Alþýðublaðið - 02.03.1966, Qupperneq 4
RttetjAra: Gylfl Gröndml (íb.) og Benedlkt Gröndal. — RlUtí(5marfun-
trúl: ElOur GuOnason. — Símar: 14900-X4803 - Auglýatngaalml: 14906.
AOaetur AlþýOuhúalO vlO Hverflsgötu, Reykjavlk. — PrentsmlOJa AlþýOu
blaOatna. — Aakrlftargjald kr. 95.00 — I lausasölu kr. 5.00 elntakMJ.
Utgefandl AlþýOuflokkurlna.
UMBROT
UNDANFARIN MISSERI hafa verið umbrot í
því liði, sem staðið hefur undir merkjum Alþýðu-
bandalagsins. Sósíalistaflokknum hefur hrakað, og
innan hans er margvíslegur ágreiningur. Er bilið
cnest milli þeirra, sem í hjarta sínu eru kommún-
:< istar, og hinna. sem eru það ekki. Fylgismenn Hanni
bals Valdimarssonar eru uppgefnir á samstarfi sínu
’ við kommúnista og neita að ganga til kosninga enn
Jeinu sinni, nema stofnað sé alþýðubandalagsfélag
u í Reykjavík — og mega hinir eiginlegu kommúnist-
I ar ekki í því vera.
Á sama tíma sem þessi tíðindi gerast, blasir sú
staðreynd við augum, að Alþýðuflokkurinn er heill
og óskiptur. Hann er nú sterkasta afl í vinstristjórn
málum og því vænlegast fyrir nýja kynslóð vinstri-
manna að byggja framtíð síma á honum.
Alþýðublaðið hefur skýrt frá því, að margir
fyrrverandi Alþýðuflokksmenn, sem yfirgáfu flokk
' inn í klofningi 1956 eða 1938, hafi nú látið á sér
t heyra, að þeir hefðu aldrei átt að fara úr flokkn-
T' um. Þeir sjá nú, að tilgangi klofningsins hafi ekki
’ vrerið náð, og hann hafi leitt til sundrungar en ekki
þeirrar einingar, sem þessa menn dreymdi um. Þá
‘ hefur sú staðreynd orðið Ijósari með hverjum degi,
t að Alþýðuflokkurinn hefur á liðnum árum náð
' margvíslegum árangri, komið frarn fjölmörgum um-
' 'bótamálum og gert hugsjónir að veruleika. En það
liggur lítið eftir Alþýðubandalagið eða Sósíalista-
flokkinn.
Síðastliðinn sunnudag birti Þjóðviljinn rit-
stjórnargrein í tilefni af skrifum Alþýðublaðsins um
• þessi efni. Það var vonzkuleg grein, full af hinum
i gömlu svívirðingum um Alþýðuflokkinn, sem eru
' löngu hættar að hafa áhrif á nokkurn mann. Sýni-
legt er, að ritstjórar Þjóðviljans kæra sig ekki um að
minnka það bil, sem hefur skilið /vinstrimenn undan
/-farin ár. Þeir skrifa í árásartón og vilja ekki breyt
[ ingar á því ástandi, sem verið hefur.
i Þeir um það.
ATHUGUN
EGGERT G. ÞORSTEINSSON sjávarútvegs-
málaráðherra .lofaði þvi á Alþingi í fyrradag, að rík
„isstjómin mundi reyna að ná samkomulagi um
.-;að sjómenn fengju hluta af útflutningsgjaldi eins
‘ og LÍÚ. Mál þetta væri auðleystara, ef allir sjó-
4; menn væru í einu sambandi, eins og þeir eiga að
vera. Ættu þeir um allt land að sameinast í röðum
;.Sj ómannasambands íslands til að verða sem sterk-
ust heild í baráttunni.
4 2. marz 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
ÍSABELLA sokkar
eru gerðir úr bezta fáanlega Perlon garni af
stærstu sokkaverksmiðjum Evrópu í Tékkósló.
vakíu. Þessar verksmiðjur bafa ætið verið
íyrstar að lækka verðið eftir íþvíí sem fram.
leiðslan eykst og tæknin kemst á 'hærra stig.
