Alþýðublaðið - 15.03.1966, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.03.1966, Blaðsíða 3
Reykjavík, EG Deilur um lax- og silungsveiði upphófust í neðri deild Alþingis í dag er frumvarp til breytinga á lögum um lax og silungsveiði kom til 1. umræðu Var einkum deilt um bótarétt í sambandi við stækk- un friðunarsvæðis við ósa. Ingólfur Jónsson (S) landbún- aðarráðherra mælti fyrir frum- varpinu og gerði grein fyrir efni þess. Það hefur að geyma að ýmsu leyti fyllri og skýrari ákvæði um Forseti íslands farinn utan Forseti íslands, herra Ásgeir Ás geirsson fór í dag áleiðis tii ísra el; þar sem hann verður í opin berri heimsókn síðar í þessum mánuði. Að heimsókninni lokinni mun forsetinn dveljast í einkaer indum erlendis. í forsætisráðuneytinu, 14. marz 1966. Röðull lendir í árekstri Togarinn Röðull frá Hafnarfirði rakst á þýzk skip í minni Elbe- fljóts snemma í gærmorgun. Hvor ugt skipanna skemmdist mikið. Röðull var á leið til hafnar í Þýzka landi með fiskfarm er áreksturinn varð. Eftir áreksturinn sigldu bæði skipin til Bremerhaven. Árekstur inn mun ekki tefja togarann sem neinu nemur enda lítið skemmdur eins og fyrr segir. Röðull er eign útgerðarfélagsins Venusar í Hafnarfirði Sukarno streitist gegn herforingjum ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 15. marz 1966 Frumvarp um lánasjóð sveitarfélaga flutt á ný Reykjavík — EG. Frumvarp um lánasjóð sveitarfé laga var lagt fram á Alþingi í gær Er það í höfuðatriðum samhljóða frumvarpi um þetta efpi; :slem flutt var á Alþingi í fyrra, en varð eigi útrætt. Helztu breytingar á frumvarpinu frá í fyrra eru, að framlag ríkis ins til sjóðsins skuli ekki ákveðið lögunum heldur í fjárlögum hverju sinni. Nú er gert ráð fyrir að sjóðurinn verði sameign allra sveitarfélaganna, en ekki ríkis og og sveitarfélaga, og ennfremur er nokkuð annar liáttur á um kosn ingu stjórnar, en nú skal fulltrúa ráð Sambands ísl. sveitarfélaga kjósa fjóra menn en ráðherra °kipa einn. Þá eru ákvæði um út gáfu skuldabréfa nokkuð rvmkuð. í annarri grein frumvarpsin= segir svo um hlutverk sjóðsins: Hlutverk Lánalsjóðs sveitarfé- laga er: 1. að veita sveitarfélaögum stofn lán til nauðsynlegra framkvæmda eða fjárfestinga, sem eru svo kostnaðarsamar, að fjár til þeirra verði ekki aflað af tekjum sveitar félags nema á löngum tíma. Enn fremur að aðstoða sveitarfélög við Framh. á 14. síðu. ísland stækkað Reykjavík EG gær Lagrt var fram á þingri stjórnarfriunvarp til laga um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir íslands hönd brey*ingar frá 1962 á alþjóðasam þykkt frá 1954 um vamir gregn óhreinkun sjávar af völdum olíu og setja reglur um frekari varnir gegn silíkri ólireinkun sjávar. í athugasemdum við þetta frum varp, segir meðal annars á þá leið að þæ^ breytingar sem þama sé gert ráð fyrir gangi allar í þá\ átt að tryggja frekar að komið _ verði í veg fyrir óhreinkun sjáv ar af völdum olíu og sé mjög þýð ingarmikið að sem flest lönd stað festi hinar nýju reglur, sem með al annars stækka bannsvæðið í kringum ísland úr 50 í 100 mílur. , Frumvarpinu fylgir samningur inn frá 1954 á en ku og íslenzku og einnig samningurinn frá 