Alþýðublaðið - 10.03.1966, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 10.03.1966, Blaðsíða 5
SJÓÐA NIÐUR 30-40 ÞÚSUND DÓSIR Á DAG Hlutafélag um rekstur niður- suðuverksmiðju K. Jónsson og Co. Elif. var stofnað 1947. Fram til 1960 starfaði fyrirtækið í mjög ófull komnu húsnæði og við lítinn véla kost, enda þá eingöngu framleitt' í smáum stíl fyrir innanlandsmark að. Árið 1960 var ráðizt í stórfellda stækkun verksmiðjunnar m.a. vegna áeggjan þess opinbera, sem hafði látið rannsaka skilyrði fyr ir slíkum rekstri við Eyjafjörð aðallega með útflutning fyrir aug um. Byggt var nýtt verksmiðjuhús og keyptar nýtízku niðursuðuvél ar frá Noregi.. Á árunum 1961 — 1965 hafa verig framleiddar niðursuðuvörur að verðmæti 65 milljónir kr. Þar af hefur útflutningur verið 47 milljónir kr. sem skiptist þannig eftir vörutegundum: Sardínur 3 millj. dósa. Smjörsíld 1 milljón dósa. Gaffalbitar 4,6 milljónir dósa. Aðalmarkaðslandið hefur ávallt verið Rússland. Nokkuð hefir einn ig verið flutt út til Tékkó'dóvak íu, Rúmeníu og Bandaríkjanna. Þrátt fyrir þessa framleiðslu hefir verksmiðian aldrei starfað með fullum afköstum allt árið, þar eð erlendir markaðir liafa ekki verið fyrir hendi. enda eng in skipulögð markaðsleit fram- kvæmd. hvorki af hálfu íslenzkra niðursuðuverksmiðia né hins opin bera. Fullkomin ástæða er til þess að málefni þessu verði meiri gaum ur gefinn í framtíðinni. og sérstak lega, að hið oninbera hafi forustu í þessum aðeerðum. þar eð niður suðuverksmiðiur í landinu hafa ekki bolmagn t.il að st.anda straum af víðtækri markaðsleit og auglýs ingastarfsemi. Hér á landi eru ýmsir erfiðleik ar í sambandi við rekstur niður suðuverksmiðja. Ef um er að ræða verulega framleiðslu til útflutn- ings verður verksmiðjan að hafa geysimiklar birgðir. af alls konar hráefnum og umbúðum. Má t.d. nefna dósir svo hundruðum þús. skiptir, matárolíu, tómatkraft, krydd alls konar o.fl. Þá þarf fyr irtækið einnig að festa kaup á nokkrum þúsúndum tunna af krydd síld fyrirfram. oft í óvissu um markaði erlendis. Augljóst er, að geysimikið fjár magn þarf til þessara vörukaupa sem st.öðugt fara vaxandi með auk inni framleið-lu og f iölbreytni. Á sl. sumri var byrjað á viðbót arbyggingu við verksmiðjuna, sem er stálgrindarhús, 755 ferm. að stærð, sem mun leysa úr brýnni þörf fyrir geymslupláss og pökk unarsal, auk þess sem hluti þess verður nýttur sem vinnupláss. Á árinu voru einnig keyptar nokkrar dýrar vélar, sem brýn þörf var fyrir til þess að auka af kastagetu og vinnuhagræðingu. Þegar verksmiðjan starfar með fullúm afköstum. vinna þar að jafnaði á annað liundrað manns. i BÍLLINN í ÁR ER DODGE 1966- Sláizt í för með öðrum ánægðum DODGE eigendum og veljið DODGE 1966. Það er sama hvort það er DART, CORONET, POLARA eða MONACO, þeir eru hver öðrum glæsilegri. Hinir vandlátu velja aðeins DODGE 1966. DODGE DART GT... er fallegur bíll með fallegum klassískúm línum. — DODGE DART er rúmgóður og kraft- mikill bíll, sem gáman er að aka. Fáanlegur með venjulegri þriggja gíra skiptingu, sjálfskipt- ingti eða fjögurra gíra gólfskipt- ingu. 1966 Dodgo Coronel 500 D0DGE C0R0NET 500... ér, eins og alliv bílar frá DODGE, vandaður, stérkur og síðast en ekki sízt stórglæsilegur með nýtízkulegúm línnm. — CORONET keniur „standard" nteð 145 hestaflá vél, en auk þess má velja mn fjórar aðrar vélar- stærðir. D0DGE P0LARA... er glæsilegasti billinn frá Banda- ríkjunum í ár. Undir vélarhlif- inni er liin heimsfræga DODGE 38Í5 cub, in„ V8 véi. Hringbraut 121 — Sími 10600. Margt þessa fólks eru húsmæður sem vinna t.d. h'álfan daginn og unglingar og skólafólk yfir sum armánuðina. Á árunum 1961 — 1965 haf^ launagreiðslur numið 16 millj. kr. þar af 5 milljónir kr. á sh ári. Fuli afkastageta verksmiðjunn ar er 30—40 þús: dósir á dag af sardínum eða gaffalbitum. — Ný lega hefir verksmiðjan fengið samning um sölu á 3 miHj. dósa af gaffalbitum, sardínum og smjör síld til Rússlands, að v.erðmæti 19 miljónir kr.. Vonir standa til, að viðbótarsamningur fáist fyrir 5—6 millj. kr. á þessu ári. Gert er ráð fyrir, að útflutning ur verksmiðjunnar til Rússlands verði svipaður næstu þrjú árin vegna hinna nýju viðskiptasamn- ) inga. — Auk þess hefur1- iyriv tækið ýmsar nýjungar á ppjfeun um í sambandi við fullnýtingu sjáv arafurða tit útflutnings. Alí. þettá krefst mikillar vinnu og ;þolíi) mæði og ekki sízt mikil§ fjár- magns. Á.:-. ■: : : - í Jy ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 10. marz 1966 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.