Alþýðublaðið - 15.03.1966, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.03.1966, Blaðsíða 2
eimsfréttir siáasfliánca nótt SAIGON: Þúsundir bandarískra og ástralskra hermanna hafa fimdið stórt ueöanjarðarvopnabúr Vietcong um 50 km. norðaustan við Saigon. Nýir stjórmálaerfiðleikar risu um helgina. Búddatrúar- menn í nyrzta héraði Suður-Vietnam kröfðust kosninga og myhd* undr borgaralegrar stjórnar og 3 pús. stúdentar msettu ekki í skólci í c:ær til að láta í Ijós óánægju meö herforingjastjórnina í Saigon. Óánægjan á rót sína að rekja til þess að Nguyen Chang Thi Qfursta, y i irníanni heisveitanna í norðurhéraðinu, var nýlega vikið út sljórninni. NÝJU DELHI: — Rúmlega 100 mans meiddust í hörðum bardögum milii Hindúa og Síkha í Nýju Dellii í gær, og einnig meiddust margir í átökum í Punjab. Orsök óeirðanna er andstða .ííindúa gegn stjórnarfrumvarpi um að stofna nýtt ríki þar sem . tiinn voldugi ættflokkur Síkha verður allsráðandi og Punjapi opinbert tungumál. WASHINGTON: ________ Leiðtogi demokrata í öldungadeild- tnni, Mike Mansfield, lagði til í gær, aö Bandaríkjamenn drægju úr hernaðarskuldbindingum sínum í Evrópu vegna Vietnamstríðs- ins Mansfield sagði, að de Gaulle forseti hefði ef til vill gert góð- verk þegar hann tók fyrir skipulagsmál NATO í framtíðinni, en dí> tillits til orða forsetans væri tírni kominn til að taka skipulags- mál NATO til gaumgsefilegrar athugunar KAIRÓ: — Forsætisráðherrar Arabaríkjanna komu saman til fundar í Kairó í gær og munu fjalla um ýmis vandamál eins cg samskipti Vestur-feýzkalands og ísraels og vopnasendingar Banda , t-íkjamanna til ísraels Öll Arabaríkin nema Túnis eiga fulltrúa á ráðstefnur.ni V/ASHINGTON: — Johson forscti telur mikilvægt, að leið- lugar Kínverja 'finni að land þeirra tilheyrir samfélagi þjóða. Hinn cindregni stuðningur Pekingstjórnarinnar við stríðsrekstur Norð- vr-Vietnam torveldar honum að gera tilslakanir án þess að virka veiklundaður um lcið, að því er haft var eftir áreiðanlegum lieim- ildum í Wasliington í gær Um helgina sagði Humphrey varafor- scki, að nauðsynlegt væri að hefta áhrif Kínverja án þess að ein- tihgra Kina Sagt er, að þetta tákni ekki stefnubreytingu Banda- ■l íiijastjórnar, sem sé cnn andvíg aðild Kína að SÞ. DACCA: — Forseti Kína, Liu Shao-chi, kemur í heimsókn tl Pakistans í lok mánðarins, að sögn Bliutto utanrikisráðherra í gær. PARÍS: — Utanríkisráðherra Frakka, Couve de Murville, fcv í opinbera heimsókn til Búkarest og Sofia í næsta mánuði í Loði ríkisstjórna Rúmeníu og Búlgaríu. NAIROBI: — Stuðningsmenn varaforseta Kenya, Odinga Cidinga, hafa stofnað nýjan stjórnmálaflokk. Odinga var sviptur stjjðu varaformanns stjórnarflokks Kenya á sunnudaginn eftir að hann déildi hart á Kenyatta forseta. Þannig lítur nýja vélin úi að innan eftir lenginguna. — Mynd: JV. Fyrsta lengda Loft- leiöavélin komin Rvík, — OTJ. SÚ fyrsta af hinum lengdu vél um Loftleiða. Bjami Herjólfsson kom til Keflavíkur sl. sunnudag oe har með lenti á íslenzkri grund afkastamesta samgöngn tæki sem við höfum nokkurn tíma átt, og jafnframt lengstærsta farþegavél sem er í feröunv yfir Norður-Atl antshafið, flugstjóri var Jóliann es Markússaon. Eftir lenginguna tekur vélin 190 farþega og flugfreyjum hefur ver ið fjölgað þannig að þær verða sjö. Fréttamönnum og fleiri gest um' var boðið í stutta flugferð skömmu eftir komuna og fræddir um það á leiðinni að í stað þess að fljúga fimm km. liægar, eins og gert liefði verið ráð fyrir, hefði há markshraði vélarinnar aukizt um fimm kflómetra. Flugeiginleikar eru einnig sagðir betri eftir breyt inguna því að fyrir hana þurfti að liafa eitt tonn af blýi framantil í vélinni, sem ,,kjölfestu.