
þeiri þekktu ekki. Jafnvel einn
kunnasti stúdent þeirra tíma, mað
ur í hárri stöðu lét sér þau orð
um munn fara, að síminn myndi
reynast landsmönnum venrti plága
en svarti dauði og móðurharðindi
til samans. Hann mundi valda
því, að framtak hyrfi, að fólk íægi
kjaftandi og blaðrandi í tólið dag
inn út og daginn inn.
ÞÁ VAR LÍKA talað um það, að
þjóðernið og tungan væru í hættu.
Þetta sama endurtók sig þegar
stofnað var til útvarps. Það sögðu
menn, að yrði til þess að ekkert
yrði gert á heimilum og heimilis
nám barna hætti, að lestur hyrfi
og menn sætu alla daga og öll
kvöld við kjaftandi og glamrandi
kassa, sem gerði þá sljóa og
heimska. Nei, góðir hálsar. Við
skulum ekki verða uppnæmir fyrl
ir þessum upphlaupum manna, sem
þjást af ólæknandi minnimáttar
kennd, vegna þess að þjóðin er
fámenn og afskekkt.“
UM ÞETTA BRÉF vil ég segja
þetta : „Samanburðurinn við sím
ann og útvarpið er ekki allskost
ar réttu.fl. Þar var um að ræða, að
þjóðin setti á stofn á eigin ábyrgð
fjölmiðlunartæki. Nú er erlend
þjóð, sem heima á í landinu um
skeið og er þar ge^tur, búin að
setja upp áhrifamikið fjölmiðiun
artæki, sem landsmenn sjálfiirt hafa
ekkert yfir að segja, og þetta er
varla sæmilegt. Hins vegar á ekki
að banna þetta sjónvarp eftir að
við fáum okkar eigið. enda verð
ur það ekki hægt. Nú eru um t.íu
þúsund tæki komin í notkun og
láta mun nærri að um fimmt.''u hús
undir manna horfi að meira eða
minna leyti á efni þess.
HIÐ OPINBERA hefur flutt inn
siónvarpctæki og fólk hefur kevut
þau. Það er sjálfsagt að það hafi
frjálst val um það, sem það vill
horfa á. Enda er ekki langt að
bíða þess, að allar þjóðir geti horft
á isjónvarpssendingar, sem þær
ákveða ekki sjálfar. Það kemur
um gerfihnetti. Það væri því fjar
stæða að ætla sér að loka okkar
tæki inni á einn eða annan hátt.
Ilannes á horninu.
Látið okkur stilla og
herða upp nýju
bifreiðina!
BfLASKOÐUN
Skúlagötu 34. Sími 13-100.
Látið okkur ryðverja
og hljóðeinangra
bifreiðina með
TECTYL!
RYÐVÖRN
Grensásvegi 18. Siml 80948