Alþýðublaðið - 15.02.1966, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 15.02.1966, Blaðsíða 10
^ RitstiórTÖrn Eidsson fsland skoraði 5 síðustu mörkin og sigraði Pólland - 23 gegn 21 ÍSLENDINGAR unnu kærkominn sigur yfir Pólverjum í lands leiknum í handknattleik á sunnudag, sem fram fór í íþrótta- höllinni I Laugardal, skoruðu 23 mörk gegn 21, í jöfnum og spenn .andi leik. Staðan í hiéi var 12:11 fyrir ísland. Danir hafa nó 4 stig eftir þrjá leiki I D-riðli. Pólverjar eru einnig með 4 stig, en ;hafa lokið sínum leikjum, ísland er með 2 stig og á eftir að leika 'við' Dani hér heima. Til þess að hafa einhverja möguleika á að komast í úrslitakeppnina í Sviþjóð næsta vetur, þurfa íslendingar ,að sigra Dani með 9 mörkum. ★ ísland komst í 4-1. Pólverjar byrjuðu með boltann, þeir áttu fljótlega gott tækifæri, en Hjalti varði af prýði. Fyrsta jr. _mark leíksins! skoraði Cholewu Á beint úr fríkasti, sem Pólverjar y útfæröu mjög skemmtilega. Ing yl ólfur jafnaði úr vítakasti. Voru nú } 6 mínútur liðnar af leik. Mörkin fóru að koma örar, Karl “ skoraði með snöggu skoti, og Sig í urfíur bætti öðru marki við og yloks varð það Gunnlaugur, sem / færði íslandi þriggja marka for sjsot, 4-1 með stórglæsilegu skoti. •» f; ★ Póiverjar sækja sig. y Þetta átti eftir að breytast á næstu mínútum. Cholewa skoraði annað mark Póllands úr vítkasti K en Ingólfur svarar með öðru víta :. kastsmarki. Nú kom dálítið slæm ur kafli fyrir ísland, Pólverjar "♦ iskoruðu hvorki meira né en 6 mörk gegn 1 og þegar 20 mínúturi eru liðnar af leik, er stað an 8-6 fyrir Pólland. Mörk Pól- verja gerðu Weglarz og Czichy tvö hvor og Fraszchak og Mieleszcuk \jeitt hvor. Fyrir ísland skoraði Guð «jón Jónsson. Annars var það dálít ið undarlegt, þegar staðan var 4-1 að taka Gunnlaug útaf, lang bezta mann íslenzka liðsins. Hjalti Einarsson stóð sig mjög vel í mark inu á þessu tímabili og ekki var hægt að kenna honum um mörk in, m.a. varði hann eitt vítakast. ★ ísland nær1 aftur yfirhönd- inni. íslenzka liðið rétti hlut sinn fljótlega aftur, þó að norskj dóm arinn gerði slæmar skyssur, sem ko tuðu íslenzka liðið amk. tvö mörk. Guðjón Jónsson skoraði sjö unda mark íslands og Gunnlaugur síðan tvö, þannig, að aftur náði ís land yfifihöndinni, 9-8. Aftur skor uðu Pólverjar beint úr fríkasti, og enn var það Cholewa. Ingólfur skoraði tíunda mark íslands mjög skemmtilega á 25 mínútu og Karl það ellefta úr vítakasti. Pólverjum var dæmt vítakast, sem Mieleszcu zuk skoraðj úp. Síðustu mörk hálf ieiksins gerðu Karl og Klosek, þannig að staðan varð 11-9 fyrir ísland. Á síðustu mínútu var Gunn laugi ví~að út af leikvelli í 2 mínútur og var það vægast sagt vafasamuji dómur. ★ Harður og spennandi síðari hálfleikur. Mikil harka var í síðari hálfleik og tii að by,rija með vegnaði íslend ingum betur, Karl skoraði fyrsta markið úr vítakasti, en Czichy svar aði fyrir Pólland með ágætu marki Hermann Gunnarsson, sem litið hafði bo.rið á í leiknum skoraði mjög fallegt mark og enn stillir Karl sér upp við vítakastmerkið og pólski markvörðurinn átti enga möguleika