Alþýðublaðið - 12.03.1966, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 12.03.1966, Qupperneq 9
Jón Axel Pétursson JÓN BALDVINSSON. — Þetta var í forsetatíð Jóns Baldvinssonar. Hafðirðu náið sam starf við hann í öllu þessu? — Já fyrst og fremst en þarna komu einnig fleiri við sögu. Vara forseti var Héðinn Valdimarsson Stefán Jóhann var ritari og einn ig voru í stjórninni Jóhanna Eg iiþdó|ltir, Sigurjóíi Á. Ólafssoíi og fleiri. Þá starfaði á skrifstofu okkar Svava Jónsd. er þar var um langt árabil, einstök greindar- og ágæt iskona, sem átti mikinn og merk an þátt i að gera veg Alþýðuflokks ins sem mestan. Jón Baldvinsson var sérstakt ljúfmenni, og held ég að mér sé óhætt að segja, að öðrum eins ágætismanni hafi ég aldrei kynnzt. Það var sérstak lega ánægjulegt að vinna með honum go var alveg sama að hverj“ var. Hann var vitur maður, og þeir sem muna þessa tíma, er félags samtökin voru að komast á legg og æflast, geta varla furðað sig á því, að við skyldum ekki njóta hans lengur en raun bar vitni. Áíagið á Jón var óskaplegt. Hann hafði hvorki frið nótt né nýtan dag. Auðvitað reyndi maður að ónáða hann ekki að óþörfu, en oft kom fyrir, að maðúr varð að ræsa hann um miðjar nætur vegna einhverra vandamála og þá sem • alltaf var hann boðinn og búinn að leysa sérhvern vanda. Það hlupu aldrei neinar snuðrur á þráðinn í öllu okkar samstarfi. — Þegar Sogsdeilan stóð sem næst og illa horfði um lausn, var svo komið, að skipi, sem hingað hafði komig fullhlaðið af efni til virkjunarinnar, hafði verið snúið aftur til Danmerkur. Þá var það Jón Baldvinsson, sem setti sig í samband við vin sinn Stauning, sem þá var for sætisráðherra Danmnrkur. Varð þetta til þess að deilan leystist farsællega og samningar tókust mikið fyrr við damka verktakann en nokkur von hefði annars ver ið til. Jón hafði alltaf ráð und ir rifi hverju, og sá held ég aldrei þann vanda, sem hann eWki taldi unnt að leysa á einn eða annan hátt. + IIÉÐINN VALDI- MARSSON. — En hvernig var samband þitt við Héðinn? — Auk þess að vera samheriar í stjórnmála- og verkalvðsbarátt unni, þá vorum við Héðinn mjög nánir vinir. Héðinn var óvenjuleg ur persónuleiki. Hann var gófað ur, harðduglegur og mátulega ó- fyrirleitinn. Hann lét mjög til sín taka í verkalýðsbaráttunni og flokk starfinu. Það má segja að við höfum í rauninni öll í stjórn inni verið eins og ein sál. Við höfðum ólíka kosti til að bera og bættum hvert annað upp svo að ekki var á betra kosið. Þeir voru ólíkír menn Jón og Héðinn, líklega eins ólíkir og tveir menn geta verið. Svo kom að því að Héðinn tók sína örlagaríku ákvörðun að segja skilið við Alþýðuflokkinn. Okkur voru á þessum árum sí fellt að berast gylliboð frá komm únistum, samfylkingartilboð, sem svo voru kölluð. Þessi tilboð voru óneitanlega freistandi á yfir borðinu, en þeir sem framsýnir voru sáu þó í gegnum blekking arnar, að um allt annað var að ræða hjá kommúnistum en ein- lægan samvinnuvilja. Það voru þeir sem höfðu klofið sig út úr Alþýðuflokknum, en ekki flokkur inn klofið sig frá þeim. Þessi klofningur var gjörsamlega