Alþýðublaðið - 13.04.1966, Side 5

Alþýðublaðið - 13.04.1966, Side 5
Sviðsmyndir úr Elsku Rut. Talið frá vinstri: Kristjana, Svava, Edda og Ester. Elsku Rut á Seltossi ELSKU RUT á Selfossi. Leikstjóri: Bjarni Steingrímsson. FIMMTUDAGINN 31. marz frum- Sýndi Leikfélag Selfoss „Elsku Rut” í Selfoss-Bíó fyrir fullu húsi við fögnuð og frábærar móttökur leikhúsgesta. Þetta er gamanleik- ur í tveimur þáttum, en fleiri at- Bernharðs Hannessonar Suðurlandsbraut 12. Sími 35810. Brauðhúsið Laugavegi 126 — i Sími 24631 ★ Allskonar veitingar. ★ ■ Veizlubrauð, snittur. ★ Brauðtertur, smurt brauð Pantið tímanlega- Kynnið yður verð og gæði. riðum, eftir ameríska leikrita- skáldið Norman Krasna. Leikfélag Selfoss hefur mörg undanfarin ár verið all athafna- samt — og sjaldan valið sín við- fangsefni af verri endanum. Svo eitthvað af viðfangsefnum félags- ins sé nefnt, skulu tilgreind nokkur: Kjarnorka og kvenhylli eftir Agnar Þórðarson; Ljúfa Maren, norskt stykki, þýtt af Kristm. Guðmundssyni; Galdra-Loft og Fjalla- Eyvind eftir Jóh. Sigurjónss,. Víxla með afföllum, eftir Agnar Þórðarson; Jeppa á Fjalli eftir L. Holberg; Logann helga eftir Somerset Maugham. Af þessu má sjá að félagið hef- ur færzt nokkuð í fang á stund um, en jafnan hefur félaginu tek- izt að skila sínu af mestu prýði, enda notið hinna beztu leikstjóra í starfi sínu. Uppfærzla og sýn- ingin á Elsku Rut ber þess glögg merki, að leikstjórinn hefur ekki svikizt undan í starfi. Sýningin var furðu heilsteypt, og alveg sérstaklega þegar þess er gætt að þarna voru að verki ýmist algerir nýliðar eða lítt sviðsvant fólk. Það er vissulega glöggt lífs- merki í félaginu: hið unga fólk er þarna kom fram á vegum fé- lagsins. Hlutverk í Elsku Rut eru tíu. Frú Wilkins lék frú Svava Kjart- ansdóttir, en hverju hlutverki er vel borgið í hennar meðferð og svo var enn að þessu sinni: Hr. Wilkins dómara lék Kristján Jóns- son, ungur maður og að ég ætla fullkominn nýliði. Það virðist ó- hætt eftir þetta hlutverk hans, að spá því, að hann verði þess megn- ugur er stundir líða að skila fleiri hlutverkum fyrir félagið með fullum sóma. Elsku Rut er leikin af frú Eddu Hólm. Mér er ekki kunn- ugt annað en hún sé lítt eða ekki reynd á sviði, en vel skilaði hún sínu hlutverki, sem þó er alls ekki vandalaust. Yngri syst- ur í leiknum, Mirjam lék frk. Ester Halldórsdóttir. Þetta er ærslafengin og upp- átektarsöm unglingsstelpa reglu- legur táningur, en Ester fataðist ekki í hinum furðulegustu tiltekt- um. Hún lék ungu frúna í Log- anura helga nú í haust, og gat ég þess til að hún mundi geta sýnt okkur fleiri en eina hlið á sin- um hæfileikum og reyndist svo hér. William undirforingja lék Gunnar Einarsson skemmtilega eðlilega og öruggt. Albert Krummer lék Jón Hólm. Þetta er töluvert vandmeðfarið hlutverk, þar sem þar kemur til ást, afbrýði og ýmis vandræði í sambandi við allt þetta. En Jón skilaði sínu fullkomlega, eins og