“ Þar sem blýið borgaði engin fargjöld var það fyrirkomulag ekki mjög liag stætt rekstrarlega séð, og það var m.a. ástæðan fyrir lenging unni. Auk þess höfðu verksmiðj urnar eindregið ráðl. hana vegna þess hve það myndi bæta flug lvæfni vélarinnar. Loftleiðir eiga nú sem kunnugt er fjórar RR 400 vélar, og þegar þær liafa allar ver ið langdar taka þær alls 760 far þega sem er dágóður fjöldi. Bjarni Herjólfsson er smekklega innrétt uð og með þægilegum sætum. Voru fréttamenn almennt sammála um það eftir sína stuttu reynslu að mjög þægilegt væri að ferðast með vélinni, og þó voru flugskil yrði slæm. Og ekki dregur hia annálaða þjónust Loftleiðafólksing úr ánægjunni. Meðal þeirra sem tóku á móti vélinni voru Kristján Guðlaugs- son, Alfreð Elíasson, Kristinn Ols en og Einar Árnason, ásamt frúm sínum. Voru stjórnendurnir að von um ánægðir og stoltir af farkost inum. Nánar verður sagt frá tækni legum atríðum og ýmsu öðru á Flugsíðunni innan skamms. Stewart og Luns gagnrýna Frakka Hin nýja Loftlciðaflugvél, stærsta flugvél í eigu íslendnga, ú Kefiavíkurflugvelli..— Mynd: JV £; 15. marz 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ London, 14. 3. (NTB-Reuter.) Utanríkisráðherrar Bretlands og Ifollands gagnrýndu í dag á- form de Gaulles forse'a um að flytja aðalstöðvar NATO frá Frakk landi. Hollenzki utanríkiráðherrann, dr. Josef Luns, sagði að Hollend ingar hefðu miklar áhyggjur af frumhlaupi Frakka. Hollendingar væru sammála Bretum um að varðveita bæri núverandi skipu Iag NATO. Luns sagði þetta á blaðamanna fundi í London, þar sem hann sit ur fund Vestur-Evrópubandalags- ins (WEU) á morgun. Aðilar að WEU eru Bretland og hin sex aðildarríki Efnahagshandalag',ins. Utanríkisráðherra Breta Mich ael Stewart, sem verður í forsæti WEU fundarins, sagði að áætlgn ir de Gaulles væru árás á hið sam einaða varnarkerfl, sem öryggi Vesturlanda og frelsj mannkyns ins byggði't á. Enainn hugsanleg ur árásarmaður skyidi halda, að bftnn gæti notfært sór stoðana áereining innan bandalagsins. Að sögn diplómata i London vinna stjórnir NATO landanna að samningu yfirlýsingar, þar sem látin verður í Ijós hollusta við bandalagið og meginregluna um sameinaðar hervarnir. Þessar yf- irlýsingar verða ef til vill birtar í hinum ýmsu höfuðborgum á morg un og verða ef til vill samhljóða Það eru aðaliega fulltrúarnir i fastaráði NATO í París sem hafa rætt efni yfirlýsinganna. Upplýsingamálaráðherra Frakka Framhald á 15. síðu FUJ í i Keflavík Félag ungra jafnaðar- manna í Keflavík heldur- fund á miðvikudagskvöld kl. 9 í Tjarnarlundi.' ’ Fundarefni.: . Ræðu mennska. Leiðbeinandi verð ur Benedikt Gröndal.: Stjórnin. AWWWWVWWMWWWMW

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.