Alþýðublaðið - 26.03.1966, Qupperneq 16

Alþýðublaðið - 26.03.1966, Qupperneq 16
FUGLINN FUUG FJAÐRALAUS Síðan flýgur hann (Filippus (jrins) (eftir þVí sem liann •'liefur tíma til, en hann mun ■ tæplega hafa flogið mikið leng wr en suður yfir Surt í þetta •skiptió, því að hann þurfti að setjast niður og semja ræð- una, sem hann þarf að halda á hlaðamannafundinum, sem Iiann verður að halda í Lond ©n í dag. Vísir. vJVIEV — menningarsamtök eðli tlegra yngiskvenna — ályktar -að banna beri sölu á kóla- tírykkjum og telur þá aðflutta 4Bpillingu. Hins vegar ber að -■teyfa sölu á límonaði. enda var það til í gamla daga . . . „FUGLIN'N flaug fjaðralaus segir í vísunni. En nú er fuglinn bara frat. í Vísi er nefnilega sagt að Filipus hafa flogið liöfuðfatalaus og talið til frækilegri afreka. Ennfremur ætl aði hann, að sögn blaðsins að fljúga vél sinni sjálfur, skoða Surtsey og semja ræðu, milli þess sem hann hagræðir stjórnvölum hinnar konunglegu þotu. Allt án þess að hafa svo mikið sem eina alpahúfu á höfðinu. Hitt er svo hulin ráðgáta, hvernig hann ætl ar að taka ofan fyrir sinni lieitt elskuðu Betu, drottningu í Eng landi, þegar hann loksins kem ur heim eftir að hafa verið á stefnulausu flandri um heiminn í guð má vita hvað langan tíma. Kannski kyssir hann hana bara á kinnina og lætur þar við sitja. Blaðamenn, sem viðstaddir voru komu hinnar konungiegu há tignar, segja að hann hafi glott til þeirra út í annað munnvik- ið, minnugur þeirra ófara. sem þeir fóru fyrir honum, síðast þeg ar hann flaug hér um garð. Annars hefur gengið mikið á fyrir þjóðhöfðingjum út um heim þessa síðustu daga. Forset- inn okkar nauðHnti suður í Kananslandi og dönsk blöð segja að Margrét prinsessa hafi nauðlent á akri einum í Cliile. IÞefita er dálítið iskemmtilegt, því að forsetinn okkar nai'ðienti líka á akri. Jón á Akri hefur líklega vitað hvað hann söng, þegar hann gerði flugvöil við túngarðinn, til að geta tekið á móti tignum gestum án þess að þeír bældu fyrilr honum slægjuna, Það er vist að bera I bakka- fullan lækinn að fara að sjá vorkomu. Við höfum legið held ur illa í slíkum spádómum fram að þessu. ‘Hvað um það. Ætli farfluglarnir fari ekki að koma hvað líður? Ekkert skil óg í fólki, sem ætlar að rifna af hrifningu, þegar það sér svan. Satt er að vísu að svanurinn er allra snotrasti fugl á sundi. Svona líkastur skemmtisnekkju með bilaða vél. En þegar liann er foúinn að brölta upp á land er eklci sjón að sjá hann Hann er klunnalegur, vaggar í göngu lagi, veit ekkert hvernig hann á að snúa sér í tilverunni og rekur upp ámátfejgt glaul til að árétta umkomuleysi sift. Ekk ert skil ég heldur í fóiki. sem sí og æ er að dásama bað sem það kallar svanasöng. Ömurlegri hljóð fyrirfinnast ekki á ger- völlu jarðrlki, nema ef vera skyldi í kirkjukórum yfir höf- I uð. Og ekki nóg með það. Álft Ég er hjartanlega sammála JPétri Sigurðssyni, ritstjóra, þegar hann skrifaði í Mogg- •ann nýlega: „Við skulum heita ú aliar góðar landvættir að verja okkur fyrir ágangi meiri •rándýra en við þegar höfum í landinu . . .“ in er óargadýr og illfygli hið mesta. Etur t. d. endurnar á tjörninni út á gaddinn og ætl- ar allt lifandi að drepa og í því á hún einmitt sammerkt við borgarstjómaríhaldið. Ég igeri það hér með að tillögu minni, að Sjálfstæðisflokkurjnn leggi fálkann niður úr skjald armerki sínu og taki álftarófét- ið upp í staðinn. Og nú líður að því að dansk urinn komi að lækka í okkur rostann. Landsleikuirinn. sá eini sem við eigum eftir að tapa í vetur, verðuir væntanlega háður snemma í næsta mánuði og fyrst við töpuðum í Nýborg, en við leikinn þar batt baksíð ■íin allar sínar vonir, þá er nákvæmlega enigin von til að við vinnum sigur í íþróttahöll inni í Laugardal, nema auðvitað að einhver góður og sterkur maður og jafnframt ófyrirleitinn í ættjarðarást sinni, taki sig til strax við komu liðsins hing að og snúi nokkra af beztu mönnum Dananna úr axlarliðn um. Kannski er ennþá öruggara að snúa þá úr hálsliðnum, en með tilliti til þess að það er lífshættulegt og getur haft slæm áhrif á lausn handritamálsins, leggur baksíðan til að fyrri að gerðin verði látin nægja. Ég sem hélt að liann ætlaði aldrei að fara! jáí hann var að fara hérna framhjá með bjarndýr á toppnum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.