Alþýðublaðið - 26.03.1966, Side 1

Alþýðublaðið - 26.03.1966, Side 1
Laugardapr 26. marz - 46. árg. — 71. tbl. - VERÐ: 5 KR „HIN VAR LEIÐIN YFIRGEFIN í útvarpsumræðunum í gærkvöldi — Níiverandi ríkisstjórn beitti sér fyrir gagngerri breytingu í efnahagsmálum á fyrsta starfsári sínu, 1960. Þá var lagt út á nýja braut, og „hin leiðin” sem áður hafði verið farin var yfirgefin. Á þessa leið mælti dr. Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamálaráðherra í upphafi ræðu sinnar í útvarps- umræðunum í gærkvöldi. Gylfi kom mða við í ræðu sinni og fjallaði þar meðal anars um efna- hagsmálaþróunina undanfarin ár, verðbólguna, og það vandamál, sem offramleiðsla landbúnaðaraf- urða nú er orðin hér á landi. Gylfi sagði, að síðastliðin fjög- ur ár hefði þjóðarframleiðslan aukizt um 6—7% á ári og fram- leiðslan á mann um 4—5%, en þetta er langmesta aukning þjóð- arframleiðslunnar, sem nokkurn tíma hefur átt sér stað á íslandi, og jafnframt meiri vöxtur en dæmi eru til um í nálægum löndum á þessu sama tímabili. Auðvitað ætti mikil aflaaukning sinn þátt i þessari aukningu, en því færi þó fjarri, að hún væri eina skýr- ingin, sagði Gylfi, og það kom —fram í ræðu hans, að árin 1956 —59 var vöxtur þjóðarframleiðsl- unnar aðeins 3% á árin eða um 1% á mann. vinnutekna verkamanna, sjó- manna og iðnaðarmanna i þjóðar tekjunum hefði farið vaxandi und- anfarin ár og verið liærri en nokk ur önnur ár síðan 1948, er skýrsl- ur um þetta efni voru fyrst gerð- ar. Er þá undanskilið árið 1959, er um skamman tíma sköpuðust Framhalð á 14. síðu N s s s s s s s s s s LAXNESS Á ÆFINGU Æfingar á leikriti Laxness Prjónastofan Sólin, sen'i Þjáðleikhúsið frumsýnir um miðjan næsta mánuð, eru í fullum gangi. Laxness fylgist sjálfur með þeim og er leik- stjóranum, Baldvin Halldórssyni, til aðstoðar við uppfærsl una. Alþýðublaðið fékk í gær leyfi til að líta inn á æfingu og frásögn af því birtist á þriðju síðu. Á myndinni hér að neðan sjást höfundurinn og Ieikstjórinn ræðast við. s s s s s s s s s s s - sagði Gylfi Þ. Gíslason Um skiptingu þjóðarteknanna, sagði ráðherrann, að hlutur at- GYLFI Þ. GÍSLASON Ræða Eggerts G. Þorsteinssonar í útvðrpsumræðunum: SIÖRK0STLE6 UPPBYGG- SJÁVARÚTVEGINUM Reykjavík. — EG. — Heildarfjárfesting í fiskveið- um og fiskvinnslu frá 1959 er 3158 milljónir króna. — Á þessu tímabili hefur fiski- skipaflotinn aukizt um 20 þúsund lestir. — Vélbátum yfir 100 rúmlestir hefur fjölgað um 123 síðan 1959. — Á sama tíma hefur afkasta- geta frystihúsanna aukizt um 25%. — Frá því 1959 hafa bræðsluaf- köst síldarverksmiðja aukizt úr 70 þúsund múlurn í 120 þúsund mál á sólarhring, og þróarrými verk- smiðjanna hefur vaxið um tæplega helming. — A árunum 1960—1964 jókst útflutningur sjávarafurða úr 2650 milljónum króna i 4384 milljónir. — Heildaraflamagnið 1959 til 1965 jókst úr 400 þúsund smá- lestum í 1100 þiisund smálestir. Frá þessum staðreyndum um EGGERT G. ÞORSTEINSSON sjávarútveg íslendinga skýrði Eggert G. Þorsteinsson sjávarút- vegsmálaráðherra í ræðu sinni í útvarpsumræðunum í gærkvöldi. í upphafi ræðu sinnar rakti Eggert fyrst neikvæða afstöðu stjórnarandstöðunnar til allra mála, sem hefði þau áhrif, að stjórnarandstöðuflokkarnir hefðu ýmist engin eða vart merkjanleg áhrif á gang jákvæðra framfara- mála. Síðan sagði ráðherrann: „Ríkis- stjórnin hefur talið það skyldu sína, að kanna til hlítar hugsan- lega möguleika til varanlegri tryggingar atvinnu í landinu og þá fyrst og fremst með það í huga að hagnýta jafnframt þá mögu- leika, sem felast óbeizlaðir í auð- lindum landsins.” Þegar staðreyndir þess máls lægju fyrir teldu stjórnarandstæð- Framliald á 15. síðu VANTRAUSTIÐ VAR FELLT ER útva^psumræðunni um vantraustið lauk um miðnætti siðastliðna nótt fór fram atkvæðagreiðsla um þessa tillögu Framsóknarmanna og kommúnista. Vantrauststillagan var felld að viðhöfðu nafnakalli. 32 bingmenn greiddu atkvæði gegn henni, 27 studdu tillöguna. en einn var f jarstaddur. Allur málflutningur stjórnarandstöðunnar í útvarpsumræð- vnum í gærkvöldi einkenndist af niðurrifsvæli og eymdarsöng og mátti vcni greina hvorir báru sig verr Framsóknarmenn eða kommúniste.r. UWUWWWWtWMMUWWMMMWiWWWWWiVWWWt

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.