Alþýðublaðið - 10.03.1966, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 10.03.1966, Blaðsíða 16
i Ég hef nú aldrei reynt að taka ljósmyndir, en ósköp vorkenni ég nágranna mín- um, sem er ófor'betranlegur áhugaljósmyndari og eltir Ihvern einasta árekstur til þess að reyna að selja blöð ' unum. Þrátt fyrir eljusem- ina hefur honum enn ekki tekizt að taka mynd af kerl ingunni sinni — með lok- ! aðan munn.... Kvenleg fegurð verður tiL j í augum gæjanna, segja t ijótu skvísurnar.... f . 11 ■ ____________________________ I Mér finnst fræðimennsku ’ Benedikts furðu lítill gaum- iu- gefinn, því að það er auð- séð, að fræði hans eru eng- in handahófsverk. En það virðist vera klíka liér á landi með vissan mann í farar- broddi, sem hefur tekið að sér einkaleyfi á öllu viti, og þetta einkaleyfi er orð- ið að allfúlum einokunar- bransa og ekki geri ég ráð fyrir að mitt litla vit verði hátt metið hjá þessara há- göfugu vitbræðsluverk- smiðju þeirra . . . Tíminn. VÍSINDIN' efla aila dáð. sagði Jónas forðum Svo mjög hefur þessum orðum verið á lofti haldið, að þau eru vafalaust rétt mæli. Vísindamenn okkar á öll um sviðum hafa unnið merki- legt rannsóknarstarf eins og ti-1 stóð, hvort heldur er við merk ingar á merkilegum fiskum og fuglum, eða við sauðfiárkyn- bætur. Og þá hafa sagnfræðing. ar heldur ekki legið & líði sínu við að draga i sarpinn allskonar upplýsingar, sem stuðla að því að gera tilveru okkar eins merkilega og mögulegt er. Má í rauninni segja að vísindamenn á öllum sviðum hafi náð merki legum árangri, hver í sinni grein, þegar miðað er við þær aðstæður og erfiðleika sem þeir eiga við að etja. Það er til dæmis mikil árátta lá náttúrufræðingum að merkja allt sem hönd og tönn á festir. •Þeir merkja jafnvel ómerkileg- ustu kvikindi jarðarinnar og vona .svo að þau gangi einhvers- staðar aftur, skili merkiau og þakki fyrir sig. Nú segja kannski einhverjir að þetta sé ekki ann að en árans merkileglieit í mönn unum og þeir geti eins vel hætt þessu og íarið á vertíð. Ég er þessu í sjálfu sér sammála, en þó getur maður ekki annað en dáðst að þrautseigju þeirra og vísindalegu áræði. Þetta kemur vel fram í grein í Tímanum í gær, þar sem greint er fdá baráttu fiskifræðinga við að merkja rækju norður í iHúna- flóa. IÞað hefur nefnilega komið í Ijós að rækjulíf stendur með talsverðum blóma norður þar, þrátt fyrir skrímslið og óáran, enda er rækjan ekki annað en svolítið skrímsli. Manni skilst á greininni að hér sé verið að vinna algert brautryðjendastarf, enda eru aðfarirnar eftir því. í fyrsta lagi reyna þeir að merkja rækiuna með því að færa hana í regnkápu. Þetta er í sjálfu sér ákaflega fallega hugsað. því að sjórinn er blautur. eins og allir vita. Hins vegar virðist í’ækjan ekki kunna að meta þessa Qiugs- unarsemi, því hún hefur smokr að sér úr öllum regnkápum hing að til. í öðru lagi reyna þeir að hnýta slaufu 'á halann á rækj- unni. Þetta finnst mér beinlín is hlægilegt, enda getur varla ólíklegra kviki-ndi með slaufu, em einmitt rækjuna. Ég veit ekki livort þeir vonast til að geta liöfðað til skartgirni rækj unnar með þessum aðförum, en það væru mjög óvísindaleg vinnubrö.gð, meðan ekki hefur verið sannað að rækjan sé skartgjörn. iFjórða aðferðin er sú, að sprauta litarefni í rækjuna og gera hana fagurgræna. Það er enn mjög óvísindalega að far- ið, þar sem það stríðir gagn þvi náttúrulögmáli að rækjan sé ein'hvernveginn öðruvísi á lit i ll inn. Þarna er rækjan fyllilega sammála baksíðunni, því hún losar <sig við þann lit á tveim dögum, sem iVísindamenn hafa sannað að eigi að endast í sex mánuði. Þannig hafa allar aðferðir, sem liingað til hafa verið reynd ar til að merkja rækju, farið hreinlega í vaskinn án þess að fiskifræðingarnir yrðu nokkru nær. Þeim er að vísu orðið ljóst að það muni vera ákaf- lega erfitt að merkja rækju og það er í sjálfu sér ekki ólítill vísindalegur árangur. En . vel að merkja: Er til nokkurs að vera að þessu striti, þegar menntaðir og vandaðir vísindamenn, eins og Svavar Gests og Benedikt frá Hofteigi, eru búnir að kippa grundvell- inum undan tilveru okkar moð því að sanna að við séum alls ekki komnir af norskum konung um? Auðvitað hef ég ekki gleymt brúðkaupsdeginum okkar. Þegar ég sagði yður að halda þunga yðar niðri, átti ég ekki við handaþunga yðar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.