Alþýðublaðið - 15.03.1966, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.03.1966, Blaðsíða 4
OJiémO) RHítjArar: Cylfl Grönd»l (íb.) og Benedlkt Gröndel. — RltetJ'ómerfuil- trúl: EiBur GuBnason. — Simar: 14900-14903 — Auglýslngaaiml: 1490«. ASsetur AlþýBuhúslS vlS Hverflsgötu, Reykjavik. — PrentsmlBja AlþýSu blaSslns. — Askriítargjald kr. 95.00 — 1 lausasölu kr. 5.00 elntaklS. Utgefandl AlþýBuflokkuriiul. m rrm k B k I ¥ ML M. TiTT EIN RAUÐ RÓS! Blómleg RÍKISSTJÓRNIN hefur útgerð látið undirbúa bygg- ÉG HEF á ö5rum stað minnzt nokkurra óþekktra brautryöjenda Alþýðuflokksins. Ég tók þaó fram, að þeir va.vu fleiri, sem ekki yrðu nefndir. Með því vildi ée vekja athygli á því. að stofnun Alþýðuflokksins og verkalýðssam takanna var verk ónafngreindra þús, karla og kvenna, en ekki fárra manna, þó að þeirra sé get ið fyrir það, að hafa sett fund og stjórnað himun eða skrifað fundargerð. Það er ekki dregið úr þeim heiðri, sem þeir eiga fyrir störf sín, aðeins valtin athygli á því, að þeir voru ekki annaö en verkfæri fólksins sjálfs. ÞEGAR ÉG ÓK niður Lauga veg á afmælisdegi Alþýðuflokks ins birtist skyndilega fyrir mér lifandi mynd af tígulegri miðaldra konu. Hún kom frá húsinu nr. 153, gekk upp hallann frá bak hlið hússins. Hún var ljóshærð, liá og grönn klædd eins og hún kæmi úr eldliúsinu, gekk liratt og ákveðin á móti mér að því er virtist í svipinn. Allt í einu tók ég eftir því, að liún hafði aðra hendina á lofti og milli fingranna stóra rauða rós. EN SVO HVARF mér sýnin. Ég vissi hvað konan ætlaðist fyrir og sá fyrir mér framhald mynd arinnar. — Myndina tók ég í minn ingasafn mitt árið 1923 þegar fyrsta kröfuganga verkalýðsins í Reykjavík fór fram. Ég fullyrði ekkert um það, að þessi mynd hafi SMURSTÖÐIN Sætúni 4 — Sími 16-2-27 Bfllinn er smurður fljótt og vel. Seljum allar teguadir af smurolíu Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður Málaflutningsskrifstofa óðinsgötu 4 - Sími 11043. Látið okkur ryðverja og hljóðeinangra bifreiðina með TECTYL! RYÐVÖRN Grensásvegi 18. Sími 30945. Látið okkur stilla og herða upp nýju bifreiðina. BiLASKOÐUN Skúlagötu 34. Sírni 13-100. ekki komið fram í huga mér öll þessi fjörutíu og þrú ár, sem lið in eru síðan ég eignaðist hana. En það er víst, að á afmælisdegi flokksins birtist hún mér hrein og tær, ÁRIÐ 1923 áttu heima í örlitlu húsi við Laugaveg 111 hjónin Ó1 afía Jónsdóttir og Kristinn Ás- grímsson. Kristinn vann allskonar verkamannavirinu og féll ekki verk úr hendi. Ég þekkti þau bæði. Kristinn var rólyndur> maður. Ó1 afía var skörungur. Hún hafði á kveðnar skoðanir og lét bær í ljós en alltaf með glaðværð. Þau áttu mörg börn og ég þekkti þau öll en synina þó bezt, en meðal þeirra er Hannes Kristinsson, sem nú starfar í skrifstofu sorphreinsun ar borgarinnar. KRÖFUGANGAN gekk langa leið 1. maí 1923. Meðal annars fór hún inn fyrir bæiun sem við köll UfVum svo. Þegar hún var að koma niður Laugaveginn, skammt fyrir innan Laugaveg 111 (nú 153) kom Óiafía allt í einu upp úr sundinu og gekk hratt og háleit á móti göngunni. Hún staðnædist ekki svo að fremstu mennirnir námu staðar. Hún hafði stóra rauða rós í hendinni, tók í jakkahorn fána berans, Sigm-ðar í Brekkuholti, og festi rósina þar. Síðan sneri hún við og hvarf niður á milli húsanna. MÉR VAR KUNNUGT nm það að Ólafíu þótti vænt um blóm og