1962 og fylgiskjal. AFMÆLISHÓF ALÞÝÐUSAMBANDSINS Á LAUGARDAGINN minnt- ist Alþýðusamand íslands af- mælis síns með móttöku í Lind arbæ. Afmælisins verður minnzt nánar og Vegl:ergar næsta haust, þegar Alþýðusam- bandsþing verður haldið. Mik il fjöldi gesta var saman kom inn í Lindarbæ á laugardag- inn, m.a. ráðherrar, borgarstjór inn í Reykjavík og fleiri. ASÍ bárust margar gjafir. Félagsmálaráðherra, Eggert G. Þorsteinsson, tilkynnti fyr ir hönd ríkisstjórnarinnar, að 1. maí yrðf lögboðinn frídag ur. Þá tilkynnti viðskiptamála ráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, að reglugerð hefði veri gefin út um stofnun sparisjóðs verka- lýðssamtakanna. Borgarstjór inn í Reykjavík, Geir Hall- Framhnid á 14. síðo Á myndinni hér að neðan sést Hannibal Valdimarsson taka á móti Stefáni Jóhanni Stefánssyni, fyrrverandi for- seta ASÍ. Með honum á mynd inni sést Baldvin Jónsson og frú. Djakarta, 14. 3. (NTB-Reter.) Indónesískir herforing-jar ræddu í dag' við Sukarno forseta um skip un nýrrar rikisstjórnar samtímis því sem blöðin í Djakarta kröfð ust þess að kommúnistum yrði vik uð úr stjóminni. Ei't blaðið seg ir, að slík endurskipulagning væri rökrétt afleiðiúg þeirrar ákvörð unar Suhato yfirhersliöfðingja að banna koinmúnistaflokkinn. Suhato tók völdin í sínar hend ur á föstudaginn með samþykki Sukax-nos forseta, og daginn eftir bannaði hann kommúnistaílokkinn lax og silungsveiði, en var að | finna í fyrri ákvæðum um þetta efni friðunarsvæði við árósa eru stækkuð mjög verulega og breyt- ingar gerðar með tilliti til tilkomu laxeldisstöðva, þá er leyfilegur netaveiðitími færður nokkuð til, og fjölgað er í veiðimálanefnd Frumvarpið gerir einnig ráð fyr ir, að ríkinu beri ekki skylda til bótagreiðslu ef menn missa veiði, við víkkuð friðunarákvæði, heldur' skuli þeir bótaskyldir, sem hin aukna friðun kemur til góða Skúli Guðmundsson (F) og Hall dór E. Sigurðsson (F) lögðust ein dregið gegn þessu síðasttalda á- kvæði og töldu einsýnt, að ríkið | ætti að greiða þeim mönnum bæt- ur, sem misstu veiði við aukna friðun, og fjarstæða væri' að láta þá sem friðunin kæmi til góða borga þetta Ingólfur Jónsson, landbúnaðar- ráðheri-a (S) sagði að reynslan hefði sýnt svo ekki yrði um villzt, að s.tækka yrði friðunarsvæðin við árósa, og sýndist því ofur eðli- legt og réttlætanlegt að þeir sem misstu veiði við útfærslu friðun- arinnar, fengju bætur frá þeim sem mestan hag hefðu af friðun- inni, og alls ekki væri eðlilegt, að bætur yrðu teknar úr ríkissjóði. Málinu var vísað til 2. umræðu og landbúnaðarnefndar. í nafni Súkarnos forseta. Sukarno er enn þjóðhöfðingi Indónesíu. Með því að banna kommúnista flokkinn, stærsta kommúnista- flokk heims utan Sovétríkjanna og Kína gekk Sukarno hershöfð ingi að einni af þremur megin kröfum þjóðarinnar, er komið hafa fram í mótmælaaðgerðum stúd enta á undanförnum mánuðum. Hinar ki'öfurnar er þær að Sub andrio utanríkisráðehri'a vei'ði vik ið úr stjórninni og einnig öðrum Framhald á 14. síðn. Línan umhverfis ísland sýnir svæðið sem friða á i Bannsvæðið við DEILT UM LAX OG SIL- UNGSLÖG Á ALÞINGI

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.