að nauðsynjalausu og til mikils og ó- bætanlegs tjóns fyrir Alþýðuflokk inn og íslenzka verkalýðsbaráttu í heiid. Þetta má bezt sjá af því ag í grannlöndum okkar eru jafn aðarmannaflokkarnir stórir og sterkir og hlutfallslega stærri en hér. Það er fyrst og fremst klofn ingsstarfsenii kommúnista sem hér er um að kenna hjá okkur og engu öðru. En verkanir klofnings ins urðu andstæðar því sem þeir bjuggust við. Fólk flykkist ekki í þeirra raðir, heldur hópaðist til Framsóknar og Sjálfstæðisflokks ins. Það hafa þeir afrekað frá mínu sjónarmiði. Þeim tókst að fleka Héðinn til fylgilags við sig, en þó aðeins um stuttan tíma. Ég hefði haldið eftir að hafa þekkt Héðinn jafn vel og lengi og ég hafði gert, að slíkt mundi aldrei geta átt sér stað en það skeði nú samt engu að síð ur. Það urðu mér og okkur fleiri mikil vonbrigði, þegar hann sagði skilið við sína gömlu samherja, og vináttan fór út um þúfur. Ég get varla sagt, að við höfum tal azt við eftir að þetta skeði. + BÆJARSTJÓRN. — Varst þú ekki kominn í bæj árstjórn þegar þú varðst fram kvæmdastjór; flokksins og Alþýðu sambandsins? —Jú, ég var kosinn í bæjar- stjórn í kosningunum 1934, og sat þar síðan í tuttugu ár, allt fram til ársins 1954, og allan þann tíma í bæjarráði. í þes=um kosningum fékk Al- þýðuflokkurinn fimm bæjarfull- trúa, og það voru auk mín Stefán Jóhann. Ólafur Friðriksson, Jó- hanna Egilsdóttir og Guðmundur Oddsson. Undir forustu Stefáns Jóhanns var samstarf okkar með miklum ágætum og hann leíð- beindi okkur nýgi-æðingunum í bæ.jarmálum þessi fyrstu ár. Það var margt að gerast um þessar mundir, og á því tímabili sem það var hlutskipti mitt að vera í bæjarstjórn urðu stórkost leeri breytingar en nokkru sinni höfðu hér orðið. Málin, sem hæst ber, eru virkjun Sogsins. hitaveit an og loks Bæjarútgerð á toeur um, en það ásamt virkiun Sogs ins hafði lengi verið eitt af bar áttumálum Alþýðuflokksins. Framhald á 15. síðu Bréfaskóli S.Í.S og A.S.Í. í dag, á 50 ára afmæli Alþýðusambands ís- lands, kemur út fyrsta námsbréf Bréfa- skólans. Er það í flokknum: Bókhald verka- lýðsfélaga, höfundur Guðmundur Ágústs- son, skrifstofustjóri. Bréfaskóli S.Í.S. og A.S.Í. Viljum ráða mann til skrifstofustarfa. Leggjum áherzlu á góða reikningskunnáttu og æfingu í meðferð talna. Nokkur mála og bókhaldsþekkmg æskileg. Starfsmannahald S.Í.S. Renault eigendur Höfum tekið að okkur boddýviðgerðir og sprautun. — Reynið viðskipíin. BílaverkstæðiS VESTURÁS Síðumúla 15. — Sími 35740. Skorað er á jbd fasieigna- eigendur í Hafnarfirði sem enn skulda fasteignagjöld fyrir árið 1966 að greiða gjöldin nú þegar, svo kom- ist verði hjá kostnaðarsömum innheimtu- aðgerðum, sem nú eru að hefjast. Bæjargjaldkerinn í Hafnarfirði. BAKARAR Bakari og aðstoðarb'akari óskast til starfa við hið nýja HOTEL Væntanlegir umsækjendur þurfa að aeta hafið störf þ. 15. apríl eða 1. maí n.k. Upplýsingar hjá skrifstofu Loftleiða (hótel- deild), Reykjavíkurflugvelli. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 1966 12. marz 9

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.