Alþýðublaðið - 10.03.1966, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.03.1966, Blaðsíða 4
Á EíKSOI) Rttatjórar: Cylft Gröndal <áb.) og Benedlkt Gröndal. — RlUtfómarfutl- trúl: EiBur GuBnaaon. — Slmar: 14900-U903 — Auglýstngaslml: 14908. ASsetur AlþýBuhúalB vlB HverflsgOtu, Keykjavík. — PrentsmlBja AlþýBu blaBslna. — Aakrtftargjald kr. 95.00 — 1 lausasölu kr. 5.00 elntaklO. Utgefandl AlþýSuflokkurlnil. Fortíð og framtíð HÁLFRAR ALDAR AFMÆLI Alþýðuflokksins og Alþýðusambands íslands hefur þegar leitt til •nokkurra umræðna um starf þessara samtaka og 1 árangur þess. Það er höfuðeinkenni á sögu Alþýðuflokksins, að hugsjónir hans hafa fest rætur í landinu, en flokkurinn hefur vegna endurtekins klofnings ekki wáð þeim styrk, sem sambærilegir flokkar í næstu löndum hafa. Hins vegar hefur flokkurinn haft lykilaðstöðu í íslenzkum stjórnmálum og hefur til ! dæmis átt sæti í 7 af 9 samsteypustjórnum síðustu þriggja áratuga. Þannig hafa jafnaðarmenn komið iöaráttumálum sínum fram og smám saman unnið fylgi annarra flokka við þau. Margir þeir, sem tóku þátt í klofningi Alþýðu ílokksins 1938 eða 1956 hafa undanfarið látið í Ijós efasemdir um, að það hafi verið rétt af þeim að yfirgefa Alþýðuflokkinn. Þeir sjá nú, að klofning nrinn skapaði sundrungu og gerði andstæðingum einum gagn. Þeir sjá, að Alþýðuflokksmenn höfðu . rétt fyrir sér í flestum deilum við kommúnista um grundvallardeilumál flokkanna. Þeir sjá, að Al- þýðuflokkurinn hefur náð miklum, jákvæðum ór- angri, en Sósíalistaflokkurinn og Alþýðubandalagið hafa haft lítil varanleg áhrif á.mótun íslenzks þjóð félags. Alþýðuflokkurinn hefur sýnt ótrúlegan lífs- mátt, og hann hefur rétt úr sér eftir hverja raun, aukið fylgi sitt á ný og staðið heill eftir skamma stund. Flokkurinn er nú stærsta heildin á vinstra armi íslenzkra stjórnmála, stærri en Sósía- listaflokkurinn. Eina skynsamlega leiðin til að styrkja þann arm er því að efla Alþýðuflokkinn og styrkja hann til nýrra átaka í framtíðinni. Alþýðuflokkurinn hefur frá upphafi haldið fast við grundvallaratriði í stefnu sinni. En hann hef- ur borið gæfu til að skilja þróun tímans og breyta haráttuaðferðum sínum með breyttum tímum. Al- þýðuflokkurinn er nú að meðaltali yngsti flokkurinn . á Alþingi. Hann hefur á að skipa fjölda ungra og efhilegra manna, sem túlka markmið jafnaðarstefn- - unþar á' því máli, sem unga kynslóðin -skilur og feeita henni .til að móta öld tækni og velmegunar. Alþýðuflokkurinn minnist þessa daga liðinnar bar- áttu, en hugur.hans stefnir fram á .við. Alþýðuflokk - urínn er flokkur framtíðarinnar. 4 10. marz 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÓDÝR SKÓMARKAÐUR í KJÖRGARÐ9 TÖKUM FRAM f DAG KARLMANNASKÓ úr leðrl sneð gúmmísóla. Verð kr. 240.00 og 398.00. — Ennfremur seljum við KULDASKÓ fyrir kvenfólk. Verð kr. 298.00 og 398.00. — Einnig seljum við fjöimargar gerðir af KVENTÖFLUM OG IN NISKÓM. Verð frá kr. 98. SKÓMARKAÐURINN Kjörgarði - Laugavegi S9 (1. hæð) m m BINDINDISÞING var nýlega haldið hér í Reykjavík. í umræð uniun kom það skýrt í ljós, að fulitrúar álitu að áfengisbanni yk ist fylgi með