Alþýðublaðið - 13.04.1966, Síða 15

Alþýðublaðið - 13.04.1966, Síða 15
Hjónaskilnaðir Framliald úr opnu. skyldunnar, og ótryggð at henn ar hólfu er talin afbrot, sem sækja má hana til saka fyrir •og- jafnvel dæma í fangelsi, en (það sama gildir ekki um etgin- manninn. Sérstaklega er þetta lagaboð ómanneskjulegt, þegar hjón eru skilin að borði og sæng. Lögskilnaður þekkist ekki á Ítalíu, t.d. fær kona ekki •skilnað frá manni, sem gerist sekur um afbrot. Hún getur að- eins íf^ngið skiinað að borði og sæng og auk iþess fjárhags- stuðning, foreldravaldinu er skipt o.s. frv. En hún getur ekki gift sig aftur , — og fái hún sér elskhuga getur hinn að- skildi eiginmaður sigað lögregl tmni á hana. Þess konar tilfelli eru algeng á Suður-Ítalíu. Því er það mjög mikið rætt é Ítalíu, hvernig megi afla sér lögskilnaðar — en ekki jafnrétti eða kynferðismálin. Húsmæ-Sur Framhald af síðu .6. frá fimm mánuðum upp í tvö ár, og veittur er sams konar skatt- frjáls styrkur til þeirra, sem þau sækja. Árið 1961 voru 16000 þátttak- endur á þessum sérnámskeiðum — sem t. d. henta mjög vel ein- stæðum mæðrum, sem gjarnan vilja komast í betri atvinnu — og árið 1964 voru þátttakendur komnir upp í 16 000. Námskeiðin eru haldin á vegum hinna ein- stöku bæjarfélaga í samvinnu við ráðningarskrifstofur og atvinnu- fyrirtækin, sem vita hvar mest er þörfin. Hanpes á horninu Framhald af 4. síðu. Vetri. Og nú eru lcomnar fallgryfj ur í Miklubraut að minnsta kosti á einum stað. Bifreiðar aka hratt, sveigja svo allt í einu til þess að forðast holurnar en við það mynd ast hætta á árekstrum og hef ég orðið vottur að því, að litlu hef- ur munað. Þetta þarf að laga í dag. Það má ekki draga-t. Á PÁSKAD AGSKV ÖLD var sagt, að Gullfoss kæmi upp að næsta morgu.n kl. 8. Fólk fóir niðureftir. en þá lá Gullfoss enn út á en Akraborgin kúrði í krókn um. Hún fór ekki fvrr en kl. 9.30 og fyr gat Gullfocs ekkj komizt upp að. Þet+a má ekki koma fyrir. Vitanlega hefur Eimskip og enn fremur Fafnarskrifstofan vitað þetta kvöldið áður. lack London Framhald af 6. síðu fram, „fyrir O'Henry væru þær stórkostlegar“. Á bak vi;S þess- ar skorinorðu og praktísku at- hugasemdir býr sú sannfæring og trú Jack Londons, að ekki sé til að dreifa neinum andlegum einkaeignarrétti, heldur afnota- rétti, sem byggist á persónuleika hvers og eins. LEIÐRÉTTING: í afmælisgrein Grétars Fells jum ö.inu Kri tjánsdóttur í síð- asta blaði var hún sögð vera fróð kona og fönguleg, en átti að vera: fríð kona og fönguleg. Þorði ekki Framhald af 1. síðu að Ragnar Arnalds alþingismað ur myndi taka að sér framsögu um málið á fyrirhuguðum fundi. 3. Stúdentafélagið hafði frá önd verðu óskað þess að ræðumaður yrði akademískur en ekki alþing ismaður, og var það í samræmi við hugmyndina um málefnalegan fund. 4. Þegar það því þótti sýnt, að erfitt yrði að halda umræðum á fundinum hreinum og málefnaleg um ,en fremur mætti búast við að þar yrði þyrlað upp pólitísku moldviðri, ákvað stjórn Stúdenta félag ins að hætta við fundarhald þetta, enda höfðu og í millitíð inni farið fram óvæntar útvarps umræður, sem snerust að mest’- eða öllu leyti um þetta fyrirhug aða fundarefni félagsins. Reykjavík, 12 april 1966. F.h. Stúdentafélags Reykjavík- ur Aðalsteinn Guðjohnsen (sign). Kvikmynd Framhald af síðu 1. arann sem kemur til með að leika Hagbarð. Sagði hann að ekki yrði til sparað að gera mynd þessa sem bezt úr garði. Hann hefur sjálfur samið tökuhandritið en skáldið Frank Jæger textann. Er hand ritið byggt á kvæði um Hagbarð og Signýju, sem danski sagnaritarinn Saxi skráði á 12. öld. Saga þessi er einnig til í riddarasögum, skráð um á íslandi. Fimmtán leikarar fara með hlut verk í myndinni, auk stadista. Leikararnir eru af ýmsu þjóðerni. Eins og áður er sagt leikur Rússi Hagbarð, en önnur hlutverk verða í höndum danskra, norskra, sænskra og íslenzkra leikara. Þá verða um tuttugu íslenzkir hest ar í myndinni og einn úlfur, sem að sjálfsögðu verður fluttur inn. Sænjiki arkifektinn ^undgrem teiknar húsin sem notuð verða og búninga. Tveir kóngsgarðar verða reistir hér annar á Suðurlandi