á að verja. Þó að Chzi chy væri nú vísað af leikvelli í 2 mínútur sóttu Pólverjar og fjór um sinnum varð Hjalti að sækja boltann í netið, en pólski mark vörðurinn aðeins einu sinni og þeg ar 10 minútur eru liðnar af t'íð ari hálfleik, var jafnt 16-16. Mörk Pólverja gerðu Mieleszczuk tvö og Czichy og Zawada eitt hvor. Mark íslendinga skoraði Karl úr vítakasti. ★ Æsandi augnablik. Pólverjar sóttu af mikilli grimmd næstu 10 mínúturnar og náðu forystu, munurinn var þetta eitt til þrjú mörk. Mileszczuk skor aði og Weglarz, en Gunnlauguri svarar fyrir ísland. Pólverjum var dæmt vítakast, sem Mieleszczuk framkvæmdi af öryggi, en síðan fékk ísland vítakast og Karl hin mikla vítakastskytta leiksins send ir boltann í netið. Um þetta leyti er Mieleszcuzuk vísað af leikvelli í 2 mínúturi. Pólverjar verjast vel á meðan, en Mieleszczuk var ekki fyrr kominn inn á en að hann skor ar, og aldursforseti pólska liðsins, Rermann Gunnarsson skorar mark, aj línu. — Mynd: JV. Frasczak bætir öðru marki við — staðan er 21-18 fyrdr Pólland og vonir um íslenziían sigur næsta litlar aðeins tæpar tíu mínútur til leiksloka. endasprettur íslenzka liðsins verð skuldar vissulega þennan kær- komna sigur. ★ Liðin. Landslið íslands og Póllands áður en ieikurinn hófst á sunnudaginn. ★ Ágætur endasprettur — og sigur. Endasprettur íslenzka liðsins vari glæsilegur og áhorfendur tóku þátt í honum af lífi og sál. Gunn laugur skoraði nítjánda mark ís lands og Karl það tuttugasta úr vítakasti. Síðan jafnaði Hermann með ágætu marki af línu, 21-21 og aðeins fjórar mínútur til leiks loka. Þorsteini Bjö"in''syni sem kominn var í markið fyrir Hjalta var nú vísað af leikvelli í 2 mín. íslenzku leikmennirnir voru taugaó styrkir mjög, það var helzt Guð jón Jónson, sem sýndi jafnvægi og óvænt sendi hann boltann lag lega í netið. Pólver.iar fengu tæki færi til að jafna. Það mistókst og aftur er Guðión í skotfæri og skoraði við gífurlég faenaðarlæti hinna þrjú þúsund áhorfenda, því að sigurinn var nú trvggður. Leikurinn var í heild miög jafn og segja verður, að eftir gangi hans hefði sigurinn alveg eins getað orðið Pólve.rja, en frábær í heild átti íslenzka liðið ágætan leik, en beztu menn liðsins voru Gunnllíugur sem aldroi bregst, Hjalti í markinu, Karl Jóhanns son, Guðjón Jónsson og Hermnnn Gunnarsson, nýliðinn í landslið inu. Gunnlaugur var sívinnandi all an leikinn og það var greinilegt á pólsku leikmönnunum, að þeim var ekki sama, þegar hann nálg aSist markteiginn. Línumennirnir Sigunður Einar-son og Stefán Sand holt áttu ekki öfundsverðan dag, þeir voru meðhöndlaðir hörkulega af pólsku vörninni enda voru ts landi dæmd 9 vítaköst. Ingólfur Óskarsson, sem kom frá Svíþjóð til að leika, stóð '■ig vel, en þó ekki eins og vonasf var til. Það sem helzt sko-tir híá 'slenzka lið inu ,er meiri hraði í unphlaupin og svo er stundum eins og liðið °é ekki nógu örugpt í ag útfæra leikaðferð snm nnta á. Pólveriarnir eru g-einilega í mjög góðri hiáifim hnír eru fljótir Framhald á 11. síðu. | 10 15- febrúar 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.