Alþýðublaðið - 10.03.1966, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 10.03.1966, Blaðsíða 6
GLUGGINN Trúlofunarhringar Fljót afgreiffsla Sendum gegn póstkröfu. Guðm. Þorsteinsson gullsmiffur Bankastræti 12. Til sýnis voru einnig margar tegundir af Hohner-munnhörpum, harmonika, melodikur og rafknú ið orgel, en þessi hlióðfæri eru orðin verulega útbreidd hér. Orgel stóla, píanóstóla, píanóbekki og nótnagrindur útvegar Haraldur einnig. Ennfremur veitir hann að stoð við kaup og sölu á notuðum hljóðfærum. Haraldur gat þess að lokum, að hann hefði umboð fyrir flestar tegundir hljóðfæra frá verksmiðj um í Danmörku, Svíþjóð og V- Þýzkalandi en í þessum löndum er hljóðfæraiðnaður á mjög háu stigi. Skíffaskálinn í Hlíffar fjalli á Akureyri. íslenzkt fjall á norsku frímerki Árið 1940 voru bæði ísland og Noregur hernumin. Noregur af Þjóðverjum 9. apríl um vorið, en ísland af Bretum 10. maí. — Ekki skal saga þessara hernáma Einkaauður dr. Kwame Nkrum ah nemur að minnsta kosti 300 milljónum króna eftir því sem fyrrvcrandi fjármálaráðgjafi hins fallna forseta fullyrðir. Megin- hluti þessa auðs er í Ghana, bund inn í ýmsum fyrirtækjum og stofn unum, :om rekin voru á nafni forsetans. Bankainnistæður Nkrumah nema ekki meira en einni milljón króna. segir fyrrgreindur ráðgjafi ennfremur. Hann bætir við: — Ég veit ekkj um aðrar eignir í Kairo en óðal hans. Ef til vill á eiginkona hans, Fathia, peninga á sínu nafni þari A. Kumi, en svo heitir ráðgjaf Inn fymærandi, sem er í gæzlu varðhaldi hiá núverandi ráðamönn um, lýsti því yfir á blaðamanna fundi, að dr. Nkrumah hefði gert nýja erfðaskrá, rétt áður en hann yfirgaf Ghana, örfáum dögum fyr ir byltinguna. í erðaskránni arfleiðir hann flokk sinn, Þjóðarflokkinn, að öll um eignum sinum, með því for- orði, að hann jái fyrir konu hans börnum og móður. Enn er nokkuð óljóst, hvernig högum Nkrumah í Guineu er hátt að, en eins og kunnugt er lýsti Guineustjórn hann forseta lýðveld isins og aðalritara Lýðræðisflokks ins. Þjóðlega frelsisráðið í Accra heldur því fram, að sendiherra Ghana í Guineu og starMið hans sé í stofufangelsi. Ráðið lýsti því yfir að það ætl aði að slíta stjórnmálasambandi við Guineu, og krafðist þess, að sendiráðsstarfsmenn þess fengju að fara úr landi. Þá telur ráðið það fjarstæðu, að Nkrumah geti verið þjóðhöfð ingi Ghana og Guineu, þar sem sameining landanna sé löngu úr sögunni. í Addis Abeba gengu utanríkis ráðherrar Kenya, Alsír og Sómalí lands af ráðstefnu þeirri sem fjall ar um einingu Afríkuríkja. Kenva til að mótmæla nærveru sendi- nefndar hinnar nýju ríkisstjórnar Ghana, en áður höfðu hætt þátt töku, af sömu ástæðum, Guinea Mali, Tanzanía og Egyptaland. Alsír og Sómalíland hættu þátt töku vegna -afstöðu ráðstefnunn- ar til Rhodesíumálsins, en lönd in kröfðust harðari afstöðu. Rík ir því mikil óvissa um endalok ráðstefnunnar. rakin hér, en geta verður þess, að konungur og stjórn Noregs flýðu nokkru eftir innrás Þjóð- verja til Englands og höfðust við í London til stríðsloka. — Voru þessi