Alþýðublaðið - 15.03.1966, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 15.03.1966, Blaðsíða 10
i RgfrsfriérS Örn Eidsson Valbjörn met og Jón var f jórfaldur meistari árangur á Meistara móti íslands í frjálsíþróttum MEISTARAMÓT íslands í frjáls- um íþróttum innanhúss, var háð um helgina í íþróttahúsi KR við Kaplaskjólsveg. Þátttaka var all- góð í mótinu og það fór vel og ^ V skipulega fram, en Frjálsíþrótta deild ÍR sá um framkvæmd að þessu. sinni. Björn Vilmundaraon, vai-afor- maður FRÍ setti mótið með stuttri ræðu. Hann hvatti frjálsíþrótta- menn til að duga vel, mörg merk ‘mót væru framundan í sumar og mikið væri í húfi fyrir frjálsíþrótta hreyfingunia að vel tækist, en þýðingarmesta atriðið er góður ár angur íþróttamannanna. Björn sagðist einnig vonast til þess að þetta væri í síðasta sinn, sem inn anhúsmótið færi fram við þessar aðstæður. Næsta vetur verður von andi hægt að keppa í íþróttahöll inni í Laugardal, sagði Bjöm Vil mundarson. Að ræðu Björns lok inni hófst keppnin. ÍSLANDSMET í STANG- ARSTÖKKI. Keppni hófst samtímis í tveim greinum, stangarstökki og lang- stökki án atrenriu. Valbjörn Þor láksson, KR hafði yfirburði í stangarstökkinu hann stökk 3,85 m., 4,10 m., og 4,25 m. í fyrstu tilraun og síðan var hækkað í 4,37 m., en staðfest met innanhúss er 4,36 m. Valbjörn felldi í fyrstu tilraun, en betur gekk í þeirri næstu, þá sveif hann glæsilega yf ir við fagnðarlæti áhorfenda, sem voru eins margir og oft er á mót um utanhúss. Hækkað var í 4,43 m. og ekki var Valbjörn langt frá því að fara yfir. Valbjörn hefir æft vel í vetur og vonandi tekst honum að bæta utanhússmetið í sumar, en það er 4,50 m. Páll Eiríksson, KR, stökk yfir 3,85 og átti góðar tilraunir við 3,95 m. Róbert Þorláksson, KR bróðir Valbjarnar tók nú í fyrsta | Jón Þ. Ólafsson, ÍR, til vinstri hlaut fjóra meistaratitla og Valbjörn Þorláksson, KR, sem setti íslandsmet í stangarstökki. sinn þátt í keppni og byrjunin lof | ar góðu. Hann er að vísu nokkuð stífur, en kraftur er nægur og hann getur vafalast orðið snjall íþróttamaður eins og „stóri bróð ■fr JÓN Þ. VAR MAÐUR MÓTSINS. Jón Þ. Ólafsson ÍR, var sigur sæll á mótinu, vann fjórar grein ar af sex, sem keppt var í. Á laugardag keppti hann í langstökki og þrístökki án atr. Hann hlaut óvænt nokkra keppni og sigrum hans var ógnað, en Jón sýndi þá að hann er langbeztur í þessum greinum hérlendis, svaraði góðum stökkum keppinautanna, með enn betri afrekum. í langstökki kom ungur ÍR-ingur Ólafur Ottósson á óvænt og bætti fyrri árangur sinn verulega, stökk 3,20 m. Ólafur er fjaðurmagnaður og snarpur og gæti vafalaust náð langt. ef áhugi og vilji er nægur Guðmundur Jónsson HSK veitti Jóni tölverða keppni í þrístökki og tók forystu í fjórðu tilraun með 9,61 m. stökki. En Jón svaraði fyrir sig með 9,77 og stökk síð an 9,82 m. í síðustu tilraun til að undir trika yfirburði sína. Guðmundur hefur áður sannað af reksgetu sína, en hann er góður spretthlaupari og stökk lengst 14,48 m. í þrístökki sl. sumar. Von andi koma 15 m. í sumar. meistaramótsmet” í HÁSTÖKKI. Jón Þ. hafði yfirburði í há- stökki bæði með og án atrennu. Hann stökk í fyrstu tilraun yfir 1,60 - 1,65 og 1,71 m. Síðan var hækkað í 1,77 m. en það er sama hæð og gildandi heimsmet. Jón, felldi að þessu sinni. en tilraunir hans voru mjög sæmilegar. Skúli Hróbjartsson HSK og Erlendur Valdimarsson ÍR sem voru í öðru og þriðja sæti með 1,60 settu báðir persónuleg met og Skúli Skarphéðinsmet. í hástökki með atrennu voru yf irburðir Jóns enn meiri. Hann fór yfir 1,85 — 1,90 og 2,00 m. í fyrstu tilraun léttilega. Þá var hækkað í 2,06 m. Jón felldi í fyrstu tilraun, en flaug fallega yfir í þeirri næstu, en þetta er meútaramótsmet. 