þjóðinni með hverj um degi. Þetta vissi ég fyrir, og aldan á eftir að rísa miklu hærra. Ástæðan er sú, a3 ástandið er orðið geigvænlegt og kostar þjóð ina í sjúkdómum og týndum vinnu stundum meira fé en hún fær í áfengisgróða. Þó er þetta ekki að alástæðan heldur hörmungarnar sem eru viff hvers manns dyr svo að segja. En þær eru bein afleið- ing af áfengisflóðinu. Ástandið er nú enn verra en það var fyrir banuiff og var þá þó hroðalegt þá. VOGABÓNDI SKRIFAR: „Son- ur minn er stýrimaffur í millilanda siglingum og vann allt sl. ár. Kaup hans var að öllu töldu kr. 175.000,Oú. Vafalaust hafa háset ar talsvert minna. Þjóðfélagiff ætl ar af þeim ríflegan áfengisskammt, en hann má ekki kaupa Jiema lít ið erlendis til heimilis. Er betra að hann eyði . erlendis leyfðum gjaldqyri í svall? Flugliðar öf- unda liann af miklum áfengis- skammti. Þó eru siglingar á sjó íslendingum nauðsyn en það er flugið ekki. Þeir, sem vinna og efla öryggi þjóðfélagsins, eru ekkf í luxusflakki. PÉTUR SKRIFAR: „Landbúnaðar ráðherra telur, að framleiðsluverð mæti landbúnaðarins séu tveir mill jarðar. Ég er liis^a á, að jafn vel gefinn maður skuli mæla slíkt. Upphæðin er varla yfir einn hluta (VWWWWWWWWWWWIWWWWWIWWWWWWWWMWWW , 5 + fifengisbann nýtur vaxandi fylgis. + Tollfrjálst fyrir sjómenn og flugmenn. ic Hvaff er framleiffsluverffmæti landbúnaffarvara? + Nokkur orff um skattalögregluna. þess verðmætis, eða 600—700 mill jónir að sannvirði. Eru það ekki verkamenrtirnir og sjómennirnir sem greiða uppbæturnar til land búnaðarins og alla styrki? Ef landbúnaðurinn á að vera sam- keppnisfær og vinna með vélum af viti, ættu bændur ekki að vera fleiri en tvö þúsund, og þó lík- lega færi. Og vel á minnst Hver borgar vextina af smjörfjallinu, sem kostaði 200 milljónir? Bænd ur hafa fengið sitt.“ KÁRI SKRIFAR. „Nú er skatta lögreglan t í óða önn að elta uppi smælingja og miðlunga. Allir eru hræddir nema þeir stóru, sem hafa vélabókhald. Það skilur eng inn og er eins ,og gyðingabókhald sem er öfugt, eins og skrattinn les biblíuna. Ég veit ekki nerna um þrjá staði, sem veita öryggi ivrir sköttum og skattalögreglu. En það eru Háskólinn, Letigarður inn og Kleppur. Elliheimilin eru ekki einu sinni örugg. OG SKATTALÖGREGLAN ^rasserar aðeins í Bevkiavík. Jafnvel í Kóoavogi er tiltölulega róleet,. Og í dreifbvlinu þorir eng inn að nefna skatta og tolla, þar búa æðri íslendingar, nokkurs^ konar heiðursborgarar þjóðfélags ins. Jafnvel þó fréttist um ísskápa fulla af koníaksflöskum, mundi enginn kippa sér upp við það. Blessuð borgarstjórnin okkar á aS sjá um, að Reykvíkingar séu ekki hlunnfarnir frekar en aðrir þegn ar þjóðfélagsins. Ég er ansi hræddur um, að sauðirnir verði lafhræddir í næstu kosninguiy og núllin nokkuð mörg.” SKATTALÖGREGLAN vinnur sitt nauðsynlega starf. Það má enginn vanmeta. Hún á að gegna sama hlutverki og sóflinn undir sperrunni í gamla daga. Hannes á horninu. Koparpípur og Fittings, Ofnakranar, Tengikranar Slöngukranar, Blöndunartæki, Rennilokar, Burstafell byggingarvöruverzlun, Réttarholtsvegi 3. Simi 3 88 40.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.