landflótta stjórnarvöld Nor egs oftast kölluð „norska útlaga- stjórnin í London". — Á þjóðhá tíðardegi Norðmanna, 17.' maí 1943 gaf útlagastjórnin út 6 frí- merkja ,seríu”, og voru myndir þeirra verðgildi og litir eins og hér segir: 10 aura grænt með mynd af herskipi, 15 aura brúnt með mynd af orrustuflugmanni, 20 aura rautt með mynd frá mót- spyrnuhreyfingunni heima í Nor- egi þar sem orðin: ,,Vi vil vinne“ sjást let.ruð á jörðina, 30 aura blátt með mynd af skipalest, 40 aura græn-blátt með mynd af skíðahermönnum á göngu og 60 aura dökkblátt með mynd af Há- koni konungi VII. — Þessi norsku merki voru sem sagt gef- in út í útlegðinni, enda stendur á þeim: „London 17.5.’43”, — Eins og kunnugt er lauk stríðinu með ósigri Þjóðverja vorið 1945 og fyrst þá gátu Hákon konungur og stjórn hans haldið heim til Noregs. — Nazista-stjórnin, sem verið hafði við völd í Noregi á stríðsárunum, hafði gefið út nokk uð af frímerkjum þessi 5 ár, en þau frímerki gerði póststjórn hins frjálsa Noregs flest ógild og lét gefa út ný, þar á meðal þessa „seríu” sem við töldum upp hér áður, þó án orðanna: „London 17.5.’43”. Viðbót við sett ið voru tvö verðgildi 5 og 7 aurar. En því hefur okkur orðið svo tíð- rætt um þessi norsku merki, að á einu þeirra er mynd frá íslandi. Mynd þessi er á 40 aura-merk- inu og er tekin á stríðsárunum af norskum skíðahermönnum að æfingum í Hlíðarfjalli ofan við Akureyri. — Og einmitt þessa daga er þetta fjall mjög á dag- skrá því að Í.S.Í. hefur lagt til, að þar skuli vera miðstöð ís- lenzkra vetraríþrótta. — Ástæð- urnar til þesarar ákvörðunar eru margar: Skíðaland gott, skíðahó- tel þegar risið og togbrautir í byggingu. Og vafalaust má gera gott íþróttasvæði fyrir þá, sem skautahlaup vilja stunda þarna um slóðir. — Eins og fyrr segir er nú þegar risið þarna í fjall- inu myndarlegt skíðahótel, sem irúmar yfir hundrað njanns :í) svefnpláss, skíðalandið er heppi- legt bæði fyrir byrjendur og þá, sem lengra eru komnir í íþrótt- Framhald á 10. síffu. Ný hijóðfæri kynnt Hljóðfæra- og tónlistarkynning fór fram í Lóni sl. sunnudag á vegum hljóðfæraumboðs Haralds Sigurgeirssonar, Akureyri. Voru m|.a. sýnd og kynnt nýjustu, sænsku iljóðfærin tubon, klavin ett og klavitron. Leikin var af segulbandi tónlist leikin á þessi hljóðfæri en einnig lék Ingimar Eydal á tubon með aðstoð Egils Eðvarðssonar, sem lék á cembalet. Létu áheyrendur undrun í ljós yf ir eiginleikum hljóðfærisins, sem er hið fyrsta, sem hingað kemur. Má velja um 4 tónbrigði þ.e. tón kontraba-sa, gítarbassa, saxófóns og fagotts. Ingimar taldi tubon mjög skemmtilegt og hentugt hljóðfæri fyrir minni hljómsveit ir. Af hljómplötum var svo leikin tónlist spiluð á Hohner-hljóðfærin pianet( cembalet og 5 stærðir af rafmagnsorgelum. Þar var tónlist fyrir alla, allt frá villtum jazz til Handels og Bachs. Framleiðsla á þessum electroni'ku orgelum er komin á mjög hátt stig og sumir hljómar og blæbrigði (viprato og echo) hin ótrúlegustu. 0 10. marz 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.