Nú kemur ný ver&lækkun
Nú eru boðnar 4 tegundir af Isabella
sokkum á nýju verði:
Áætluð smásala
ISABELLA-Grace, slétt slykkja
Grace Net-lykikja
Monika
Thelma
Betta-Crepe
35.00 parið
35.00 —
38.00 —
27.00 —
52.00 —
Bráðlega er ivon á 30 denier sokkum, sem eru mjúkir og fallegir
og ondast ótrúlega lengi.
Óhætt er að fullyrða að ofangreindar tegundir á hinu nýja verði
eru langbeztu sokkakaupin sem nú gerast hér á markaðinum.
ALLIR ÍSABELLLA SOKKAR ERU VANDAÐIR AÐ EFNI,
ÚTLITI OG FRÁGANGI.
Heildsala: Þórður Sveinsson & Co. h.f.
m
m
ÞEIR SEM AKA nú um Ártúns j OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO
5 ýc Elliðaárnar færast inn í borgina.
★ Hringtorg, nýjar götur, brýr og skemmtigarðar.
★ Gjörbreyting í fyrsta sinn í sögunni.
ic Um bjórfrumvarp og áfengismál af gefnu tiiefni.
OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOi
brekkuna, sjá að mjög- er verið
að' breyta Elliðaárós. Það eru mik
il tíðiúdi fyrir gamla Reykvik-
inga, því að nú eru gerðar breyt
ingar á ósnum í fyrsta sinn. Svona
hefur hann verið alla tíð. Nú er
öllu breytt. Þama á að gera miklar
breytingar í framtíðinni og þarna
munu eiga að koma hringtorg og
gagngert skipulag um umferðina,
enda er ekki vanþörf á.
EN MEÐ ÞESSUM BREYTING
UM, þó ag cnn séu þær á byrj-
unarstigi, og með byggingu hins
mikla byggingahverfis á Sélásnum
og þar fyrir norðan, færast Ell-
iðaárnar inn í borgina. Það er og
mikil breyting, ekki aðeins fyrir
augað heldur og fyrir tilfinningu
okkar. Alltaf höfum við ál|tið
að um leið og við færum yfir árnar
í austurátt, værum við komnir
út úr borginni.
EINN MÓTFALLINN ÖLINU
SKRIFAR:
S.l. mánudagskvöld (21. 2.)
flutti Gícli Jónsson fyrrver. alþ.
m. erindi um daginn og veginn.
í seinni hluta erindis síns dvaldi
hann nokkuð við áfenglsmúlin
Og mælti þar fyrir munn margra
og fyrir Það vil ég, sem gamall
kunningi hans, þakka honum al-
veg sérstaklega vel Það hafa
nokkrir menn skrifað í blöðin
um bjórmálið nýja og er það vel
að góðir menn og gætnir bendi
á þá miklu ógæfu, sem Alþingi
legði á herðar þjóðinni, ef það
samþykkti bjótírumvarpið, sem
ég vona að aldrei verði. Málsmet
andi kona; sem talaði við mig
fyrir skömmu, gat nokkuð til um
atkvæðagreiðslu á Alþingi, þegar
það kemur til úrslita og sam-
kvæmt hennar skoðanakönnun
mun það verða kolfellt strax við
aðra umræðu úr nefnd. Hún er
greind og glögg kona, sem mun
hafa nokkuð til síns máls. En
væntanlega verður nafnakall um
þetta mál, því þjóðin á kröfu til
þess, að vita hverjir vilja meiri
ógæfu yfir þjóðina í áfengismál-
unum heldur en hún býr við nú.
Bjórmálið er ekkert smámál, það
er stórmál og illt mál, sem verð
ur að deyja með öllu í bráð og
lengd.
EN MEÐAL ANNARRA ORÐA,
er ekki athugandi fyrir forráða-
menn áfengisvarna og slysavarna
að taka tij athugunar ábendingar
Gísla Jónssonar, sem hann setti
fram í fyrrnefndu erindi, t.d. að
hafa skiltj á öllum vínsölustöð-
um og greina Þar frá hvað menn,
væru að kaupa. Mér finnst svo
sem ekkert á móti því að í útsöl-
um áfengisverzlunarinnar værU
Framhald á xo. »>tlu.