og hinn á Norðurlandi. Eru þeir smíðaðir í Danmörku og fluttir hingað í flekum og settir saman á þeim stöðum sem myndin verð ur tekin. Og svo þarf að flytja inn stórt eikartré þar sem Hagbarður hengir sig í mvndarlok. Geta má þess að Lundgren hefur teiknað búninga og leikbúnað í öllum kvik myndum Inemars Bergmanns. Kvikmyndatökumaður verður Henning Bendsen. Meðal mvnda sem hann hefur unnið að er Ger trud. sem Dreyr stjórnaði og sýnd var hér í fyrra. Kvikmýndin um Hagbarð og Signvju verður tekin í litum og cinema~cone. Kvað Gabriel Axel Llenzkt landslag miög vel fallið til sl’krar mvndatoku. Reynt verS ur að hofa alla liti myndarinnar mjög demnaða oe sama er að segia um iénlist og leikbrögð. Myndin á ekki nð gerast á neinum ákveðn um tima eða í ékveðnu landi. held ur einhwrc! staðar á Norðurlöndum á miðötdnm. Myndatakan hérlendis á að standa yfir í þriár vikur og síð an álíka langan tíma í Stokkhólmi Á hún að verða tilbúin fyrir jól og verður frumsvnd í liöfuðborg um allra Norðurlandanna samtím is. Sett verður inn á myndina danskt, sænskt og norskt tal og ef til vill einnig íslenzkt og rússn eskt tal. Flugfélagið Framhald af S. síðu. Auk venjulegra áætlanaferða til útlanda hafa tvær af millilanda- flugvélum félagsins verið með ferðamannahópa í Suður-Evrópu. Þá fór ein flugvél til Grænlands um páskana. Fóstbræður Framhald af síðu 3 Björnsson sem bæði eru ráðin við Stuttgart óperuna, og Erlingur Vig fússon og Ragnar Björnsson, sem báðir eru við framhaldsnám í Köln. Kemur listafólkið hingað upp eingöngu í þeim tilgangi að syngja á þessum afmælistónleik- um. Nánar verður sagt frá Fóst- bræðrum síðar. Körfubolti Framhald af 11. síðu 92:47. Beztur íslendinga var Birg ir Birgis með 12 stig, einnig voru Þorsteinn með 12 stig, og Einar Matt með 12 stig. Beztan varnar- leik átti þó Agnar er hirti mikið af fráköstum og skoraði 7 stig. Dómarar: Óskar Pettersen og Dan Christiansen. Síðan léku Danmörk og Noregur til úrslita um 4. sætið. Þann leik dæmdi Guðjón Magnússon, en auk þessa leiks dæmdi Guðjón 4 aðra leiki. Upphaflega átti Guðjón að dæma úrslitaleikinn, en vegna veikinda Svíans, sem átti að dæma Danmörk — Noregur varð Guðjón að dæma fyrir Svíann en þar sem úrslita- leikurinn var strax á eftir dæmdu tveir Danir þann leik. Noregur átti góðan fyrrihálfleik gegn Danmörku og leiddu Danir aðeins með einu stigi í hálfleik 30:29 Sðari hálfleikinn áttu Danir hins vegar og sigruðu 50:73. Úrslitaleiksins Svíþjóð — Finn- land var beðið með mikilli eftir- •væntingu. Töldu Svíar sig eiga sigurinn vísan út af hæðarmism. á liðunum. Voru Finnar nokkuð ó- styrkir þrátt fyrir sigra á tveim fyrri Norðurlandamótum enda með mjög ungt lið aðeins þrír af þeim leikmönnum sem léku á síðasta móti voru nú með. En er leikurinn hófst var annað uppi á teningnum en við var búizt. Stórkostlegri leik hefur undirritaður ekki séð. Áður en varði voru Finnar komnir í 13:3 og síðan 24:5. Var þetta leikur músarinnar að kettinum og sann- kallaður sigur tækni og hraða og hugsunar yfir stærð og hörku. Virtist lítt stoða hjá Svíum að gefa á risana því svo leiftursnöggir voru hinir smávöxnu Finnar að slá boltann frá þeim að risarnir voru varla búnir að taka fyrsta skrefið aftur í vörnina áður en Finnar höfðu skorað. í hálfleik stóð 41:16 og lauk leiknum 84:62. Voru Finnar þar með orðnir sigurvegarar í Polar Cup 1966. Fóru síðan fram mótslit þar sem íslendingar fengu bronzverðlauna peninga fyrir 3. sætið. Hef ég mí lokið pistli þessum um leikina enj síðar mun ég skrifa um helldarí úrslit og framkvæmd mótsins. \ } Fréttasyrpa Framhald af 3. síðu. byggja 3 báta í Noregi, stærá þeirra er 250—300 smálestiri Eigendur bátanna eru Ölveá Guðmundsson, SíldarvinnslanJ Sveinbörn Sveins on o.fl. Hrognj kelsaveiðin er að hefjast og er’ allt útlit fyrir^ að sá veiðiskap ur sé að aukast mjög. Annars taldi fréttamaður okk. ar á Norðfirði helzt umræðu- efni manna vera pólitík þessa- dagana og þó nokkurn hita í’ umræðum. j ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 13. apríl 1966 15,

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.