talaöi oft um þau. Hún átti blóm í krúsum í litlu gluggunum. Hún sleit eina rós af stöngli og skrýddl frems+a liðsmanninn í fyrstu göngu verkafólksins. Það var hennar gjöf, hennar yfirlýsing um trú og traust )á íhreyfingunhi, sem risin var. En um leið var það traustsyfirlýsing alþýðunnar, sem bjó við öryggisleysi og skort i ó- hæfu þjóðfélagi. OG MÉR BIRTIST þessi mynd á afmælisdegi Alþýðuflokksins og Alþýðusambandsins 1966. Það var eins og alþýðan, sem ruddi braut ina fyrir nærri hálfri öld værl enn að lýsa yfir trans'i sínu á AI þýðuflokkinn og alþýðusamtökun um. Hannes á liorninu. ingu raforkuvers í Þjórsá til að sjá fyrir orkuþörf þjóðarinnar á næstu árum. Hefur komið í Ijós, 'að hagstætt muni vera að reisa stórt orkuver og selja raforku til iðnaðar. Þess vegna hefur verið samið við svissneskt félag um að reisa álbræðslu hér á landi, og mundi það verða fyrsta skref á braut stór iðju auk þess sem það tryggði fjárhag orkuversins. Þetta mál hefur mætt svo mikilli andstöðu frá kommúnistum að þeir hafa sakað ríkisstjórnina um að vanmeta hina gömlu atvinnuvegi, sérstaklega sjáv arútveginn, í áhuga sínum fyrir hinu nýja. Ekkert er þó fjær lagi. Eggert G. Þorsteinsson sjávarúvegsmálaráðherra jskrifaði fyrir helgina grein í Alþýðublaðið, þar sem jhann rakti þróun útgerðar og fiskiðnaðar hér á landi síðan Alþýðuflokkurinn tók við stjórn þeirra mála |1958. Sýndi Eggert rækilega fram á, að þetta tíma jbil hefði verið eitt mesta framfaraskeið útgerðar á Islandi. Staðreyndir málsins eru þessar: ; 1) Fjárfesting í fiskveiðum og fiskvinnslu 1958— 65 nam 3158 milljónum króna. 2) Fiskiskipaflotinn jókst á þessu árabili um 20.000 smálestir, úr 57.800 lestum í 77.900 lestir. 3) Bátum yfir 100 lestir fjölgaði sérstaklega mikið eða um 123, en þeir hafa einmitt veitt mest af síldinni síðnstu ár. 4) Afkastageta frystihúsa hefur aukizt úr 1927 lest- um á 16 tímum í 2503 lestir — eða um f jórðung. 5) Bræðslugeta síldarverksmiðjanna hefur aukizt úr rúmlega 70.000 málum á sólarhring í 120.000 mál eða nálgazt áð tvöfaldast. 6. Þróarrými síldarverksmiðjanna hefur á sama tíma aukizt úr 414.000 málum í 700.000 mál. 7) Útflutningur sjávarafurða hefur aukizt frá 1960 til 1964 úr 2650 milljónum í 4384 milljónir. 8) Heildarafli íslendinga, sem er meðal annars að þakka hinum nýju bátum og hinum nýju veiði tækjum, hefur aukizt úr 400.000 lestum yfir • milljón lestir á umræddu tímabili. Þessar miklu framfarir verður ekki deilt um. i. | Hver sá, sem heldur því fram, að sjávarútvegurinn : hafi verið vanræktur á þessu tímabili, fer með hreina fjarstæðu. Staðreyndirnar tala öðru máli. 4 15. marz 1966 - ALÞÝfiUBLAÐIÐ SAMKEPPNI Sóknarnefnd Ásprestakalls í Reykjavík hefur ákveðið að efna til samkeppni um safnaðarkirkju og safnaðarheimili á Laugarási safkvæmt samkeppnisreglum Arkitektafélags íslands. Heildarverðlaunaupphæð er kr. 150.000,00, er skiptast þannig: 1. VERÐLAUN KR. 75.000,00 2. VERÐLAUN KR. 50.000,00 3. VERÐLAUN fcB. 25.000,00 Einnig er dómnefnd heimilt að kaupa tillögur fyrir allt að kr. 20.000,00 Samkeppnisgögn eru afhent af trúnaðar- manni dómnefndar Ólafi Jenssyni hjá Byggingaþjónustu A.í. Laugavegi 26 gegn kr. 300,00 skilafryggnigu. Skila skal tillögum í síðasta lagi mánu- daginn 13. júní 1966 kl. 18.00. DÓMNEFNDIN.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.