2,10 m. var of mikið að þessu sinni. Árangur var jafn og góður í hástökkinu, Kjart an Guðjónsson, ÍR var næstur með 1,85 m. og önnur tilraun hans við 1,90 m. var góð. Sértaka athygli vöktu tveir utanbæjarmenn. Ingi mundur Ingimundarson, HSS og Bergþór Halldórsson, HSK, sem báðir stukku 1,75 m. og áttu góð ar tilranir við 1,80. m. Ingimund- ur var mjög nærri að fara yfir þá liæð. Aðhlaup þessara manna voru þeirra veika hlið og í sum ar ættu þeir að geta stokkið 1,80 til 1,85 m. ■£ GUÐMUNDUR her-: MANNSSON HAFÐÞ YFIRBURÐI. Keppni í kúluvarpi var ekki spennandi, til þess voru yfirburð ir Guðmundar Hermannssonar.KR of miklir. Guðmundur er nú kom inn á fimtugsaldur og alúð hans og dugnaður við íþróttirnar er til fyrirmyndar. í kúluvarpi drengiamótsins hafði Páll Dagbjartsson. HSÞ, yfir burði og þar er mikið íbrótta- manncefni á ferð. Notuð var kúla sveina, sem er 4 kíló drengja kúla er 5.5 kiló Hjálmur Sigurðsson, ÍR, er einnig mikið efni. ÚRSLÍT í EINSTÖKUM GREINUM. Langstökk án atrennu. Jón Þ. Ólafsson ÍR. 3.30 m. Öiafur Ottós-on ÍR, 3.20 m. Guðmundur Jónsson HSK, 3.16 m. Valbiörn Þorlákss. KR, 3.05 m. Rergbór Halldórss. HSK 3 05 m. Úlfar Teitsson KR, 3,00 m. Þrístökk án atrennu. Jón Þ. Ólafsson ÍR. 9.82 m. rtnðm. Jónsson HSK 9 61 m. Úifar Teirtson KR, 9 48 m. Óiafur Ottósson ÍR, 9 36 m. Skúli Hróbjatrsson HSK 9 21 m. Stefán Þormar ÍR, 9.02 m. Stangarstökk: valbiörn Þorláksson KR 4 37 m. Ráll Eiríksson KR. 3 95 m. Ólafur Guðmundsson KR. 3 30 m. 1'/Þmnús Jakobsson URK. 3 30 m. Róbert Þorláks^on KR. 3 15 m. Einar Þorgrímsson ÍR,. 3.00 m. Hái?tökk án afrpnmi: Jón Þ. Ólafsson ÍR 1 71 m. Skúli Hrób.iartsson HSK 160 m. Erlendur Valdimarss. ÍR, 1.60 m. Halldór Ingvarsson ÍR, 1.55 m. Karl Hólm ÍR, 1,50 m. Ingim. Ingimundars. HSS 1,45 m. Kúluvarp: Guðm. Hermanns'-on KR, 15.27 m. Kiartan Guðjónsson ÍR, 13.71 m. Erl. Valdimarsson ÍR. 13 23 m. Valbjörn Þorláksson KR, 12.98 m. Ái’mann J. Láruss. UBK, 12 78 m. Jón Þ. Ólafsson ÍR, 12,75 m. Hástökk með atrennu: Jón Þ. Ólafsson ÍR, 2.06 m. Kiartan Gnðjóns=,on ÍR. 1.85 m. Tngim. Ingimundars. HSS, 1.45 m. Rergbór Halldórss. HSK, 1.75 m. Erl. Valdimarsson ÍR. 1.75 m. Valbjörn Þorláksson KR, 1,75 m. Jón Þ. Olafsson — reynir að stökkva 1,77 m. en mistekst að þessu sinni. Kúluvarp drengja/ Páll Dagbjartss. HSÞ 16,64 m. Hjálmur Sigurðsson ÍR, 15,03 m. Kjartan Kolbeinsson ÍR, 13,85 m. Þriðjudaginn 15. marz næstk. h'eíst námskeið fyrir byrjendur í judo og sjálfsvörn. Kennari verð- ur Alex Fraser 2.dan judo. Þetta er í fyrsta skipti hér á landi, að hátt gráðaður judokenn- ari tekur að sér að kenna á byrj- enda námskeiði, en judo á nú ört vaxandi vinsældum að fagna hér á landi, sem annars staðar, og er ekki vafi á að íslendingar eiga eftir að ná athyglisverðum ái’angri með bættum aðbúnaði til iðkunar judo og tilsögn hátt gráð- aðs kennara, sem er mest um vert. Allir geta æft judo sér til gagns og ánægju, góður árangur er alls ekki alltaf kominn undir miklum kröftum. Æfingar fara fram að Langa- gerði 1 (húsi KFUM) á þriðju- dögum og fimmtudögum kl. 8 sd. Innritun á staðnum. Sovétríkin urðu heims- meistarar í ísknattleik, en mótið fór fram í Ljublijana, Júgóslav íu og lauk á sunnudag. Sovétrík ini sigruðú Tékkéslrivakíu í úr slitaleiknum á sunnudag með yfir burðum, 7:1 (4:0 — 2:1 — 1:0). Fréttamenn segja að leikur Sov étmanina hafi verið frábær og einn bezti, sem þeir hafi séð Sov étríkin hlutu 13 stig. Tékkóslóvak ía 12 og Kanada 10, Svíar voru fjóröu með 7 stig. Vestur-Þýzka land sigraði í B- riðli. ■£■ Æfinguleikir í knattspyrnu eru hafnir á N lömliini. á sunun dag sigraði Fi’edvíkcr'ad, Noregi, Gautaborg IFK með 2-1 #10 15. m.arz 1966 — ALÞÝÐUBLAÐJÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.