Alþýðublaðið - 02.03.1966, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 02.03.1966, Blaðsíða 5
 sjaeggæpppsæp •H . ísw WWgijmWWi, -. .»*; r‘, - Sviðsmynd úr „The War Game“, m iskunnarl aínst raunsæi sem ekki mátti sýna. Hér segir frá enskri sjónvarpskvikmyud, sem xa) bönnuð xegna þess hve sönn hún var Enskí skopteiknarinn Vicky sem andaðist í síðustu viku, 53 ára gamall, lét í ljós álit sitt á þessum málum skömmu áður en hann lézt. Texti meðfylgj indi skopmyndar hljóðar svo: „Það' hefði verið hræöilegt að sýna fólki „The War Game“. Kvikmyndaeftirlit fjallar vana- lega um kynferðisatriði í kvik- myndum. í Englandi hefur hins vegar nýlega risið upp deila, sem bendir til þess, að vernda þurfi xnannkynið fyrir annarri vá. Brezka ríkissjónvarpið hafði veitt leikstjóranum Pcter Wat- kins heimild til að framleiða kvik- xnynd undir heitinu „Stríðsleik- ur,” sem íjallaði um afleiðingar kjarnorkustyrjaidar. Þegar mynd- in var fullgerð sýndi BBC rautt ljós og neitaði að sýna hana. Hefði ástæðan fyrir neituninni verið gæðaskortur myndarinnar væri það einkamál Englendinga. Margt bendir hins vegar til þess, að hún só of „gcð”, þ.e.a.s. of raun- veruleg. Ákveðið hefur verið, að myndina megi hvorki sýna né selja, og eru spólurnar nú geymd- ar undir strangri lögregluvernd. Þegar — og — ef myndin fæst keypt, væri fróðlegt að vita, livort íslenzka sjónvarpið hefur meira liugrekki til að bera en BBC. Álit kunnra brezkra gagnrýn- enda bendir til þess, að myndin sé mjög athyglisverð. Kenneth Tynan, sem er einn þeirra fáu út- völdu, sem fengið hafa að sjá hana á lokaðri sýntngu, segir beinlín- is, að hann tclji hana „mikils- verðustu kvikmynd, sem nokkru sinni hafi verið gerð.” Hún sé slík, að þess megi jafnvel vænta, að hún geti „breytt rás sögunnar,” ef aðeins nógu margir fái að sjá hana. Hann heldur áfram: í upphafi myndarinnar eru sýnd nokkur kort, sem afbjúpa hið al- gjöra varnarleysi Stóra-Bretlands gegn atómárás. Því næst segir frá alvarlegu ástandi, sem skapazt hef ur vegna innrásar kínverskra herja í Suður-Vietnam. Banda- ? ■?; '■ ..:J ■ .'•.'" ríkjamenn hóta þeim með atóm- sprengjum, en Rússar lýsa því yf- ir, að þeir muni hertaka Vestur- Berlín, ef hótunin verður ekki aft- urkölluð. Atburðir við Berlínar- múrinn egna Rússa til'að fara yf- ir hernámsmörkin. NATO-her- sveitir, scm eru á lcið til Berlín- ar urn Austur-Þýzkaland verða fyr- ir árás voldugra herja, búnum venjulegum vopnum, og ákveðið er í samráði við stjórn NATO að hefja gagnárás með atómvopnum. j Þegar þeim hefur verið beitt svara Rússar með því að skjóta eldflaug- um með atómsprengjum á Vest- ur-Evrópu. Á meðan átökin magnast, cr skipt yfir til Englands og fylgzt með brottfluttum mæðrum og börnum, rætt við óbreytta borg- ara, sem segiast ekki trúa því, að j stýrjöld sé óhjákvæmileg. Fólkið trúir því í lengstu lög, að yfir- Völdin sjái að sér og leysi vand- ann á síðasta augnabliki. Því næst hcyrist nístandi sírenuvæl, cld- flaugum er skotið af pöllum í fjai-- lægu landi eða frá kafbáti í ná- grenninu, ragnarök eru í nánd. Það sem á eftir kemur er ægi- leg martröð um hábjartan dag, leiðarvísir um Ieikslok, sem eru sýnd af svo ísköldu raunsæi, a9 fráleitt væri að heimfæra undiir æsiatriði. Atriði eftir atriði brennir sig inn í endurminningarnar: eldstorm urinn; hinir titrandi veggir í 60 i;m. fjarlægð; hinn umkringdi læknir; lögreglan, sem af skyídu- rækni skýtur þá, sem hroðalegast eru útleiknir; hinn örvæntingar- fulli eiginmaður, sem spyr, hve- nær kona hans og börn muni deyja vegna geislunar; innbrot borgar- anna i matvælageymslur liersins; þjófarnir, sem eru skotnir af af- tökusveitum; og — ef til yill það óhugnanlegasta af því öllu — þeir eítirlifendur, sem statt og stöðugt halda því fram, að England hafi breytt rétt með því að svara i sömu mynt. „Stríðsleikur” er meira en sjúk- dómslýsing. Hann er listaverb. Myndin er tjáning einstaklinga, sem sér fyrir endalokin, slysið, og ég á bágt með að trúa því, að hún sé minna virði sem listaverk, af því að sýnin af tilviljun kemur heim við staðreyndirnar. Eins og Dómsdagur Michelangelos birtist hún sem sönn og hlutlaus mynd, af- þeim Degi Reiðinnar, sem við eig- um í vændurn. ; í þessari mynd á hvergi heima hið margþvælda snakk unx göfgt mannkindarinnar. í þess stað sýn- ir hún okkur lirelld og ráðþrota sýnishorn af kynflokki, scpn, náðt- langt í krafti síns einstaka aðlög- unarhæfileika, notaði þennkn hæfi Framhald á 15. ?íð" ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 2. marz 1966 5 S

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.