vænta mátti, og var verulega eðli- legur í viðbrögðum hinna vand- ræðalegu atvika er fyrir komu. Jón Hólm er nýfluttur að Sel- fossi með sína gullsmiðavinnu- stofu, og má fullyrða að Leikfé- laginu sé verulegur fengur að því að fá þessi hjón til starfa. Það er ekki sízt Jóni Hólm að þakka ásamt ágætum framkvæmda stjóra, frú Áslaugu Símonar- dóttur að svo örugglega og fljótt tókst að æfa og sviðsetja þetta annað viðfangsefni félagsins á þessu leikári. Hin smærri hlutverk leiksins skiluðu sér ágætlega, og er óhætt að óska Leikfélagi Selfoss til hamingju með þá starfskrafta er þarna komu fram margir lítt eða áður óreyndir. Góða ferð til hinna ýmsu sýningarstaða. Þökk fyrir ánægjulega sýningu. — C.J. Barnaleiktæki ★ Íþrótíatæki Yélaverkstæði Aðalskoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Keflavíkur árið 1966 fer fram við hús Sérleyfisbifreiða Keflavíkur dagana 12. apríl til 10. maí n.k. kl. 9—12 sem hér segir: og kl, 13—16:30, svo Þriðjudaginn 12. apríl Ö- 1 til 100 Miðvikudaginn 13. apríl 0-101 — 150 Fimmtudagirin 14. apríl 0-151 — 200 Föstudaginn 15. ápríl Ö-201 — 250 Mánudagihn 18. apríl Ö-251 — 300 Þriðjudaginn 19. apríl Ö-301 — 350 Miðvikudaginn 20. apríl Ö-351 — 400 Föstudagirin 22. apríl Ö-401 — 450 Mánudaginn 25. apríl 0-451 — 500 Þriðludaginn 26. apríl Ö-501 — 550 Miðvikudaginn 27. apríl Ö-551 — 600 Fimmtudaginn 28. apríl Ö-601 — 650 Föstudaginn 29. apríl Ö-651 — 700 Mánudaginn 2. maí Ö-701 — - 750 Þr.'ðjudaginn 3. maí Ö-751 — 800 Miðvikudaginn 4. maí Ö-801 — 850 Fimmtudaginn 5. maí Ö-851 — 900 Föstudaginn 6. maí Ö-901 — 950 Mlánudaginn 9. maí Ö-951 — 1025 Þriðiudaginn 10. maí Ö-1026 og þar yfir Sömu daga verða reiðhjól með hjiálparvél skoðuð. Við fkoðun skulu ökumenn leggja fram fullgild öku- skírteini, sýna ber og skilriki fyrir því, að bifreiða skattur og vátryggingargjöld ökumanna fyrir árið 1966 séu greidd og lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. — Hafi gjöld þessi ekki verið greidd verður skoð un ekki framkvæmd og bifreiðin tekin úr umferð þar til gjöldin eru greidd. Ennfremur ber að sýna ljósa- stillingarvottorð. Kvittun fyrir greiðslu afnotagjalds útvarpstækis í bif- reið ber að sýna við skoðun. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á réttum degi, ‘án þess að hafa áður tilkynnt skoðunar- mönnum lögmæt forföll með hæfilegum fyrirvara, verð- ur hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og lögum um bifreiðaskatt og bifreið hans tekin án fyrirvara, hyar, sem til hennar næst. Bæjarfógetinn í Keflavík 31. marz 1966. Aða/fundur Aðalfundur Líftryggingafélagsins Andvöku verður haldinn á Blönduósi þriðjudaginn 10. maí 1966 kl. 1.30 e.h. Dagskrá: Venjuleg 'aðalfundarstörf. Stjórnin. SKARPAR FILMUR GEFA BEZTAR MYNDIR NOTIÐ /diVJJAá FILMUR AGFA-GEVAERT il ( i f i ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 13. apríl 1966 5 1

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.